Dagur - 11.06.1999, Side 5
Tfc^wr.
HÚS & GARÐAR
FÖSTUDAGUR 11. JÚ\Í 1999 -
s
í skeifunni er skjóiið. - myndir: teitur
Þau hafa ræktaðgarð-
inn sinní20 árog
þykirhvergi betra að
vera.
Húsið Skeifa við Breiðholtsveg
lætur ekki mikið yfír sér þegar
rennt er framhjá því, né heldur
garðurinn umhverfis það en
þegar að garðshliðinu er komið
kemur mikil paradís í ljós. Þarna
búa hjónin Kristín Viggósdóttir
og Birgir Dýrfjörð og hafa gert í
20 ár. Þótt þau séu aðeins
nokkra metra frá einni mestu
umferðargötu borgarinnar,
Reykjanesbrautinni, virðist ys-
inn víðs Ijarri þegar komið er
inn í garðinn. Þegar haft er orð
á því við húsmóðurina tekur
hún undir það og segir: „Við
þurfum heldur engan sumarbú-
stað. Við erum hér í garðinum
allt sumarið. Hér er alltaf hópur
af fólki hverja einustu helgi og
mikið um að vera. Við grillum
oft úti og dreifum þá borðum
hér um blettinn. Þetta er sko
enginn sparigarður," bætir hún
við með áherslu.
Skeifa stendur skammt frá
Bláhorninu við Smiðjuveg í
Kópavogi. Umhverfis húsið er
1200 fermetra stór garður, sem
sameinar það sem góðir garðar
eiga að gera, notalegheit og nyt-
semd, fegurð og fijálsræði.
Kristín hefur orð á að garðurinn
sé alls ekki kominn í skrúðann
sinn og hún sé ekki einu sinni
búin með öll vorverkin enn,
enda sé hún í fullri vinnu utan
heimilisins. „Eg á eftir að setja
sumarblómin út og fylla öll ker-
in,“ segir hún og bendir um leið
inn í forstofuna, þar sem blasa
við kassar með sumarblómum
sem hún er búin að forrækta.
Þar má m.a. sjá pattaralegar
stjúpur og aðeins minna pattara-
legar morgunfrúr. „Eg ræktaði
óvenjulítið af sumarblómum
þetta árið, það hefur verið svo
mikið að gera hjá mér í öðru,“
segir Kristín afsakandi. Hún
segist byija sáningu sumar-
kné. Rabarbarinn er kominn vel
á legg og sólberjarunnar og rifs-
berjarunnar gefa fyrirheit um
fullar sultukrukkur með
haustinu. Jarðarberjaplöntur eru
í tveimur kössum. „Þetta eru
mjög góðar plöntur sem gefa vel
af sér,“ segir Kristín. Hún
kveðst ekki þurfa að verja þau
fyrir fuglum. „Börnin tína þau
jafnóðum,“ segir hún brosandi
og sér greinilega ekki eftir upp-
skerunni upp í litla munna.
Skeifan hans Birgis í Skeifu
Birgir segist ekki hafa eins
græna fingur og frúin og hann
hafi í raun ekki fengið áhuga á
garðinum fyrr en á síðustu
árum. „Ég er með hjólbörupróf
og hef hjálpað til að ganga frá
grjóti og Ijósum í beðin,“ segir
hann, en bætir við að hann eigi
hinsvegar heiðurinn að skeifu-
laga hvilft í garðinum, sem hafí
verið mikið notuð til sólbaða.
„Hér uppi á holtinu var alltaf
næðingur áður en trén og runn-
arnir komu svo ég safnaði sam-
an nokkrum vinum og fékk þá til
að grafa þessa holu með mér.
Við höfðum þetta sem sérstakt
gæluverkefni, vorum með vodka
með okkur og úr þessu varð hin
besta skemmtun. Hér verður al-
ger hitapottur í sólskini á sumr-
in,“ segir hann og bendir stoltur
á skeifu með borðum og bekkj-
um sem sómir sér vel í garðin-
um.
Hraungrýti af ýmsum stærð-
um prýðir garðinn og setur á
hann sterkan svip. „Það náðum
við í suður í Lönguhlíð á Reykja-
nesi. Hraunið laðar til sín fugla
og er ekki síður fallegt í snjón-
um á veturna en sólskininu á
sumrin,“ segir Birgir.
Eitt er enn ótalið sem þau
hjón rækta, það er sjálf moldin.
Kristfn lýsir því: „Við höfum ekki
keypt mold í mörg ár heldur
erum með þrjá safnkassa og
búum til alla þá mold sem við
notum utan húss. I því er heil-
mikill sparnaður og svo er nú
eitthvað göfugt við þessa
hringrás svo ánægjan er erfiðis-
ins virði." — GUN
Rómantíkin blómstrar á bekknum.
vel hvað maður afþreytist í garð-
inum. Auðvitað getur fólk keypt
sér tilbúna garða og dormað þar.
Sá stíll er bara ekki fyrir mig.
Mér fínnst miklu skemmtilegra
að fá náttúrlegt land upp í hend-
ur og móta garðinn sjálf.“ Hluti
af grasflötinni er hallandi og
Kristín segir þau hjón ekki hafa
viljað breyta landinu of mikið
heldur hafa það sem uppruna-
legast.
„Þessi garður er sönnun þess
að hægt er að gera sér þokkaleg-
an reit án þess að kosta miklu
til,“ segir Kristín. „Eg hef sáð til
margra þeirra blóma sem ég er
með. Lyklarnir eru Iangflestir
heimaræktaðir, valmúginn, ridd-
arasporinn og ýmsar fleiri teg-
undir. Mér hefur líka verið gefið
mikið af íjölærum blómum. I
byrjun gleypti ég við öllu sem
mér bauðst en innan um voru
óþægar plöntur sem vildu fara
um allt. Maður er auðvitað alltaf
að læra, færa til plöntur og losa
sig við aðrar sem vilja taka
stjórnina og sá sér út. Það er allt
í lagi að blómin breiði úr sér, þá
sting ég bara utan úr þeim og
gef öðrum, það er mörg plantan
farin úr þessum reit í aðra
garða.“
Tcgundirnar skipta
liuiiilruduiii
Þegar þau Kristín og Birgir sett-
ust að í Skeifu fyrir tuttugu
árum var garðurinn nánast
ónumið land. Þar voru fjögur tré
og þrjár tegundir af blómum,
lúpína, garðabrúða og jakobsfíf-
ill. Nú skipta tegundirnar hund-
ruðum. „Þetta er uppáhalds-
blómið mitt,“ segir Kristín og
bendir á hjartablóm, sem er að
taka við sér eftir veturinn og búa
sig undir að blómstra í júlí. Sjö
tegundir af rósum eru í garðin-
um og bera þær allar blóm en
Kristín segir staðinn tæpast
nógu skjólgóðan fyrir rósir.
Þau hjón rækta grænmeti til
heimilisnota, sá nokkrum kíló-
um af kartöflum og eru með kál
í þremur kössum. I einum kass-
anum er meira að segja grænkál
frá fyrra ári, sem ekki hefur látið
íslenska veturinn koma sér á
blómanna í febrúar í kössum
inni í gluggum og smá venja þau
svo við útivistina þegar fer að
vora. „Það er mikil vinna í
þessu en hún er skemmtileg.“
Frístiiiidiriiar fara í garðinu
- En hvernig fer Kristín ctð þvt' að
halda beðunum hreinum og
snyrtilegum?
„Þetta er auðvitað óþrotleg
vinna og allar mínar frístundir
fara í garðinn yfir sumarið en
það er líka heilmikil slökun í því
að róta í moldinni. Þegar vinnan
er krefjandi þá finnur maður
Maður er auðvitað
alltafað lcera, fcera
tilplöntur og losa
sig við aðrar sem
vilja taka stjórn-
ina og sd sér út.
Kristín og Birgir á hlaðinu við Skeifu.