Dagur - 11.06.1999, Blaðsíða 10
10 — FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999
rD^tr
HÚS& GARÐAR
poore þegar við vorum þar á
ferð,“ segir Agúst. Sturlaugur
Þorsteinsson sá um burðarþol
hússins og hornfirskir smiðir,
Leifur í Sætúni og Sveinn Sig-
hvatsson, smíðuðu það, auk
Agústs. „Það er óupphitað en
við settum í þetta svokallað K-
gler, sem er með einangrun-
arfilmu og því nægir birta til að
hita það upp. Reyndar er heil-
mikill munur á hitanum niðri í
stofunni og uppi á svölunum,"
segir hann. Frúin skýtur inn í að
húsið geti líka verið ágæt kæli-
geymsla. „Við förum gjarnan
með jólamatinn hingað út því í
skammdeginu er þetta öndvegis
kælir.“ Dýrt? „Jú, þetta var rán-
dýrt í upphafi en viðhaldskostn-
aður hefur verið Iítill og þegar
við tókum glerhúsið í notkun
Iækkaði kyndingarkostnaðurinn
töluvert. Grindin er gerð úr lím-
tré og furu og hana þarf að mála
og bera á reglulega en glerið
hefur staðið vel tímans tönn.“
Glæsilegt útsýni af
svölunuin
Útgerðarmennirnir Agúst og
Halldóra Bergljót, eða Gústi og
Begga eins og þau eru gjarnan
kölluð, hafa glæsilegt útsýni af
svölunum, suðvestur yfir fjörð-
inn og eyjarnar, sem tignarleg
fjöll og sjálfur Vatnajökull
mynda bakgrunn við. „Maður
formar helst ekki að setjast með
kaffibollann sinn annars staðar
en hér á svölunum," segir Gústi
og Begga tekur undir það. Hún
viðurkennir hinsvegar að ann-
ríki þeirra hjóna valdi því að
þessi paradís sé minna notuð
en skyldi. „Hjá mér fer tíminn
mest í rekstur útgerðarinnar og
sveitarstjórnarmálin og Gústi
getur ekki setið auðum hönd-
íslendingarbúa við
nóttlausa voraldarver-
öld á þessum árstíma
en víðagerirhafgolan
vart við sig með
morgni. Gústi og
Begga á Homafirði
kunnu að setja undir
þann leka.
„Við vorum orðin svo þreytt á
gjólunni hér á svölunum að við
ákváðum að byggja yfir þær og
þá var eins gott að gera það al-
mennilega," segir Agúst Þor-
björnsson, sem býr ásamt konu
og fjórum börnum i húsinu nr.
13, við Hrísbraut á Hornafirði.
Þau byggðu hátt og rismikið
glerhús fyrir 12 árum og myndar
það einskonar fordyri við íbúðar-
húsið. „Það er þægilegur hiti í
glerhúsinu allt að því 8 mánuði
á ári, frá því í endaðan febrúar
og fram i endaðan október, það
er að segja þegar bjart er í
veðri,“ segir Agúst. Húsið er um
30 fermetrar að grunnfleti og
inn í það er gengið af stéttinni.
Þegar inn er komið liggja tröpp-
ur bæði upp og niður. Annars
vegar niður í sólstofu þaðan sem
hægt er að ganga út í garð og
Iíka inn í kjallara, hinsvegar upp
á svalir þar sem aðalinngangur-
inn er í húsið.
Arni Kjartansson, arkitekt,
teiknaði og hannaði glerhúsið og
hann gerði reyndar betur því
hann færði fjölskyldunni fyrstu
plöntuna, risavaxna monsteru,
sem aldrei var kölluð annað en
skrímslið. „Við sáum slíka
plöntu vaxa villta úti í Singa-
Það er upplagt að forrækta ýrrtsar tegundir innan við glerið.
- mynd: ólafur pétur
um. Auk þess að sinna útgerð-
inni er hann þessa stundina að
byggja við húsið hinum megin
og svo er hann mikill ræktunar-
maður." Gústi vill sem minnst
úr þeim eiginleikum gera en
segist samt vera þátttakandi í
Þegarvið tókum
glerhúsið í notkun
lækkaði kyndingar-
kostnaðurinn.
skemmtilegu verkefni á vegum
landgræðsluskóga á Meðalfelli
í Hornafirði, þar sem í vor
verða settar niður 18.000
skógarplöntur. En notar hann
þá ekki glerhúsið til ræktunar
líka? „Jú, ég hef haft gaman af
að forrækta þar ýmsar tegundir,
sem ég fer síðan með út í garð
eða upp að sumarbústaðnum í
Stafafellsfjöllum. Ræktunin hér
er mismikil eftir árum," segir
Gústi og bætir við hlæjandi:
„Eg held að besta lagið á henni
hafi nú verið eitt vorið þegar
við Begga fórum til Mallorka og
Jóhanna, vinkona okkar, hugs-
aði um plönturnar. Þá var hér
svo mikið blómahaf þegar við
komum heim að við gleymum
því aldrei."
G.ústi og Begga halda vinum
sínum stundum herlegar veislur
í sólskálanum og opna þá gjarn-
an út í garðinn, sem hefur líka
upp á margt að bjóða, ræktarleg
tré, hornfirskt gabbró og rótar-
hnyðjur af IJörunum. Þar er
grillaður humar, lúra og annað
sjávarfang og ekkert skorið við
nögl. „Við kunnum vel að meta
það sem við höfum hér á
Hornafirði og ekki spillir þegar
fleiri koma og njóta þess með
okkur.“ - GUN
Hér er sumarstemmning 8 mánuði á ári. - mynd: ólafur pétur
VIÐ
hófum ianga reynslu í
ræktun bloma og urvatid af
sumarbtómum, fjöímrum
btómum, rósum og
kálptóntum hefur aldrei
veríð me 'ra en í ár,
KOMtD, SKO0IÐ EDA HFUNQID. PAÐ
BORQAHSIQ.
GARÐYRKJUSTÖÐ
INGIBJARGAR
SIGMUNDSDÓTTUR
HEfÐMÖRK 38 • HVERAGERÐI
SÍM! 483 4800 • HS 483 4259 • FAX 483 4005
t___......~ -____2
Sáð í mjúka mold
í skólagörðunum er fjöldi barna
að stíga sín fyrstu skref á rækt-
unarbrautinni. Slíkir garðar eru
reknir af sveitarfélögum víða um
Iand og starfsemi þeirra hefst
þegar skólunum lýkur á vorin. I
Skólagörðum Reykjavíkur hefur
eldri borgurum einnig gefist
kostur á landi til ræktunar á síð-
ari árum og hefur það mælst vel
fyrir. Þar mætast æskan og ellin
og eru hvor annarri til stuðnings
og yndisauka.
Skólagarðar Reykjavíkur eru 8
og dreifast um borgina. Þetta
árið hafa um 1000 börn á aldrin-
um 8-12 ára og 40 eldri borgar-
ar skráð sig til leiks. Landið sem
hver og einn fær er um 18 fm að
stærð og gjaldið er 2.000 kr. fyrir
aðstöðu og efni. Plönturnar sem
unga og eldra fólkið fær til gróð-
ursetningar eru forræktaðar í
Ræktunarstöð Reykjavfkur i
Laugardal.
„Tegundunum er alltaf að
fjölga sem fara í skólagarðana,"
segir Anna Rún Hrólfsdóttir yfir-
verkstjóri. Fyrir utan þessar
hefðbundnu eins og grænkál,
hvítkál, blómkál, rófur og rauð-
kál erum við t.d.
með hnúðkál,
púrrulauk, sellerí,
timjan og stein-
selju. Auk þess eru
sett niður sumar-
blóm og kartöflur
og sáð þremur teg-
undum af fræi,
næpum, spínati og
radísum. Það er
heilmikið að gera
fyrstu dagana með-
an verið er að
planta og sá.
Ahuginn hjá
krökkunum er Iíka
mikill og kappið
svo verkstjórarnir
mega hafa sig alla við að leið-
beina þeim og skipuleggja starf-
ið. Síðan tekur umhirða beðanna
við sem stendur allt sumarið og
vökvun tvisvar í viku, ef ekki
rignir. Aðspurð um uppáhalds-
tegundir barnanna segir Anna
Rún að þau séu spenntust fyrir
öllu stóru, stórir hvítkálshausar
og stórar rófur gleðja þau mjög
undir haust og þar sjá þau líka
árangur erfiðisins.
Skólagarðarnir í Laugardaln-
um eru við Holtaveg. Mæðgurn-
ar Sólveig María og Auðbjörg
voru þar að setja niður kál. Sól-
veig María sagðist hafa fengið
mömmu í lið með sér því þær
hefðu verið í sumarbústað og
hún hefði því ekki getað mætt
fyrstu tvo dagana. En hefur hún
ræktað grænmeti áður? „Já, ég
hef hjálpað ömmu á Hjalteyri í
garðinum og svo var ég með garð
hér í fyrra.“ — GUN