Dagur - 25.06.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 25.06.1999, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGUR 2S. JÚNÍ 1999 Hlutfallslega eru um fimmtungi færri grunnskólabörn í Reykjavík en í landsbyggðakjördæmunum. Mun fleiri strákar en stelpur á Akranesi Strákax voru næstum 1.200 fleiri en stelpur í grunnskólunum en alls voru nemendur um 42.400 í næstum 200 skólurn ásíðasta hausti. Svo virðist að á Akranesi fæðist um fjórðungi fleiri strákar en stelpur (skap- arinn kannski í liði með Skagamönn- umí). I Grundarskóla á Akranesi voru á síðasta hausti 200 stúlkur og 255 drengir, eða 27% fleiri drengir en stúlk- ur, samkvæmt tölum Hagstofunnar um nemendur í grunnskólum landsins á síðasta hausti. Hlutfallslega um fimmtungi færri grunnskólabörn í Reykjavík en í lands- byggðakjördæmunum er annað sem vekur athygli. Fækkun á landsbyggðinni er því ekki af völdum barnfæðar né fjölgun í Reykjavík vegna fijósemi. Að- eins 13,6% Reykvíkinga voru í grunn- skólum en vel yfír 16% af íbúum allra annarra kjördæma og upp í 17,4% á Vesturlandi. Munurinn svarar til 2.000 færri grunnskólabama í Reykjavík, sem sparar borginni byggingu og rekstur 5- 6 gmnnskóla. Fækkar í einkaskólum Alls em 196 gmnnskólar á Iandinu, þar af 6 sérskólar. Nemendum í einkaskól- um hefur fækkað um 110, eða næstum fimmtung á síðustu tveimur árum. Gmnnskólanemendur vom alls 42.440 í fyrrahaust (15,5% allra Islendinga) hvar af næstum 2/3 sóttu einsetna skóla. Þriðju-bekkingar, um 4.650, vom fjölmennasti árgangurinn sem sat á grunnskólabekk, og um 830 fleiri en í 7. og 8. bekk, sem vom fámennastir. Strákar 10% fleiri úti á landi I grunnskólunum eru strákar næstum 1.200 eða 5,6% fleiri en stelpur, sem Hagstofan segir endurspegla kynjaskipt- ingu þjóðarinnar. Athygli vekur hve kynjaskiptingin er mismunandi eftir kjördæmum. Þannig em strákar næst- um 14% fleiri en stelpur á Suðumesjum og tæplega 11% fleiri á Suðurlandi og Suðurnesjum og að meðaltali 10% fleiri utan höfuðborgarsvæðisins. Kynjamun- ur er hins vegar næstum enginn í ná- grannabæjum Reylqavíkur (sem á raun- ar líka við um allan íbúaljöldann á þessu svæði). Færri en 10 í sex skólum Nemendafjöldinn er að jafnaði mestur í nágrannbæjum Reykjavíkur, rúmlega 400 að meðaltali í hverjum skóla, en nálægt 380 annars staðar í Reykjanes- kjördæmi og í Reykjavík. Lægstur er meðalljöldinn, tæplega 90, á Vest- Qörðum og á Austurlandi, þar sem skólar eru jafn margir og í nágranna- bæjum Reykjavíkur, þar sem nemend- ur eru þó nær fimm sinnum fleiri. Sex skólar eru með færri en 10 nemendur og sex skólar með fleiri en 700 nem- endur - Arbæjarskóli þeirra stærstur með tæplega 800 nemendur í fyrra- haust. -HEI FRÉTTA VIÐTALIÐ Bruggarar landsins eru stundum ekkert að skafa utan af hlutunum þegar heimilisiðnaður þeirra er annarsvegar. Sem dæmi um það mátti sjá í smá- auglýsingum DV á dögunum þar sem áhugasöm- um bruggurum var bent á að þeir gætu fengið gefíns gamlan og góðan þvottapott. Ahugasamir gátu síðan valið um þrjú uppgefin símanúmer ef þeir vildu fá frekari upplýsingar. Samkvæmt þessu virðist það ekki vera neitt mál að stunda brugg og það nánast fyrir opnum tjöldum. Enda segja kunnugir að úrvalið af hráefni til víngerðar hafí aldrei verið meira og verðið gott miðað við það sem er hjá ríkinu... Svo virðist sem vinnulagið í borgarráði undir forystu Ingibjargar Sólrúnar og R- listans sé að taka á sig nokkursskonar vertíðar- brag. Sem dæmi þá varð messufall í borgarráði fyrir skömmu vegna þess að flestir borgarráðsfulltrúar voru erlendis. Vikuna á eft- ir voru 80-90 mál á dagskrá og þá var tekið til hendinni eins og á vertíðunum. A næsta fundi á eftir voru nánast engin mál á dag- skrá. I það minnsta sá upplýsingadeild borgarinn- ar ekki ástæðu til að senda neitt ffá sér af þeim fundi vegna þess að þar var nær ekkert um að vera... Þegar norrænu ráðherrarn- ir komu í Reykholt í Is- landsheimsókn sinni á dög- unum tók að sjálfsögðu á móti þeim sjálfur Geir Waage. I pottinum var frá því sagt að Geir hafi farið alveg á kostum í ffásögn sinni af staðnum og gjör- samlega hrifíð forsætisráð- herrana með sér á vit Snorra og annara fornra kappa. Niðurstaðan varð sú að allir gleymdu sér og forsætisráðherramir urðu allt of seinir á næsta fund sinn sem var með japanska forsætisráðherr- anum... Geir Waage Einar Sigurðsson aðstoðaiforstjóri Flugleiða. Vömmerki og útlit Flugleiða styrkt til mima. Byggt upp frá gnumi fyrir 30 milj- arða króna. Góð þjón- usta. Veik ímynd á al- þjóðamarkaði í saman- burði við öimur flugfélög Með nýtt útlit á nýrri öld - Út á hvað gengur þessa nýja ímynd Flug- leiða? „Við höfum verið að byggja fyrirtækið upp eiginlega ffá grunni á undanfömum áratug. Við höfum endumýjað tæki, leiðarkerfí, alla tækni og alla ferðaþjónustuna. Þetta hefur verið alveg gríðarlegt Ijárfestingarprógramm eða fyrir allt að 30 miljarða króna. Þessi end- umýjun hefur verið af brýnni þörf og við höf- um náð að byggja upp leiðarkerfi sem samnýtir tæki og mannskap yfír Atlantshaf og til og frá Islandi. Þannig að við náum að skapa heimamarkaðnum mjög mikla þjón- ustu i ferðatíðni og úrvali áætlunarstaða, eða miklu meira en markaðurinn stendur undir í raun og veru sjálfur með því að tengja þetta saman. Við teljum okkur því vera komna með mjög gott leiðarkerfi yfir hafíð og góða þjón- ustu til og frá Islandi. Núna viljum við styrkja vömmerki Flugleiða og ímynd þess, bæði hér á íslandi og þá ekki síður á alþjóðamarkaðn- um þar sem við emm mjög lítið fyrirtæki." - Eru menn búnir að vera lengi að? „Við emm búnir að vera í rúmt ár í mjög mikilli vinnu inní fyrirtækinu við að skil- greina hvar við séum sterkastir og hvar séu öflugustu þættimir í okkar rekstri. Við emm líka búnir að setja í gang töluverða vinnu við að endurskipuleggja og endurskilgreina marga þjónustuþætti. Einn hluti af allri þess- ari vinnu er að gefa fyrirtækinu nýtt ytra út- iit. Það má segja að það séu nauðsynlegar umbúðir utan um þessa vinnu sem er gríðar- lega mikil og heldur áfram í öllum deildum fyrirtækisins." - Hvemig verður þetta nýja útlit? „Við munum kynna nýtt útlit fyrirtækisins á næstunni. Þá verður sagt hvað það felur í sér. Það koma væntanlega nýir litir inní útlit- ið. Þegar við tölum um útlit félagsins þá emm við m.a. að tala um söluskrifstofur, flugvélar, bréfsefríi, einkennisbúninga og raunar allan pakkann. Enda má segja að útlit félagsins hafi verið óbreytt í aðaldráttum vel á þriðja áratug þótt allir innviðir félagsins hafi breyst alveg gífurlega á þessum tíma. Það má því segja að við fljúgum inni nýja öld með gjörbreytt félag og styrkari ímynd.“ - Hvaða væntingar hafa menn til þessara nýmæla? „Við emm fyrirtæld sem starfar á mjög al- þjóðlegum markaði þar sem kannski 75%- 80% af okkar tekjum af farþegum í milli- Iandaflugi koma af erlendum markaði. Þar erum við lítið fyrirtæki með frekar veika ímynd í samanburði við önnur flugfélög. Hinsvegar teljum við að við séum með mjög góða þjónustu á þessum alþjóðlega markaði, enda höfum við verið að byggja mikið upp alla innviði félagsins." - Á sama tíma telja sumir að ímynd fé- lagsins hafi heðið hnekki í þeirri deilu sem snerist um það hvort flugfreyjur mættu vera t stðhuxum ttteð skálmum. Hvað fittnst þér um það? „Eg held nú ekki að ímynd félagsins hafí beðið neina hnekki við það og enginn lang- tímaskaði hafí hlotist af því. í raun og veru er þessi umræða dálítið sérkennileg vegna þess að bæði flugfreyjum og öðrum í félaginu var ljóst að á sama tíma og þetta mál kom upp þá stóð m.a. yfír endurhönnun á öllum búning- um félagsins." - Er i þessari endurhönnun kannski gert ráðfyrtr þvt aðflugfreyjur geti verið t síðbux- um með skálmum? „Við munum kynna heildarútlitið og þar með búningana áður en langt um líður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta í augna- blikinu." -grh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.