Dagur - 25.06.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 25.06.1999, Blaðsíða 4
4r - FÖSTUDAGUR Íí. JÚNÍ 1990 FRÉTTIR L ISAFJARÐARBÆR Breyting á bæjarstjóm ísafjarðarbæjar Pétur H. R. Sigurðsson hefur beðist lausnar frá störfum sem bæjarfull- trúi Isaíjarðarbæjar, þar sem hann hefur flutt búferlum úr Isaljarðar- bæ. Sæti Péturs í bæjarstjórn tekur Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði, en hann hefur áður átt sæti í bæj- arstjórn, m.a. sem forseti bæjarstjórnar. Forseti bæjarstjórnar, Birna Lárusdóttir, bar kveðjur til bæjarfulltrúa frá Pétri H. R. Sigurðssyni og færði Pétri þakkir fyrir vel unnin störf fyrir Isafjarðarbæ. Höfmin laimahækkana hafnað Þorsteinn Jóhannesson lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar nýverið um launahækk- anir. Þar segir m.a.: „Legg til við bæjarsljórn, að í kjölfar hækkunar á þingfararkaupi komi ekki til sjálfvirkra hækkana á Iaunagreiðslum bæjarsjóðs Isafjarðarbajar, hvorki til bæjar- fulltrúa, nefndamanna né annarra starfs- manna bæjarfélagsins." Tillaga Þorsteins var felld með 4 atkvæðum gegn 3. Tillaga um að garðyrkjustjóra verði veittur 40 þúsund króna styrkur til kynnisferðar um Danmörku og Svíþjóð var felld. Nýr gruimskóli í Holti TiIIaga iTæðslunefndar um að Grunnskóli Önundaríjarðar verði rekinn eitt ár til viðbótar með svipuðu fyrirkomulagi og síðustu tvö ár og að á sama tíma verði kannaðir möguleikar á „nýjum" skóla í Holti, var sam- þykkt af bæjarstjórn með 6 atkvæðum gegn 1 en Sigurður R. Ólafsson gerði grein fyrir hjásetu sinni. Þorsteinn Jóhannesson gerði svohljóð- andi grein fyrir atkvæði sfnu: „Greiði atkvæði gegn þessari tillögu, þar sem ég hef ekki aðrar upplýsingar um kostnað, sem samþykki þessa til- lögu hefur í för með sér, en minnisblað skóla- og menningarfulltrúa. Þar kemur fram, að kostnaður við verkefnið „yrði ekki mikið meiri en Iaunakostnaður við Grunnskóla Önundarfjarðar 1998-1999.“ Sam- kvæmt ársreikningi ísafjarðarbæjar 1998 var launakostnaður Önundar- fjarðarskóla um 20 milljónir króna." Þorsteinn Jóhannesson, bæjarfulltrúi. Hestameimska í Engidal Lárus G. Valdimarsson lagði fram bókun á bæjarstjórnarfundi undirrit- aða af öllum bæjarfulltrúum, þar sem segir m.a. að undirritaðir bæjar- fulltrúar óski eftir, að bókað verði með formlegum hætti sú afstaða þeirra að tekið verði tillit til þarfa og óska þeirra sem vilja stunda aðra tegund útivistar en hestamennsku, í skipulagi Engidals. Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að Golfklúbbi Isafjarðar verði veittur greiðslufrestur á kaupverði Fitjageigs 6, Hnífsdal. Um er að ræða 800 þúsund krónur, sem settar verða á skuldabréf til 5 ára. Málinu síðan vísað til endurskoðunar á íjárhagsáætlun. Austurvegi 11 afsalað tH Tónlistarfélagsins Bæjarstjórn hefur samþykkt að til viðbótar við tvær efri hæðir hússins við Austurveg 11, sem afsalað var samkvæmt samningi 26. júní 1997, verði öllu húsinu við Austurveg 11 afsalað til Tónlistarfélags Isafjarðar gegn því að ísafjarðarbær hafi aðstöðu til smíðakennslu og annarra at- hafna í kjallara hússins í 5 ár frá afsalsdegi. Þá mun Isafjarðarbær greiða 7 milljónir ltróna á 5 árum frá og með árinu 2000. KjeU Hymer ráðiim félagsmálastjóri Bæjarstjórn hefur samþykkt, með tilliti til einróma niðurstöðu félags- málanefndar, að ráða Kjell Hymer í stöðu félagsmálastjóra ísafjarðar- bæjar í stað Jóns Tynes, sem horfið hefur til starfa á Grænlandi. Ráðn- ingin verður tímabundin vegna fyrirhugaðra breytinga á félagsmála- sviði. Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við Vesturleiðir um rekstur upplýsingamiðstöðvar á ísafirði sumarið 1999. Jafnframt að styrkja rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar um 1.250.000 krónur. Jafn- framt hafnar bæjarstjórn beiðni um styrk vegna Kristnihátíðar Vest- fjarða. Framtíð Orkubús Vestfjarða rædd Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra, Halldóri Halfdórs- syni, að kalla saman forsvarsmenn sveitarfélaga á Vestfjörðum til við- ræðna um framtíðareignarform sveit- arfélaganna í Orkubúi Vestfiarða. Halldór Halldórsson. Félagsmálanefnd skilar ekki skýrslum Barnaverndarstofa hefur gert alvarlegar athugasemdir við félagsmála- nefnd Ísaíjarðarbæjar vegna skorts á upplýsingum frá félagsmálayfir- völdum í Isafjarðarbæ. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir, munnlega sem skriflega, hefur stofnun ekki sent Barnarverndarstofu skýrslu um störf sín síðan á árinu 1994. Málið er í höndum bæjarstjóra, en vænt- anlega mun nýráðinn félagsmálastjóri, Kjell Hymer, leggjast undir feld og skila skýrslunum. — GG Starfsemi Barna- og unglingageðdeildar fer nú að mestu fram í húsnæði við Dalbraut, en nú stendur til að opna bráðamóttöku á geðdeild Landspítalans. Bráðamóttaka geðveikra bama 80 böm í hverjuin ár- gangi þurfa á meðferð að halda vegna geð- rænna vandamála. Stjórnendur Landspítalans hafa í samráði við heilbrigðisráðuneyt- ið ákveðið að setja á fót bráða- móttöku fyrir börn og unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Bráðamóttakan verður rekin á geðdeild Landspftalans og notuð verða til þess tvö rúm. Starfsemi Barna- og unglinga- geðdeildar fer nú að mestu fram í húsnæði við Dalbraut. Magnús Pétursson forstjóri Sjúkrahús- anna í Reykjavfk segir að stefnan sé að tveggja rúma bráðamóttak- an verði tilbúin í september. „Við vitum að þetta er ekki fullnægj- andi lausn til langs tíma en þetta er þó vísir að sérstakri bráðamót- tökudeild sem stefnt er að koma upp í framtíðinni. Starfsemi Barna- og unglingageðdeildar- innar hefur oft verið erfið en nú er spítalinn að reyna að leggja sitt af mörkum til að mæta þeirri þörf sem er fyrir hendi í þessum málum“, segir Magnús. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspftalans tekur undir að mikil þörf sé á svona bráðamót- töku. „Um 10-20% barna eiga við einhver geðræn vandamál að stríða og um 7-10% eru á því stigi að þurfa að leita til sérfræð- ings og loks eru um 2% af öllum börnum sem þurfa á meðferð Barna- og unglingageðdeildar að halda, hvort sem um er að ræða göngudeild eða innlögn", segir Ólafur. Þessi 2% eru um 80 börn í hveijum árgangi. — ÁÁ Leynd um starfs- lokakjör Fridriks Ýmsar getgátur hafa veriö iiiii tiiginilljóiia króna starfslokakjör Friðriks Pálssonar í SH, en iiiikil leynd er imi allar tölur í þessu samhandi. Það vakti mikla í umræðu í ís- lensku viðskiptalífi þegar Friðrik Pálsson var látinn fara úr for- stjórastól SH og Gunnar Svav- arsson frá Hampiðjunni var fenginn í staðinn. Þetta gerðist rétt eftir að Róbert Guðfinnsson hafði framkvæmt hallarbyltingu í SH, sem fólst í því að Jón Ingv- arsson tapaði kosningunum um stjórnarformannsembættið fyrir Róbert. Það er þekkt þegar for- stjórar stórfyrirtækja eru látnir fara að ríflegir starfslokasamn- ingar séu gerðir við þá og vakna því spurningar um starfslok Friðriks Pálssonar en getgátur hafa verið um tugi milljóna króna í því sambandi. Friðrik Pálsson segir að ekki Friðrik Pálsson fyrrum forstjóri SH. hafi verið gerður sérstakur starfslokasamningur í kjölfar brotthvarfs síns úr forstjórastól SH. „I mínum ráðningarkjörum frá árinu 1987 var gert ráð fyrir því með hvaða hætti starfslok mín yrðu eftir því hvað ég ynni lengi hjá SFI og þau samningsá- kvæði héldust nú óbreytt þegar ég hætti. Þessum samningi var því á engan hátt breytt þegar ég hætti,“ segir Friðrik. Nefnir engar tölur „Þegar ég gerði þennan samning árið 1987 var venjan að sérstak- ir eftirlaunasamningar væru gerðir en ég fór ekki fram á það heldur gerði ég samning sem var mikið ódýrari fyrir félagið heldur en þessir sérstöku eftirlauna- samningar sem voru hvað al- gengastir í þá daga,“ segir Frið- rik. Hann segir að í kjölfar brott- hvarfs síns frá SH hefði verið rætt um breytingar á samningn- um en ekki hefði náðst sam- komulag um það og því stóð þessi samningur frá árinu 1987 óbreyttur. Friðrik vildi alls ekki nefna neinar tölur í þessu sam- bandi og sagði þær vera einka- mál sitt, stjórnar SH og skatts- ins. Róbert Guðfinnsson, stjórn- arformaður SH, segir í samtali við Dag að það komi ekld til greina að ræða starfslok starf- manna SH við fjölmiðla og vildi ekkert tjá sig um málið. Stjórn- armenn SH vildu einnig ekki tjá sig um málið og sömuleiðis Bjarni Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri fjármála hjá SH, sem sagði málið vera algjörlega í höndunum á Róbert og Friðrik. - ÁÁ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.