Dagur - 25.06.1999, Blaðsíða 13
l^u-
FÖSTtJD'A'GUR 2 S. JÚ NÍ 19 9 9 - 13
ÍÞRÓTTIR
Verða Spurs
meistarar í nótt?
SA Spurs geta tryggt
sér NBA-meistaratitil-
iim í nótt. Knicks
spila með hjartanu og
eru ekki húnir að gef-
ast upp þó að vonir
uin að vinna titilinn
hafi dofnað.
San Antonio Spurs er komið
með aðra höndina og þijá fingur
á NBA-meistaratitilinn eftir sig-
ur á New York Knicks í fyrrinótt,
89-96. Það verður að teljast
harla ólíklegt að Knicks nái að
vinna þrjá leiki röð og þar af tvo
á heimavelli Spurs, en það er
eini möguleiki þeirra til að vinna
titilinn.
Knicks byrjuðu leikinn illa og
Spurs náði 7 stiga forskoti strax í
byijun, en Knicks náði að koma
til baka og unnu leikhlutann 29-
27. Annar leikhluti var mjög jafn
en staðan í hálfleik var 46-50
Marío Eiie og Latrell Sprewell voru sterkir með sínum liðum í leik 4 í
fyrrinótt
Spurs í vil. Hræðileg byrjun
Knicks í þriðja leikhluta kom
þeim í koll en þeir náðu ekki að
skora fyrr en rúmlega þrjár mín-
útur voru búnar af leikhlutan-
um. Knicks neituðu samt að gef-
ast upp og náðu að minnka mun-
inn í 1 stig þegar 5 mínútur voru
eftir af Ieiknum. Þá fór Spurs
vélin í gang og þeir náðu að
tryggja sér sigurinn á síðustu
mínútunum.
Spila með hjartanu
Leikmenn Knicks sýndu ótrúlegt
keppnisskap og spila svo sannar-
lega með hjartanu, því eins og
Einar Bollason sagði í útsend-
ingunni þá voru þeir búnir að
tapa leiknum nokkrum sinnum
en neituðu alltaf að gefast upp.
Latrell Sprewell fór fyrir heima-
mönnum og skoraði 26 stig, en
hann spilaði í 46 mínútur sem er
mjög mikið. Mario Elie var mjög
sterkur hjá Spurs og var næst
stigahæstur hjá liðinu með 18
stig, á eftir Tim Duncan sem
gerði 28 stig.
Það kom greinilega í ljós í 3.
leiknum að lykillinn að því að
stöðva Spurs er að halda Dunc-
an niðri og það er nánast ómögu-
Iegt að sigra Iiðið þegar hann
skorar yfir 25 stig. Þó að Spurs
sé komið í afar góða stöðu þá er
nokkuð ljóst að Knicks eru ekki
búnir að gefast upp frekar en
fyrri daginn. Þeir koma eflaust
dýrvitlausir í 5. leikinn sem fram
fer í New York í nótt, þó að fátt
geti komið í veg fyrir sigur Spurs
í seríunni. Spurningin er aðeins
hvort þeir vinni 4-1 eða tryggi
sér titilinn á heimavelli 4-2.
- AÞM
Júgóslavar einir ósigraðir
Júgóslavar ósigraðir
eftir riðlakeppni Evr-
ópumóts landsliða í
körfubolta sem lauk í
fyrradag. Bosmumenn
og Grikkir fallnir úr
leik.
Riðlakeppni Evrópumóts lands-
liða í körfubolta lauk í fyrradag
og við það féllu íjögur lið úr
keppni. Þau lið sem þurfa að fara
heim eru Makedónía, Ungveija-
land, Grikkland og Bosnía, en
það hlýtur að teljast óvænt að tvö
síðastnefndu liðin hafi fallið út
svo snemma. Tékkar, Tyrkir,
Rússar og Júgóslavar unnu sína
riðla, en Júgóslavía er eina liðið
sem komst ósigrað út úr riðla-
keppninni og sannar það hversu
sterkt liðið er. I hinum riðlunum
þremur voru þrjú lið með jafn
marga sigra og þurfti innbyrðis-
hlutfall að ráðu endanlegri nið-
urröðun riðilsins.
Keppni í milliriðlum hófst í
gær með eftirfarandi Ieikjum:
Frakkland-Spánn, Lítháen-Tyrk-
land, Slóvenía-Júgóslavía, Téklc-
land-Króatía, Italía-Þýskaland og
Rússland-Israel. Nokkrir athygl-
isverðir leikir eru þarna á meðal
og ber helst að nefna leiki Lit-
háen gegn Tyrklandi og Tékk-
lands gegn Króatíu, en lið Tékka
og Tyrkja hafa komið einna mest
á óvart í keppninni. Þau lið hafa
mjög efnilega og frambærilega
Ieikmenn innanborðs, sem eru
innan við tvítugt og hafa heldur
betur velgt „stóru köppunum"
undir uggum.
Allir leikirnir fara fram á lau-
gardaginn og munum við birta
úrslit í þriðjudagsblaðinu. Fyrir
þá sem vilja fylgjast með úrslit-
um strax eftir að þau eru ljós, þá
er bent á vefsíðurnar eurobas-
ket99.com og eurobasket.com.
- AÞM
Vlade Divac og Júgíslavar eru enn
ósigraðir.
Andri Þór
Magnússon
Að vera eða
ekki vera -
stuðnings-
iiiíiður
Ef þú ert ekki að styðja liðið
þitt, hvað ertu þá að gera sem
stuðningsmaður? Hvernig get-
ur þú kallað þig KA-mann,
KR-ing, Valsara eða hvað sem
er annað ef þú nennir ekki
einu sinni að mæta á leiki til
að styðja þitt lið?
í Mogganum í gær var grein
frá Keflvíkingum þar sem var
verið að kvarta undan áhorfend-
um sem voru að bijóta niður
sína eigin liðsmenn. Hvað eru
þessir menn að hugsa? Halda
þeir að liðið þeirra spili eitthvað
betur ef að einhverjir náungar
úti í bæ, sem oft hafa ekki
hundsvit á knattspyrnu, fari að
segja þeim til og skamma þá og
svívirða ef illa gengur. Þótt alltaf
sé gott að frá hrós fyrir það sem
maður hefur gert vel eða þegar
manni gengur vel, er jafnvel
betra að fá stuðning þegar að
illa gengur. Það getur gert
gæfumuninn.
Prófið þið stuðningsmenn að
leggja auðvelda spurningu fyrir
sjálfa ykkur: Það eru tveir
menn/tvö Iið þar sem ekki geng-
ur mjög vel. Annað liðið hefur
fengið óbilandi stuðning á með-
an hitt liðið fær ekkert nema sví-
virðingar og á endanum hættir
fólk að mæta á leiki þess. Hvort
liðið er líklegra til árangurs?
Þetta er sáraeinfalt og ætti
ekki að vefjast fyrir neinum,
svarið liggur augum uppi. Ég
Iegg því til að þið stuðnings-
menn sem sitjið heima í sófa of
fussið svo og sveiið þegar þið
heyrið að liðinu gengur illa, rífið
ykkur upp af rassgatinu og mæt-
ið á leik til tilbreytingar. Og þið
sem svívirðið og móðgið ykkar
eigin leikmenn- ja, ég er ekki
viss um að ég hafi nokkuð ráð
fyrir ykkur, athæfi ykkar er
hreint út sagt forkastanlegt.
Golf í iiiidnæt urs úlinni á A kureyri
Fyrstu keppendiir í
Arctic Open mótinu
voru ræstir út í gær.
Mótið er orðið afar
vinsælt í íþróttaheim-
inum og hafa útlend-
ingar hafa aldrei verið
fleiri og koma allt frá
Norðurlöndunum og
alla leið frá Japan.
Hið árlega Arctic Open, golfmót
Golfklúbbs Akureyrar, þar sem
leikið er golf í miðnætursólinni,
var sett á miðvikudagskvöldið og
voru fyrstu keppendurnir ræstir
út í gær. Mótið er orðin afar vin-
sæll viðburður í íþróttaheiminum
og sækja margir golfarar Akureyri
heim til þess að taka þátt í mót-
inu.
Fyrstu keppendur í Arctic Open voru ræstir út í gær.
Að sögn Höllu Sifjar Svavars-
dóttur, framkvæmdastjóra GA,
hafa erlendir keppendur aldrei
verið fleiri á mótinu, en þeir eru
um 60 talsins í ár. Flestir þeirra
koma frá Bandaríkjunum, en þeir
sem koma lengst að koma frá
Suður-Afríku og Japan, en jap-
anski keppandinn er að koma
annað árið í röð. Halla sagðist
ekki óttast að miðnætursólin
myndi ekki sýna sig mótsdagana,
hún hafi alltaf sýnt sig til þessa
og það væri eiginlega komin hefð
fyrir því.
Vegna fjölda þátttakenda voru
íyTstu keppendur ræstir út klukk-
an þrjú í gær, en venjan hefur
verið að hefja mótið síðar. Því
hefur þó verið komið þannig fyr-
ir að erlendu keppendurnir verða
ræstir út þannig að þeir geti leik-
ið í miðnætursólinni, það er ef
veðurguðirnir sýna miskunn og
hleypa sólinni að. - AÞM