Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 2
I
18-FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999
LÍFIÐ í LANDINU
rÐ^tr
/
/ bráðum þrjátíu ár hefur Tryggvi Gíslasson, með sínum meistarahöndum, stýrt
Menntaskólanum á Akureyri. Stjórn hans þar hefur verið traust, en skólastarfið bygg-
ir á gömlum hefðum sem Tryggi hefur haldið við. En þó fátt breyist í MA, annað en
nemendur komi og fari, hefur skólameistarinn sjálfur tekið heilmiklum breytingum á
þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan stóra myndin hér að ofan var tekin.
■ LÍF OG LIST
■ ÞAD ER KOMIN HELGI
„Sit hjá tengdamóður
minni, “ segir Ragn-
heiður Ólafsdóttir.
Fyrir sunnan á sjúkrahúsi
„Um helgina verð ég suður í Reykjavík þar
sem ég mun sitja á sjúkrahúsi hjá tengdamóð-
ur minni. Síðan verð ég með símann nálægt
mér, enda þarf mörgu að sinna í málefnum
heimabyggðarinnar," segir Ragnheiður Olafs-
dóttir, formaður Ibúasamtaka Þingeyrar.
„Þessa dagana er ég mikið á ferðinni hér á
milli Þingeyrar og Reykjavíkur og yfirleitt ek
ég um Rarðastrandarsýsluna, í stað þess að
fara með Baldri yfir Breiðafjörð. Nei, við
erum ekkert að kippa okkur upp við vonda
vegi hér fyrir vestan, enda tekur því ekki þar
sem ríkisstjórnin vill allt fyrir okkur gera
hvort sem það er í samgöngu- eða atvinnu-
málum. Og þetta máttu hafa eftir mér.“
Hvað
ætlar þú að
gera ?
„Gifti mig um helg-
ina, “ segir Haraldur
Sigurjónsson.
Hrísgrjónadreifing
„Eg ætla að gifta mig um helgina," segir Har-
aldur Sigurjónsson, efnafræðingur hjá
Skinnaiðnaði á Akureyri. „Athöfnin er síðdeg-
is á Iaugardaginn í Akureyrarkirkju, þar sem
sr. Birgir Snæbjörnsson ætlar að gefa mig og
unnustu mína, Sif Gylfadóttur, saman í heil-
agt hjónaband. Við eigum von á eitthvað á
sjöunda tug gesta sem koma víða að í þennan
fögnuð, bæði til þess að vera við brúðkaupið
og hrísgrjónadreifinguna í kirkjunni og svo í
veisiunni sem haldin verður f Sveinbjarnar-
gerði á Svalbarðsströnd. Annars get ég Iítið
tjáð mig um þetta, því við erum búin að selja
Akureyrarblaði Dags einkarétt á umfjöllun
um brúðkaupið."
„Opnað íBláa lóninu,
segir Magnea Guð-
mundsdóttir.
Á jarðhitaströndinni
„I dag, föstudag, verður opnaður nýi baðstað-
urinn hér í Bláa lóninu og það er auðvitað
það sem hæst ber hjá mér um helgina,“ segir
Magnea Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Bláa
lónsins. „Við finnum fyrir mildum áhuga fólks
á því að komast á hina nýju jarðhitaströnd, þá
ekki síst Islendinga sem mikið hafa haft sam-
band og spyrja um hvenær verði opnað. Og
nú sjáum við fyrir endann á þessu verkefni,
sem er búið að vera strembið en allt tekst
þetta þegar allir leggjast á eitt. Utan þessa
ætla ég að nota helgina til þess að slappa af,
til dæmis að fara í jarðgufuhellinn sem við
erum búin að búa til hér í Bláa lóninu.“
„ .41* ,
Lausnarsteimi
Steingríms
„Sá litríki
Iistamað-
ur Stein-
grímur St.
Th. Sig-
urðsson var á ferðinni hér fyrir
vestan á dögunum og gaf mér
þá ævisögu sína, Lausnarstein,
sem kom út fyrir síðustu jól.
Þessa bók er ég búinn að
glugga aðeins í síðustu kvöld-
in,“ segir Gunnar Egilsson,
veitingamaður á Tálknafirði.
„Einna helst er ég fyrir að líta í
sagnfræðibækur og rit sem tengjast Vestljörð-
um, enda finnst mér ég þurfa að þekkja vel sögu
byggðanna hér vestra þegar ég starfa við ferða-
þjónustu. Gestirnir spyrja margs og svörin þurfa
að vera á reiðum höndum. Fyrir skáldsögur er
ég afskaplega lítið, ég hef raunar ekki tíma fyrir
slíkar bækur í önnum daganna."
Bubbi er góður
„Bubbi er alltaf góður og ég
hlusta talsvert á hann. Flest
alla diskana með honum á
ég, get ekki sagt að mér finnist einn vera þar
öðrum betri, það ræðst í rauninni af því hvernig
stemmningu ég er í hverju sinni hvern diska
hans ég dreg fram úr rekkanum í það og það
skiptið. Annars læt ég það mikið ráðast á hverj-
um tíma hvað ég hlusta á. Sjálfur hef ég síðan
verið aðeins að fást við tónlist, í hitteðfyrra gáfu
ég og vinur minn, Sigurjón Þórðarson veitinga-
maður í Flókalundi, saman út geisladiskinn Vini
veganna, sem var óður til hinna frægu vega hér
vestra sem forsetinn gerði að umtalsefni á sín-
um tíma. Það var skemmtilegt viðfangsefni."
í þriðju atrennu
„Þegar konan mín nær í eitt-
hvað myndband sem við ætlum
að horfa á saman er það oft í
annarri til þriðju atrennu sem ég næ að horfa á
alla myndina. Annað hvort þarf ég að rjúka frá
og fara að gera eitthvað annað, eða þá að ég
sofna út frá þessu. Helst sæki ég í spennumynd-
ir, slíkt þarf til þess að ég sofni ekki alveg strax. í
sjónvarpi fylgist ég helst með fréttunum, sem
eru klukkan ellefu á kvöldin. Það er helst á þeim
tíma sem farið er að hægjast um hjá mér.“ -SBS.
■ fra degi til dags
„Ósigur er oft óhjákvæmilegur undan-
fari sigurs.“
Bjarni Benediktsson
Þeirfæddust 9. júlí
• 1819 fæddist uppfinningamaðurinn,
Elias Howe, sem síðar átti eftir að
finna upp saumavélina.
• 1882 fæddist Sigurður Kristófer Pét-
ursson, rithöfundur.
• 1897 fæddist Kristján Albertsson, rit-
höfundur.
• 1922 fæddist Rey Hassan, konungur
Marokkó.
• 1929 fæddist dægurlagahöfundurinn,
Lee Hazlewood.
• 1940 fæddist Þorvarður Elíasson,
skólastjóri og fyrrverandi sjónvarps-
stjóri.
• 1956 fæddist bandaríski kvikmynda-
leikarinn, Tom Hanks.
• 1959 fæddist skoski rokkarinn Jim
Kerr, söngvari Simple Minds.
Þetta gerðist 9. júh.
• 1816 lýstu Argentínumenn yfir sjálf-
stæði frá Spáni.
• 1877 fór fyrsta Wimbledon tennis-
mótið fram.
• 1922 synti Tarzanleikarinn og sund-
kappinn, Johnny Weissmuller, 100
metra undir einni mínútu.
• 1942 hóf þýski herinn sókn í átt að
Stalíngrad.
• 1946 Tívolí opanði í Vatnsmýrinni.
Þar var meðal annars bílabraut,
hringekja, Parísarhjól og danspallur.
Starfseminni var hætt árið 1964.
• 1971 var Jim Morrison borinn til
grafar í París.
Vísa dagsins
Langt er stðan sú eg hann,
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða má einn mann
mest af lýðum har hann.
Skáld-Rósa
Afmælisbam dagsins
Bryndís Schram fæddist 9. júlí árið
1938 í Reykjavík. Hún lauk stúd-
entsprófi frá MR árið 1958, útskrif-
aðist sem Ieikari frá Leiklistarskóla
ríkisins árið 1964, tók BA próf í
ensku, frönsku og latínu írá Há-
skóla íslands árið 1972. Hún hefur
starfað sem leikari og dansari,
menntaskólakennari, dagskrárgerð-
armaður, ritstjóri, þýtt skáldsögur
og leikrit. Auk þess var hún um
nokkurra ára skeið framkvæmda-
stjóri Kvikmyndasjóðs. Bryndís er
nú sendiherrafrú í Washington.
Blaðsnifsi
getur haft afleiðingar
Bresk hjón voru að borða morgunmat.
Hann sat og drakk kaffið sitt, borðaði
beikonið sitt og las blaðið í rólegheit-
um, þegar að konan hans læddist aftan
að honum og slær steikarpönnunni í
höfuðið á honum. Hann spurði hverju
þetta sætti.
„Hvaða blaðasnifsi var í rassvasanum
á buxunum þínum með nafni Maríu
Lovísu?" spurði eiginkonan.
Hann svaraði: „Æ, elskan mín.
Mannstu eftir því þegar ég fór á skeið-
völlinn í síðustu viku? María Lovísa var
svarta merin sem ég veðjaði á.“
Konan strauk honum ástúðlega um
hnakkann og baðst innilegrar afsökun-
ar. Þremur dögum seinna ber hún hann
aftur í hnakkann með steikarpönnunni.
„Hvað er núna að?“ spurði maðurinn.
Hún svaraði: „merin þín hringdi og
var að spyrja eftir þér.“