Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 6
22 - FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 !, i 'íTl f|OT Argasta þungarokk Hljómsveitin SHIVA er með tónleika í Deiglunni á Akureyri föstu- daginn 9. júlí. Hljómsveitin flytur þungarokk og að sögn Krist- jáns B. Heiðarssonar, trommuleikara, eru þeir ekkert að flokka tónlistina nánar en reyna bara að hafa þetta nógu þungt. Með Kristjáni eru þeir Hlynur Örn Zophaníasson, sem syngur og leikur á gítar, Lúðvík Þorsteinsson, bassaleikari og Viðar Sig- mundsson á gítar. Meirihluti laganna á tónleikunum er frum- samið efni. SHIVA er með heimasíðu á netinu, www.dording- ull.com - fyrir þá sem vilja vita meira um hljómsveitina. Tónleik- arnir á föstudaginn hefjast klukkan 22:00 og standatil 23:30. Allir 14 áraog eldri eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Heiðrún í Listfléttunni Listamaður júlímánað- ar í Listfléttunni á Akur- eyri er Heiðrún Þor- geirsdóttir glerlista- kona. Hún sýnir margs konar verk unnin úr gleri, s.s. skálar, bakka og kertastjaka. Heiðrún á að baki fjöl- mörg námskeið í þessari listgrein, meðal annars hjá Jónasi Braga Jónssyni, Tyffany's og Krissy Ellis. Aðferðin við að móta gler er byggð á tækni sem er kunn frá því um 2000 f. Kr. en einhverra hluta vegna er fátt um listmuni úr gleri frá því um 500 e. Kr. og allt fram á nítjándu öld. Glerlist hefur þó verið aftur í mikilli uppsveiflu síðustu 30 árin. Listfléttan er opin 11:00-18:00 virka daga og 11:00-14:00 á laugardög- um en 11:00-16:00 fyrsta laugardag hvers mánaðar. MATUR Síðasta sýningarhelgi á þemasýningunni MATUR er núna um helgina í Ket- ilhúsinu í Listagilinu á Ak- ureyri en sýningunni lýkur á þriðjudaginn. Á fjórða tug listamanna á ýmsum aldri, sem allir eru norð- lenskír, taka þátt í sýning- unni. Verk listamannanna eru afar fjölbreytt og er túlkun sumra þeirra á þemanu gjarnan sett í óvænt samhengi. I Ketil- húsinu má sjá högg- myndir, málverk og gler- list, svo eitthvað sé nefnt, en einnig lyktandi skreið, egg og gras. ■ HVAÐ ER Á SEYÐI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kirkjulistahátíð Þýski organistinn Giinter Eumann heldur tónleika í Hallgrímskirkju 1 1. júlí kl. 20:30. A efnisskránni eru Prelúdía og fúga í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach, Koma drottningarinn- ar af Saba úr oratóríunni Solcrmon eft- ir Georg Friedrich Handel, Fantasía í A-dúr eftir César Franck, Atta stutt verk eftir Sigfrid Karg-EIert, Söngur um frið úr Níu verkum eftir Jean Langlais og Toccata russica eftir Ge- orgi Alexander Muschel. Tónleikarnir eru sjöttu tónleikar Kirkjulistahátíðar 1999. Blues Express á punktinum Hljómsveitin Blues Express leikur á Punktinum, Laugavegi (áður Blúsbar- inn), helgina 9. og 10. júlí. Blues Ex- press Ieikur blúsrokktónlist. Hljóm- sveitina skipa; Matthías Stefánsson, gítar, Ingvi Rafn lngvason, trommur og söngur, Atli Freyr Olafsson, bassi og Gunnar Eiríksson, söngur og munn- harpa. Aukasýningar á Ormstungu Leikritið Ormstunga, með þeim Bene- dikt Erlingssyni og. Halldóru Geir- harðsdóttur, sem sýnt var við gífurlegar vinsældir í Skemmtihúsinu á sínum tíma, mun líta dagsins ljós á ný...en þó aðeins í örfá skipti. Verið er að kvikmynda leikritið og af því tilefni var ákveðið að opna aftur fyrir sýningarnar, því áhorfendur eru jú stór hluti af sýningunni. Benedikt Er- lingsson er því kominn galvaskur frá Svíþjóð þar sem hann hefur gert garð- inn frægan í Ieikstjórastólnum undan- farið. Sýnt verður á litla sviði Borgarleik- hússins föstudaginn 9. júlí kl. 17:00, í Iðnó laugardaginn 10. júlí kl. 19:00 og í gamla íþróttahúsinu á Hvanneyri sunnudaginn 1 1. júlí kl. 21:00. Eftir þetta verður Ormstunga aldrei sýnd aftur á leiksviði á Islandi. Nánari upplýsingar gefur Gísli Orn í síma 696-2560. FÆST í NETTÓ ÆAbu Garcia for life.. Veiðimaðurinn Upplýsingasimi Veiðimannsins GRÆN LÍNA ÆSM lI Garcia Abu veiðistangirnar eru framleiddar að mestu úr grafít blöndu og trefjagleri, í mörgum stærðum og gerðum. Þær þola mikil átök því styrkur þeirra og sveigjanleiki er einstakur. Abu veiðistangirnar fást í öllum helstu sport- og veiðivöruverslunum landsins. tryggir góðan veiðitúr Heitur matur og á kvöldin.. í hádeginu - fyrir þig!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.