Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 19 9 9 - 27
LÍFIÐ í LANDINU
Bflaframleiðsla er
ekki ciní'alt mál
Það er ekkert einfalt
mál að framleiða bíla.
Um það sannfærðust
nokkrir íslenskir blaða-
menn semfengu tæki-
færi til að heimsækja
verksmiðjur og rann-
sóknarstofur Opel íÞýskalandi
sem byggja á reynslu afbílofram-
leiðsluíheilaöld.
Russelsheim er heimaborg Opel, þar smíðaði
Adam Opel fyrsta bílinn fyrir réttum hundrað
árum og þar eru höfuðstöðvar Opel í dag. Borgin
er skammt vestan Frankfurt en þangað eru dag-
legar áætlunarflugferðir frá Keflavík.
Mestur hluti heimsóknarinnar fór fram í
Riisselsheim, en einnig heimsóttum við reynslu-
aksturssvæði, suð-austur af Rtisselsheim, við
Dudenhofen þar sem Opel tekur bíla til kost-
anna ef svo má segja. En þar er sérhannað
reynsluaksturssvæði með brautum af ýmsum
gerðum. Einnig heimsóttum við nýjustu verk-
smiðju Opel sem staðsett er í Eisenach. Það er
nýtískuleg verksmiðja, reyndar ein besta verk-
smiðja GM í heimi og fyrirmynd þeirra verk-
smiðja sem GM byggir um þessar mundir, en
Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum,
eins og kunnugt er. Eisenach borg var innan
landamæra hins horfna Austur-Þýskalands og
þar voru m.a. Wartburg bílarnir framleiddir. Þar
er einnig Wartburg kastalinn en í honum dvald-
ist Marteinn Lúter er hann þýddi Nýja Testa-
mentið.
En starfsemi Opel dreifist vítt og breitt um
Evrópu og má segja að þrátt fyrir að mikið hafi
verið skoðað höfum \áð aðeins skoðað hluta af
fyrirtækinu.
Starfsmenn almannatengsladeildar Opel sem
skipulögðu heimsóknina lögðu áherslu á að gest-
irnir fengju tilfinningu íyrir fyrirtækinu og þeim
framleiðsluferli sem liggur að baki hverjum bíl.
Heimsóknin var vel skipulögð, enda ekki við öðru
að búast. Og það er sannarlega hvorki einfaldur né
stuttur ferill sem liggur að baki hveijum bíl.
Einn bílapistill dugir ekki til að lýsa því sem fyr-
ir augu bar. Því munu birtast fleiri pistlar sem Iýsa
einstökum þáttum starfseminnar hjá Opel.
Opel er með flestar bílaverksmiðjur allra bíla-
framleiðenda í Evrópu. Opel hefur íramleitt 33
milljónir bíla en sé aílt meðtalið; Chevrolet í Suð-
ur-Ameríku (þar er Opel seldur sem ChevToIet),
Vauxhall í Bretlandi (þar er Opel seldur sem Vaux-
hall), sala í Asíu o.s.frv. hefur Opel framleitt og selt
50 milljónir bíla.
Segja má að Eisenach sé fjórði staðurinn í Evr-
ópu þar sem Opel byggir upp starfsemi utan
Rússelsheim. Arið 1962 opnaði Opel verksmiðju í
Bochum og hóf framleiðslu á Kadett bílum. Fjór-
um árum síðar var þriðja verksmiðjan byggð í
Kaiserslautern og sérhæfði hún sig í framleiðslu
íhluta.
Arið 1982 færði Opel starfsemi sína út fyrir
landamæri Þýskalands og opnaði verksmiðju í
Saragossa á Spáni þar sem fyrirtækið framleiddi
Corsa bíla sem fljótlega urðu söluhæstir í sínum
flokki.
I dag er Opel með um 44.400 starfsmenn í
Qórum verksmiðjum. Opel er eitt stærsta fyrir-
tæki Þýskalands og gegnir leiðandi hlutverki í
hinni alþjóðlegu samsteypu GM. Starfsmenn al-
þjóðlegu tækniþróunarmiðstövarinnar
(International Techincal Development Center
ITEC) í Rússelsheim sem eru 8.500 talsins bera
ábyrgð á hönnun og þróun allra GM og Opel
bíla utan Bandaríkja Norður-Ameríku.
BILAR
Olgeín Helgi
Ragnarsson
skrifar
Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirheIgi@isIandia.is
Veðrið í dag...
Suðlæg átt, 8-13 m/s en snýst í suðvestan 8-13 síðdegis.
Sunnan- og vestantil verður rigning fram á morguninn en
síðan skúrir en viðast léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti
yfirleitt á bilinu 9 til 19 stig, hlýjast norðaustantil
síðdegis.
^CC) mn ! Cc) mm
15J 10" 5- M m , m -10 | 15- -5 j 10- -o : 5- .1 1 B » i ■ ^ 1 »,«
Blönduós
Akureyri
Egilsstaðir
Bolungarvík
Fös Lau
\ \; j
Reykjavík
Fös Lau
I 1,1 I B ■ ! B
Fös Lau
n r- / j i
Kirkjubæjarklaustur
.ca______________
M Ba I ■ - B
■ B
J I J^
Stykkishólmur
„ca------------------
í [
Fös Lau
%•
Stórhöfði
/
i B , 1 E ■ , 1 B .
-15 ,.í| C) mm
-10 10* ^ - >
-5 -o 5- 0- I 8,1 1 ■ - I -1 M -
Mán Þri Miö j Fim Fös
^jj j^ j j j y- [ [ \ [
Veðurspárit 08.07.1999
Vgf VEÐURSTOFA
V ÍSLANDS
Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi.
Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst.
Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður
með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s.
Þríhyrningur táknar 25 m/s.
■ V
Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s.
Færð á vegum
Færð á þjóðvegum er víðast góð en sums staðar lækkuu á
umferðarhraða þar sem vegaframkvæmdir standa yfir.
Sprengisandsleið hefur verið opnuð um Skagafjörð og
Bárðardal. Þá er búið að opna veginn í Herðubreiðarlindir
og Drekagil, Flateyjardal, í Lakagíga, FjaUahaksleið nyrðri,
Kjalveg, KverkfjöH, Þríhymingsleið og á SnæfeHi. Búið er
að opna Amarvatnsheiði. Grafningsvegur númer 360
verður lokaðurí Svínalflíð út vikima frákl. 7.30-21.00.