Dagur - 10.07.1999, Side 1

Dagur - 10.07.1999, Side 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 10. júlí - 25. tölublað 1999 Því var trúaö á meginlandi Evrópu að piágan birtist sem dauðinn á hestbaki þegar hún geystist yfir iönd og álfur. Myndin er eftir þýska listamanninn Albrecht Durer og er gerð árið 1505 eins og sjá má. En þá voru miklar plágur búnar að ganga yfir Evrópu og voru listamönnum sem öðrum ofarlega í huga. Á íslandi var því trúað, að plágan færi yfir sem bláleit móða og var eins gott að verða ekki á hennar vegi. Plágan mikla og afleiðingar heimar Talið er að frumheimkynni Svartadauða sé í Austurlönd- um og þar hafi pestin verið landlæg í þúsundir ára. í Biblíunni (Gamla testamentinu) er minnst á drepsóttir og ekki ósenniiegt að um Svartadauða hafi verið að ræða. I Evrópu, þegar í fornöld er sagt frá drepsóttum, viðlíka mannskæðum og pestinni, eins og Svartidauði var al- mennt kallaður. Snemma á 14. öld tóku að berast hingað fréttir utan úr hinum stóra heimi um sjúkdóma og jarðskjálfta. Fréttir af halastjörnum sem sáust á himni þóttu benda til þess að heimsendir væri í nánd. Það þótti sannast þegar stór og ógnvekjandi halastjarna sást á himni nokkru áður en pestin gaus upp í Evrópu. Frásagnir voru ógnvekjandi eins og sú að illa þefjandi þokuslæðing legði yfir hluta kínverska keisaradæmisins, og að skorkvikindi og rottur væru nærgöngulli en nokkru sinni áður. Trúin á illa anda fékk byr undir báða vængi, en álitið var að illir andar og djöflar ættu sök á plágunni. Almúginn trúði því að bláir logar Iéku um pestarsjúkt fólk og miklu þótti varða að hleypa þeim ekki inn í sín hús. Sumir reyndu að gera mynd af plágunni og var hún þá í líki manns á hesti, en bæði maður og hestur voru biksvört. Hrafnar flokkuðu sig og flugu um með háu gargi umhverfis bæi þar sem veikin var komin. Sáluhjálp var fyrir öllu og kirkjan barðist gegn pestinni með áheitum og bænahaldi. Margir prestar voru teknir í dýrlingatölu því að kirkjan var eina huggunin sem fólkið hafði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.