Dagur - 10.07.1999, Síða 3
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 -JJI
Thypr
MINNINGARGREINAR
Sverrir Tryggvason
Sverrir Tryggvason var fæddur
15. júlí 1920 í Víðikeri, sonur
hjónanna þar Tryggva Guðna-
sonar, fæddur 6 nóvember
1876 á Hallbjarnastöðum í
Reykjadal, hann var bóndi í
Víðikeri í Bárðardal og Sigrún-
ar Ágústu Þorvaldsdóttur, fædd
2. október 1878 í Syðri Vill-
ingadal í Eyjafirði.
Systkini Sverris: Helga fædd
1900, Höskuldur fæddur
1902, Kári fæddur 1905,
Hörður fæddur 1909, Egill
fæddur 1911, Kjartan fæddur
1918.
Sverrir kvæntist 18. apríl
1949 Hólmfríði Pétursdóttur
firá Reynihlíð í Mývatnssveit og
reistu þau nýbýlið Víðihlíð
1958 og bjó hann þar til ævi-
loka.
Börn þeirra: Héðinn, fæddur
20. september 1949, íyrrver-
andi kona hans Hulda Finn-
laugsdóttir, þau eiga fjögur
börn; Sigrún fædd 9. maí
1953, maður hennar Friðrik
Lange Jóhannesson, þau eiga
tvo syni; Kristín Þuríður fædd
6. desember 1959, hún á einn
son, sambýlismaður hennar er
Daníel Sigmundsson; Gísli
fæddur 18. maí 1961, kona
hans Lilja Sigríður Jónsdóttir,
þau eiga þrjú böm.
Utförin fór fram frá Reykja-
hlíðarkirkju laugardaginn 19.
júní sl.
Með þessum fátæklegu orðum
Iangar mig að kveðja fyrrverandi
tengdaföður minn, Sverri í Víði-
hlíð. Honum kynntist ég fyrst
sumarið 1970, þá ung að árum.
Eg fann fljótt hversu hlýr og um-
hyggjusamur Sverrir var og tilbú-
inn að gera gott úr öllu. Eg man
t.d. eitt sinn er hann lánaði mér
langa Land-Roverinn sinn og ég
byrjaði á að bakka honum ofan í
hitaveituskurð fyrir utan Víði-
hlíð. Þá var ekki hávaðinn eða
skammimar yfir klaufaskapnum í
stelpunni. Hann brosti bara góð-
látlega, talaði um að þetta gæti
nú alla hent og fór síðan að
hjálpa mér að ná bílnum upp.
Sverri féll sjaldan verk úr hendi
og mörg handtökin átti hann í
húsinu okkar, þegar við vorum að
byggja. Og hann kom oft í Strönd
til að rétta hjálparhönd eða til að
„bardúsa" eitthvað eins og hann
kallaði það. Og ýmislegt bardús-
uðum við saman í gegn um tíðina
s.s. við kartöfluupptöku og veiði-
skap, bæði sumar og vetur.
Hvergi fannst mér Sverrir njóta
sfn betur en einmitt í veiðiskapn-
um, því hann var veiðimaður í
húð og hár. Og hann var dugleg-
ur að miðla af fróðleiksbrunni
sínum þegar maður var í verki
með honum. Hann átti ríkulegt
málfar og brá oft fyrir sig hnyttn-
um orðatiltækjum. Barnabömin
kunnu vel að meta samveru-
stundirnar með afa og málfarið
drukku þau í sig, en ekki fór hjá
því að maður glotti stundum út í
annað þegar þau voru að reyna að
bregða því fyrir sig, en kunnu
ekki með að fara.
Svona man ég Sverri þegar
hann var upp á sitt besta og
svona langar mig að geyma hann
í endurminningunni. Hann var
sérstakur persónuleiki og mér
finnst ég ríkari af að hafa fengið
að kynnast honum.
Hafðu hjartans þökk, kæri
Sverrir, fyrir allt sem þú gafst
mér og varst mér. Fríðu og fjöl-
skyldunni allri sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur og
bið Guð að blessa þau.
Hulda Finnlaugsdóttir
***
Þegar hugsað er til upphafs
byggðar á Islandi er það meðal
annars tími víkingaferða og hern-
aðar sem menn leiða hugann að.
Ekki fínnst okkur við fyrstu sýn,
að mannslíf hafí verið hátt metin
í þeim hernaðarátökum sem ein-
kennir tíma víkinganna. En þeg-
ar betur er að gætt, kemur samt
sem áður í ljós, að á þessum
róstutímum var það talið gæfu-
merki að bjarga mannslífum.
Leifur Eiríksson, sá er sagnir
herma að fyrstur hafí fundið Am-
eríku hlaut ekki viðurnefnið Leif-
ur heppni fyrir landafundinn,
heldur fyrir að bjarga skipbrots-
mönnum af skeri í bakaleiðinni.
Föðurbróðir minn, Sverrir
Tryggvason frá Víðikeri í Bárðar-
dal sem ég minnist í þessari
grein, var einn þeirra manna sem
á unga aldri bjargaði mannslífi.
Þann 26. maí 1944 var hann að
koma heim af greni, þegar hann
sá hest fyrir kerru fælast heima
við bæinn og detta á sleipu tún-
inu ofan á ekilinn, sem ekki var
hár í loftinu. Með ótrúlegu snar-
ræði og ofurmannlegum kröftum
tókst honum að lyfta hestinum af
ökumanninum og bjarga Iífi 8 ára
frænda síns, sem hesturinn var
búinn að lærbijóta og var í þann
veginn að leggja saman btjóst-
kassann á. Þessi Iitli frændi hans
er sá sem ritar þessar línur. Síð-
an hefur mér fundist Sverrir
frændi eiga meira í mér en aðrir
menn á lífsleiðinni.
I minningargrein sem ég ritaði
eftir andlát Kára Tryggvasonar
rithöfundar, bróður Sverris, er
birtist í Morgunblaðinu 26. janú-
ar sl. lýsti ég bernskuheimiíinu í
Víðikeri. Þar sem svo skammt er
liðið síðan sú grein birtist, mun
ég ekki endurtaka þá lýsingu hér
heldur leitast við að bregða upp
minningabrotum tengdum sam-
skiptum við Sverri og fjölskyldu
hans.
Eg minnist Sverris sem stóra
og myndarlega frændans sem
alltaf vildi okkur börnunum í
Víðikeri það besta .og var ætíð
reiðubúinn að hjálpa ef þess
þurfti með. Sá áhugi hans á vel-
ferð okkar hefur fylgt okkur alla
tíð.
Sverrir var mikið náttúrubarn
og einstakur veiðimaður hvort
sem um var að ræða stangveiði
eða skotveiði. Hann bar
óblandna virðingu fyrir þeim dýr-
um sem hann veiddi og gætti
þess svo vel sem kostur var á, að
missa ekki frá sér særð veiðidýr.
Næmur skilningur hans á ís-
lenskri náttúru, bæði lifandi og
dauðri, gerði hann eftirsóttan
leiðsögumann erlendra ferða-
manna. Ollum sýndi hann sama
viðmót, háum sem lágum. Sem
dæmi um það minnist ég heim-
sóknar Filipusar eiginmanns El-
ísabetar Bretadrottningar til Mý-
vatns, þar sem Sverrir var í hópi
fylgdarmanna. Eitthvað hafði
feimnin við þennan fræga mann
valdið tunguhafti hjá þeim sem
fræða áttu gestinn um landið.
Skömmu áður en þetta gerðist
hafði fálki ráðist á föður minn og
rifíð hann til blóðs á höfðinu þar
sam honum fannst hann full
nærgöngull við hreiður sitt.
Þessa sögu sagði Sverrir gestin-
um, sem þótti mikið til sögunnar
koma. Kom þá glöggt fram, að
þessum tigna manni þótti meira
um vert að heyra líflegar frásagn-
ir náttúrubarnsins en spreng-
lærðar ræður fræðimanna í fylgd-
arliðinu.
Á skólaárum mínum var ég
meira og minna viðloða Mývatns-
sveit í þijú sumur. Fyrst við að
byggja íbúðarhús þeirra Sverris
og Fríðu, Víðihlíð og í ýmsum
störfum fyrir heimilið og síðar í
vegavinnu þar sem Pétur Jóns-
son, tengdafaðir Sverris var verk-
stjóri. Þessi sumur var ég meira
og minna inni á heimili þeirra
hjóna og kynntist þá Fríðu og
börnunum. Síðan hefur það
heimili ætið staðið opið mér og
mínum og tengs milli Ijölskyldn-
anna verið mjög náin.
Á Húsavíkurárum okkar Sig-
rúnar fórum við nokkrum sinn-
um í útilegur með börnin okkar
að Eilífsvötnum á Mývatnsöræf-
um. Tvisvar kom Sverrir með
okkur. Þegar komið var inn á ör-
æfín, og vélaskrölt byggðarinnar
að baki var Sverrir í essinu sínu.
Þar naut veiðimaðurinn sín. Á
þessum árum stundaði ég refa-
veiði á vorin með bróður mínum,
Tryggva bónda í Svartárkoti. Ég
minnist þess að eitt sinn kom
Sverrir með okkur í grenjaleit inn
í Ódáðahraun. Við fundum tófu
á greni í Laufrandarhrauni. Eins
og venjulega voru vaktaskipti við
að fylgjast með greninu. Það kom
í minn hlut að taka vaktina
seinni hluta nætur. Á slíkum
nóttum getur tíminn verið lengi
að líða, en þær stundir gefa
manni Iíka einstakt tækifæri til
að lifa sig inn í náttúruna og
finna sig sem hluta hennar. Und-
ir morgunsárið getur orðið nokk-
uð kalt og það var óneitanlega
kominn nokkur kuldahrollur í
mig þegar ég sá Sverri koma til
mín. Ekki kom hann tómhentur
heldur rétti mér hitabrúsa með
nýlöguðu tei blönduðu með
skosku vískíi. Enn finn ég keim-
inn af þessum drykk og finn hita-
strauminn fara um Iíkamann við
tilhugsunina.
Sverri hafði yndi af hljóðfæra-
leik. Lék hann sjálfur á harmon-
iku, orgel og píanó. Ekki hafði
hann fengið tilsögn á þessi hljóð-
færi heldur lék hann á þau eftir
eyranu. Til þess að gera slíkt þarf
gott tóneyra. Undraðist ég oft
næmi hans við raddsetningar
laga. I tónlistinni áttum við
Sverrir saman margar ánægju-
stundir og ég minnist þess tæpast
að við höfum hist hin síðari ár án
þess að gripið væri í harmoniku
og píanó.
Eitt síðasta lag Sigfúsar Hall-
dórssonar, tónskálds, var við
kvæðið Söknuður eftir Þorstein
Valdimarsson. Þetta gullfallega
Iag spilaði ég æði oft fyrir Sverri
sem var hrifínn af því. Tæknin
leyfír ekki að láta lagið fylgja
þessum minningarorðum en
ljóðið kemur æ oftar upp í huga
minn eftir þvi sem samferða-
menn frá uppvaxtarárunum
norður í Þingeyjarsýslu týna töl-
unni. Ég kveð elsku ffænda minn
og vin með þessu ljóði. Jafnframt
sendum við Sigrún Fríðu og öll-
um öðrum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hver af öðrutn til hvíldar rótt
hallar sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinimir gömlu heima.
Þó leið þtn sem áður þar liggi hjá,
er lyngið um hálsa brumar,
mörg höndin, sem kærast þig
kvaddi þá,
hún kveður þig ekki í sumar.
Andlitin, sem þér ætíð fannst
að ekkert þokaði úr skorðum
-hin sömu jafn lengi og lengst þú
manst -
ei Ijóma nú við þér sem forðum.
Og undrið stóra, min æskusveit,
mun önnur og smærri sýnast.
Og loksinsfelst hún i litlum reit
af leiðum, sem gróa og týnast.
Hvíl í Guðs friði, elsku frændi
og vinur
Haukur Harðarson
frá Svartárkoti.
***
Undarlegt frændi, er ég minnist
þín
altekur hugann voldug fjallasýn.
Öræfalandslag, heiður himinn
tær,
hrynjandi elfur, hvítur jökulsnær.
Þetta erindi úr kvæði eftir Kára
föður okkar kom upp f hugann
þegar við stungum niður penna
til að minnast Sverris föðurbróð-
ur okkar, en Kári orti þetta kvæði
um Tómas Tryggvason frænda
þeirra bræðra.
Við sem ólumst upp í Víðikeri
þar sem þrír bræður, Kári, Hörð-
ur og Kjartan, bjuggu með fjöl-
skyldum sínum og amma með
sonum sínum Agli og Sverri,
minnumst þess hve gaman var að
eiga heima á svo fjölmennu
heimili. Þar var oft mikil glað-
værð. Yngri bræðurnir þrír spil-
uðu bæði á harmonikku og orgel.
Var mikið sungið og jafrível sleg-
ið upp balli er gesti har að garði,
þar sem allir dönsuðu, jafnt ung-
ir sem aldnir.
Sverrir frændi var mjög
skemmtilegur, hló mikið og var
sagnamaður góður, fylgdi honum
alltaf hressandi andblær. Hann
var mikill útilífsmaður og hafði
gaman af ýmsum ævintýrum og
ferðalögum. Eftir tvítugt fór
Sverrir til vinnu annars staðar en
var heima á sumrin við heyskap-
inn. Eitt sinn eftir dvöl í Mý-
vatnssveit þar sem hann vann við
smíðar á hótel Reynihlíð, kom
hann heim með kærustu, hana
Fríðu. Við systur urðum strax
hrifnar af þessari greindu og kátu
stúlku úr nágrannasveitinni.
Sverrir og Fríða hafa alla tíð
búið í Mývatnssveit. Húsið sem
þau byggðu þar nefndu þau Víði-
hlíð og sameinuðu þar nöfn
bemskuheimila sinna. Þau eign-
uðust fjögur börn og var Sverrir
alla tíð mikill fjölskyldumaður.
Til þeirra hjóna var gott að koma
enda bæði hjónin gestrisin.
Sverrir stundaði jafnan mikið
veiðiskap. Veiddi silung og lax og
skaut rjúpur og gæsir. Hann
sagði oft að hann vildi helst Iifa á
landsins gæðum og það gerðu
þau hjón að mörgu Ieyti. Þau
ræktuðu kartöflur og grænmeti
og veiði Sverris og heimaræktaða
grænmetið matreitt af Fríðu, sem
er listakokkur, hefur nú aldrei
verið neinn hversdagsmatur.
Sverrir var mörg ár leiðsögu-
maður ferðamanna, innlendra
sem erlendra. Hann var fróður
um land og þjóð og ágætur
tungumálamaður. Fékk hann oft
póstkort, kveðju og jafnvel heim-
boð frá þakklátum ferðamönnum
erlendis frá og ekki ósjaldan frá
konum sem höfðu kannski litið
hýru auga þennan hávaxna og
myndarlega íslenska víking. Þá
hló frændi og hafði gaman af.
Sverrir var mjög músikalskur
og spilaði ágætlega á harmoniku,
orgel og píanó. Síðast þegar við
heyrðum Sverri spila var þegar
hann greip í gamla orgelið heima
í Víðikeri á ættarmóti fyrir
nokkrum árum. Þá söfnuðumst
við frændsystkinin í kring um
hann rétt eins og í gamla daga.
Móðir okkar Margrét, við syst-
urnar og fjölskyldur okkar kveðj-
um frænda með þökkum fyrir allt
sem hann var okkur. Frfðu og
fjölskyldunni sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Enn varst þú sannur dáðadrengur
knár,
dalsins ogfjallsins þegn með
hvassar brár,
glaður og hress í sölum bergs og
báls,
bundinn af skyldum, en þó heill
ogfrjáls.
(Kári Tryggvason)
Hildur, Sigrún og Rannveig
Káradætur.