Dagur - 10.07.1999, Page 6

Dagur - 10.07.1999, Page 6
VI-LAUGARDAGUIi 10. JÚLÍ 1999 MINNINGARGREINAR Egill Stefánsson Kelduhverfið hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun, fremur en aðrar sveitir, sem orðið hefur í fækkun fólks. Nú þegar síðasti bóndinn í Sandi er horfinn úr þessum heimi kemur ýmislegt upp í hugann. Sandbæimir, 6 að tölu, eins og þeir eru kallaðir voru heimur út af fyrir sig. Milli Amaness, þar sem ég er fæddur og uppalinn og Syðri-Bakka voru alltaf mikil og góð samskipti. A mínum uppvaxtarárum var þar búið á hveijum bæ og á flestum þeirra voru margir í heimili. Jök- ulsáin með sinn kynngikraft átti það til að ógna íbúum þessa sam- félags og einangra þá alveg. I þá daga var tæknin ekki konim á það stig að geta hamlað á móti yfirgangi Jöklu. Kom þá fyrir að aðeins væri fært á bát til annarra hluta sveitarinnar. Þetta og það að enginn var síminn skapaði nánari tengsl milli fólksins og enginn kvartaði. Þá var erindum komið milli bæja með sendiboða. Við systkinin í Arnanesi stöndum í mikilli þakkarskuld við Syðri - Bakka heimilið þar sem allir voru boðnir og búnir til hjálpar þegar erfiðleikar steðjuðu að á okkar æskuárum. Egill sem var nokkrum árum eldri en ég var þar engin undantekning. Egill fæddist á Syðri-Bakka og ól þar allan sinn aldur að undan- teknu því að hann fór sem ungur maður smávegis í atvinnu utan sinna átthaga. En hann unni sinni heimaslóð og vildi hvergi annars staðar vera. Hann tók við búi ásamt bróður sínum Þóroddi og Kristínu konu hans af foreldr- um þeirra bræðra. Ingibjörg Jó- hannesdóttir (Lilla), lífsföru- nautur hans, fluttist svo til hans og eignuðust þau þijú börn. Egill og Lilla héldu áfram búskap á Syðri-Bakka þegar Þóroddur og Kristín fluttu þaðan í burtu árið 1982. 011 störf Egils einkenndust af stakri snyrtimennsku. AHt var í röð og reglu og hvergi rusl að sjá. Egill gerði ekki miklar kröfur til lífsins en átti gott bú og fór vel með sínar skepnur. Að lifa á því sem landið gefur átti vel við hann. Eftir að barnabömin komu til sögunnar sagði hann „þau eru mér allt“. Egill átti alltaf nokkra hesta og hafði af þeim gang og gaman. A góðum hesti var hann kóngur í ríki sínu og auðséð var að samspil beggja var gott. Hann hafði næma tilfinningu fyrir hestinum og notaði sinn eigin stíl í þeim efnum sem fór honum vel. Þar var engin hvítbuxnareið. Egill var tilfinningaríkur maður en dulur að eðlisfari og ekki var allra að kynnast honum. Hann var vinur vina sinna, traustur og heiðarlegur en lítt fyrir að vera áberandi. Gestrisni þeirra Lillu var einstök enda lögðu margir leið sína í Syðri-Bakka. A engan bæ hef ég oftar komið. Það stað- festir gestabókin á þeim bæ. Á sínum yngri árum spilaði Eg- ill töluvert á harmóniku á skemmtunum í sveitinni og ann- ars staðar. Hafði hann yndi af slíkri tónlist og átti töluvert safn af plötum þess efnis. Bækur voru í kiklum metum hjá honum, eink- um fræði- og frásagnarbækur. Þá hafði hann næmt eyra fyrir góð- um vísum og kunni mikið af þeim og safnaði. Skopskyn hafði hann gott og sá hann gjarnan spaugi- legu híiðamar á tilverunni. Ekki gekk Egill alltaf heill heil- su. Sorgin knúði og dyra hjá þeim Lillu er þau misstu ungan dreng eftir mikið veikindastríð. Harm sinn bar hann ekki á torg, en þungur hefur hann verið þeim báðum. Nú síðustu ár hrakaði heilsu hans mjög og krafturinn þvarr. Genginn er góður drengur og vinur. Ég kveð þig með þökk fyr- ir allt. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Lillu og allri fjölskyld- unni. Blessuð sé minning Egils. Jóhann Gunnarsson Jóhann Karl Sigurðsson Með Jóhanni Karli Sigurðssyni í Neskaupstað er fallin frá ein styrkasta stoð samfélagsins á Norðfirði um marga áratugi. Frá 1960 að telja hafði Jóhann á hendi framkvæmdastjórn fyrir að- alútgerð í kaupstaðnum, fyrst Nesútgerðinni 1960-64 og síðan útgerð Síldarvinnslunnar um 30 ára skeið. Jóhann átti ásamt fram- kvæmdastjórum Síldvarvinnsl- unnar hf. drýgstan þátt í að byggja upp þetta öfluga fyrirtæki sem frá upphafi hefur verið burðarásinn í atvinnulífí staðarins. Þegar á ung- um aldri hafði Jóhann stundað sjómennsku og aflaði sér réttinda sem stýrimaður og skipstjóri. Með honum byggðist upp hin öfluga útgerð Síldarvinnslunnar, fyrst með síðutogurum og frá 1970 með kaupum á fyrsta skuttogar- anum, Barða, og mörgum happafleytum sem á eftir fylgdu. Ohætt er að fullyrða að Jóhann lagði sig allan fram sem útgerðar- stjóri og afraksturinn talar sínu máli. Hann bar hag allra sem í hlut áttu fyrir bijósti, áhafna skip- anna og ekki síður landverkafólks °g byggðarlagsins í heild. Þar fór saman stefna stjórnar Síldar- vinnslunnar og útgerðarstjórans sem var jafnframt bæjarfulltrúi samfellt frá 1958 til ársins 1982. Jóhann hafði einnig gegnt trúnað- arstörfum fyrir Verkalýðsfélag Norðfjarðar á sjötta áratugnum og sem slíkur kynnst baráttunni fyrir að tryggja fulla atvinnu í bænum. Samþætting veiða og vinnslu var honum mikið hjartans mál en til að það tækist þurfti oft flóknar málamiðlanir sem gengið gátu gegn skammtíma rekstrar- hagsmunum útgerðarinnar. Jóhann hafði ótrúlega góða yfír- sýn yfír allt er laut að hag fyrir- tækisins og útgerðar þess sérstak- lega. Hann lá ekki á upplýsingum og heimsókn til hans á skrifstof- una skildi mann eftir með kynstur af fróðleik og hugmyndum um það sem betur mætti fara. Þar var ekki aðeins horft til byggðarlags- ins heldur stöðu sjávarútvegsins f heild. Um sjávarútvegsmál hafði Jóhann fastmótaðar skoðanir og hagur Norðfjarðar og nágranna- byggða var þar mælikvarðinn sem gilti. Á fjölmörgum Fiskiþingum sem hann sat og á vettvangi LIÚ lét hann til sín taka og naut virð- ingar fyrir þekkingu og árangur í starfí. Hann setti mál sitt fram skorinort og kryddaði það með frumlegum orðum og orðatiltækj- um sem orðið höfðu til í smiðju hans eða í samtölum við sjómenn. Ég kynntist Jóhanni vel í félags- starfí í Alþýðubandalaginu í Nes- kaupstað í ein 15 ár áður en ég var kosinn á Alþingi. Hann hafði setið 5 ár í bæjarstjórn þegar við Kristín fluttumst til Neskaupstað- ar 1963, kjörinn af lista Alþýðu- bandalagsins 1958 eftir að sam- starf tókst með sósíalistum og hluta félagsmanna úr Alþýðu- flokknum. Hafði Jóhann verið starfandi í Alþýðuflokknum og varabæjarfulltrúi af hans lista frá 1954. Samstarf hans við forystu- menn sósíalista varð strax heil- steypt. Jóhann gerðist stofnfélagi í ABN 1965 og átti um tíma sæti í stjórn þess. I bæjarmálum lét hann atvinnumál og hafnarmál sérstaklega til sín taka og var for- maður hafnarnefndar Neskaup- staðar um langt skeið. Sem þing- maður átti ég margháttuð sam- skipti við Jóhann og á góðar minningar af öllum okkar sam- skiptum. Þrátt fyrir erilsamt starf gleymdi Jóhann ekki íjölskyldu sinni og niðjum. Ég hygg að leit- un hafí verið að jafn nærfærnum fjölskylduföður. Eftir að hann lét af starfi útgerðarstjóra fyrir nokkrum árum fjölgaði þeim stundum sem hann átti með Stínu sinni og mannvænlegum og stækkandi hópi afkomenda. Oll eiga þau um sárt að binda nú er hann er fallinn frá. Neskaupstað- ur kveður mikinn atorkumann sem lengi mun minnst fyrir verk sín og framlag í almannaþágu. Við Kristín sendum eiginkonu, böm- um þeirra og öðrum í fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson Markmið Útfararstofu Islands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Utfararstofa Islands sér um: Utfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í likhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlið 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. ORÐDAGSINS 462 1840 fif 1 Ingibiorg Einarsdóttir Ingibjörg Einarsdóttir var fædd á Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit þann 5. nóvember 1918. Yngsta dóttir hjónanna Margrétar Ei- n'ksdóttur, húsfreyju og Einars Árnasonar, alþingismanns, sem þar bjuggu. Systkini hennar voru Sigríð- ur, Aðalsteinn og Laufey sem öll eru látin og Hulda sem býr á Eyrarlandi. Þann 3. Júní 1945 giftist hún Jóhanni Benediktssyni og bjuggu þau allan sinn búskap á Eyrarlandi. Þau eignuðust tvö börn, Sól- veigu f. 25.05.1947 og Einar Grétar f. 18.01.1955. Þau eru bæði búsett á Eyrarlandi, bamabörnineru fjögur og eitt langömmubam. Utför hennar verður gerð frá Kaupangskirkju, föstudaginn 25. júní kl. 13:30. Það var að morgni 16. júní sem Lára hringdi og sagði mér að Ingi- björg væri dáin. Það kom í sjálfu sér ekki á óvart, þar sem hún hafði um langt árabil barist við heilsuleysi. Að vissu leyti er þetta því góð ráð- stöfun hjá almættinu og við sem þekktum hana og vorum henni samferða um áratuga skeið erum ekki ósátt við þessa ráðstöfun. En við minnumst áranna með henni sem voru mjög góð og gefandi því hún var alltaf að gefa okkur eitt- hvað gott, ekki endilega innpökk- ^uðif’í þáþpír, heldur' flieð" síhli'" hlýja og góða viðmóti. Hver minnist ekki Ingibjargar þegar setið var við eldhúsborðið á Eyrarlandi, skrafað og notið gest- risni hennar, þegar hún allt í einu stóð við hliðina á einhveiju okkar, því hún hafði svo lítinn raddstyrk, Iagði sína nettu hönd á öxl og spurðist fyrir um heilsu og hvísl- aði einhveiju góðu í eyra. Skapið var gott og hún hafði góðan húmor fyrir gamanmálum. Ég furðaði mig oft á því að hún virtist aldrei skipta skapi, hún var í mesta lagi alvörugefin ef illa gekk. Þessi kona, sem farið hafði á mis við svo margt vegna fötlunar og heilsuleysis, var svo ótrúlega veraldarvön og vitur. Margir Ieit- uðu hjáhenni skjóls og ráða ef eitthvað bjátaði á og fengu alltaf sömu móttökurnar hlýju, kyrrð og ró sem er það besta meðal sem fá- anlegt er við erfiðleikum lífsins. Hún var alltaf á sínum stað, á Eyrarlandi, það vissum við öll. Ingibjörg hafði skoðanir á öllu bæði i mannlífi og þjóðlífi og lét þær í ljós á jákvæðan hátt því hún vildi ekki særa sitt fólk ef málið skipti það. Vilja og venjur hafði hún. Eng- um datt í hug að gera þvert á vilja hennar, ef hún vildi þá var tekið fullt tillit til þess. Mömmu langar til, Ingibjörg bað um, sagði fólkið hennar og þá var sjálfsagt að það yrði þannig, ekki af ótta við óá- nægju með annað, heldur af virð- ingu1 týrir héhni og héhhar Ósk- um, þær voru heldur ekki svo margar. Oft gat maður ekki annað en brosað þegar Jói, þessi hávaða- sami ákafamaður, sem er þó um- fram allt hjartahlýr og góður við okkur öll, lét móðan mása, svo henni þótti nóg um, þá þurfti ekki annað en hún kæmi við öxlina á honum og segði jafnvel ekki neitt þá var eins og hann hefði fengið róandi, slík áhrif koma ekki frá öllum, svona var Ingibjörg. Síðustu tvö árin var hún mikið á sjúkrahúsinu, því miður Iítið ánægð og síðasta mánuðinn f Kristnesi enn minna ánægð. Hugurinn var heima og þar var fólkið hennar og allt það sem hún unni og hafði alltaf verið við. Eft- ir að hún er farin þaðan, alfarin, verður hennar sárt saknað af okk- ur öllum sem þangað koma hér eftir sem hingað til. Hún var að vfsu sjaldan heima í seinni tíð en kom þegar hún gat, svo það gat verið að við hittum hana þegar við komum í Eyrarland, en hér eftir verður hún okkur ekki sýnileg við borðið né annars staðar á sínu kæra heimili. Þakklæti okkar til hennar að lokinni samveru er óendanlegt fyrir allar góðu stundirnar og ást- ríkið í okkar garð, þegar við kom- um og þegar við fórum aftur. Megi góður Guð vera með henni og hennar fólki. Blessuð sé minning hennar. Sólveig Adamsdóttir

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.