Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 1S. JÚLÍ 1999 ro^tr SUÐURLAND L j IJívarp Suðurland Föstudagur 16. júlí 07:00 Góðan dag Suðurland Jón Bjarnason 08:20 Svæðisútvarp Suðurlands Soffía Sigurðar. 09:00 Súr og sætt / Ekkisystur Kristjana og Soffía 12:00 Gormurinn. Vignir Egill 14:00 Rjómagott. Gummi Kalli 17:00 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 18:30 Svæðisútvarp Suðurlands Þóra Þórarins. 19:00 Þögli þátturinn. Tölvukallinn 20:00 Dýsel. Unnar Steinn 22:00 Lífið er Ijúft. Valdimar Bragason Laugardagur 17. júlí 09:00 Morgunvaktin. Soffía Sigurðardóttir 12:00 Þögli þátturinn. Tölvukallinn 13:00 Sunnlenska fréttavikan. Blaðamenn Sunn- lenska 15:00 Tipp topp. Jón Fannar 19:00 Abzent. Már og Björn 22:00 Bráðavaktin. Skarphéðinn Sunnudagur 18. júlí 09:00 Á sloppnum. Sigurgeir Hilmar 11:00 Heyannir. Soffía Sigurðardóttir 12:00 Tóneyrað. Skarphéðinn 15:00 í síðdegissólinni. Svanur Gísli 17:00 Vestnorræn rokktónlist. Jens Guð 19:00 Geisladiskur vikunnar. Tölvukallinn 20:00 Gamalt og gott. Endurtekið efni 22:00 Inn í nóttina. Svanur Bjarki Mánudagur 19. júlí 07:00 Góðan dag Suðurland. Jón Bjarnason 09:00 Súr og sætt / Ekkisystur Kristjana og Soffía 12:00 Gormurinn. Vignir Egill 14:00 Rjómagott. Gummi Kalli 17:00 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason 19:00 Kvöldsyrpan. Gestastjórnandi 22:00 Dag skal að kveldi lofa. Sigurgeir Hilmar Þriðjudagur 20. júlí 07:00 Góðan dag Suðurland. Jón Bjarna. 09:00 Súr og sætt / Ekkisystur Kristjana og Soffía 12:00 Gormurinn. Vignir Egill 14:00 Rjómagott. Gummi Kalli 17:00 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogur • Sími 564 4714 p r r r r FULL® FRAME 4MÍ i S9JZUKI I—n«M»—.... SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is • vökvastýri • 2 ioftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn í rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. • JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! • Ódýrasti ekta 4x4 jeppinn á Islandi • Hátt og lágt drif- byggður á grind • Sterkbyggður og öflugur sportjeppi ALLIR SUZUKI BlUR ERU MEÐ: Nanna Þóra Áskelsdóttir safnvörður, í Eyjum, í einum sýningarbásanna á þeirri merku sýningu sem nú er í Safna- húsinu þar. Til sýnis eru 22 Kjarvalsmyndir og munir er tengjast Kristnitökuafmælinu. Vegleg sýning í Safnahúsiim Vegleg sýning í SaJ&ia- húsinu í Eyjum. Meðal amiars Kjarvalsverk og sitthvað er tengist kristnisögu Vest- mannaeyja, svo sem út- skurðarmyndir írá miðöldum. I vor hefur verið unnið að endur- bótum á efri hæð Safnahúss Vest- mannaeyja og hefur nú verið kom- ið þar upp þremur sýningarbásum sem áætlað er að muni standa uppi í sumar. I einum bás eru til sýnis tuttugu og tvær myndir Kjar- vals af 34 sem eru í eigu Vest- mannaeyjabæjar. Er Kjarvalssafh þetta það þriðja til fjóröa stærsta sem til er á landinu. Allar eru þessar Kjarvalsmyndir staðfestar sem höfundarverk meistarans og fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að myndimar séu falsaðar. Meðal mynda Kjarvals sem þarna eru til sýnis eru tvær sem týndust í gosinu, en fundust á Þjóðminja- safninu í vetur og eru nú komnar heim. I öðrum bás eru myndir er tengjast kirkjusögu. Má þar sjá verk sem tengjast kirkjusögu Vest- mannaeyja, meðal annars út- skurðarmyndir frá miðöldum og kirkjuklæði, ljósastikur og gamall kirkjubekkur úr Landakirkju. Flestar myndimar eru fengnar að láni frá Þjóðminjasafrii Islands og eru alla jafna varðveittar þar. í þriðja básnum er svo sýning sem helguð er gosinu í Heimaey. Er sú sýning nú búin að standa uppi nokkra tíð, en mun fá að vera með óbreyttu sniði út sumarið. Þá er til sýnis er ný mynd eftir Guðjón Olafsson sem hann var fenginn til þess að mála í tilefni Kristnihátíð- ar og kristnitökuafmælisins árið 2000. Myndin sýnir landtöku Gissurar hvíta og Hjalta Skeggja- sonar í Vestmannaeyjum með þá kirkjuviði sem taldir eru hafa farið í fyrstu kirkju sem reist var drottni allsherjar til dýrðar á Islandi að boði Ólafs Noregskonungs Tryggvasonar. Mynd þessi er gjöf Tryggingamistöðvarinnar til Vest- mannaeyjabæjar í tilefni Kristni- hátíðar á næsta ári. -BEG. Námskeið í þjónustu Þjónustimámskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Nám- skeiðið haldið á 30 stöðum. Góð þátttaka. Þjónustunámskeið var haldið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu og skyld- um greinum f Vestmannaeyjum. Námskeið þetta er haldið að til- hlutan Ferðamálaráðs íslands, Fræðsluráðs hótel- og matvæla- greina og Samtaka ferðaþjónust- unnar. Námskeiðið er haldið á um þijátíu helstu þéttbýlisstöðum um land allt. Leiðbeinandi var Tómas Guðmundsson, kynningarráðgjafi. Góð þátttaka var á námskeiðinu í Eyjum, en það sóttu um 60 manns . Þá fer að halla imdanfæti Tómas segir að margir haldi að svona námskeið sé óþarft, en þvert á móti þá er ekki svo. I rannsóknum, m.a. hjá Ferða- málaráði, eru ferðamenn al- mennt ánægðir með þjónustuna og það sem það fær hér. „Hins vegar er það nú einu sinni svo að daginn sem \dð ákveðum að við séum góð eða jafnvel best í ein- hverju, fer oft að halla undan fæti svo það veitir ekkert af því að læða inn nýjum hugmyndum og hugsunarhætti, þannig að fólk haldi sér við.“ Tómas segir að ekki þurfi endi- lega að vera um að ræða ný við- Tómas Guðmundsson „Þetta nám- skeið gengur út á að fá fólk til þess að átta sig á því hvaða ferða- menn eru að koma til Islands .“ horf, heldur eitthvað sem fólk lærði í foreldrahúsum á yngri árum. „Þetta námskeið gengur út á að fá fólk til þess að átta sig á því hvaða ferðamenn eru að koma til Islands og eftir hverju þeir eru að sækjast. Um leið og fólk gerir sér grein fyrir því hvað það er sem viðskiptavinurinn vill kaupa eða gera, þá er þjónustu- aðilinn kominn býsna langt og veit nokkuð mikið um það sem hann getur veitt á móti.“ Undirtektir góðar í Eyjum Tómas segist ánægður með und- irtektirnar í Eyjum. „Ég hef hald- ið fimm námskeið fram að þessu og undirtektirnar eru allt aðrar hér en á þeim stöðum sem ég hef haldið námskeiðin hingað til. Það segir kannski meira en mörg orð á hvaða stigi þetta er hér. A námskeiðið hér komu hátt í sex- tíu manns á tvö námskeið. Eg vildi óska að það væri sama mæt- ing víða annars staðar á landinu. Vestmannaeyingar virðast ákveðnir í að standa sig vel í að veita góða þjónustu." -BEG.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.