Dagur - 15.07.1999, Side 4

Dagur - 15.07.1999, Side 4
4 - FIMMTUDAGVK 1S. JÚLÍ 1999 SUÐURLAND Frá Hveragerði. „Eitthvað á ég afskyldfólki í Hveragerði og hver hefur síðan ekki komið i Eden, “ segir Hálfdán, nýbakaður bæjarstjóri, sem hér sést á innfeldu myndinni í stöðugleikaim sækir fólkið HáUdán Kristjánsson í Ólafsfirði ráðinn bæjarstjóri í Hvera- gerði. Hann segir spennandi verkefni blasa við, en hann tek- nr til starfa um mán- aðamótin. Bæjarstjórn Hveragerðis sam- þykkti á fundi sínum á fimmtu- dag í sl. viku að ráða Hálfdán Kristjánsson, fyrrverandi bæjar- stjóra á Olafsfirði, í starf bæjar- stjóra í Hveragerði. Hann tekur við starfínu um næstu mánaða- mót, en við því tekur hann af Einari Mathiesen sem hefur stýrt málum í Hveragerði síð- ustu fímm ár. Ellefu umsækj- endur voru um starfíð. „Ég fer suður undir mánaðamót og verð fyrst einhveija daga með nýjum bæjarstjóra sem setur mig inn í mál. En síðan tekur alvaran við. Hvað varðar tengsl mín við stað- inn á ég eitthvað af skyldfólki í Hveragerði og hver hefur siðan ekki komið í Eden,“ sagði Hálf- dán í samtali við Dag. Að fylgja eftir stefnuimi „Mér lýst vel á aðstæður i Hveragerði,“ segir Hálfdán. „I bænum er nú verið að vinna ýmsa áhugaverða og stefnumót- andi vinnu, til dæmis á sviði ferða- og atvinnumála. Einnig nefni ég orkumál en Hveragerð- isbær er aðili að hlutafélaginu Sunnlenskri orku sem hefur í hyggju byggingu gufuaflsvirkjun- ar inn af Hveragerði. Allt eru þetta mjög áhugaverðir þættir. En annars er það fyrst og fremst hlutverk okkar embættismanna að fylgja eftir stefnu og áherslu bæjarstjórnanna, sem er mjög spennandi í Hveragerði." Hálfdán sagði að vitaskuld væru aðstæður í Hveragerði allt öðruvísi en á þeim stöðum þar sem hann hefði starfað til þessa, það er í Ólafsfírði og þar áður í Súðavík. „Það eru staðir sem byggjast upp á útgerð og fisk- vinnslu og í þeim atvinnugrein- um hafa verið miklar sveiflur á undanförnum árum. Þó menn séu á lygnum sjó í dag geta að- stæður á morgun verið gjör- breyttar. Sveiflurnar eru miklar. I Hveragerði eru atvinnuhættir hinsvegar allt öðruvísi, stöðug- leiki er ríkjandi og í hann sækir fólkið. Þetta skapar Hveragerði mikil tækifæri að mínum dómi.“ -SBS. SUÐUR L A NDSVIÐ TALIÐ Skálholtshátíð uni helgina Skálholtshátíð verður um helgina. Hún hefst á laugardagskvöld, 17. júlí, með aft- ansöng í Skálholtsdómkirkju kl. 18 og kl. 21 mun strengjasveit ungs fólks, undir stjórn Lilju Hjaltadóttur, flytja verkið Gloria eftir Vivaldi. I verkinu syngur Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir einsöng. Kam- merkór Biskupstungna kemur fram og Bergþór Pálsson flytur verk úr arfi kirkj- unnar. - A sunnudag, 18. júlí, hefst dag- skrá með morgunsöng kl. 10 og kl. 14 er messa í Skálholtskirkju þar sem biskup Is- Iands, herra Karl Sigurbjörnsson predikar, en Sigurður Sigurðarson. vígslubiskup í Skálholti, þjónar fyrir altari ásamt sr. Agli Hallgrímssyni og sr. Guðmundi Óla Ölafssyni. Að lok- inni messu er kirkjugestum boðið í kaffí í Skálholtsskóla, þar sem dr. Jónas Kristjánsson og Arni Bergmann flytja stutt erindi um kristni- boðstímann og aðdraganda kristnitökunnar. Blásarakvartett undir stjórn sr. Jóhann Stefánssonar mun leika á samkomunni, en annars munu Jóhanns og félagar hans koma fram í ýmsum fleiri atriðum dagskrárinnar. Landvegur í úthoð Boðnar verða út í október fram- kvæmdir við uppbyggingu Land- vegar í Rangárþingi, það er frá Holtsmúla og að Fellsmúla, þar sem tekur svo við uppbyggður veg- ur, lagður slitlagi, upp fyrir Galta- lækjarskóg. Um er að ræða upp- byggingu 12 km. vegarkafla og er kostnaður við framkvæmdir áætl- aður 21 millj. kr. Vegur þessi hef- ur verið nokkuð umtalaður síðustu árin vegna kvartana vikurbílstjóra sem um hann hafa mikið farið og kvartað sáran. Við umkvörtunum þeirra er nú brugðist. „Við höfum eytt miklum peningum í endur- bætur á þessum vegi síðustu árin en nú ætti málið að leysast með varanlegum hætti,“ sagði Steingrímur Ingvarsson, umdæmisstjóri Vegagerðar rfkisins á Suðurlandi, í samtali við Dag. Framkvæmdir hefjast í haust við uppbyggingu Landvegarsem m.a. vikurbílstjórar hafa kvartað mikið yfir. SandvLkurskóli fær fé til tækjakaupa Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sfnum í sl. viku óskir frá for- ráðamönnum Sandvíkurskóla um búnað og gögn til kennslu í við- byggingu skólans, sem senn verður tekin í notkun, það er í smíða-, myndmennta- og náttúrufræðistofum. Ingunn Guðmundsdóttir, for- maður bæjarráðs, greindi frá þeirri þörf á fjárveitingu umfram fjár- hagsáætlun sem til er komin vegna vegna vanáætlunar í upphafí. Bæjarráð samþykkti aukna fjárveitingu uppá 2,5 millj. kr., en lagði að öðru leyti áherslu á mikilvægi þess að skólarnir hafí samráð um fjárfestingar í dýrari búnaði þannig að sérhæfíng og samnýting náist fram. -SBS. Ætlum okkur til Budapest Hlynur Stefánsson, fyrirliði íslands- og bikarmcistara ÍBV íslatidsmeistarar Vest- mannaeyinga unnu 1-0 sigurá albönsku meistur- unum, SK-Tirana, íVest- mannaeyjum á þriðjudag og mæta þeim ísíðari leiknum eftirviku. Hlynur Stefánsson, íyrirliði ÍBV, var spurður að því hvort þetta eina mark sem markahrókurinn, Steingrímur Jóhannesson, skor- aði væri ekki heldur rýrt nesti til þess að tryggja IBV áframhald í forkeppni Meistaradeildar Evr- ópu í knattspymu? „Það verður að koma f ljós hvort þetta eina mark dugir okkur til áframhalds í keppninni en við ætluðum að setja á þá fleiri mörk til að hafa betra veganesti út. Við fengum tækifærin til þess að setja fleiri, m.a. átti Guðni skot í stöng, en nokkur önnur skot hefði getað hrokkið inn með smá heppni ef þetta hefði verið okkar dagur. Ég held þrátt fyrir það að það séu hörku möguleikar á því að vinna þetta albanska lið á þeirra heima- velli. Þeir þurfa að sækja og skora og koma framar á völlinn og það hefur til þessa hentað okkur vel að spila á móti liðum sem sækja rnikið á okkur. Það lið sem kemst áfram spilar á móti liði frá Buda- pest, og við ætlum okkur þang- að.“ Lék SK-Tircma öðruvísi knattspymu en þið áttuð von á? „Kannski ekki, en þeir spiluðu greinilega upp á jafntefli. Þeir voru með þijá bakverði og fimm manna varnarvegg og léku mjög aftarlega og spiluðu þannig upp á núllið. Þetta eru góðir fótbolta- menn og fara vel með bolta þannig að það má passa sig vel á þeim og alls ekki vanmeta þá.“ - Þið áttuð í einhverjum vand- ræðum með að fá að leika ykkar heimaleik í Eyjum ogfenguð til þess undanþágu frá Evr- ópuknattspymusamhandinu. Var erfitt að fá þessa undan- þágu? „Við erum alltaf á undanþágu og m.a. þurfum við að bjóða upp á sæti í stúku, en við erum enn að bfða eftir þessari ágætu stúku. Það er búið að leggja það í nefnd eins og margt annað en það yrði mjög slæmt fyrir okkur ef við þyrftum að spila okkar heimaleiki f Reykjavík. Það dregur úr okkar möguleikum því okkur líður best í Vestmannaeyjum og hér eigum við okkar bestu leiki enda öll um- gerðin hér til fyrirmyndar. Bæjar- yfirvöld þurfa að koma til móts við okkur og uppfylla skilyrðin." - Þið eigið að leika við Skagann á föstudag upp á Akranesi. Skagamenn komnir á siglingu og þetta verður etfiður leikur fyrir ykkur, eða hvað? „Skagamenn eru komnir með skemmtilegt framlínupar, Stefán Þórðarson og Kenneth Matijane, svo það verður nóg að gera fyrir okkur vamarmennina í þeim leik. Við erum efstir í deildinni ásamt KR og stefnum að því að vera áfram efstir. Við förum því upp- eftir til að sigra.“ - Hefur deildin spilast öðmvisi í sunuir en þit áttir von á að undateknu gengi ykkar og KR- inga? „Styrkur Blikanna hefur komið mér gríðarlega á óvart og Víkingar byrjuðu rosalega vel en þeim er eitthvað að fatast flugið. Það er spurning hvort Blikamir halda sínu striki og ég vil frekar fá þá heima ef við drögumst á móti þeim í bikamum því alla þrjá leiki okkar í bikarkeppninni höfum við spilað á útivöllum. Það er kominn tími á heimaleik. Önnur lið hafa verið svipuð að styrkleika og ég bjóst við nema kannski slök byrj- un Skagamanna." GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.