Dagur - 17.08.1999, Síða 2
18 — ÞRIDJUDAGUR 7 7. ÁGÚST 1999
Ðggur
LÍFIÐ í LANDINU
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
Siv Friðleifsdóttir.
Urð og grjót
Ummæli nýja umhverfisráðherrans, Sivjar
Friðleifsdóttur, um að hún hafi ekki orðið
bergnumin yfir Eyjabökkum og að menn
verði að færa fórnir með því að drekkja gras-
lendi, hafa að vonum vakið mikla athygli.
Þetta minnir mig dálítið á söguna af Sigga
ijórðungi, sem svo var kallaður, þegar hann
kom í fyrsta sinn til Þingvalla. Hann hafði
erfiðað langa ævi í sinni heimabyggð og nán-
ast ekkert farið út fyrir hana um dagana.
Þegar hann var orðinn fjörgamall maður
tóku vinir hans sig saman og buðu honum til
Þingvalla, þannig að hann mætti líta dýrðina
augum áður en hann kveddi þennan táradal.
Þar sem Siggi fjórðungur stóð á Lögbergi og
horfði yfir vellina í fyrsta sinn á ævinni, með
báðar hendur djúpt í buxnavösunum, spurðu
vinir hans hvernig honum litist nú á herleg-
heitin? Þá brást fjórðungurinn við með svip-
uðum hætti og umhverfisráðherrann, lét sér
hvergi bregða og svaraði: „Iss, þetta er nú
bara urð og grjót.“
„...mótmæfir Júlí-
us VífiII og vill
ekkert byggja,
Guðlaugur Þór er
bara á móti en
enginn veit hvað
hann vill frekar
en endranær, Inga
Jóna og Vilhjálm-
ur vilja eitthvað
byggja en hafa
ekki enn gert upp
við sig hvað eða
hversu mikið...“
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir um af-
stöðu sjálfstæðis-
manna til bygg-
inga í Laugardal.
Theresía spáir byl
A þeim árum þegar Theresía Guðmundsdóttir
var veðurstofustjóri komu tvær konur inn í
búð á Húsavík og keyptu haframjöl til að gefa
snjótittlingum. Þá orti Egill Jónasson:
Tökin herðir tíðarfar,
Theresta spáir hyl.
Hver, sem tittlings verður var
veiti honum skjól og yl.
Ýmislegt
Gárungar voru fljótir til að nefna hverfið á
Akureyri, þar sem grjóthríðin dundi yfir á
dögunum, Grjótaþorp. Eftir þann makalausa
atburð þegar Hafnfirðingar náðu að sökkva
togaranum Ymi við bryggju í Hafnarfirði í
síðustu viku, segja gárungar að þegar óhöpp
af þessari gerðinni gerast í framtíðinni segi
menn það vera - ýmislegt -.
Mig svimar
Fyrir all mörgum árum komst maður á átt-
ræðisaldri í fréttirnar hér á landi fyrir að
hafa gifst þrítugri stúlku og eignast með
henni sex börn. Fréttamaður útvarpsins átti
viðtal við karlinn og spurði hvort það væri
ekki nokkuð erfitt fyrir mann á þessum aldri
að geta öll þessi börn. „Nei,“ svaraði karlinn,
„það er svo sem ekkert erfitt en ég verð að
játa að mig er farið að svima dálítið þegar við
erum að.“
Örn Magnússon, pfanóleikari.
„Það eru góðir andar með
okkur."
„Mig hefur lengi langað til að
standa fyrir einhveijum tónlistar-
viðburðum í Olafsfirði því ég er
fæddur þar og uppalinn og dvel
þar Iengur og skemur á hveiju
sumri. Svo ákvað ég í vetur að
reyna að hrinda því í ffamkvæmd
og hugmyndin fékk hvarvetna
mjög góðar undirtektir, bæði
meðal heimamanna og tónlistar-
fólks."
- Hvaða listamenn fékkstu t lið
með þér?
„Þetta er nú í og með Ijöl-
skylduframtak því við erum
þama tveir bræður, Sigursveinn
og ég og okkar konur, söngkoií-
urnar Marta Guðrún Halldórs-
dóttir og Sigrún Valgerður Gests-
dóttir. Hljóðfæraleikarar, auk
okkar bræðra eru Akureyringur-
inn Einar Kristján Einarsson gít-
arleikari og svo Kammerartica
strengjakvartettinn, sem er skip-
aður þeim Hildigunni Halldórs-
dóttur fiðluleikara, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur
fíðluleikara, Guðmundi Kristmundssyni víóluleik-
ara og Sigurði Halldórssyni sellóleikara."
- Hvað verður á dagskránni?
„Þama verða þrennir tónleikar og verkin sem
flutt verða eru sígild kammerverk m.a. eftir Ant-
onío Vivaldi, Schumann, Schubert, Rachmanin-
off og Dvorak."
-Afhverju heitir háttðin Berjadagar?
„Nafnið er táknrænt. Hugmynd er að halda
uppskemhátíð þar sem fólk gleðst yfir ávöxtum
jarðar og þessi árstími er alltaf mjög sérstakur fyr-
ir norðan. Beijatíminn. Þar myndast
mjög sértök stemmning þegar fólk
kemur víða að af landinu til beija í
Svarfaðardal, Ólafsfirði og Fljótum.
Við ætlum að virkja þessa stemmn-
ingu enn frekar."
- Er góður jarðvegur fyrir tónlistar-
flutning í Ólafsftrði?
„Já, ég vænti þess að fólk muni
flykkjast á Beijadagana. Tónleikar
em haldnir af og til í Ólafsfirði og
aðstaðan þar er góð. Þar er félags-
heimilið Tjamarborg með fxábærum
hljómburði og kirkjan í Ólafsfirði
reynist vera hið besta tónleikahús
eftir breytingar sem nýlega vom
gerðar á henni. Agætir flyglar em á
báðum stöðum og svo er nýlegt
pípuorgel í kirkjunni.“
- Eru herjadagamir einvörðungu
helgaðir tónlist
„Nei, málverk eftir listakonuna
Ólöfu Þorláksdóttur „Grímu“ verða
til sýnis í safnaðarheimili Ólafsfjarð-
arkirkju. Gríma bjó um árabil í
Ólafsfirði en hóf reyndar ekki að mála fyrr en síð-
ar.“ Stefnan er sú að gestur úr annarri Iistgrein en
tónlist verði á hátíðinni á hveiju ári, það getur
verið skáld, dansari eða Guð veit hvað.“
- Hverju ári, segirðu, Berjadagar eiga semsagt að
verða árlegur viðhurður.
„Já, við vonumst til að vinna þeim þann sess.
Stuðningur heimamanna hefur verið vís alveg ffá
byrjun og undirbúningur undir þessa fyrstu hátíð
hefur gengið ótrúlega vel. Það eru góðir andar
með okkur.“
GUN.
Berjadagar er nafn
á tónlistarhátíd,
sem haldin verðurí
fyrsta skipti um
næstu helgi í Ólafs-
firði. ÖmMagnús-
sonpíanóleikari er
forvígismaður
hennar.
SPJALL
■ FRÁ DEGI
Munurinn á fiðlu og lágfiðlu er sá, að
lágfiðlan er lengur að brenna.
Victor Borge
Þau fæddust 17. ágúst
• 1601 fæddist franski stærðfræðingur-
inn Pierre de Fermat.
• 1819 fæddist Jón Arnason þjóðsagna-
safnari.
• 1892 fæddist bandaríska leikkonan
Mae West.
• 1896 fæddist Jón Magnússon skáld.
• 1911 fæddist sovéski skákmeistarinn
Mikhail Moiseyevich Botvinnik.
• 1932 fæddist indverski rithöfundur-
inn Vidiadhar Surajprasad Naipaul.
• 1943 fæddíst bandaríski Ieikarinn Ro-
bert De Niro.
• 1960 fæddist bandaríski leikarinn
Sean Penn.
Þettagerðist 17. ágúst
• 1877 uppgötvaði maður að nafni
Asaph Hall tunglið Phobos, sem snýst
í kringum Mars.
TIL DAGS
• 1933 Iauk samstarfi bandarísku grín-
Ieikaranna Stan Laurel og Oliver
Hardy, eða Steina og Olla (Gög og
Gokke).
• 1939 var bíómyndin Galdrakarlinn í
Oz frumsýnd.
• 1945 lýsti Indónesía yfir sjálfstæði,
en hafði áður verið nýlenda Hollands.
• 1961 hófst smíði Berlínarmúrsins.
• 1978 tókst Maxie Anderson, Ben
Abruzzo og Larry Newman fyrstum
manna að fljúga yfir Atlantshafið í
loftbelg.
• 1980 hófst Heklugos sem stóð í fá-
eina daga.
• 1988 fórust Mohammed Zia ul-Hag
forseti Pakistans og Arnold Raphel
sendiherra Bandaríkjanna í flugslysi,
sem mörgum hefur þótt dularfullt.
Vísa dagsins
Þó ég verði aðfara tfjós,
farga þannig dögunt.
Ef að ég hefyl og Ijós
uni ég mtnum högum.
Hjálmar frá Hofsósi
Afmælisbam dagsins
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Ro-
bert De Niro fæddist 17. ágúst árið
1943 í borginn New York. Hann er af
ættum listamanna en foreldrar hans
voru báðir málarar, þau skyldu þegar
De Niro var á unga aldri. Faðir hans
og alnafni fór til Frakldands og gerði
garðinn ffægan þar. De Niro ólst upp
hjá móður sinni, málaranum Virginiu
Admiral. Hann fór í leiklistarnám til
þeirra Stellu Adler og Lees Stras-
berg. Robert De Niro birtist fyrst á
hvíta tjaldinu árið 1968 í mynd Bri-
ans De Palma, Greetings. Síðan þá
hefur hann leikið í Qölmörgum kvik-
myndum og unnið til verðlauna.
Verkaskipting heimilanna
Sláttuvélin heima hjá Jóni og Siggu bilaði
fyrr í sumar. Sigga taldi það ótvírætt vera í
verkahring Jóns að láta gera við hana, og gaf
honum hvað eftir annað í skyn að ekki
mætti draga það lengi, án þess þó að vilja
segja það berum orðum. Einhvern veginn
virtist Jón þó aldrei skilja þessi skilaboð og
heilu vikurnar liðu án þess að sláttuvélin
færi í viðgerð. Loks datt henni í hug ráð,
sem hún taldi óbrigðult. Dag nokkum þegar
Jón kom heim lá Sigga á hnjánum í grasinu,
sem orðið var býsna hátt, og var hún að
klippa það með litlum skærum. Jón nam
staðar, horfði á hana stundarkorn og fór síð-
an inn. Eftir nokkra stund kom hann út aft-
ur með tannbursta og sagði: „Þegar þú ert
búinn að slá grasið gætirðu kannski farið að
sópa stéttina."
Veffang dagsins
„Kirkjugarður rokksins" (The Cemetary of
Rock) nefnist vefsetur eitt, en þar er að
finna lista yfir fallnar rokkstjörnur og
myndir af legstöðum þeirra:
uninv.geocities.com/Sunset-
Strip/Frontrow/2547/grave. html