Dagur - 17.08.1999, Side 4
20- ÞttlDJVDAGUR 17. ÁGÚST 1999
LIFIÐ I LANDINU
Skýrsla Þróunarsamvinnu-
stofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (The Human Develop-
ment Report 1999) kom út í
tíunda sinn fyrr á þessu
sumri. í skýrslunni er að
finna hafsjó upplýsinga um
auðlegð þjóðanna, hverjir
beri mest úr býtiun, hverjir
minnst, og hvernig hún
skiptist á milh mannkyns. Ef
cinhvcrjir efast rnn að gæð-
um jarðar sé misskipt á milh
þjóða heims ráðlegg ég þeim
að glugga í skýrsluna svo að þeir megi sann-
færast. Ritið má finna á heimasíðu Þróunar-
samvinnustofnunar SÞ á veraldarvefnum
(undp.org).
Einfaldur mælikvarði
- flokið fyrirbæri
Vísitala þróunar mannkyns, sem á ensku
nefnist human development index, var fyrst
sett fram árið 1990. Hún er einfaldur mæli-
kvarði á velferð jarðarbúa og slík tæki sem
nota má til þess að beina þróunaraðstoð til
þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Ég
kýs að kalla hana velferðarvísitölu, sem er
ekki kórrétt þýðing úr ensku en að mínu áliti
þjálla en að þýða heitið beint úr frummálinu.
Ólxkt ýmsum öðrum vísitölum mælir velferð-
arvísitalan fleira en það sem talið er í krón-
um og aurum. Hún er samsett úr þremur
þáttumlífshkum fólks við fæðingu, mennlun-
arstigi, þ.e. læsi og fjölda þeirra er njóta
skólagöngu, og að sxðustu launatekjum á
mann. Sem slík er vísitalan að sjálfsögðu ekki
algildur mælikvarði á velsæld mannkyns, en
hún gefur býsna góða vísbendingu um ástand
þess og skapar ákveðið mótvægi við mæh-
kvarða sem eingöngu byggja á efnahag, svo
sem þjóðarframleiðslu.
Fleira mælanlegt
en þ j ó öa rfranilei ðsl a
Amartya Sen, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í
hagfræði í fyrra, tók þátt í því að setja sam-
an velferðarvísitöluna. Hann lýsir því í nýj-
ustu skýrslunni að hann hafi í upphafi haft
þó nokkrar efasemdir um gildi þess að
mæla velferð mannkyns með þessum hætti.
Þættirnir þrír sem mynda velferðarvísitöl-
una gætu aldrei veitt endanlegt svar um
framþróun, til þess sé mælingin ekki nógu
nákvæm. Tíu árum síðar er Amartya Sen
feginn því að ekki skuli hafa verið hlustað á
efasemdir hans um gfidi velferðarvísitöl-
unnar. Nóbelshafinn segir hana hafa sann-
að gildi sitt strax. Hún hafi skapað nýja
vídd, aðra en þá sem fæst með því að ein-
blína á þjóðarframleiðslu landa, í umræð-
unni um þróun mannkyns, velferð þess og
hagsæld. Velferðarvísitalan byggist á gífur-
legu magni upplýsinga, sem endurspegla
vel hinn margbrotna og flókna heim sem
við búum í. Þessar upplýsingar eru settar
fram á skýran og aðgengilegan hátt í ár-
legri skýrslu Þróunarsamvinnustofnunar
Sameinuðu þjóðanna.
Ekki er allt sem sýnist
Forystufólk þróunarmála hjá Sameinuðu
þjóðunum hefur ekki Iátið staðar numið við
velferðarvísitöluna. Á undanfórnum árum
UMBUDA-
LAUST
Sitthvað er vel-
ferð og hagsæld
hafa nýir mælikvarðar litið dagsins ljós. Nú
er einnig lagt mat á það hvaða áhrif þróun-
in til velsældar eða fátæktar hefur á stöðu
kynjanna, og svo hver staða kynjanna sé í
stjórnmálum og í efnahagslegu tilliti. Þá var
árið 1997 kynntur til sögunnar mælikvarði
á fátækt, sem er ekki hinn sami fyrir iðn-
vædd ríki og þróunarlönd. Þegar rýnt er í
þá mælingu fyrir iðnvædd ríki kemur á dag-
inn að meðal ríkustu þjóða heims er hlutfall
fátæks fólks hæst í Bandaríkjunum, Bret-
landi og á írlandi. Hagsæld og vöxtur í
efnahagslífi tryggir ekki endilega velferð
fólks samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar.
Sem dæmi má nefna að Singapúr og Ge-
orgía hafa nánast sömu velferðarvísitölu
þótt tekjur á mann séu fimmtán sinnum
hærri í Singapúr en í Georgíu.
Misskiptmg auðsins eykst
Af þeim 174 löndum sem skýrslan tekur til
teljast 45 vera í sérflokki hvað mikla velferð
og hagsæld varðar. ísland má finna í níunda
sæti í klúbbi ríku þjóðanna. 94 lönd sýna
meðalvöxt velferðarvísitölunnar, en 35 lönd
eru í hópi þeirra sem sýna litla þróun í átt
til aukinnar velferðar. Það vekur athygli að
16 lönd hafa á þessum áratug færst niður í
velferðarmælingunni. Ástæða þess er út-
breiðsla alnæmis, í Afríku sunnan Sahara,
og efnhagslegt hrun, svo sem í sumum Afr-
íkulöndum og mörgum nýfrjálsum löndum
sem áður tilheyrðu Sovétblokkinni.
Kanada, Noregur og Bandaríkin tróna á
toppi velferðarvísitölulistans, en Síerra
Leóne, Níger og Eþíópía verma botnsætin.
Misskipting auðs og gæða eykst á milli
landa. Um það er engum blöðum að fletta.
Ríkasti fimmtungur mannkyns fær 86%
þjóðarframleiðslu í sinn hlut, fátækasti
fimmtungur mannkyns 1%. Ríki fimmtung-
urinn ræður 82% útfiutningsmarkaða, hinn
fátækasti 1%. Símalínurnar eru líka flestar í
okkar eigu, 74% á móti 1,5%. Þegar allt
kemur til alls verður upplýsingahraðbrautin
að fáförnum og torfærum slóða sunnan Sa-
hara-eyðimerkurinnar.
sent frá sér sína
fyrstu ljóðabók,
„Okkar á milfi“,
en hún dregur
upp myndir af ís-
lenskri náttúru,
undrum hennar Arthúr Björg-
og furðum. Um- vln Bollason.
fram allt er Okk-
ar á milli þó bók um
ástina. Bókin kostar 1790 kr.
Myndasamkeppni BDSM
BDSM á íslandi (skammstöf-
unin stendur fyrir: Bindi-
leikir, Drottnun/undirgefni,
Sadó-masókisma og Muna-
losti, eins og þeir muna sem
lásu grein um félagið í Degi
fyrr á árinu) hefur nú efnt
til myndakeppni (þ.e. ljós-
myndir og
aðrar myndir)
til birtingar á
vef BDSM.
Hægt er að
senda myndir
inn í keppnina allt fram í
október en í lok þess mán-
aðar velur dómnefnd bestu
myndirnar og munu vegleg
verðlaun vera í boði. Frekari
skýringar um keppnina eru á
vef BDSM á slóðinni:
www. music .isÆdsm/list. shtml
Misskipting auðs og
gæða eykst á milli landa.
Ríkasti fimmtungur
mannkyns fær 86%
þjóðarframleiðslu í sinn
hlut, fátækasti fimmt-
ungur mannkyns 1%.
Ríki fimmtungurinn ræð-
ur 82% útflutningsmark-
aða, hinn fátækasti 1%.
Bandamenn
heílla í Noregi
Leikhópurinn Bandamemi
sýndi Amlóðasögu á listahá-
tíð í Bodö í Noregi fyrir
skömmu við feykigóðar und-
irtektir. Uppselt var á sýning-
una og sagði einn gagnrýn-
andinn m.a. aó sönnum
galdri væri ekki hægt að lýsa,
hann yrði maður að upplifa
eins og í Amlóða sögu, sem
væri sterk sýning, dramatísk
og uppríf-
andi en
búi jafn-
framt yfir
þeirri ró,
nærfærni,
Bandamenn. sannleika
og fegurð
sem aðeins sönn list feli í sér.
Textinn í Amlóða sögu er
saminn af leikstjóranum
Sveini Einarssyni og er þetta
13. leikfór Bandamanna til
útlanda.
Okkar á milli
Arthúr Björgvin
Bollason hefur
MENNINGAR
LÍFHI
Ingibj örg Sóbún í landsmábn
Raunsæir fylgismenn Samfylk-
ingar viðurkenna að árangur
hennar í síðustu kosningum
var ekkert til að hrópa húrra
fyrir. Einstaka skýjaglópar
reyna þó enn að telja sér og
öðrum trú um að árangurinn
hafi verið með mestu ágætum.
Skortur á raunsæi er kannski
einmitt það sem háir Samfylk-
ingunni hvað mest og tilhneig-
ingin til að kenna öðrum um
eigin ófarir er furðulega sterk.
Skyndilega hafa talsmenn
Samfylkingar uppgövað að ófarirnar í
kosningunum voru ekki Samfylking-
unni að kenna heldur Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur borgarstjóra. Þessi
þvæla er síðan lögð á borð fyrir kjós-
endur Samfylkingar og ætlast er til að
þeir kinki kolli. Talsmenn Sam-
íylkingar ættu að horfa í eigin
barm og þá kynnu þeir að átta
sig á því að það var málefnaleg-
ur slappleiki hreyfingarinnar
sem varð til þess að hún náði
ekki meira fylgi en raun var á.
Jafn einkennilegt er að heyra
talsmenn Samfylkingar halda
því fram að ef Ingibjörg Sólrún
færi yfir í landsmálapólitíkina
þá væri það kúvending á fyrri
afstöðu hennar. Þessi fullyrðing
stenst ekki. Ingibjörg Sólrún gaf
það sjálf sterklega til kynna í opnuvið-
tali í Degi fyrir ekki löngu að hugur
hennar stefndi í nánustu framtíð í
landsmálapólitík. Túlkun talsmanna
Samfylkingar er kúvending á orðum
borgarstjóra. Ég neita því ekki að það
MENNINGAR
VAKTIN
„Því miður eigum
við ekki marga
stjórnmáiamenn
sem hafa til að
bera pólitíska
hæfni borgar-
stjórans. Ingi-
björg Sólrún á að
hasla sér völl I
landsmálapólitík-
inni og það sem
fyrst."
hvarflar að mér að talsmennirnir vilji
ekki skilja orð borgarstjóra réttum
skilningi. Þar er ekki áhugi á því að fá
borgarstjórann í eitt af forystusætun-
um. Menn eru svo uppteknir af því að
passa sitt að þeir telja ekki brýnt að
fá til starfa gáfaðan og rökfastan
stjórnmálamann sem gæti híft Sam-
fylkinguna upp úr hentistefnupólitík-
inni. Því miður eigum við ekki marga
stjórnmálamenn sem hafa til að bera
pólitíska hæfni borgarstjórans. Ingi-
björg Sólrún á að hasla sér völl í
landsmálapólitíkinni og það sem fyrst.