Dagur - 17.08.1999, Qupperneq 5
J’RIDJUDAGVR 17. ÁGÚST 1999 - 21
LÍFIÐ í LANDINU
i.
Kristnitökuhátíð í
Reykjavík hófst með
mikilli útiguðsþjón-
ustu á Laugardalsvelli
á sunnudaginn. Sól-
veig Pétursdóttir,
dóms- og kirkjumála-
ráðherra, mætti í ís-
lenskum búningi, upp-
hlut með möttul yfir
sér. Veðrið lék við
Reykvíkinga og um
10.000 manns Iögðu
leið sína í laugardalinn
til þess að berja dag-
Hátíðin er haldin í tilefni af 1000 ára afmæli kristni í landinu. skráratriði hátíðarinn-
Gengið afieikveiii að afiokinni messu.
mjög ánægðir með
upphafið. Dagskráin var fjölbreytt að lokinni messu
voru gospel-tónleikar í Laugardalshöll og um kvöldið
unglingatónleikar í Skautahöllinni. Forystumenn hina
ýmsu söfnuða komu fram og fluttu stutta bæn enda
hugmyndin að þetta sé samkirkjuleg hátíð. Snorri Osk-
arsson í Rethelsöfniðunum í Vestmannaeyjum vakti at-
hygli fyrir að koma djöflinum að minnsta kosti 10 sinn-
um að í stuttu ávarpi sem hann flutti. Hátíðin er haldin
í minningu þess að 1000 ár eru síðan kristni varð ríkis-
trú á Islandi. Núna eru söfnuðir um allt land að undir-
búa vetrardagskrá sfna og segir Rjarni að vetrararstarf
söfnuðanna verði mjög fjölþætt meðal annars verði dag-
skrá sem tengist messuhaldi liðinna alda.
-PJESTA.
arinnar augum og eyr-
um. Bjarni Grímsson,
framkvæmdastjóri
Kristnihátíðar, segir að
tæplega 6000 manns
hafi verið viðstaddir
messuna á þjóðarleik-
vanginum. Þar söng
1000 manna kór úr
öllum söfnuðum
Reykjavíkur. Aðstand-
endur hátíðarinnar eru
Fjöidi fólks tókþátt í guðsþjónustu á Laugardalsvelli í tilefni af Kristnitökuhátíð. Sólveig Pétursdóttir klæddist
íslenskum búningi og skrýddist mötli við tilefnið. 1000 manna kór söng, 60 manna lúðrasveit spilaði og for-
svarsmenn hinna ýmsu söfnuða ávörpuðu samkomuna. -myndir: hilmar þór.
Messað áþjóðarleikvangi
Umferðareglur gilda á
göngu- og hjólastígum
SVOJMA
ERUF®
Pjetur St.
flpason
skrifar
©
Pjetur
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Pjetur svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt,14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
pjeturst@ff.is
Það er dásamlegt á svölum haustdegi að finna goluna leika um
vangann og horfa á lífið í kringum sig. Mikil umræða hefur
verið undanfarið um umhverfismál. Það hefur verið vakning í
þjóðfélaginu og fólk lætur sig þessi mál varða. Reykjavík er ein-
hver sóðalegasta borg Evrópu. A götum bæjarins er ekki þver-
fótað fyrir rusli.
íslendingar eru
einkabílafólk og víða er
ekki hægt að komast á
milli staða án þess að
eiga bifreið. Margir
hrópa hátt yfir bláum
fjöllum í fjarska en
huga ekki að sínu nán-
asta umhverfi. Reiðhjól-
ið er umhverfisvænn
farkostur. Núna eru
seld um 14.000 reiðhjól
á ári hverju. Margir búa
við það að geta hjólað í
vinnuna en þora því
ekki af ótta við umferð-
ina. Algengt er að öku-
menn geri sér ekki grein
fyrir því hjólreiðamaður
er algjörlega óvarinn, en sjálfur situr ökumaðurinn í stálbúri.
Þess vegna ættu menn að aka varlega þegar þeir sjá hjólreiða-
mann.
Yfirvöld umferðamála byggja umferðarmannvirki þannig að
mörgum hjólreiðamönnum finnst að þeir séu fyrir i umferð-
inni. 1 grein í Hjólhestinum, málgagni Hins íslenska fjallahjóla-
klúbbs, frá því í vetur segir formaður klúbbsins Alda Jónsdóttir
að hljólreiðafólk hafi bent á að möguleika á sérstökum stígum
þegar ný umferðamannvirki eru hönnuð. Annars væri æskilegt
að fá sérstaka hjólarein þar sem þrengra er.
Oft Iiggur við umferðaröngþveiti á göngu- og hjólreiðastíg-
um á góðviðrisdögum. Þá ægir saman umferð hjólafólks,
skokkara og gangandi vegfaranda. Þá eru oft vandræði þegar
fólk er að mætast eða fara fram úr. Oft má koma í veg fyrir
þetta með því að virða einföldustu umferðareglur sem gilda á
þjóðvegum og höfum úti. Víkja til hægri og fara ákveðið framúr
en varlega.
A sumrin kemur hingað til lands fjöldinn allur af fólki til
þess að hjóla um landið. Vegakerfið gerir ekki ráð fýrir því að
fólk ferðist á milli staða á Reyðhjólum. Alda segir að mikil bót
væri fyrir hjólreiðafólk að fá sérstaka malbiksrönd meðfram
þjóðvegum landsins. Ekki sé mikill aukakostnaður í svona
rönd. Hjólreiðar eru umhverfisvænn farkostur og góð líkams-
æfing í leiðinni að hjóla.
■ HVAfl ER Á SEYÐI?
HAUKUR QRÖNDAL
A VEGAMOTUM
Saxófónleikarinn Haukur Gröndal leikur fyrir gesti veit-
ingastaðarins Vegamóta við Vegamótastíg. Þetta verða
síðustu tónlarkar Hauks hér á landi í bili þar sem
han heldur til Kaupmannahafnar í áfram-
haldandi nám í haust. Með Hauki leika að
þessu sinni Gunnar Hrafnsson á
kontrabassa og Einar Valur Scheving
á trommur. Þeir félagar um leika
djass-standarda ásamt nýrra
efni. Tónleikarnir hefjast
kl. 21.30. og er aðgang-
ur ókeypis.
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TÓNLEIKAR
Óbótónleikar í Listasafni Sigurjóns
Óbóleikararnir Peter Tompkins og Matej
Sarc og Daði Kolbeinsson, englahornleik-
ari, leika á tónleikum í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar í kvöld klukkan 20.30. Á
efnisskránni eru verk eftir Anton
Wrnitzky, Ludwig van Beethoven og
Mozart. Öll verkin eru fyrir tvö óbó og
englahorn.
Stefnumót á Gauki á Stöng
í kvöld leika Klamidía X, Brain Police og
Suð á tónleikum á Gauki á Stöng.
Klamidía X leikur lög af glænýrri breið-
skífu þeirra „Pilsner fýrir kónginn". Tón-
leikarnir heQast stundvíslega klukkan
22.00. Þeir eru liður í tónleikaröð tíma-
ritsins Undirtóna, Stefnumót. Þeir eru
sendir beint út á internetinu á tónlistar-
vefsíðu Coca-Cola.
ELDRIBORGARAR
Ásgarði, Glæsibæ
Margrét H. Sigurðardóttir, viðskiptaffæð-
ingur, veður með viðtalstíma á morgun,
miðvikudaginn 18. ágúst kl. 13.30 til
16.00. Kaffistofan er opin alla virka daga
frá kl. 10.00 til 13.00. Matur í hádeginu,
Allir velkomnir. Borgarfjarðarferð urn
Kaldadal í Reykholt 19. ágúst. Skaftafells-
sýslur, Kirkjubæjarklaustur 24. til 27.
ágúst. Norðurferð, Sauðárkrókur 1.-2.
september. Skrásetning og miðaafhending
á skrifstofu félagsins. Upplýsingar í síma
588-2111.
ÚTIVIST
Kvöldganga í Viðey
í kvöld verður gengið um slóðir Jóns Ara-
sonar í Viðey. farið verður með Maríusúð-
inni frá Viðeyjarbryggju í Sundahöfn
klukkan 19.30. Byijað verður í kirkjugarð-
inum við leiði Gunnars Gunnarssonar, rit-
höfundar, konu hans og sonar þeirra. Síð-
an verður gengið um eyjuna. Virkið skoðað
sem Hr. Jón biskup mælti fyrir um að yrði
reist eftir að hann hafði reldð Dani af
höndum sér. Gerð verður grein fyrir nýjum
fræðsluskiltum sem sett voru upp í liðinni
viku. Gangan tekur um einn og hálfan
tíma, göngufólk er einungis minnt á að
vera vel búið til fótanna. gjald er ekki ann-
að feijutollurinn 400 kr. fyrir fullorðna og
200 kr. fýrir böm.
SKAGAFJÖRÐUR
Krítarmyndir í Lónkoti
Ásdís Guðjónsdóttir sýnir krítarmydnir í
Gelleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í
Skagafirði. Myndiranar cru allar unnar á
þessu ári með olíukrít á pappír. Sýningin
er opin alla daga.