Dagur - 21.08.1999, Page 1

Dagur - 21.08.1999, Page 1
Nafnið fékk húsið af Fálkahúsinu gamla sem flutt var frá Bessastöðum á Álftanesi á þann stað sem N.Chr. Havstein byggði nýja sölubúð árið 1868 sem enn stendur og er miðhluti hússins. Fálka- húsið Nafnið fékk húsið af Fálkahús- inu gamla sem flutt var frá Bessastöðum á Alftanesi á þann stað sem N.Chr. Havstein byggði nýja sölubúð árið 1868 sem enn stendur og er miðhluti hússins. Eftir að Islendingar komust undir yfirráð erlendra konunga var það ein af skyldum þeirra við konung sinn að sjá honum fyrir veiðifálkum. Kon- ungar notuðu íslensku fálkana gjarnan til gjafa, einnig sér og öðrum til skemmtunar, við að sjá þessa grimmu ránfugla murka Iífið úr öðrum fuglum. Árið 1763 var Fálkahúsið gamla flutt frá Bessastöðum til Reykjavíkur og sett niður á sjáv- arkambinum. Á þessum árum náði sjórinn alla leið að Hafnar- stræti en þá var gatan nefnd Strandgata eða Reipslagabraut. I húsinu voru geymdir fálkar konungs á meðan beðið var eftir skipsferð með þá til Danmerkur. Meðferðin á fuglunum var ómannúðleg, þeir voru bundnir á fótum við slá. Hetta var sett yfir hausinn sem náði niður fyr- ir augu og var þetta gert til þess að fuglarnir yrðu meðfærilegri. Fálkarnir voru síðan tamdir í konungsgarði. Um aldamótin 1800 var útflutningi á fálkum lokið. Eftir það var húsið leigt Westy Petræus, kaupmanni, sem sagan segir að hafi gengið mjög illa um. Áriðl818 fékk hann dóm fyrir vanhirðu á hús- inu. En Petræus þótti slægur í viðskiptum og árið þar á eftir keypti hann eignina. Húsið stóð norðan Hafnarstrætis og var lengi eina byggingin þeim megin götunnar. Næsti eigandi að gamla Fálkahúsinu var Pétur Jónsson Petersen, norðlenskur að ætt. Eins og fyrirrennari hans rak hann þar verslun. Árið 1850 eignast N. Chr. Havstein Fálkahúsið og verslun- ina. Hann lét rífa húsið 1868 og reisa nýtt hús fyrir sölubúðina sem enn stendur og er nokkru norðar en gamla húsið var. í virðingu sem gerð var á húsinu 18. ágúst 1874 segir að húsið sé bæði íbúðar- og verslunarhús, 30x14 álnir að grunnfleti, veggjahæð 5 álnir. Það er byggt úr múruðum í bindingi, ldætt með borðum og með helluþaki á plægðum borðum. I húsinu voru Fimm íbúðarherbergi, eldhús, verslun og kontór. Einnig voru tekin til Hrðingar geymsluhús og skúrar sem fylgdu eigninni. Stórt geymsluhús var norðan við aðalhúsið, 15x10 álnir, byggt úr ómúruðum bindingi, klætt borð- um og með helluþaki. Áfast við norðurenda síðastnefnda húss- ins var anrfað geymsluhús, 20x6 álnir að grunnfleti. Fjögur önn- ur geymsluhús voru á lóðinni og tvö af þeim sunnan við götuna. I einu af þessum geymsluhúsum var íbúð með þremur herbergj- um og eldhúsi. Framhald á bls. 3

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.