Dagur - 26.08.1999, Page 2
18 - FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
ro^tr
LÍFID í LANDINU
■ SMATT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
Sivjaðir
Menn ræða fremur vandræðalega afstöðu Sivj-
ar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra til fram-
tíðar Eyjabakka, sem hún er ekki bergnumin
yfir.
Gárungarnir meðal umhverfisvemdarsinna
eru á því að ætlunin að sökkva Eyjabökkum sé
spellvirki og „nauðgun á Móður Jörð“ og því sé
Siv Friðleifsdóttir. afstaða Sivjar ekkert annað en „sivja(r)spell“.
Enn fremur, að þegar menn hlýði á Siv útskýra
afstöðu sína verði þeir „sivjaðir“.
„Nú er ég búinn
að jafna mig á
hnémeiðslunum
en sennilega hef
ég verið viðkvæm-
ari en ella í
keppninni sökum
veikindanna sem
sóttu á mig í nótt,
þótt ekki sé hægt
að segja að veik-
indin séu bein
sök, en þau gerðu
mig viðkvæmari."
Jón Amar Magn-
ússon íþrótta-
kappi í viðtali við
Mbl. eftir að hann
hætti keppni í
tugþraut á HM í
Sevilla.
Skoðuðu ekki höfuðið
Þær eru margar til sögurnar af Birni á Löngu-
mýri, fyrrum alþingismanni, enda var maður-
inn einstaklega orðheppinn og uppátektarsam-
ur. I bókinni Herra forseta segir frá því að
einn samþingsmanna Björns hafi ofnotað orð-
takið „að mínu viti.“ Einu sinni er hann hafði
þrástagast á þessu í ræðustól greip Björn fram
í ræðu hans og sagði: „Hvað er háttvirtur þing-
maður alltaf að tala um það sem ekki er til.“
Oðru sinni varð það að þingmenn fóru í
hópskoðun hjá Hjartavernd. Flokksbróðir
Björns á Löngumýri, en IítiII vinur hans, kom
himinlifandi út og sagði: „Það var eins og ég
vissi, þeir fundu ekkert að mér.“ Þá blimskakk-
aði Björn, sem sat og beið eftir því að röðin
kæmi að sér, á hann augunum og sagði:
„Einmitt það, fundu þeir ekkert að já, ja þeir
hafa þá ekki skoðað höfuðið.“
Myndir í útvarpi
Stjórnendur morgunþáttar rásar 2 hafa þann
sið að lesa fyrirsagnir dagblaðanna rétt fyrir
klukkan 7.30 á morgnana. Af einhverjum
ástæðum fylgir oftast þessi athugasemd hjá
þeim: „Eins og við sögðum frá í gær,“ eða eins
og kom fram í útvarpinu í gær.“ Þá vaknar sú
spurning að hafi þetta komið fram í fréttum í
gær af hverju er þá verið að lesa viðkomandi
frétt aftur þarna í morgunútvarpinu? Af hverju
er ekki lesin upp einhver önnur frétt sem ekki
var sagt frá í gær. Maður bíður bara eftir að
heyra: „Eins og við birtum mynd af í gær er
hér mynd af árekstri..."
Þrjátíu ára grátur
Eitt sinn birtust myndir af Kristjáni Ragnars-
syni LIU foringja skellihlæjandi þegar hann
frétti af horuðum fiski á Vestfjarðamiðum,
sem ekki mátti veiða. Þá var þessi vísa ort en
höfundur er ókunnur:
Þú hefur grátið í þrjátíu ár
°g þeygið auðfjár að launutn,
en ofmagur þorskur og engum tilfjár
varð endir á þínum raunum.
„Þetta er bók uppá 233 síður í
sama broti og piöntuhandbókin og
fuglahandbókin. Það ætti að vera
auðveit að hafa hana með sér útí
haustið, “ segir Einar Gunniaugsson
jarðfræðingur, sem nýlega sendi
frá sér handbók um ísienska steina
í félagi við Kristján Sæmundsson.
Bók í bakpokann
Nýlega kom íslenska steinahókin
út. Höfundarnir eru jarðfræðing-
amir Einar Gunnlaugsson og
Kristján Sæmundsson en mynd-
imar í bókinn tók Grétar Eiríks-
son. Einar segir þetta vera hand-
bók fyrir allan almenning. „I bók-
inni eru bæði teknar fyrir bergteg-
undir og steintegundir eða steind-
ir. Bergtegundir er það sem krist-
allast og kemur upp í eldgosum
eða myndast í setlögum. Steindir
er aftur það sama og míneral það
er að segja ákveðinn kristall. f
bókinni er íjallað sérstaklega um
holufyllingar sem Island er frægt
fyrir.“
Lýsa sögu landsins
Einar segir að þeim félögunum
hafi fundist vanta bók sem hægt
hafi verið að flett upp í. „I bókinni
eru steintegundir eða steindir
teknar fyTÍr með stuttum texta og síðan eru Ijós-
myndir á nánast hverri einustu síðu. Eg held að
það séu eitthvað á milli 260 og 280 myndir í bók-
inni. Hún er búin að vera nokkur ár í vinnslu en
aðaltíminn hefur verið síðasta árið þó að undir-
búningurinn að bókinni hafi staðið í nokkur ár.“
Einar segist hafa orðið var við mikinn áhuga
landsmanna á steinasöfnun. Það séu margir sem
hafi gaman af því að taka upp fallega steina þegar
þeir fari í gönguferð og setja í bakbokann sinn.
Þegar heim er komið vilji menn vita hvaða steinar
þetta séu og þá hjálpi bókin til. „I henni er reynt
að lýsa því við hvaða skilyrði steintegundirnar
myndast. Þannig að í upphafi bók-
arinnar er kafli um uppbyggingu
landsins og hvemig þessar stein-
tegundir eða steindir falla út úr
vatni. Þetta segir okkur ákveðna
sögu. Ef maður er með steindir
sem við finnum á yfirborðinu og
þær myndast við 200°C hita. Þá
vitum við að á þessum stað hefur
verið 200°C hiti þegar þær urðu
til. Þetta er dæmi um það hvað við
getum séð útúr þessu.“
íbakpoka útivistarmaimsins
„I upphafi bókarinnar er gerð grein
fyrir jarðfræðilegri uppbyggingu
landsins og ummyndun bergs,
holu- og sprungufyllingum. Síðan
er smákafli um steindir og hvemig
á að greina þær. Síðan eru teknar
fyrir frumsteindir í bergi og berg-
tegundimar. Síðan er tekið fýrir
molaberg og steingerfingar, svo er
talað um holufyllingar, byijað á seólítunum og
þeim steindum sem fýlgja þeim. í bókinni em
kaflar um kvarssteindir og Karbanöt, málmsteind-
ir, leirsteindir. I lokin er greiningartafla, skrár og
annað því um líkt.“
Einar segir bókina vera auðvelda í notkun, hún
sé hugsuð í bakpoka útivistarmannsins. „Þetta er
bók uppá 233 síður í sama broti og plöntuhand-
bókin og fuglahandbókin. Það ætti að vera auð-
velt að hafa hana með sér útí haustið. Þetta er
ekki hugsað sem beint bara inní bókahillu, heldur
að menn nýti hana þegar þeir eru úti.“
-PJESTA
„Ég heforðið varvið
mikin áhuga á stein-
um og steinasöfnun.
Það eru kannski
margirsem hafa sér-
hæftsigíþessuen
ég held að allirhafi
gaman afþví að tína
uppfallega steina. “
SPJALL
■ FRÁ DEGI
Það góða við að vera frægur er að þeg-
ar maður veldur öðrum Ieiðindum þá
halda allir að það sé þeim sjálfum að
kenna.
Hcnry Kissinger.
Þau fæddust 26. ágúst
• 1819 fæddist prins Albert, eiginmað-
ur Viktoríu Bretadrottningar.
• 1892 fæddist Ingi T. Lárusson tón-
skáld.
• 1892 fæddist Nína Sæmundsson
myndhöggvari.
• 1898 fæddist bandaríski listaverka-
safnarinn Peggy Guggenheim.
• 1904 fæddist breski rithöfundurinn
Christopher Isherwood.
Þetta gerðist 26. ágúst
• 1847 var lýst yfir sjálfstæði Líberíu.
• 1871 var klósettpappír fyrst seldur á
rúllum.
• 1896 varð stór jarðskjálfti á Suður-
landi, sá fyrri af tveimur. Er talið að
TIL DAGS
hann hafi verið 6,9 stig á
Richterkvarða. Seinni skjálftinn varð
tíu dögum síðar.
• 1920 fengu konur í Bandaríkjunum
kosningarétt þegar tuttugasti viðauki
stjórnarskrárinnar tók gildi.
• 1946 undirritaði Norma Jean Baker
samning um kvikmyndaleik og tók þá
upp nafnið Marilyn Monroe.
• 1978 var Albino Luciani kosinn páfi
rómversk-kaþólsku kirkjunnar og tók
sér nafnið Jóhannes Páll. Hann lést
33 dögum síðar.
• 1984 var Reykjavíkurmaraþonið hald-
ið í fýrsta sinn.
• 1991 tók ísland fyrst ríkja upp stjórn-
málasamband við Eystrasaltsríkin þrjú.
Vísa dagsins
Virðist nokkur vandi að lifa,
veröld hefur breyst.
Allt þarfnú að undirskrifa,
- ekki neinum treystl
Auöunn Bragi Sveinsson
Afmælisbam dagsins
Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur,
fæddist í Reykjavík 26. ágúst árið
1950. Hún tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1968. Hún lærði sálfræði og heim-
speki í University Collage í Dublin.
Hún starfaði sem blaðamaður á Al-
þýðublaðinu og síðar sem fréttamaður
hjá Ríkisútvarpinu. Eftir hana liggja
fjölmörg ritverk, skáldsögur, þýðingar,
smásögur og Ijóð. Eftir bók hennar
Ttmaþjófnum hefur verið gerð bíó-
mynd á frönsku.
Púður í karli
Gamall kúreki, harðnagli mikill sem kom-
inn var vel yfir nírætt, trúði dóttursyni sín-
um fyrir því að leyndarmál langlífis væri að
strá svolitlu púðri út á grautinn sinn á
hveijum degi. Dóttursonurinn fór að ráð-
um hans og stráði allt sitt líf svolitlu púðri
út á grautinn sinn svo lítið bar á. Þegar
hann svo Iést í hárri elli skildi hann eftir
sig fjórtán börn, sextíu og átta barnabörn,
þijátfu og sjö barnabarnabörn, átján
barnabarnabarnabörn - og þriggja metra
djúpa holu þar sem líkbrennsluofninn stóð
þegar bálför hans var gerð.
Veffang dagsins
Alþjóðlega umhverfisstofnunin, World En-
vironmental Organization, er með fræð-
andi og forvitnilegar síður á ivww.world.org
funsfiiuqM*
j t .
13(1
bíritiuyig Oiv
.Bitiacj