Dagur - 27.08.1999, Qupperneq 1

Dagur - 27.08.1999, Qupperneq 1
1 Kúábændur æva- reiðir ráðherrum Framkvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda segir landbún- aðarráðherrana, Guð- mund Bjamason og Guðna Ágústsson, hafa stundað orðheng- ilshátt í stað þess að svara erindi kúa- bænda, sem legið hafi á borði jjeirra síðan í iiiars 1998. Fulltrúar á aðalfundi Landssam- bands kúabænda í Argarði í Skagafirði voru mjög harðorðir í garð Guðna Agústssonar, land- búnaðarráðherra, og forvera hans, Guðmundar Bjarnasonar, vegna seinagangs í afgreiðslu á því að svara erindi sem fjallar um leyfi til að flytja inn fósturvísa frá norskum kúm til þess að gera til- raunir með það við íslenskar að- stæður. Guðbjörn Arnason, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda, segir ráð- herrana hafa stundað orðheng- ilshátt og hafa dregið menn á asnaeyrunum í stað þess að svara erindi kúabænda, sem legið hafi á borði þeirra síðan í marsmán- uði 1998. Landssamband kúabænda rekur ein- angrunarstöð í Hrís- ey og þar hefur ríkt „pattstaða" í marga mánuði að mati Guð- björns Arnasonar. Vel á annað ár hafi ekk- ert verið hægt að gera vegna þess að stöðugt hafi verið beðið eftir svari og á meðan er kostnaður kúabænda áætlaður um 500 þúsund á mánuði. „Menn hefðu gjarnan viljað fjölga svolítið í Galloway-stofn- inum og jafnvel selja kálfa í land hefðu menn vitað að ekkert svar fengist strax við málaleitaninni. A meðan bíða í Hrísey nærri 30 kýr eftir því að verða fósturmæð- ur, en eðlilega eru kýrnar geldar á meðan beðið er eftir svari land- búnaðarráðherra," segir Guð- björn Arnason. Formgalli á umsókn Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðar- maður Guðna Agústssonar land- búnaðarráðherra, var á fundi Lands- sambands kúa- bænda í Skagafirði. Hann segir að Guð- mundur Bjarnason hafi kosið að af- greiða ekki umsókn kúabænda og lýst því yfir að eðilegt væri að ákvörðun í þessu máli biði nýs landbúnaðarráð- herra. „Ef svara á um- sókninni á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja þá verðum við að neita henni vegna form- galla, þar sem umsóknin gekk ekki upp. í tilrauninni er gert ráð fyrir að erfðaefnið í Noregi sé valið á sama grunni og viðgengst hér, þ.e. við náum í naut undan bestu nautunum og nautsmæðr- unum og sömu vinnubrögð yrðu viðhöfð í Noregi. Kálfarnir í Hrísey yrðu þá sambærilegir að gæðum og þau naut sem tekin yrðu inn á nautastöð. Þetta er ekki framkvæmanlegt ef aðeins má fara inn á þrjú bú í Noregi. Þannig fáum við ekki þann íjölda fósturvísa sem við þurfum af þeim gæðum sem nauðsynleg eru. Það er ódýr lausn eftir þann tíma sem hefur Iiðið frá umsögn- um að fara að svara þessu nú neitandi vegna formgalla. Eðli- Iegra væri að leiða saman full- trúa Landssambands kúabænda, Bændasamtökin og yfirdýralækni til að ræða hvort hægt væri að liðka skilyrði og Ijölga búum og hvort það væri ásættanlegt út frá heilbrigðissjónarmiði eða hvort hægt væri að breyta tilrauninni. Hefðum við samþykkt tilraunina tel ég að fram hefði farið tilraun sem ekki yrði marktæk,11 sagði Sveinbjörn Eyjólfsson. Dýralæknar og umsækjendur funda í dag og í framhaldi þess verður málið afgreitt frá land- búnaðarráðuneytinu. - GG Guöni Ágústsson. Kúabændur honum reiðir. Eins og butateppi Samtök um betri byggð hafa skorað á borgarstjóra að beita sér fyrir að flutningur Hringbrautar Ioki ekki fyrir stækkun miðborg- arinnar til suðurs, inn á núver- andi flugvallarstæði. Samtökin leggja til að hluti Hringbrautar verði lagður í stokk svo hún skeri ekki Tjarnarsvæði frá Vatnsmýri eins og nú sé. Með því skapast möguleikar til að þróa saman gamla miðbæinn við nýjan mið- bæ þegar flugvöllurinn er farinn. Jóhann J. Olafsson, formaður Samtaka um betri byggð, segir að með áskoruninni sé verið að leggja áherslu á að skipulagið á Vatnsmýrarsvæðinu verði skoð- að. Hann segir að eins og stað- an sé þá sé ekki verið að hugsa um skipulag á Vatnsmýrarsvæð- inu, heldur sé allt óskipulagt. Hann líkir núverandi ástandi í skipulagi við að verið sé að sauma þútateppi. - GRH Jens Martin Knudsen greip oft vel inn í leik Leifturs og Anderlecht í gærkvöld eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hann og Hlynur Birgisson, sem er fyrir aftan hann, voru bestu menn Leifturs. Sjá nánar á bls. 12. mynd: brink Fær upp- reisn æru „Eg lít svo á að með þessu hafi ég fengið uppreisn æru,“ sagði Vilhjálmur Ingi Arnason, for- maður Neytendafélags Akureyr- ar, í samtali við Dag. Honum hefur verið falið að hafa umsjón með því af hálfu Neytendasam- takanna að tölvuhugbúnaður þeirra uppfylli kröfur sem gerðar eru. Vilhjálmur Ingi komst upp á kant við stjórn Neytendasamtak- anna, einkum formanninn Jó- hannes Gunnarsson, en á sínum tíma setti Vilhjálmur fram efasemdir um að hugbúnaður sem samtökin notuðu væri lög- legur út frá höfundarrétti. Vilhjálmur hefur staðið í stappi við forystu Neytendasamtak- anna, einkum formanninn Jó- hannes Gunnarsson, sem nú hefur beðið Vilhjálm Inga afsök- unar á óþægindum sem hann kann að hafa orðið fyrir meðan beðið var formlegrar rannsóknar. Vilhjálmur vill ekki tjá sig um hvort þetta þýði sættir milli manna í samtökunum og áfram mun verða haldið úti tveimur neytendaskrifstofum á Akureyri, skrifstofu Neytendafélagsins og Neytendasamtakanna. Hann segist hafa beðið eftir lyktum þessa máls með að boða aðal- fund í félaginu, sem hann nú mun gera og býður hann sig þar fram til endurkjörs. Fleiraen eitt tilboð Stýrihópur um aðgerðir í E1 Grillomálinu hefur skilað Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra umsögn um tilboð í rann- sóknir á ástandi flaksins. Siv sagði Degi í gærkvöld að fleiri en einn aðili kæmi til greina við að vinna verkið, sem fælist í að rannsaka ástand skipsins og hefta leka. Ráðherra sagði að nú yrðu tilboðin metin en að svo stöddu vildi hún ekki gefa upp hversu há tilboðin eru eða hverj- ir standa að þeim. idir samdægurs 'i Venjulegirog f demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 WORLOW/De EXPfí&S Ein NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.