Dagur - 27.08.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 19 99 - S
FRÉTTIR
Fímni aðilar villa
eignast IJA bré
Útgerðarfélag Akureyringa. Akureyrarbær hyggst nú gera aðra tilraun til
að selja hlut sinn í fyrirtækinu.
Fimiii aðilar vilja
kaupa hlut Akureyrar
í ÚA og hafa viku til
að skila iuu tilboðum.
Bæ j arstj dri hj artsýnu
á sölu.
Fimm aðilar hafa, eftir að tilboðs-
frestur rann út, Iýst áhuga sínum
á að kaupa öll bréf Akureyrarbæj-
ar í Utgerðarfélagi Akureyringa. A
bæjarráðsfundi í gær var ákveðið
að hafna tilboði VIS í bréf bæjar-
ins fyrir að nafnvirði 4 milljónir
króna, en fela Kristjáni Þór Júlí-
ussyni að leita eftir formlegum til-
boðum aðilanna fimm í bréfin.
Kristján sagði í samtali við Dag í
gær að þeir sem hefðu sýnt bréf-
unum áhuga eftir að tilboðsfrest-
urinn rann út yrði veittur frestur
til 1. september til að skila inn
formlegum kauptilboðum. Hann
bætti við að ef aðrir hefðu hug á
bréfunum væri þeim að sjálfsögðu
líka heimilt að gera tilboð fyrir
þennan nýja frest. Bæjarstjóri
vildi ekki gefa upp hvaða aðilar
þetta væru en staðfesti að þeir
hafi allir lýst áhuga á að kaupa
allan hlut bæjarins. Þetta væru
bæði stórir aðilar og eins aðrir
smærri.
Mikill áhugi
Strax og tilboðsfresturinn rann út
á dögunum kom fram mikill og
sterkur áhugi á bréfunum og seg-
ist Kristján aldrei hafa efast um
að bréfin væru góð söluvara og
miðað við þær samræður sem
bæjarstjóri hefur átt við þessa að-
ila er hann bjartsýnn á að viðun-
andi verð geti fengist fyrir bréfin
og þau verði seld um miðjan sept-
ember. Hann vildi ekkert tjá sig
um hvaða upphæð menn gerðu
sér vonir um að fá, en í fjölmiðl-
um á sínum tíma var talað um að
allt upp í rúmlega 2 milljarðar
gætu fengist fyrir þau. Eftir því
sem blaðið kemst næst gera bæj-
aryfirvöld sér þó engar slíkar von-
ir og telja líklegra að fá um 1,2
milljarða fyrir bréfin.
Engmn þrýstingur
Kristján Þór minnir þó á að það sé
ekkert sem reki á eftir bænum að
selja, ekki rekstrarleg staða eða
framkvæmdir sem kalli á að losa
þetta fé. Það Iiggi einfaldlega fyr-
ir samþykkt um að selja bréfin og
ákvörðunin um það muni á end-
anum ráðast af því verði sem fyrir
þau fáist.
Eins og kunnugt er hefur meiri-
hluti bæjarstjórnar verið gagn-
rýndur talsvert fyrir það hvernig
staðið var að sölu bréfanna fyrr í
sumar, en ekki var leitað eftir að-
stoð verðbréfafyrirtækis. Ymsir
stórir fjárfestar sögðu þá að til-
boðsfresturinn hefði einfaldlega
farið framhjá þeim, en meginskýr-
ingin á áhugaleysi á bréfunum var
þó sögð sú bve ráðandi hlut
Burðarás hf. á í félaginu, eða
rúmlega 49% hlutabréfa.
Þór Gunnarsson.
Rangt hjá
Hreiiii
Þór Gunnarsson, formaður Sam-
bands ísl. sparisjóða, hefur sent
frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsing-
ar Hreins Loftssonar, formanns
einkavæðingamefndar, á Vísi. Þar
fulI)TÖir Hreinn að sparisjóðimir
hafi staðið fyrir umfangsmikilli
kennitölusöfnun í tengslum við
sölu ríkisins á eignarhlut þess í
FBA.
„Þessi fullyrðing er röng,“ segir
Þór Gunnarsson. „I fyrsta lagi er
einungis vitað til þess að einn
sparisjóður hafi safnað 15 kenni-
tölum í tengslum við útboð ríkis-
ins, sem er örlítið brot af þvf sem
í boði var.“ - I öðm lagi segir að
ekki sé hægt að alhæfa um
sparisjóðina 25 sem séu sjálf-
stæðir hver um sig þó þeir hafi
með sér samstarf. Því sé villandi af
formanni Einkavæðingarnefndar
að staðhæfa um sparisjóðina eins-
og hann gerír í grein sinni.
Uni 35 ný störf
í Isafjaroarbæ
Fjarvinnslur á Þing-
eyri og Suðureyri. For-
seti íslands og iðnaöar-
ráðherra vestur. Vænt-
ingar til samgönguráð-
herra. Fjölbreyttara at-
vinnulíí.
Mikið verður um dýrðir í Isafjarð-
arbæ í dag, föstudag, þegar fjar-
vinnslustöðvar Islenskrar miðlun-
ar verða teknar í notkun á Þing-
eyri og Suðureyri við Súganda-
börð. Alls munu 35 manns starfa
við stöðvamar að meðtaldri stöð-
inni sem opnuð verður á ísafirði
skömmu seinna. Forseti Islands,
Olafur Ragnar Grímsson, mun
formlega opna stöðina á Þingeyri
en á Suðureyri verður Finnur Ing-
ólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra. Þeir verða síðan { sambandi
Svavar Kristinsson, framkvæmda-
stjóri íslenskrar miðlunar.
við Sturlu Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra, sem verður í höfuð-
stöðvum Islenskrar miðlunar í
Reykjavík við þetta tækifæri. Þá
mun hátt í einn tugur forstjóra
ýmissa fyrirtækja og stofnana
verða viðstaddur opnunina. Guðni
Jóhannesson, forseti bæjarstjóm-
ar Isafjarðarbæjar, segir þetta vera
ánægjuleg tíðindi fi'rir bæjarfélag-
ið og íbúa þess.
Væntingax til ráðherra
Svavar Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Islenskrar miðlunar, segist
vera mjög ánægður með þann
meðbyr sem starfsemi fyrirtækis-
ins hefur fengið með opnun íýrir-
tækja á Raufarhöfn og Stöðvar-
firði og nú síðast í ísafjarðarbæ.
Samfara þessu hefur orðið mikið
framboð af verkefnum til Islenskr-
ar miðlunar. Svavar segir að með
tilkomu fjarvinnslunnar skapist
möguleikar fyrir hálaunastörf úti á
landsbyggðinni. Hann segist einn-
ig binda miklar vonir við að sam-
gönguráðherra muni jafnvel til-
kynna við opnuna einhverjar
breytingar á gjaldskrá og aðrar
ráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur
verið að huga að vegna Ijarvinnslu
á Iandsbyggðinni. — GRH
Upp mn 2 inilljíirða
Afkoma Flugleiða fyrstu sex mán-
uði þessa árs batnaði um rúma 2
milljarða króna, samkvæmt milli-
uppgjöri sem kynnt var í gær.
Miðað við 1,6 milljarða króna tap
á fyrri hluta ársins 1998 varð
hagnaður í ár upp á 595 milljónir
króna af rekstri Flugleiða og dótt-
urfyrirtækja. Þessi breyting er
einkum rakin til afkomu af reglu-
legri starfsemi, sem batnaði um
851 milljón, og að 1,4 milljarða
króna hagnaður varð af sölu eigna
eftir skatta. Afkoman kom þó ekki
í veg fyrir að bréf Flugleiða lækk-
uðu um rúm 7% á Verðbréfaþingi
í gær.
I tilkynningu frá Flugleiðum
segir Sigurður Helgason forstjóri
að þessi afkomubreyting sé
ánægjuefni. Rekstur félagsins
hafi verið erfiður fyrri hluta síð-
asta árs. Þá hafi félagið náð sér á
strik á síðari árshelmingi og náð
að fylgja þeim bata eftir á fyrri
helmingi þessa árs.
Óvíst að rekstraráætlun
standist
Forráðamenn Flugleiða reikna
með neikvæðum áhrifum á rekst-
urinn seinni helming ársins. Þar
komi til vaxandi samkeppni á N-
Atlantshafsleiðum og hækkandi
eldsneytisverð. Að sögn Sigurðar
ríkir óvissa um hvort félagið nái
markmiðum rekstraráætlunar fyr-
ir árið í heild.
Hagnaður af sölu eigna, flug-
vélar og tveggja hótelbygginga í
Reykjavík, var 1.631 milljón
króna. Reiknaður skattur af þess-
um hagnaði er 239 milljónir
króna og því koma félaginu til
tekna 1.392 milljónir króna í
þessu rekstraruppgjöri.
I bæði millilandaflugi og innan-
landsflugi fjölgaði farþegum um
3%. A fyrstu sex mánuðunum
flugu 600 þúsund farþegar í milli-
landaflugi og ríflega 140 þúsund
manns flugu með Flugfélagi ís-
lands innanlands. - BJB
Katla í gjörgæslu
Vísindamenn og Almannavarnir telja
nauðsynlegt að fylgjast vel með Mýr-
dalsjökli í Ijósi þeirrar þróunar sem þar
hefur átt sér stað á síðustu vikum. A fundi
sem þessir aðilar áttu í gær var farið yfir
stöðu mála og kom þar fram að verið er að
móta tillögur um vöktun þessa svæðis sem
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur
sagði í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöld að
væri rétt að hafa í gjörgæslu. I flugi vís-
indamanna yfir Mýrdalsjökul í gær sáust
engin merki um nýlega vatnavexti úr þeim
sigkötlum sem verið hafa að myndast í jöklinum
Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur.
■ SBS.
GSM-samband í Kanada
Viðskiptavinir Símans GSM geta frá og með 3. september notfært sér
GSM-þjónustu farsímafyrirtækisins Microcell í Kanada. Samningur-
inn við Microcell er fyrsti reikisamningurinn, sem Landssíminn ger-
ir við farsímafyrirtæki í Kanada. Þar með bætist 55. ríkið í hóp þeirra
landa, þar sem viðskiptavinir Símans GSM geta verið í GSM-sam-
bandi. Reikisamningar Landssímans við erlend farsímafélög eru nú
orðnir 109 talsins. Nýlega bættist við samningur við Ben í Hollandi,
sem rekur GSM 1800-kerfi. Það er fjórði reikisamningur Símans
GSM þar í Iandi.
Neytendasamtökiim leiðist biðin
Neytendasamtökin eru orðin þreytt á að bíða eftir því að Fjármálaeft-
irlitið skili álitsgerð um hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga - en biðin
hefur nú tekið þrjá mánuði. I bréfi til Fjármálaeftirlitsins segir að „ ...
þar sem um óeðlilega Iangan tíma er að ræða óska Neytendasamtök-
in eftir skýringu á því hverju sætir. Neytendasamtökin minna jafn-
framt á að það skiptir miklu að Fjármálaeftirlitið bregðist hratt við í
málum sem þessu. Neytendasamtökin beina því þess vegna til Fjár-
málaeftirlitsins að afgreiða þetta mál þegar í stað.“
FBA-bréf lækkuðu á ný
Kaupþing ætlar að biðja Fjármálaeftirlitið að kanna hvort viðskipti
þess með bréf FBA hafi ekki farið eftir lögum. Af gengi hlutabréfa
FBA er það að frétta að það lækkaði á ný á Verðbréfaþingi í gær, eða
um 1,5% frá miðvikudeginum þegar lokagengið var 2,65. Eftir við-
skipti gærdagsins upp á 5,8 milljónir að nafnvirði var lokagengið
2,61. Mestu viðskipti gærdagsins voru með bréf Þorbjarnar hf. í
Grindavík, sem kynnti gott milliuppgjör í gær, eða hagnað upp á 187
milljónir. Alls fóru fram 17 viðskipti með bréfin fyrir 80 milljónir að
nafnrírði, eða um 530 milljónir að söluvirði. Næstmestu viðskipti á
VÞI voru með bréf Islandsbanka, eða fyrir 56 milljónir. Einnig voru
töluverð viðskipti með bréf Flugleiða. Heildarviðskipti með hlutabréf
í gær voru upp á 303 milljónir króna að nafnvirði. - bjb