Dagur - 27.08.1999, Síða 7
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 - 7
ÞJÓÐMÁL
X.tsTwrrC-—--- ' «> w*
Feður ættu að fá að
umgangast böm sín
HELGADOGG
SVERRISDÓTTIR
sjúkraliði
skrifar
„Ef faðirinn hefur viljann til að vera með barninu ætti hann að geta það, sólarhringurinn er 24 tímar. Möguleik-
arnir eru miklir," segir Helga Dögg m.a. í grein sinni.
Aukin vitneskja um andlega líðan
karlmanna þegar þeir verða feður
getur orðið til þess að þeir telji
sig ekki vera frábrugðna öðrum.
Það hefur komið á óvart að menn
og konur bregðast á margan hátt
eins við þegar þau verða foreldr-
ar sýnir ný rannsókn fram á.
Feður
Hann er nýorðinn pabbi. Hann
vinnur sem aldrei fyrr, eða hefur
aldrei haft jafnmikinn áhuga að
sinna skokki eða hitta vinina.
Það er ekki vegna þess að hann
er nýorðinn pabbi. Það er eitt-
hvað innra með honum sem
hann getur ekki staðsett. Tilfinn-
ingar og hugsanir hrannast upp
og það er erfitt að stjórna þeim,
hann vill ógjarnan Iáta það uppi
því þetta er deild kvennanna, er
það ekki. Þrátt fyrir mildar breyt-
ingar í þjóðfélaginu eru hefðir
fyrir því hvernig faðir á að haga
sér undir slíkum kringumstæð-
um. Hann á að vera til staðar,
hlusta á þarfir konunnar og taka
þátt í því sem þarf að gera. Hann
á að vera stoltur, ábyrgur en
halda sér saman, vera stoð og
stytta fjölskyldunnar í þessu
miklu breytingarskeiði, sem verð-
ur við fæðingu barns. Já miklar
kröfur eru gerðar til feðra.
Sem betur fer eru línurnar að
mýkast. Aukin vitneskja um and-
lega líðan feðra getur sýnt fram á
að viðbrögðin eru eðlileg og ekki
einstakt íyrirbæri hjá karlmönn-
um.
I samhengi við stærri læknis-
fræðilegri rannsókn nýtir sál-
fræðingur í Danmörku sér vit-
neskju um menn sem lent hafa í
andlegum erfiðleikum við að
eignast barn. I rannsókninni
verður breytingin sem feðurnir
ganga í gegnum mjög sýnileg og
reynslan sammerkt með þeim.
Þegar það er erfitt
Sem betur fer er það ekki mjög
algengt að foreldrum líði illa við
tilkomu barns. Það á jafnt við um
bæði kynin. Ef það gerist verður
einstaklingurinn þunglyndur,
það ber á vonleysi, úrræðaleysi
og getan til að valda tilfinningun-
um brestur. Hugsanir um barnið
geta breyst í ranghugmyndir.
Feður eins og mæður geta verið
hræddir um að skaða barn sitt,
hann ráði ekki við þetta og að allt
fari úr böndunum.
Þegar um er að ræða hugsun
um eigin æsku og samband sitt
við eigin foreldra kemur í ljós að
allir lcvarta undan afskiptaleysi,
skilningur í þeirra garð hafi verið
lítill,þeir vart sjáanlegir svo og
ekki hafi verið rætt um tilfinn-
ingar á heimilinu. Það vekur upp
sársaukann þegar þeir sjálfir
verða feður.
Viðbrögðin þegar svo er komið
við að verða foreldri byggja á
reynslu sem maður öðlast m.t.t.
umhyggju, ástar og að tengjast
þrátt fyrir sársaukann, að maður
geti ekki fallið inní foreldrahlut-
verkið sem óhjákvæmilega fylgir
við það að eignast barn. Saman-
lagt af þessu tvennu eru tvöföld
sársaukaverkun segir sálfræðing-
urinn. Það fer hrollur um suma
við tilhugsunina að það sé ekki
aftur snúið þegar þungun er
komin af stað. Tilfinningarnar
hellast yfir menn. Haft er eftir
einum föður: Daginn áður en
barn mitt fæddist var síðasti
áhyggjulausi dagurinn í lífi mínu.
Engin leið til báka
Báðum kynjum getur staðið ógn
af þeirri tilhugsun að geta ekkert
það sem þau eiga eftir ólifað án
þess að hugsa um barnið. Að
lenda í fæðingarþunglyndi er yf-
irþyrmandi og óþægilegt fyrir
bæði kynin. Samfélagið á erfið-
ara með að skilja að karlmaður-
inn geti lent í slíku. Sama má
segja um mennina sjálfa.
Þeir sem standa að rannsókn-
inni telja þó að nútíma faðirinn
sem vill taka þátt og vera með frá
upphafi geri þeim léttara að
takast á við sálræna þáttinn þeg-
ar að foreldrahlutverkinu kemur.
Það sem kom mest á óvart var
hversu vandamál karlmannanna
eru lík vandamálum kvennanna.
Bæði kynin eiga erfitt með að
verða foreldrar ef þau eiga ekkert
að gefa af sér, eða ef vandræði
eru fylgjandi foreldrahlutverk-
inu.
Það er sláandi að þau vanda-
mál sem upp kunna að koma hjá
báðum kynjum eru tengd mæðr-
um þeirra. Þegar um er að ræða
að verða faðir og hugsa um unga-
barn virðist samband við móður
vera þungamiðjan, en þegar
barnið eldist er það samband
föðursins sem vegur þungt. Það
verður fróðlegt að fylgjast með
næstu kynslóð og sjá hvort breyt-
ingar hafi átt sér stað segir sál-
fræðingurinn.
Mismumir
Það er alveg klárt að munur er á
kynjunum. Karlmenn hafa ekki
þá sterku löngun til að eiga barn
sem konur hafa. Konan leggur á
ráðin, karlinn fylgir með og síðar
verður hann ánægðari. Munur er
á kynjunum hvernig foreldrarnir
eru við börn sín. Feður leika
meira við þau en mæðurnar,
alltaf er það pabbinn sem kastar
barni sínu upp í loft og grípur.
Mæður eru hógværari og um-
gengnin við barnið er á annan
hátt.
Rökræður verða oft á tíðum
vegna þessa á milli foreldra.
Mæður með mikla ábyrgðartil-
finningu finnst ekki að það eigi
að vera gaman. Þær geta orðið
vitlausar ef pabbinn gætir barns-
ins og er með það á herðum sér í
sófanum að horfa á fótbolta í
sjónvarpinu.
Börn hafa þörf fyrir hvoru-
tveggja. Feður verða hins vegar
að fara inn í þau verk sem þeir
hafa hingað til ekki gert ef þeir
ætla að bindast barninu. Þeir
eiga t.d. líka að hugga þau. Allt
bendir til að nútíma feður gangi í
öll hlutverkin á margan hátt. En
þegar að frumkvæði eða ábyrgð
við kaup á sokkum, skóm og nær-
fatnað í réttum stærðum er stór
munur á kynjunum.
Reynslan er afgerandi
Tilfinningar til eigin móður á
uppvaxtarárunum hafa töluvert
að segja hvernig faðir tengist
barni sínu. Eitt af höfuð mark-
miðum rannsóknarinnar gengur
út á að feður séu með börnum
sínum sem hefur mikið að segja í
sambandinu faðir-barn. Áður en
barnið fæðist snýst hugmynd
feðranna um svolítið stærri börn.
Rannsóknir benda á að feður séu
mest með börnum sínum frá níu
mánaða aldri og uppúr.
En áhugi er til staðar. Ef þeir
eru með börnum sínum sem
ungabörn snýst hugmyndin um
þau fljótt. Þeir bíða ekki eftir að
börnin gangi, tali og spili fót-
bolta. Þeir setja sig inn í líf ung-
barna og geta Iang flestir myndað
sterk tengsl alveg frá byrjun. Það
eru mikilvæg rök gegn þeim sem
telja að karlmenn geti það ekki.
Sálfræðingurinn gefur lítið fyr-
ir þá umræðu að konur gefi karl-
mönnum ekki tækifæri að hugsa
um ungviði sín. Ef faðirinn hefur
viljann til að vera með því ætti
hann að geta það, sólarhringur-
inn er 24 tímar. Möguleikarnir
eru miklir.
Vafasöm matargerð
BRYNJÓLFUR
BRYNJÓLFS-
SON
matreiðslumeistari
skrifar
Sú mikla tískubylgja að matreiða
á grilli við ýmis tækifæri og bara
á heimilum ef sólarglætu gerir er
ekki jákvæð. Eftir að farið var að
selja kjúldingakjöt ferskt hefir
- borið á matarsýkingum í miklum
mæli og er þessari nýbreytni í
sölu á kjúklingakjöti um kennt.
Ekki er það nema óbein ástæða
sýkingarinnar því salan í þessu
formi hefir stuðlað að því að
ferskir kjúklingabitar eru keyptir
til þess að steikja á grilli. Sú að-
ferð við að matreiða kjúklinga er
ófullnægjandi því hún drepur
ekki bakteríur sem verður að
reikna með að séu í kjúklinga- og
svínakjöti. Þegar undirritaður var
i matreiðslunámi fyrir mörgum
áratugum síðan var eitt af því
fyrsta sem hann var fræddur um
sú sýkingarhætta sem er af þess-
um tveimur kjöttegundum, kjúk-
linga- og svínakjöti. Mikil aðgát
var kennd í meðferð þessara kjöt-
vara og þá var lögð áhersla á að
þær væru vel matreiddar og við
mikinn hita. Aldrei voru þessar
kjötvörur létt matreiddar eins og
dilka- og nautgripakjöt gjarnan
var eftir smekk viðskiptavinarins.
Sýkingarhættan er ekki ný af nál-
„Mikil aðgát var kennd í meðferð
þessara kjötvara og þá var lögð
áhersla á að þær væru vel mat-
reiddar og við mikinn hita, “ segir
Brynjólfur m.a. í grein sinni.
inni og ekki að þessar vörur fáist
ferskar. Sá verslunarmáti er gam-
all en grilltískan er ný. I þessum
matreiðsluháttum liggur ástæðan
fyrir þessum fjölda af sýkingum
en ekki í aðbúnaði fuglanna í eld-
inu. Sá þáttur hefir örugglega
batnað mikið á undanförnum
áratugum en matreiðslan færst
úr tvö hundruð stiga heitum ofn-
um í eldavélunum í grillið. Þar er
hitinn ófullnægandi auk þess
sem ekki er gefinn nægur tími til
þess að matreiðslan sé fullnægj-
andi. Minni hætta er í svínakjöt-
inu á grillinu því það er í þynnri
sneiðum og matreiðist því í gegn
ef því er gefin nægur tími. Und-
irritaður sá einhversstaðar að það
opinbera ætlaði að leggja fram fé
til rannsóknar á þrálátum matar-
sýkingum. Honum sýnist þetta
ekki flóknara mál en það að al-
menningur leggi af grillsteikingu
á kjúldingum en steiki þá í ofn-
um heimiliseldhúsanna í stað-
inn. Einnig að svfnakjöt verði
frekar ofnsteikt og þá vel í gegn.
Ef þessi breytni væri upp tekin
mundu fjöldasýkingar vegna
matvæla heyra sögunni til. Þegar
kjúklingar eru steiktir i ofni þá
ætti að taka um hækilinn á
kjúklingnum með tveimur fingr-
um og kreista að beini. Þegar það
er hægt er kjúldingurinn full-
steiktur. Þannig var þetta kennt í
faglegu matreiðslunámi þegar
undirritaður var í námi.