Dagur - 27.08.1999, Page 9

Dagur - 27.08.1999, Page 9
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 - 9 nóraina ■ gríðarlega útgjaldaaukningu. aðhaldsumræðumar og þvert á móti til vitnis um gríðarlega þenslu í rík- iskerfinu? „Eg er sammála því að það þarf að halda aftur af þenslunni. Okkar hlutverk, við þessar aðstæður, er auðvitað það að spyrna við fótum og reyna að forgangsraða. En það eru stöðugar kröfur um aukin út- gjöld úr öllum átturn. Þótt útgjalda- aukningin sé mikil þá er svo langt, Iangt í frá að ménn - þeir sem sitja á móti okkur og gera kröfur - hafi talið nóg að gert, t.d. í heilbrigðis- kerfinu. Þannig að útkoman væri stórum verri hefðu allir fengið ósk- ir sínar uppfylltar. Þetta Iýsir þeirri þversögn sem við búum alltaf við: Annars vegar erum við gagnrýnd fyrir aukna þenslu og hins vegar fyrir að uppfylla ekki óskir um hærri framlög til hinna ýmsu nauð- synlegu málaflokka." Aftur hækkiut í ríMsreikningi 1999 Jón segir einna mest einkennandi fyrir nýja ríkisreikninginn hvað launaútgjöld hafi vaxið stórlega, hæði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar. Og þessar launahækkanir séu auðvitað stór þáttur í vaxandi rekstrarumfangi ríkisins. „Það mun líka koma fram í rekstri þessa árs,“ sagði hann. - Má þá aftur húast við stórhækk- un í ríkisreikningi 1999? „Þróunin er í þessa átt. Menn hafa verið að reyna að halda utan um þetta, en Iaunaþróunin er auð- vitað Iangstærsti þátturinn í þessu,“ sagði Jón Kristjánsson. Vissu ekki hvað þeir gerðu Þegar frjárlög 1998 voru samþykkt var Ágúst Einarsson varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis og gagnrýndi hann þau harð- lega. Hvernig lýst honum svo á út- komu ríkisreikningsins nú? „Ríkisreikningur fyrir 1998 leiðir í ljós að áætlanagerð ríkisstjórnar- innar fór alveg úr böndum - menn vissu greinilega ekkert hvað þeir voru að afgreiða, við afgreiðslu íjár- laga. Þeir voru að monta sig af af- gangi, en við sögðum ekki mikið að baki þeiri áætlangerð. Og ríkis- reikningurinn - sem kemur núna eftir dúk og disk - hann staðfestir það einfaldlega. Niðurstaðan er stórfelldur halli á ríkissjóði, m.a.s. miklu meiri en okkur renndi í grun. Og hann skýrist ekki allur af hækk- uðum Iífeyrisskuldbindingum - heldur miklu meiri útgjöldum en menn gerðu ráð fyrir - þannig að jafnvel stórhækkaðar tekjur vegna aukinna skatta einstaklinga, nægja ekki til.“ Goðsögnin að gufa upp „Það ámælisverðasta er kannski, að þeir létu allan tímann eins og ríkis- stjóður yrði gerður upp með af- gangi. Gerðu lftið úr hallaeinkenn- um sem blöstu þó við, en nú liggja tölurnar fyrir; og sýna stórfelldan halla, þenslueinkenni og vanáætlun í ríkisfjármálum. Goðsögnin um góða fjármálastjórn þessarar ríkis- stjórnar er þannig smátt og smátt að hverfa - og hefur kannski aldrei átt við nein rök að styðjast," segir Agúst Einarsson. Þenslumerkin öll í nMsreiknmgnuni Agúst segir ríkisstjórnina ekkert geta skotið sér undan því að þenslumerkin, sem sett hafi verð- bólguna aftur af stað, séu öll til staðar í þessum ríkisreikningi. „Verði ekki gripið í taumana getur margt farið úr böndurn, eins og sér- fræðingar hafa verið að benda á upp á síðkastið. Þannig að þessi rík- isreikningur er „gula spjaldið" fyrir ríkisstjórnina. Hvort 1999 leiðir til „rauðs spjalds" það veit maður ekki enn. En næsta ár getur verið erfitt fyrir land og þjóð.“ Varðandi 18 milljarða óvænta hækkun lífeyrisskuldbindinga sagð- ist Agúst ekki áður muna eftir svo miklum mun á einstökum íjárlaga- lið. Að vísu sé oft erfitt að sjá niður- stöður kjarasamninga fyrir. „En þessar tölur sýna samt augljóslega að menn vissu ekkert hvað þeir voru að gera í fjárreiðum ríkissjóðs 1998.“ - Við hverju er þá að biíast 1999? Þannig að niðurstaðan er, segir Agúst, „að þessi ríkisreikningur er áhyggjuefni fyrir landsmenn - og kannski sérstaklega ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á honum. Þvf hann segir okkur að það er þá e.t.v. held- ur ekki mikið að marka fjárlögin sem gilda fyrir þetta ár. Ur því allt fór úr böndunum 1998, hvað eiga ríkisfjármálin þá eftir að raskast mikið á árinu 1999?“ Handklæði Amerísk 645 kr. gæðahandklæði I landklæði 40x70 sm irá CANNON 895 kr. I laiulklaxJi()7\lOOsm BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, deiliskipulag fyrir suðaustur hluta Laugardals og lóðina að Laugavegi 180 í samræmi við 21. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar deiliskipulagstillögur fyrir greind svæði og tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 1996- 2016. Laugardalur, aðalskipulag Aðalskipulagstillagan lýtur að því að því að breyta svæði í suðaustur hluta Laugardals, er afmarkast af Suðurlandsbraut í suðvestur og Engjavegi í norðaustur og suðaustur, úr blöndu af almennu útivistarsvæði og stofnanasvæði í athafnasvæði. Laugardalur, deiliskipulag Deiliskipulagstillagan lýtur að svæði í suðaustur hluta Laugardals, er afmarkast af Suðulandsbraut í suðvestur, Engjavegi í norðaustur og suðaustur. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið skiptist upp í tvær stórar lóðir sem ætlaðar eru fyrir athafnastarfsemi s.s. þjónustu, skrifstofur, sýningarsali og verslun, þó ekki matvörumarkað. Gerðar eru ríkar kröfur um að mannvirki og lóðir séu aðlagaðar að útivistarsvæðinu í Laugardal, m.a. með vönduðum lóðarfrágangi og áherslu á gróðursælt umhverfi. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri götu á milli Suðurlandsbrautar og Engjavegar norðvestan við svæðið. Jafnframt er gert ráð fyrir að ein megingönguleiðin um Laugardalsgarðinn framlengist til suðausturs, um grænan geira á milli lóðanna, upp á núverandi gönguleið meðfram Suðurlandsbrautinni. Laugavegur 180, deiliskipulag Deiliskipulagstillagan lýtur að lóðinni nr. 180 við Laugaveg. Tillagan gerir ráð fyrir að þar verði áfram bensínstöð og verslun. Auk þess verði heimilt að byggja á lóðinni sex hæða stakstæða skrifstofubyggingu með verslun á fyrstu hæð og bílageymslukjallara neðanjarðar. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 27. ágúst til 24. september 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 8. október 1999. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. 19. ágúst 1999 Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.