Dagur - 27.08.1999, Page 13

Dagur - 27.08.1999, Page 13
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 - 13 Ð&fur. ÍÞRÓTTIR Þtmgskýj að á botnimim Valsmenn ætla sér ekkert annað en sigur á Skaganum á sunnudaginn. íkvöldkl. 20:00 hefst á Laugardals- velli 15. umferð Landssímadeildar karla í knattspymu, með leik Víkiugs og Breiðahliks. Mikil spenua er nú á hotni og toppi deildarinnar og skipta allir leikir umferðarinnar miklu iiiii stöðuna og fram- haldið. í kvöld kl. 20:00 verður flautað til fyrsta leiks í 15. umferð Landssímadeildar karla, þegar Víkingar mæta Breiðabliki í botnslag deildarinnar. Víkingar, sem eru í botnsæti deildarinnar með 11 stig, veitir ekki af sigri í leiknum og eins er með Breiða- blik, sem nú er í 7. sæti deildar- innar með 14 stig. Tveir af lykil- mönnum Blika eru að taka út leikbann, en það eru þeir Sigurð- ur Grétarsson, þjálfari liðsins, og Kjartan Einarsson. Þar munar um minna, þar sem Sigurður hefur verið einn betsi leikmaður liðsins að undanförnu. Víkingar hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og sýnt hörkuleiki í síð- ustu umferðum. Leikir 15. umferðar Föstud. 27. ágúst: Kl. 20.00 Víkingur R. - Breiða- blik Laugard. 28. ágúst: KI. 16.00 Keflavík - Grindavík Sunnud. 29. ágúst: Kl. 18.00 ÍA - Valur Kl. 18.00 KR - ÍBV Kl. 18.00 Leiftur - Fram Það er ljóst að hart verður barist á öllum vígstöðvum og ekki síst á KR-vellinum á sunnu- daginn, þar sem topplið deildar- innar, KR og IBV, mætast. Sá leikur vegur mjög þungt og gætu KR-ingar með sigri, stigið fyrsta skrefið í átt að Islandsmeist- aratitlinum langþráða, sem fé- lagið vann síðast árið 1968, eða sama ár og skipt var yfir í „Hægri umferð" á íslandi. Eyjamenn naga sig örugglega í handabökin eftir jafnteflið gegn Val í Eyjum í fyrrakvöld, en þar misstu þeir af mikilvægum stig- um í toppbaráttunni. Fönun á Skagann til að sigra Til að ræða stöðuna í deildinn og spá í spilin fyrir næstu leiki, ræddi Dagur við Inga Björn Al- bertsson, þjálfara Valsmanna, sem á sunnudag eiga erfiðan leik fyrir höndum, gegn IA á Skagan- um. „Eins og svo margir þjálfarar, þá leyfí ég mér að nota gömlu góðu klisjuna um að taka bara fyrir einn leik í einu, enda ekki annað hægt. Auðvitað förum við upp á Skaga til að sigra og sækja þangað þrjú stig. Annað kemur ekki til greina og það er heldur ekki spurning, að við ætlum að spila í þessari deild að ári, eins og við höfum alltaf gert. Þó þetta hafí ekki gengið vel hjá okkur í sumar, þá hefur það ekki hvarfl- að að nokkrum manni niður á Hlíðarenda að Valur færi að skipta um deild. Það er ekki inni í myndinni og þess vegna hljót- um við að ná góðum árangri úr þeim leikjum sem eftir eru. Þetta verður örugglega hörð barátta og ég er sannfærður um að niðurstaðan Iiggur ekki fyrir, fyrr en flautað verður til leiks- loka í síðustu umferðinni. Eins og staðan er í dag, þá eru það sjö lið sem í raun geta falíið, en staðan er þó verst hjá neðstu fímm Iiðunum. Ég er sannfærð- ur um að við munum bjarga okk- ur og þá verða það fjögur Iið sem munu bítast um að bjarga sér frá fallinu. Mér sýnist til dæmis að Grind- víkingar eigi eftir erfítt prógram, en ef við miðum við framistöðu liðanna að undanförnu, þá sýnist mér að það hafi verið ansi þungskýjað yfir leikjum Fram og Breiðabliks og spurning hvort liðin nái að hrista það af sér. Annars hefur Breiðablik verið að spila mjög góðan bolta á köflum í sumar, en það er ekki það sem telur, heldur úrslitin í leikjun- U um. - Hefur eitthvað komið þér á óvart í deildinni t sutnar? „Reynar ekki, nema þá slæm staða Vals og sveiflurnar hjá Blikunum sem byrjuðu ágætlega. Það var vitað fyrirfram að slagur- inn á toppi deildarinnar mynda standa milli KR og IBV og það er þeirra lukka að Skagamenn vöknuðu frekar seint til lífsins. Annars hefur þetta verið nokkurn veginn samkvæmt bók- inni.“ Víkingar sterkir - Hverju viltu spá um næstu leiki? „Ef við byrjum á leik Víkings og Breiðabliks í kvöld, þá hafa Víkingar verið á uppleið að und- anförnu og eru býsna sterkir þessa dagana. Blikarnir hafa aft- ur á móti eitthvað verið að gefa eftir og hafa aðeins misst takt- inn. Það setur eflaust líka strik í reikninginn hjá þeim í kvöld, að þeir Sigurður Grétarsson og Kjartan Einarsson eru í leik- banni. Þess vegna held ég að þetta verði þeim erfíður leikur og góð úrslit ef þeir ná jafntefli. Á morgun er svo í uppsiglingu mikill Suðurnesjaslagur í Kefl- vfk, á milli heimamanna og Grindvíkinga. Það sem einkenn- ir þessi lið er mikil seigla og á milli þeirra eru litlir kærleikar. Það má því búast við hörkuleik, en ég er frekar á því að Grindvík- ingum muni takast að krækja sér, allavega í eitt stig. Á sunnudaginn er það svo toppslagurinn hjá KR og ÍBV í Frostaskjólinu. Þar er komin upp sama staða og var í síðustu um- ferðinni í fyrra, þegar KR-ingum dugði jafntefli til að tryggja sér titilinn. Nú er að vísu meira eft- ir, en ef KR-ingar ná að sigra þá eru þeir í góðum málum. Eins og staðan er í dag þá finnst mér KR- liðið betra og öflugra. Þeir hafa verið sannfærandi í leikjum sfn- um, en Eyjamenn eru þó til alls líklegir. Þetta verður líka spurn- ing um dagsformið og hvort leik- urinn við Kilmarnock muni sitja f KR-ingum. Á eðlilegum degi mundi ég skjóta á KR-sigur. Þá er það leikur Leifturs og Fram fyrir norðan. Þetta eru mjög áþekk lið, sem hefðu mátt gera miklu betur í sumar. Sem knattspyrnuáhugamaður hef ég sérstaklega orðið fyrir vonbrigð- um með Leiftursliðið. Ég á von á jöfnum og spennandi leik og Ieyfi mér enn einu sinni að spá jafntefli. Svo er það okkar Ieikur á Skag- anum. Skaginn hefur verið að hrista af sér slyðruorðið eftir slaka byrjun og það höfum við líka verið að reyna. Okkur tókst það bærilega í fyrrakvöld gegn Eyjamönnum og förum nú upp á Skaga til þess að sigra. Með sama hugarfari og í síðasta leik, þá hef ég fulia trú á að það tak- ist,“ sagði Ingi Björn. ÍÞR ÓTTA VIÐTALIÐ Aðeins fjórir keppendur á elsta árinu EgillEiðsson þjálfari unglmgalandsliðsins í frjálsum íþróttum Norðurlandamót ung- litiga 20 ára og yngri í frjálsum íþróttumfer fram í Espoo í Finnlandi um helgina. Að sögn Egils Eiðssonará hann ekki von á toppárarigrí aðþessu sinni þarsem meirihluti keppenda ermjög ungurað árutn. - Hvað sendið þið marga kepp- endur d mótið og hvemig fer heppnin fratn? „Við höfum valið 20 keppend- ur í karla- og kvennaflokki til þátttöku á mótinu, en keppt verður í opnum flokki 20 ára og yngri. Það er því engin aldurs- flokkaskipting og í öllum grein- um miðað við fullorðinsáhöld. Okkar íþróttafólk mun taka þátt í 27 keppnisgreinum, auk boð- hlaupsgreinanna, en við tökum ekki þátt í einum ellefu greinum, sem eru lengri hlaupagreinar karla og kvenna, auk göngu og svo í stangarstökki og spjótkasti karla. Auk þess að vera einstak- lingskeppni, er mótið einnig stigakeppni milli landa og senda stærri þjóðirnar, sem eru Noreg- ur, Svíþjóð og Finnland tvo kepp- endur í hverja greín, en við og Danir erum með sameiginlegt lið í stigakeppninni og sendum því aðeins einn keppanda hvor þjóð í hveija grein. Þar sem við mætum ekki með fullskipað lið á mótið, leggjum \dð litla áherslu á stiga- keppnina, heldur frekar á ein- staklingskeppnina. Breiddin hjá okkur er ekki nægilega mikil til að ná í fullskipað lið og sérstak- lega fámennt í eldri árgöngun- um. Þess vegna er liðið okkar mjög ungt og aðeins íjórir kepp- endur eru á síðasta aldursárinu. Síðan tveir 19 ára og aðrir tveir 18 ára. Meira en helmingur hópsins er því 17 ára eða yngri og þar eru þrír 15 ára, fjórir 16 ára og fimm 17 ára. Ég á því ekki von á toppárangri á mótinu, en vissu- lega er framtíðin björt. Á meðan við sendum þetta ungt lið eru Svíarnir til dæmis með þá reglu að velja aðeins 19 og 20 ára keppendur í sitt lið, þannig að getumunurinn getur verið mikill milli keppenda. - Hafa íslenskir keppendur ndð góðum drangri á mótinu til þessa? „I fyrra náðum við mjög góðum árangri á mótinu, sem haldið var í Óðinsvéum í Danmörku og náðum að sigra í þremur grein- um. Það voru þau Vala Flosadótt- ir sem sigraði í stangarstökki, Jón Ásgrímsson í spjótkasti og Sveinn Þórarinsson í 400 m grinda- hlaupi. Ekkert þeirra er með í ár, þannig að erfítt verður að leika það eftir að þessu sinni.“ - Telur þú að einhverjir ts- lensku keppendanna eigi tnöguleika á verðlaunasætum? „Það gæti vel verið, ef þeim gengur vel. Til dæmis Silja Úlf- arsdóttir, sem keppir í 200 og 400 m hlaupi. Hún sigraði í þremur greinum á Smáþjóðaleik- unum fyrr í vor og ætti að eiga góða möguleika, allavega á verð- launasæti. Einnig er Einar Karl Hjartarson nokkuð líklegur, en hann er þó að keppa við sjálfan Evrópumeistara unglinga, Sví- ann Christin Olsson, sem stökk 2,21 m á Evrópumeistaramóti unglinga í Riga, fyrr í mánuðin- um.Hann er mjög fjölhæfur íþróttamaður, því hann varð ein- nig í öðru sæti í þrístökki á sama mótí og stökk 16,18 m. Einar á best 2,22 m, sem hann stökk í apríl s.l., en hann hefur síðan best náð 2,10 m, sem var í und- ankeppni Evrópumeistaramóts unglinga f Riga. Annars er aldrei að vita hvað Einar gerir á mótinu og vonandi tekst honum vel upp. Af öðrum keppendum ættu þau Óðinn Björn Þorsteinsson, kringlukastari og Guðleif Harð- ardóttir, kringlu- og sleggjukast- ari, einnig að eiga möguleika á verðlaunasæti, en Guðíeif náði mjög góðum árangri í vor, þegar hún kastaði kringlunni um 47 metra. Hún hefur samt ekki náð neinu álíka kasti í sumar, en hef- ur verið á góðu róli í sleggjukast- inu. Það er því aldrei að \dta hvað gerist hjá henni. Aðrir kastarar eins og Vigfús Dan, er það ungur að hann á Iitla möguleika. Hann lendir til dæm- is á móti fínnskum keppanda, sem varð Evrópumeistari ung- linga í Riga og kastaði 17,52 m. Vigfús hefur lengst kastað 14,05, enda aðeins á sextánda ári.“ - Hverttig eru krakkarnir undirbúnir fyrir keppnitta? „Fyrst og fremst eru þau að æfa með sínum félögum, en ein- nig erum við með svokallaðan úr- valshóp unglinga hjá FRÍ, sem telur um 100 manns á aldrinum 15 til 20 ára. Þau eru reglulega kölluð saman í æfíngabúðir og úr þeim hópi eru síðan keppendur valdir á stærri mót.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.