Dagur - 28.08.1999, Page 6
6 - LAVGARDAGVR 28. ÁGÚST 1999
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
RitStjÓri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmunosson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG boo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 kr. á mánuði
Lausasöiuverð: iso KR. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símar auglýsingadeildar: creykjavík)563-1615 ÁmuiJi Ámundason
CAKUREYRD460-6191 G. Óm&'J’étursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 617icakureyri) 551 6270 creykjavík)
Hreinn og sópurinu
í fyrsta lagi
Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar ríkisstjórnar-
inr.ar, sagði þá gamansögu af sjálfum sér á fjölmennri samkomu
fyrir nokkrum misserum að hann og Arni Sigfússon hafi sem
menntaskólanemar í MH snemma á áttunda áratugnum, sópað
skólann að nóttu til. Tilefni þeirrar hreingerningar var að alls-
herjar verkfall var í landinu, þar á meðal hjá skúringakonum.
Munu þeir félagar hafa gert þetta af skömmum sínum, enda
styttist þá óðum í að hætta yrði kennslu vegna hreingerningar-
leysis. Þó það hafi ekki komið fram í sögu Hreins þá olli þetta
uppátæki miklu fjaðrafoki og fóru nemendur m.a. í verkfall til
stuðnings skúringakonum, enda MH-ingar - aðrir en hægri-
mennirnir Hreinn og Arni - upp til hópa róttækir.
í öðru lagi
Guðmundur heitinn Arnlaugsson rektor róaði hins vegar málið
og hélt ræðu uppi á stól í matsalnum og sagði að þó skólinn hafi
verio sópaður, breytti það engu gagnvart heilbrigðisreglugerð-
um, þær kvæðu á um að skúra þyrfti skólann. Verkfallsþrýsting-
ur skúringakvenna hefði því ekkert minnkað við þetta uppátæki
og ástæðulaust væri að deilur milli hægri- og vinstrimanna í
skólanum kæmu niður á náminu. Þetta strákslega uppátæki
mun ekki hafa aflað hægrimönnum í skólanum mikils stuðnings
og ef eitthvað var, sópað því ífá þeim. En þetta var greinilega
eitthvað sem þeim fannst tilheyra að gera sem hægri menn.
í þriðja lagi
Það að Hreinn hafi sagt utan og ofan af þessu sem gamansögu
benti óneitanlega til að nú, næstum aldarfjóðungi síðar, gæti
hann virðulegur Iögfræðingurinn gert góðlátlegt grín að sjálfum
sér. Því kemur það á óvart að Hreinn skuli nú á ný farinn að
munda sópinn, bara vegna þess að það er eitthvað sem tilheyrir
hjá hægrimönnum í dag. Það er beinlínis orðið vandræðalegt að
fylgjast með honum og félögum hans í flokknum í málefnum
Fjárfestingarbankans. Orðrómur og kúvendingar í málflutningi
eru þeir sópar sem þeir nota nú. En eins og íyrr er þetta sóp
hálfkák sem ekki virkar - nema til að sópa fylgi burt.
Birgir Guðmundsson.
Garri fær leynibréf
(Maður sem ekki vill láta
nafns síns getið á prenti hefur
sent Garra ljósrit af eftirfar-
andi bréfi sem hann komst yfir
á leyndardómsfullan hátt.
MiIIifyrirsagnir eru blaðsins):
„Ekkert má maður nú leng-
ur. Það er ekki einu sinni þor-
andi að skreppa í lax - þá er
andskotinn laus í skífunni.
Eins og þú hefur auðvitað séð
af myndinni
af mér í DV
skrapp ég
aðeins í lax
til Jóns vin-
ar míns í
Svartá
byrjun
ágúst. Þetta
átti að vera
saldaust
gaman úti í guðsblárri náttúr-
unni, nokkrir góðir dagar án
fýlupúkanna í framsókn. Við
renndum fyrir lax um daginn
en tókum í spil þegar kvöldaði
og fórum yfir stóra planið.
En hvað gerðist ekki á með-
an? I skjóli nætur ráðast svart-
ir senuþjófar að bankanum
okkar. Þegar ég fór norður í
laxinn var allt í orden, okkar
menn á góðri Ieið með að fá
sinn réttmæta skerf í bankan-
um, þennan fyrsta skammt.
En þegar ég kem suður aftur
er bankinn farinn! Horfinn!
Harmafregn! (Ég þarf að skrifa
smásögu um þetta seinna og
senda Styrmi í Lesbókina).
Hvernig stendur á þessu?
Vita menn ekki að ég hefi sagt:
Svona gera menn ekki! Af
hverju hlusta þessir skollar
ekkert á mig?“
Stórmennska
„Ég brást auðvitað við í snar-
heitum. Ekkert hik. Ekkert
hangs. Réðist á þessa skugga-
jóna af fullri hörku. Skipaði
þessum sparisjóðagæjum að
V
hætta við allt saman. Rifta
kaupunum. Semja frekar við
okkar menn. Hótaði pakkinu
jafnvel lagasetningu um
dreifða eignaraðild svo hægt
væri að ógilda þennan gjörn-
ing síðar. Gerði allt vitlaust.
Það er svo gaman. Dóri varð
enn fyldari en venjulega. Finn-
ur eins og Iurkum laminn. Þeir
urðu að fara inn í Eyjabakka til
að jafna sig.
Verst að
þeir tóku
ekki bisk-
upinn með
sér.
Sumir
strákanna
voru seinir
að átta sig á
þessum
gambít. Sögðu að ég hefði haft
allt aðra skoðun í fyrra. Hvað
með það? Er það ekki tákn um
stórmennsku og snilld að geta
skipt um skoðun þegar með
þarf? Ég skipti bara um skoð-
un hvenær sem ég vil. Ég má
það víst!
Svo sá ég auðvitað að þetta
gekk ekki. Sparisjóðirnir neit-
uðu að hlýða mér og rifta
samningnum við skífujón. Það
er geymt en ekki gleymt. Ég
gleymi því aldrei. Aldrei!
En þá varð auðvitað að
skipta um skoðun aftur. Nú
skal bankinn fara í einu Iagi á
réttan stað. Ég mun sjá til
þess. Alveg sama hvað Dóri og
Finnur segja. Þeir gefa sig að
lokum. Annars sendi ég þá
bara aftur upp á Eyjabakka.
Og biskupinn með.
Bankinn er okkar. Hann
verður okkar. Hvað sem það
kostar.
Af hverju eru allir svona
vondir við mig?
Þinn vinur, Dabbi.“
JÓHANNES
SIGURJÍWíS-
SON
SKRIFAR
Ef menn vilja trúa þeirri kenn-
ingu að forsætisráðherra hafi
verið á móti sölu hlutabréfanna
í FBA vegna persónulegrar
óvildar í garð einhverra af kaup-
endum, þá verða menn um leið
að trúa því að Davíð hafi afneit-
að einni helstu trúarsetningu
markaðsfrelsis í viðskiptaheim-
inum. Sem sé þeirri að í bisness
séu hvorki góðir né vondir
menn, aðeins góðir eða vondir
kúnnar. Þeir sem borga það sem
upp er sett og standa í skilum
eru góðir kúnnar, alveg óháð
manngildi og siðferðisstigi við-
komandi, en vondir kúnnar eru
þeir sem standa ekki í skilum og
eiga ekki fyrir skuldbindingum
og býttar engu hvort þeir eru
heilagir og 100% menn á öðrum
sviðum. Þetta er hin hefð-
bundna skilgreining í bisness,
þar sem auðgildið er að sjálf-
sögðu hærra metið en mann-
gildið.
Vondir menn
og góðir kunnar
Skilvísir óþokkar
Þessi trúarsetning í viðskiptum
er reyndar höfuðástæðan fyrir
mörgum og
miklum hörm-
ungum f heim-
inum. Söluað-
ilar spyrja sem
sé aldrei um
siðgæðisvott-
orð hjá tilvon-
andi kúnnum,
heldur aðeins
um greiðslu-
getu þeirra.
Þessvegna
geta allir
heimsins
óþokkar ávallt
keypt þau tól og tæki sem þeim
eru nauðsynleg til að þjaka heilu
þjóðirnar og myrða andstæðinga
sína hvar sem til þeirra næst.
Eínstaka sinnum eru þessir
drullusokkar reyndar settir í við-
skiptabann til málamynda, en þá
aðeins að of miklir hagmunir séu
ekki í húfi og mögulegt að selja
umframbirgðir einhverjum öðr-
um og í augnablikinu minni
óþokkum.
Siðferðilcg greiðslugeta
í viðskiptum eru sem sé engir
vondir menn, aðeins vondir
kúnnar. Þessvegna er mjög erfitt
að trúa því að forsætisráðherra
Islands, oddviti þess flokks sem
hvað mest heldur á lofti merld
markaðsfrelsis og að peningar
séu afl þeirra hluta sem gera
skal, gangi gegn æðsta boðorði
markaðshyggjunnar og geri upp
á milli kúnna útfrá mismunandi
meintu manngildi. Að hann álíti
að það beri að leggja siðferðilegt
mat á kaupendur, óháð greiðslu-
getu þeirra.
Þessu verður hreinlega ekki
trúað. Því ef þessi kenning reyn-
ist rétt, þá er Davíð Oddsson
eldd lengur hæfur til að veita
Sjálfstæðisflokknum forystu. A
sama hátt og ef biskupinn yfir ís-
landi tæki upp á því að afneita
meyjarfæðingunni og uppris-
unni, þá yrði hann auðvitað um-
svifalaust sviptur kjóli og kalli.
Hér er því augljóslega mis-
skilningur á ferðinni sem verður
að Ieiðrétta. Og það getur Davíð
einn.
spnS
svairad
Hvemig lístþérá nýju
götunöfnin í Reyhjavík?
(Aðkomuleiðin inn í nýtt hver-
fi í Grafarvogi mun heita Þús-
öld og frá henni eru m.a. Vín-
lands- og Grænlandsleiðog
eru þau nöfn í minningu
landafunda.)
EinarMár Guðmundsson
„Mér finnast
þessi götu-
nöfn hljóma
vel og ég
kann vel við
þá stefnu að
götunöfn
tengist sög-
unni. Oft
hljóma götunöfn undarlega fyrst,
en þau venjast vel. Vanalega
tengjast götunöfn einhverjum
ákveðnum atriðum, fuglum,
sögu, fornköppum, bókmennt-
um og ég get því ekki annað séð
en þetta sé hið besta mál. Goða-
fræði- og fornkappanöfnin í mið-
bænum eiga vel heima á sínum
stað. Það er gaman þegar menn
líta á eitthvað sem sjálfsagðan
hlut, það felur í sér sögulegan
veruleika."
Vigdís Grímsdóttir
„Þetta eru til-
komumikil og
jafnvel
konungleg
nöfn og ég
vona að
hverfið standi
þá undir
nafngiftun-
um. Nöfnin hljóma nokkuð und-
arlega við fyrstu kynni, en slík
kynni þurfa ekki að vera þau
verstu. Oft eru þau hin skemmti-
Iegustu. Nei, ég býst ekki við að
búa í þessu hverfi, ég held mig
við Njálsgötuna."
Magnús Leópoldsson
fasteignasali.
„Við fyrstu
kynni finnst
mér hug-
myndin að
baki þessum
götunöfnum
vera góð og
þau vekja at-
hygli mína.
Ég hefði að minnsta kosti ekki
haft það hugmyndaflug að finna
upp þessi nöfn. Því trúi ég því að
vel muni ganga að selja hús í
hinu nýja Grafarholtshverfi, að
minnsta kosti einsog markaður-
inn er í dag, þó nöfn gatna hafi
lítið að segja um hvernig eignir
við þær seljast. „
Einar Benediktsson
sendiherra ogframkvæmdastjóri
Landaftindanefndar.
„Mér líst stór-
kostlega vel á
þetta. Þetta
eru frumleg
nöfn og er vel
við hæfi á
þessum tíma
þegar afmæli
landafund-
anna er fagnað. Það er verst að
það skuli vera orðið of seint að
gefa götum í mínum kæra Vest-
urbæ þessi ágætu og göfugu
nöfn."
rithöfundur.
rithöfundur.
1 j
J nr.',
£ Ut.N rhJiIUc i . - . IJrijCOi
anXio u<. HíúH'quiú-1 (n
)>L