Dagur - 28.08.1999, Side 9

Dagur - 28.08.1999, Side 9
Tfc^ir FRÉTTIR LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 - 9 ályktun að fikniefnaneysla sé tölu- vert almenn meðal unglinga. Við- horf foreldra eru einnig umhugs- unarefni þar sem foreldrum fannst í nokkrum tilvikum það ekki tiltökumál þó að 16 ára barn þeirra væri með mikið magn af áfengi undir höndum og höfðu jafnvel lagt blessun sína yfír það. Spyrja má hvort við erum að gleyma þeim vanda sem áfengis- neysla ungmenna er, í ákafanum við að uppræta fíkniefnaneyslu?" Foreldravaktm Ohætt er að segja að greinargerð Vigdísar Steinþórsdóttur hjá for- eldravaktinni sé sú svartasta, sem lögð var fyrir bæjarráð. Þar kemur m.a. fram að erfíðlega hefur geng- ið að manna foreldravaktina og vaktin telur sig ekki fá nægjanleg- an stuðning frá lögreglunni. Vigdís bendir á að veitingahúsið Sjallinn, eitt veitingahúsa í bænum, hafí meinað foreldravaktinni inngöngu fyrsta og annað kvöld hátíðarinn- ar! Segir Vigdís að unglingar beri ótvírætt virðingu fyrir foreldra- vaktinni og að hún geri augljóst gagn. Hún sé hins vegar sjálf að hætta og óvíst sé með framtíð þessa starfs. Síðan segir Vigdís það sína persónulegu skoðun að hún vilji „ekki sjá aftur slíka sorgarhá- tíð í mínum bæ... Mér fannst skelfilegt að horfa upp á þessi veslings ungmenni engjast af áhrifum eiturlyfja, eða sundur skorin eftir árásir, nú eða viti sínu Ijær af víndrykkju. Það getur eng- inn gert sér þessar aðstæður í hug- arlund nema upplifa þær sjálfur". Tvískinnungur Friðrik Vagn Guðjónsson, heimil- islæknir og íbúi í grennd við KA svæðið, þar sem unglingatjald- stæðið var, er lítið hrifínn af há- tíðahöldunum og bendir á það ónæði sem af híýst þegar þær eru inni í íbúðahverfum. Sjálfur fékk hann stóran skammt af slíku. Frið- rik gerir meðal annars að umtals- efni hlut hagsmunaaðila í þessum hátíðahöldum og segir það sér- staklega óviðeigandi að þeir láti í það skína fyrir og eftir hátíðahöld- in að foreldrum annars staðar á landinu sé óhætt að senda börn sín og unglinga til Akureyrar um verslunarmannahelgar á þeim for- sendum að öll gæsla sé þar svo öfl- ug. „Slíkur tvískinnungur er ekk- ert annað en óformlegt samþykki fyrir vímuefnaneyslu unglinga." Og Friðrik segir enn fremur: „Sem Akureyringi líður mér illa vitandi það að hluti hagnaðarins verður til fyrir þá staðreynd að drukknir og þar af leiðandi dómgreindarskertir unglingar gera sér í mörgum tilvik- um litla grein fyrir þvi hvað þeir eru að kaupa og enn síður hve mikið þeir eru að borga fyrir.“ Sæunn Axetsdóttir sú er fiskverkunin er kennd við gæti haslað sér völl í Þorlákshöfn innan tíðar. Sæmm Axels í Þorlííksliöfn? Fundað verður í Ólafs- firði á máimdagiim að undirlagi verkalýðsfé- lagsius Einingar með þingmönnum kjör- dæmisins, verkalýðs- félaginu Einingu, bæj- arráði Ólafsfjarðar og forsvarsmönnum Sæ- mmar Axels vegna uppsagna hjá félag- inu. Forvarsmenn fískverkunar Sæ- unnar Axels í Olafsfirði eru að kanna möguleika á því að færa fískvinnslu sem fyrirtækið hefur starfrækt í Reykjavík til Þorláks- hafnar til þess að vera nær fisk- inum en mikið hefur verið keypt af fiski í Þorlákshöfn og eðlilegra sé að vera þar og spara þar með akstur með fiskinn til Reykjavík- ur. Fiskvinnslunni í Reykjavík var nýverið lokað. Axel Pétur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Sæunnar Axels, segir að um 10 manns hafi starf- að við fiskvinnsluna í Reykjavík en óvíst sé með mannahald í Þorlákshöfn, þar sem verið sé að ræða um að reka fiskvinnslu í Þorlákshöfn í samstarfi með fleiri aðilum og um það verði stofnað nýtt hlutafélag. Um full- vinnslu yrði að ræða í Þorláks- höfn á fískinum og hann fluttur þaðan á erlendan markað. Hjörleifur Brynjólfsson, odd- viti Olfushrepps, segir það ánægjulegt ef einhveijir aðilar vilji helja fiskvinnslu í Þorláks- höfn. „Það ríkir ákveðin óvissa hér með starfsemi í húseignum Vinnslustöðvarinnar en þeir eru að skoða frekar sín spil eftir að starfsfókinu var sagt upp. Við værum mjög sáttir við það ef Sæ- unn Axels kæmi hingað með ein- hvern rekstur í samstarfi við fleiri aðila, eftir því sem mér skilst. Eg vona að það finnist eitthvert hlutverk fyrir þetta hús Vinnslustöðvarinnar," segir Hjörleifur Brynjólfsson. Axel Pétur Ásgeirsson segir stöðuna í Ólafsfirði óbreytta, en þar var öllu starfsliði, alls um 70 manns, sagt upp fyrr í sumar, m.a. vegna mótmæla við útdeil- ingu á svokölluðum byggða- kvóta, en ekkert af honum kom í hlut Ólafsfírðinga. „Það verður fundur hérna í Ólafsfirði á mánudaginn að und- irlagi verkalýðsfélagsins Eining- ar með þingmönnum kjördæmis- ins, verkalýðsfélaginu Einingu, bæjarráði Ölafsíjarðar og okkur forsvarsmönnum Sæunnar Ax- els. Við viljum vita hvort við höf- um einhvern hljómgrunn við okkar sjónarmið í þessu kvóta- máli og fleiru, en okkur finnst þögnin afar einkennileg, eða asnaleg. Menn eru tilbúnir að úttala sig um öll möguleg mál- efni meðan verið er að berjast um þingsæti á Alþingi í kosn- ingabaráttunni, en svo er þagað þunnu hljóði þegar svona stórt mál er á ferðinni eins og hér er nú í Ólafsfirði en við erum stærsti atvinnurekandinn hér,“ segir Axel Pétur Ásgeirsson. — GG Fislddj usani 1 agi ö sameinast Ljósavík Húsavíkurbær inun eiga 26% hlut í FH eftir söluna. Kvótinu eftir sameiningu verður 7.500 þorskígildistoim. Bæjarráð Húsavíkur samþykkti á fundi sínum 25. ágúst sl. að selja Ljósavík í Þorlákshöfn 20% hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur (FH) fyrir rúmar 260 milljónir króna. Hluturinn er seldur á genginu 2,10, sem er sama gengi og Húsavíkurbær keypti 14% hlut Kaupfélags Þingeyinga í FH á fyrr í sumar fyrir 180 milljónir króna. Salan minnkar lánsíjár- þörf bæjarins. Aðilar eru sam- mála um að leggja fram tillögu til stjórna beggja félaganna um að strax verði komið á nánu sam- starfi FH og Ljósavíkur með það fyrir augum að fyrirtækin verði sameinuð 1. september nk., þ.e. við upphaf fiskveiðiársins 1999/2000 undir merkjum FH. Kvóti fyrirtækisins verður um 7.500 þorskígildistonn. Ljósavík er útgerðarfyrirtæki rækjuskipa, sem gerir út Gissur ÁR og Ask ÁR og ennfremur á félagið út- gerð í Færeyjum, sem gerir út togarann Hersi. Fiskiðjusamlag- ið á vel búna rækju- og bolfisk- vinnslu. Húsavíkurbær mun eiga 26% hlut í FH eftir söluna. Aðdrag- andi þessa ferlis er mjög stuttur, mældur f nokkrum dögum en FH hefur verið í leit að sam- starfsaðila með það að markmiði að stækka félagið en einn megin- veikleiki þess hefur verið tak- markaðar aflaheimildir. Salan á rækjutogaranum Húsvfkingi og salan á rækjuverksmiðjunni á Kópaskeri gerir það að aðrir aðil- ar hafa sýnt FH aukinn áhuga. Fyrir nokkru var komið á ákveðið samkomulag um sam- starf milli FH og Þormóðs ramma-Sæbergs á Siglu- firði/Ólafsfírði. Reinhard Reyn- isson, bæjarstjóri á Húsavík, var inntur eftir því hvort það ferli hefði dottið upp fyrir vegna þess að þá var farið að huga að sam- runa FH við Ljósavík. „Nei, það voru aðrir hlutir sem ollu því að menn voru ekki til- búnir að halda áfram með það dæmi. Það verkefni var að mörgu leyti svipað því sem nú hefur náðst samkomulag um, þ.e. að það kæmu ákveðnar eign- ir inn í FH og það stækkaði er Þormóður rammi-Sæberg yrði hluthafi,“ segir Reinhard Reyn- isson. — GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.