Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 4
1- FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 199S FRÉTTIR L A Innilialdslýsmgar á tilbúniun áburði Aðalfundur Landssambands kúabænda (LK) 1999 haldinn í Argarði í Skagafirði 25. og 26. ágúst 1999 gerir þær kröfur að nákvæmar innihaldslýsingar séu aðgengilegar á öllum tilbúnum áburði. Eftir að verslun var frjáls með tilbúinn áburð hefur eðlilega orðið samkeppni milli seljenda. Eitt af því sem seljendur hafa notað í sínu auglýsinga- stríði eru meiningar um misjafnt innihald óæskilegra aukaefna (eit- urefna), s.s. þungmálma eins og kadmíns. Það er algjörlega óviðun- andi fyrir bændur að fá ekki vitneskju um efnainnihald áburðarins bæði innlends og innflutts. Einnig þurfa bændur að fá vitneskju um hvaða áhrif þessi óæskilegu aukaefni hafa á okkar afurðir. Mögulelkar Intemetsins Aðalfundurinn bendir á þá miklu möguleika sem Internetið býður upp á fyrir hvers konar upplýsingamiðlun og gagnvirk samskipti. Þessir möguleikar til að þjónusta bændur á ódýran og áhrifaríkan hátt eru enn að mestu ónotaðir af fagþjónustu landbúnaðarins. Því telur fundurinn nauðsynlegt að gerðar verði ráðstafanir til að fagefni sé gert aðgengilegt á netinu. Jafnframt er nauðsynlegt að aðstoða bændur við tölvuvæðingu. Fundurinn gerði þá afdráttarlausu kröfu að íbúum í dreifbýli verði tryggðir sömu möguleikar á tölvusamskipt- um og eru í þéttbýli. Miklar vonir séu bundnar við að tölvuvinnsla í gegnum Internetið sé líkleg til að skapa Iandsbyggðinni nýja og betri stöðu í atvinnumálum, auk þess sem greið tölvusamskipti eru mjög nauðsynleg fyrir atvinnurekstur eins og kúabúskap. Því miður er símakerfið í dreifbýlinu afkastaminna að þessu leyti en í þéttbýlinu og er það óviðunandi ástand og nánast tæknileg búsetuhindrun. Gæðastýring í nautgriparækt Aðalfundur LK beinir því til stjórnar að móta í samvinnu við aðra málsaðila hugmyndir að samræmdri gæðastýringu í nautgriparækt. Mikil umræða og þróun á sér nú stað varðandi gæðakerfi í landbún- aði. Þau byggjast á kerfisbundinni skráningu upplýsinga og markviss- um ákvörðunum á framleiðsluferlinum. Avinningur af gæðastjórn- un er bættur rekstur og minni áhætta í rekstri kúabúa. Einnig hef- ur gæðastjórnun gildi gagnvart neytendum og stjórnvöldum og hið innra eftirlit á að draga úr opinberu eftirliti. Mikið verk er fyrir höndum að þróa slíkt kerfi fyrir íslenskar aðstæður og kynna það bændum. Skyldumerkingar nautgripa hafa fyrr verið til umfjöllunar á aðalfundum LK en málið hefur ekki náð fram að ganga, enda ekki fyrr en á sl. ári sem lagastoð varð fyrir skyldumerkingum. Hvanneyri að landbimaðarháskóla Fagnað er þeirri ákvörðun stjórnvalda að gera Hvanneyri að landbún- aðarháskóla. Fundurinn Ieggur áherslu á að þar verði markvisst byggð upp sem víðtækust aðstaða til kennslu og rannsókna í naut- griparækt. Átalinn dráttur á iimfhitningi fóstur- vísa Aðalfundur LK átelur þann mikla drátt sem orðið hefur á afgreiðslu umsóknar um leyfi til innflutnings NRF-fósturvísa. Væntir fundur- inn þess að landbúnaðarráðherra afgreiði umsóknina á allra næstu vikum. Greiðslur fyrir imifraniinjólk Aðalfundur LK harmar fljótfærnislegar og misvísandi ákvarðanir Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og einstakra mjólkursamlaga varðandi greiðslur fyrir umframmjólk. Bendir fundurinn á að til grundvallar skynsamlegri bústjórn verða að liggja upplýsingar sem hægt er að treysta. Kattahald með takmörkimum Gegn flækings- og villiköttuni. Ný gjald- skrá vegna handsöm- unar og geymslu katta. Borgarráð hefur samþykkt breyt- ingar á drögum um kattahald í borginni. Athygli vekur að í þess- ari reglugerð er ekki kveðið á um ijölda þeirra katta sem heimilt sé að halda á hverju heimili, eða tvo eins og var í fyrri drögum. Helgi Pétursson formaður heil- brigðis- og umhverfisnefndar segir að það sé m.a. vegna þess að þarna sé ekki verið að fjalla um lög um dýrahald í atvinnu- skyni. Þarna sé fyrst og fremst um að ræða aðgerðir borgaryfir- valda til að kettir valdi ekki óþægindum og gagnvart flæk- ings- og villiköttum. Merkja alla ketti Samkvæmt drögunum skal merkja alla ketti með ól með upplýsingum um eiganda, heim- ilisfang og símanúmer. Séu flæk- ingskettir teknir af starfsmönn- um Meindýravama kostar það eigandann 2.500 krónur. Sé kötturinn tekinn í fimmta sinn kostar það 5 þúsund krónur. Hver handsömun eftir það kost- ar eigandann 12.500 krónur. Kostnaður vegna geymslu á ketti er 500 krónur á dag. Þá á að ormahreinsa og bólusetja ketti reglulega, eigendum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma og þá er óheimilt að hleypa kött- um inn á leikvelli, íþróttavelli, gæsluvelli og tjald- og hjólhýsa- svæði og inná staði þar sem framleiðsla og dreifing matvæla fer fram. Þá verður heimilt að koma fyrir búrum, agni eða sam- bærilegum tækjum til að fanga flækings- og villiketti. Slíkar að- gerðir verða auglýstar með viku fyrirvara. Sé köttur fangaður er skylt að geyma hann í viku. Sé kvartað undan ágangi katta sé starfsmönnum Meindýravarna heimilt að handsama þá eftir að slík aðgerð hefur verið auglýst tveimur sólarhringum áður. - GRH Stofnim alþjóðlegrar björgimarsveitar Kostnaðiir vegna ferð- ar 10 íslendinga til j ar ðskj álftas væðanna í Tyrklandi nemur um 2 milljónum króna, sem er að mestu greiddur af utanrikis- ráðuneytinu. Áform um stofnun alþjóðlegrar björgunarsveitar á Islandi, eins konar sérsveitar, hefur fengið byr undir báða vængi eftir för ís- lenskra björgunarsveitarmanna á jarðskjálftasvæðin í Tyrklandi, þar sem þúsundir manna týndu lífinu. Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins, segir að skömmu áður en sveitin fór til Tyrklands hafi þetta mál verið í umræð- unni, en ferðin setji meiri þunga í þær umræður. - Hvað kostaði þessi ferð til Tyrklands? „Hvert sæti kostaði um 190 Áform um stofnun alþjóðlegrar björgunarsveitar á íslandi, eins konar sérsveitar, hefur fengið byr undir báða vængi eftir för ís- lenskra björgunarsveitarmanna á jarðskjáiftasvæðin í Tyrklandi. þúsund krónur en það fóru 10 til Tyrklands. Svo bætast við ein- hverjir símreikningar og auðvit- að var svo keyptur matur fyrir liðið hér heima. Annað hvort fóru þátttakendur sem sjálfboða- liðar eða fengu greidd vinnulaun hjá sínum vinnuveitanda. Engin hótelgisting fylgir þessu að sjálf- sögðu og því lá kostnaðurinn í fargjöldunum. Við fórum með um 1000 kg með okkur út en ekkert flugfélaganna sem við flugum með, þ.e. Flugleiðir, Austria Airlines og British Airways tóku gjald fyrir yfirvigt- ina. Utanríkisráðuneytið borgaði fargjald fyrir átta manns en Slysavarnafélagið/Landsbjörg borgaði fyrir tvo.“ - Hvemig verður svona sveit fjármögnuð? „Umræðan er ekki komin svo langt að hægt sé að skýra frá því, til þess þurfa hagsmunaaðilar að tala betur saman. Avinningurinn af því að halda úti alþjóðlegri björgunarsveit hérlendis er tví- þættur. í fyrsta lagi að geta hjálpað fólki í neyð en við erum hiuti af samfélagi þjóðanna en við mundum vilja að aðrir hjálp- uðu okkur ef hér færi svo illa að við mundum þurfa á hjálp að halda. Svo Iærum við sjálf hvern- ig við getum átl við stórar og miklar hamfarir hérlendis, komi til þess,“ segir Sólveig Þon'alds- dóttir. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.