Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 11
FIMMTVDAGUR 2. SEPTEMRER 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Viðræður í uppnámi á sí ðustu stundu í gær var beðið eftir kraftaverki til þess að ísraelsmörnium og Falestmumömmm tækist að ná sam- komulagi til að undir- rita í dag. Samningamenn ísraelsmanna og Palestínumanna hafa undan- farið setið með sveittan skallann við að berja saman samkomulagi um framkvæmd mála sem í raun er löngu búið að semja um. I gær slitnaði upp úr samningaviðræð- um og var alls óvíst hvort reynt yrði frekar að ná samkomulagi. Búið var að boða til fundar í Alexandríu í Egyptalandi í dag, fimmtudag, þar sem undirrita átti samkomulagið og var mein- ingin að Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, yrði viðstödd athöfnina. Albright lögð af stað Madeleine Albright hélt í gær af stað í ferð sína um Austurlönd nær. Hún kemur ti! Jerúsalem í dag, en hyggst einnig Ieggja leið sfna til Egyptalands, Sýrlands, Jórdaníu og Marokkós. Meðal annars hyggst hún reyna að hjálpa til við að koma viðræðum milli fsraelsmanna og Sýrlend- inga á skrið að nýju. Alls óvíst er þó hvort af undir- ritun samkomulags verður í dag, þótt vel sé hugsanlegt að samn- ingamenn bæði ísraela og Palestínumanna séu að reyna til hins ýtrasta á mótaðilann til að ná fram sem mestu af kröfum sínum. Búið var að semja um nánast öll meginatriði, þar á meðal um tímasetningar á brottflutningi ísraelskra hermanna frá 11% landsvæðis á Vesturbakkanum í viðbót við það landsvæði sem ísraelsmenn hafa þegar afhent Palestínumönnum. Hitt aðaldeilumálið, lausn palestínskra fanga í ísrael, var þó enn ófrágengið. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, setti Palestínumönnum í gær úrslita- kost um að semja fyrir klukkan fjögur að íslenskum tíma, eða klukkan sjö að þeirra tíma. Að öðrum kosti myndi hann fram- kvæma Wye-samkomulagið frá í fyrra í samræmi við eigin túlkun á ákvæðum þess. 356 eða 400 föngum sleppt Palestínumenn höfðu upphaf- lega krafist þess að 650 fangar verði Iátnir lausir, en ísraels- menn buðu 350 fanga. Um miðjan dag í gær var krafa Palestínumanna komin niður í 400 fanga, en ísraelsmenn voru komnir upp í 356. Samkvæmt Wye-samkomulag- inu áttu ísraelsmenn að láta 750 palestínska fanga lausa. Benja- mín Netanyahu, forveri Baraks í embætti forsætisráðherra, lét 250 fanga lausa og valdi til þess einkum óbreytta glæpamenn í staðinn fyrir pólitíska fanga, eins og Palestínumenn höfðu gert ráð fyrir. fsraelsmenn hafa neitað að láta lausa fanga sem tilheyra hryðjuverkasamtökum sem and- stæð eru öllum friðarsamning- um, né heldur fanga sem hafa myrt eða sært ísraelsmenn eftir að tímamótasamkomulag var gert árið 1993. September eða desember Einnig var deilt um tímamörk fyrir endanlegt samkomulag milli ísraelsmanna og Palestínu- manna um framtíðarstöðu Palestínu. Samkvæmt Oslóarsamningun- um átti endanlegum samningum að vera Iokið þann 4. maí síðast- liðinn og hafði Jasser Arafat, Ieiðtogi Palestínumanna, hótað því að lýsa einhliða yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna ef ekki hefði tekist að semja fyr- ir þann dag. Vegna kosninganna í fsrael féllst Arafat þó á að fresta slíkum yfirlýsingum um eitt ár. Ehud Barak hefur nú beðið Palestínumenn um að bíða með endanlegt samkomulag þangað til í desember árið 2000, sem hann telur vera raunhæft. Palestínumenn hafa hins vegar fallist á að bíða fram í septem- ber, þ.e. gefa ísraelsmönnum núna eitt ár í viðbót. Palestínu- menn hafa því fallið frá kröfu sinni um að samkomulagið verði að vera í höfn í maí á næsta ári. Náist ekki samkomulag á síð- ustu stundu hyggst Ehud Barak framkvæma þessi ákvæði sam- komulagsins eins og hann telur skynsamlegast, án tillits til krafna Palestínumanna. Eftir að samningamenn gengu af fundi í gærmorgun sagði Ehud Barak að af þeirra hálfu væri viðræðum lokið. Jasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, sagðist hins vegar enn vona að af samningum yrði. — GB Flugslys í höfuðborg Argentínu ARGENTINA - Boeing 737 farþegaþota fórst í gær í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Hundrað manns voru um borð í vélinni, 95 farþegar og fimm manna áhöfn. 69 manns létu lífið. Flugvélin náði sér ekki til flugs í flugtaki og missti flugmaðurinn stjórn á henni og rann vélin síðan stjórnlaus áfram yfir Ijölfarna umferðargötu við enda flugbrautarinnar uns hún nam staðar á golfvelli skammt frá veitingahúsum og diskótekum. Rússar fá ekki meiri aðstoð BANDARÍKIN - Bandarísk stjórnvöld hafna því að Rússland fái frek- ari íjárhagsaðstoð frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum meðan rússnesk stjórnvöld hafa ekki gert fullnægjandi grein fyrir þ\4 hvað orðið hef- ur um það fé sem þau hafa áður fengið frá sjóðnum. Ekkert bendir þó til að féð hafi verið misnotað eða komist í rangar hendur, en rann- sókn þar að lútandi stendur yfir. Átök á Austiir-Tímor INDÓNESÍA - Ástandið á Austur-Tímor hafði breyst mjög til hins verra í gær, tveimur dögum eftir að kosningarnar um framtíð eyjar- helmingsins fóru fram. Vopnaðir andstæðingar sjálfstæðis fóru um með hótunum og ofbeldi, fjölmargt fólk hlaut meiðsli af og a.m.k. einn maður lét lífið. Mikil þátttaka var í kosningunum, sem fóru að mestu friðsamlega fram. Talning atkvæða er hafin og verða væntan- lega úrslit gerð kunn á þriðjudag í næstu viku. Skyldunám í velsku BRETLAND - Nú í vetur verður öllum skólabörnum yngri en 16 ára í Wales gert skylt að Iæra velsku, tungumál þjóðar sinnar. Um hálf milljón manna í Wales talar tungumálið, en það eru nærri 20% þjóð- arinnar. Velskukunnátta Walesbúa hefur aukist nokkuð undanfarin ár, en hafði áður farið hnignandi áratugum saman. Má það meðal annars þakka sjónvarpsstöð, sem rekin hefur verið á velsku frá því 1983 og að opinberlega hefur velska haft sömu stöðu og enska frá því 1993. Velskunám hefur verið skylda hjá nemendum í miðskólum um nokkurt skeið, en frá og með deginum í gær þurfa öll börn á skóla- skyldualdri að læra málið ásamt ensku. Skóli hailmi í Kosovo JÚGÓSLAVÍA - Kennsla hófst í gær í skólum í Kosovo, nærri þrem- ur mánuðum eftir að loftárásum Nató lauk og fyrstu friðargæslu- sveitirnar komu inn í héraðið. Kennt er í um helmingi allra skóla í héraðinu, en áður höfðu sérfræðingar friðargæsluliðsins gengið ræki- lega úr skugga um hvort ósprungnar sprengjur væru í byggingunum. Stöðugir eftirskjálftar TYRKLAND - Ekkert lát er á eftirskjálftum í Tyrklandi, en í gaer- morgun fundust tveir jarðskjálftar þar sem mældust 3,2 og 3,8 stig á Richterkvarða. Hundruð manna sofa enn úti við í Istanbúl af ótta við frekari eftirskjálfta. Jarðfræðingar telja líklegt að eftirskjálftar muni verða þarna mánuðum saman. Þýskalandi aftur stjómað frá Berlín ÞÝSKALAND - Formlega tók ríkisstjórn Þýskalands til starfa í Berlín í gær, en í hálfa öld hefur Þýskalandi verið stjórnað frá Bonn. Þýska þingið ákvað það þann 20. júní 1991 að Berlín tæki að nýju við hlut- verki höfuðborgar og nú í sumar hafa staðið yfir flutningar ríkis- stjómar og þings frá Bonn til Berlínar. KA - FH á Akureyrarvelli í kvöld kl. 18.00 miðaverð fullorðnir 500.- frítt fyrir börn Mætum öll og hvetjum KA menn til sigurs Allir á völlinn iöiní;/?. .“anittc aaeod i ms 'JÍ3H -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.