Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 12
...rr STAR WARS - Vinsælasta mynd í kvikmyndahúsum í dag. Sýnd kl.17,21 og 23.30 m- m% ■ 1 i íotting Hill VJC~ÍVÍ Notting Hill - næstvinsælasta mynd í kvikmyndahúsum í dag. Nú hafa 7000 manns séð þessa mynd í Nýjabíói á Akureyri. Sýnd kl. 18.45,21 og 23:30 Komduo$htUu Sýnd kl. 17 ÍÞRÓTTIR Hluti hópsins sem tók þátt í Norðurlandamóti öldunga í Lillehammer fyrir tveimur árum. Flestir þeirra verða aftur með í Odense um helgina. Öldimgar til Odense Tuttiigu og einn kepp- andi frá íslandi tekur þátt í Norðurlandamóti öldunga í frjálsum íþróttum, sem fram fer í Danmörku uin næstu helgi. Ellefta Norðurlandamót öldunga í frjálsum íþróttum fer fram í Oden- se í Danmörku um helgina. Þátt- takendur á mótinu eru um 900 talsins á aldrinum frá 35 ára og uppúr og koma frá öllum Norður- löndunum, þar af 21 frá Islandi. Keppendum er skipt í aldurs- flokka og færast upp um flokk á fimm ára fresti, en yngsti flokkur- inn er 35-39 ára. Síðasta mót fór fram í Lille- hammer í Noregi fyrir tveimur árum og unnu íslensku keppend- urnir þar til 27 verðlauna og þar af 6 gullverðlauna. Miklar vonir eru bundnar við þann föngulega hóp sem nú held- ur til keppni og talið nokkuð ör- uggt að frammistaðan verði ekki síðri en á síðasta móti. Keppendur og keppnisgreinar (fæðingarár í sviga): Jón Oddsson (58): 100 m hlaup, langstökk og þrístökk. Hjörtur Gíslason (58): 100 m hlaup, 110 m grind og 400 m grind. Kristján Gissurarson (53): 100 m hlaup og stangarstökk. SigurðurT. Sigurðsson (57): Stang- arstökk. Sigurður Haraldsson (29): Kúlu- varp og kringlukast. Jón H. Magnússon (36): Sleggju- kast og lóðkast. Bogi Sigurðsson (36): Kringlu- kast. Bjöm Jóhannsson (36): Sleggju- kast. Olafur J. Þórðarson (30); Kúluvarp og kringlukast. Trausti Sveinbjörnsson (46): 200 og 400 m hlaup og 100 m grind. Helga Björnsdóttir (52): 800 og 1500 m hlaup. Ingvar Garðarsson (58): 5.000 og 10.000 m hlaup Daníel S. Guðmundsson (61); 5.000 og 10.000 m hlaup og 3.000 m hindrunarhlaup. Þórður B. Sigurðsson (29): Sleggju- kast og lóðkast. Jón Jóhannesson (60): 5.000 og 10.000 m hlaup. Karl Torfason (32): Langstökk og þrístökk. Guðmundur Hallgrímsson (36): 100, 200 og 400 m hlaup. Anna Magnúsdóttir (46): Kúluvarp og kringlu- og sleggjukast. Hrönn Edvinsdóttir (53): Kringlu-, sleggju- og spjótkast. Stefán Hallgrímsson (48): 300 m grind og 400 og 800 m hlaup. Kristófer Jónasson (35): Langstökk og þrístökk. Miðað við fyrri árangur eiga ís- Iensku keppendurnir þó nokkra möguleika á verðlaunasætum og má ætla að til dæmis Jón Oddsson verði í baráttunni í langstökki og þrístökki, Helga Björnsdóttir í 800 og 1500 m hlaupi, Stefán Hall- grímsson í 800 m hlaupi og 300 m grindahlaupi, Kristján Gissurarson í stangarstökki, Daníel Smári í 3.000 m hindrunarhlaupi, Anna Magnúsdóttir í kúluvarpi, Hrönn Edvinsdóttir í spjótkasti og Karl Torfason í langstökki og þrístökki. Úrslit leikja í gærkvold 3. deild kaxla - Úrslitakeppni KÍB - Njarðvík 4-3 KÍB komið í 2. deild ásamt Aftureldingu Landssúnadeild karla Grindavík - ÍA 2-2 ÍBV - Víkingur 3-0 Valur - Leiftur 2-4 Fram - KR 0-2 Leikir í kvöld: 1. deild karla Kl. 18.00 KA - FH Kl. 18.00 Víðir - ÍR Kl. 18.00 Þróttur R. - Fylkir KNATTSPYRNA Besti leikur okkar til þessa Leikur Rosenborg og Molde síðastliðinn sunnudag, er einn af hápunkt- um norskrar knattspyrnu. OIl umgerð leiksins var eins og á stórleikjum á meginlandinu, þó völlurinn taki ekki nema nítján þúsund áhorfendur. Allt frá frábærum stuðningsmönnum niður í fótboltabullur mættu á Lerkendal. Nokkrir sauðdrukknir stuðningsmanna Molde sættu sig ekld við gang leiksins og köstuðu blysum inn á völlinn og efndu til óláta í stúkunni og fengu því að gista fangelsi Þrándheims og útilokun frá Moldestadion að launum. Nils Arne Eggen, þjálfari Rosenborg, var ánægður eftir leikinn. „Þetta getur verið besti leikur sem Rosenborg hefur nokkurn tíma leikið og það er langt sfðan Molde hefur Ieikið jafn góðan Ieik og þennan. Þar hefur þú það. Ég er stoltur af norskum fótbolta,“ sagði Nils Arne. StjónLmálameim í kröppum dansi Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, er stuðningsmaður Molde f gegnum þykkt og þunnt. Eða svo töldu menn alla vega. Fyrir Ieik Rosenborg og Molde, á sunnudaginn var, tók forsætisráðherrann þátt í skemmtiþætti í sjónvarpi þar sem hann átti að tippa á leikinn. Hann tippaði á 3-1 sigur Rosenborg. Þessu reiddist hinn sauðsvarti al- menningur sem styður Molde. Síðustu daga hefur forsætisráðherrann mátt sitja undir skömmum félaga sinna í stuðningsmannaklúbbnum sem hringja í ráðherrann, senda honum bréf, föx og rafpóst þar sem lýð- urinn reynir að koma vitinu fyrir foríngja þjóðarinnar. Vesalings Bondevik hefur nú svarað fyrir sig og segir að þó hann hafi tippað á þennan hátt í sjónvarpinu hafi hann vonast til þess allan leikinn að þeir bláu, Molde, tækist að stela sigrinum og stigunum þremur. Að sjálf- sögðu var Bondevik á vellinum eins og alltaf þegar liðið Ieikur og hann á heimangengt. Líka Torbiöm Jagland Kjell Magne var þó ekki einn á ferð á Lerkendal á sunnudaginn. And- stæðingur hans úr pólitíkinni, Torbjörn Jagland formaður verkamanna- flokksins, var með forsætisráðherranum. Jagland er stuðningsmaður Strömgodset og hefur lengi verið enda sér hann flesta leiki þeirra þó ekki hafi nú verið gaman að elta Godset í sumar. A Lerkendal, heima- velli Rosenborg, drýgði Jagland þá stóru synd að Iáta sjá sig með Rosen- borgartrefil um hálsinn. Blaðaljósmyndarar tóku eftir ótuktarskapnum og festu á filmur sem birtust í flestum blöðum. En hafi stuðningsmenn Molde orðið Bondevik reiðir er vægt til orða tekið að segja að stuðnings- menn Strömgodset hafi orðið óðir vegna framkomu Jaglands. Þeir ein- faldlega ráku hann úr stuðningsmannaklúbbnum. Jagland tekur þó á öllu með ró og segist engu að síður ætla að mæta á næsta leik Godset. Kannski til að fylgja félaginu til grafar úr úrvalsdeildinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.