Dagur - 02.09.1999, Síða 4

Dagur - 02.09.1999, Síða 4
20-FIMMTVD AGU R 2. SEPTEMBER 199S LÍFIÐ í LANDINU Sölunefndin getursparað sér ómakið að eltast við dyntótta kaupendur um heimsbyggðina upp á von og óvon og hálft frampartsverð. Miklu nær er að lækka verðið á dilkakjöti á íslandi niður í lága verðið sem útlendingar borga fyrir dilkinn og leyfa landsmönnum að njóta lambakjöts með sultu um helgina. »V' L x: i Sölunefnd í sauðalitunum Gamla og góða Viðreisnar- stjórn Ihalds og Krata er bæði lofuð og prísuð fyrir að rýmka viðskiptin hér á landi, en minna er talað um þegar hún hneppti sauðljárbænd- ur í fjötra með peningum úr ríkissjóði. Enda breyttist sauðahald þá úr sjálfstæðri búgrein í nýja tegund fíknar og áratugum saman biðu sauðabændur þolinmóðir eftir sprautunni sinni. Sauð- fjárfíknin hefur síðan kostað ríkissjóð 500 milljarða króna hið minnsta og stutt er síðan nýr milljarða búvörusamning- ur var gerður við venslamenn sauðkindar- innar. Afréttir Ijallkónganna eru því fyrsti verndaði vinnustaður þjóðarinnar og langt á undan landhelgi sægreifanna. Frá landnámi hefur blessuð sauðkindin svo náð að breyta grösugu skóglendinu á milli fjalls og fjöru í sviðna jörð. Útflutningur og innflutningur A skeiði Viðreisnar blómstruðu alls konar af- urðasölur og aðrir áfangastaðir dilkakjötsins á leiðinni úr sumarhögunum og á matarborð neytenda. Ekki einasta niðurgreíddi ríkis- sjóður Iambakjötið, heldur greiddi ríkið líka uppbætur á þá fáeinu dilka sem tókst að selja úr landi fyrir slikk. Aðrar sporslur tengdar sauðljárfíkn skipta ekki máli í þessu sambandi. Samt er af nógu að taka og þar með talin landgræðsla fyrir heilan milljarð króna, sem Alþingi samþykkti að gefa þjóð- inni handa sauðkindinni að borða á ellefu alda Iandnámsafmæli hennar og þjóðarinnar árið 1974. En því er útflutningur á dilkakjöti nefndur hér til sögunnar, að nú hafa samtök sauða- manna sett nýja sölunefnd á laggirnar til að selja Iambakjöt úr landi og væntanlega feng- ið til þess skammtinn sinn úr ríkissjóði. Öðru hvoru hefur verð á dilkakjöti í útlönd- um spurst út um heimsbyggðina og lætur nærri að kaupa megi heilan skrokk á heims- markaði fyrir verðið á hálfum framparti hér á heimamarkaði. En hitt er svo annað mál: Sölunefndir til útflutnings eru alls góðs maklegar og nýja sauðfjárnefndin væri ekki í frásögur færandi ef íslenskir neytendur fengju að skipa líka nefndir til að flytja inn lambakjöt. En á meðan blátt bann ríkir við innflutningi á dilkakjöti og öðru kjöti er ver- ið að gera grín að íslensku þjóðinni með því að flytja út lambakjötið. Einkum og sérílagi þegar horft er á hvílíkar fórnir þjóðin hefur mátt færa til að fóstra ærnar sem nú ala af sér lömb til útflutnings. Frosnir og lifrænir sauðir Sauðamenn geta ekki kvartað undan viðtök- um þjóðarinnar á kjötinu þeirra og sauð- kindarinnar. Islendingar hafa löngum talið dilkakjötið bæði herramannsmat og hátíðar- mat. Jafnvel þó dilkurinn hafi í hálfa öld ver- ið sagaður niður í sama gamla farið sitt eftir að hafa legið Iögbundinn geymslutíma í frosti á kostnað ríkissjóðs. Og enn í dag mundi þjóðin éta dilkakjöt með sultutauji um hverja helgi ef hún hefði ráð á því. En þar með er ekki sagt að gamli og freðni dilkurinn falli útlendingum eins vel í geð og Islendingum sem hefur verið þröngvað til að borða hann áratugum saman. Við þekkjum ekki annað Iambakjöt og fáum ekki að kynn- ast því að meðan Viðreisnarstjórnin sáluga stendur framliðin vörð um landbúnaðinn. Sú var tíðin að bjartsýnir menn reyndu þó að flytja út dilkakjöt og báðu sauðamenn að skera kjötið í parta eftir óskum kaupandans í útlöndum. Sauðamenn svöruðu því til að gamla og góða sögunin á dilkunum hefði dugað vel hér á landi í þrjátíu ár og væri nógu helvíti góð ofan í útlendinginn. Þannig fór útflutningur á lambakjöti í súginn en ekki útlendinginn. I dag eru að vísu komin ný og betri viðhorf til útlendinga og sjálfsagt hægt að fá dilkinn sagaðan á alla kanta. Jafnvel pakkað í um- búðir að óskum kaupanda. Ný tegund af sauðaeldi er komin til skjalanna og nú tfðkast að ala og rækta Iífrænt fóður úr skauti náttúrunnar ofan í helvítis útlending- inn.Til þess að dilkakjöt skoðist lífrænt fóð- ur má sumarlambið ekki jórtra lengur töðu úr húsi heldur verður lambið að þrífast stutta ævina í afréttum íjallkónganna á að- framkomnum heiðalöndum. Við blasir því að sauðfé verði aftur rekið í löngum bunum á heiðlöndin græn og óbyggðirnar hljóti nú sömu örlög undan tönnum sauðkindarinnar og skóglendið hlaut forðum á milli Qalls og fjöru. Vatnið handan lækjarins Áhugamenn um dilkakjöt á matseðlum úti í hinum stóra heimi borga ekki hærra verð fyrir dilkinn kominn á disk en sem nemur hálfum framparti í frystikistunni f Kaupfé- lagi Húnvetninga vestan Hjaltadals. Sölu- nefnd sauðamanna þarf hins vegar ekki að leita langt yfir skammt að kaupendum að frosnu dilkakjöti sínu og sauðkindarinnar. Sölunefndin getur sparað sér ómakið að eltast \ið dyntótta kaupendur um heims- byggðina upp á von og óvon og hálft frampartsverð. Miklu nær er að lækka verðið á dilkakjöti á Islandi niður í lága verðið sem útlendingar borga fyrir dilkinn og leyfa landsmönnum að njóta lambakjöts með sultu um helgina. Þjóðin á það inni. Bon apetite! UMBUÐA- LAUST .D^ur Dr. Þorvaldur Gylfason. IMENNINGAR LÍFIB Maríusí Borgarleíkhúsmu „Ekki segja mömmu" heita stórtónleikar Maríusar í Borg- arleikhúsinu í kvöld kl. 20 en þar hyggst hann syngja lög úr söngleikjum ásámt Steinunni Olínu Þorsteinsdóttur, Sig- rúnu Pálmadóttur og Krist- jönu Stefánsdóttur. Viðskiptm efla afla dáð Heimskringla - Háskólaforlag Máls og menning- ar hefur gefið út bókina „Viðskiptin efla alla dáð“ eftir dr. Þorvald Gylfa- son en þar íjallar hann um íslenska og erlenda hag- fræðinga, um hagkerfi fjarlægra Ianda í Suður- Amerfku, Afríku og Asíu, um ólíka hagstjórnarhætti í ýms- um löndum auk þess að skrifa um menntamál á Islandi, menningarlífið, sjávarútvegs- og Iandbúnaðarmál og sam- spil þeirra við aðra þætti efna- hagslífsins. Bókin er 359 bls. og verður bók mánaðarins í september á verðinu 3.135 kr. en hækkar í 4.480 kr. þann 1. október. Viltu læra leiklist og talsetningu? Hljóðsetning ehf. ætlar nú, annan veturinn í röð, að halda 8 vikna leiklistar- og talsetningarnám- skeið fyrir alla aldurshópa (í fyrra voru þátttak- endur frá 8 til 74ra ára). Þátt- takendur fá að kynnast leik- rænni tjáningu, spuna, söng, tal- setningu teikni- mynda, upptöku í hljóðveri og upptöku tónlistarmyndbands. Meðal kennara eru Jakob Þór Einarsson og Ingrid Jónsdótt- ir. Námskeiðin hefjast 20. sept. að Laugavegi 63 en skráning fer fram á staðnum eða í s: 550 4500 6.-10.sept., ld.10-17. Þáttökugjald fyrir 8- 16 ára er 15.000 kr. en 18.000 kr. fyrir fullorðna. Ingrid Jónsdóttir. Samanburður frá Hriflu Svo virðist sem aukin harka sé að færast í þjóðfélagsumræðuna á íslandi og er umíjöllun um eign- arhald á Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins þar glöggt dæmi. Ástæður þessarar auknu hörku geta verið fjölmargar, en sú nær- tækasta er að í hagsmunaátökum þeim sem nú eru uppi eru menn að takast á með tröllahöndum um stærri og meiri hagsmuni en áður hafa þekkst í íslensku þjóð- lífi. Harkan fylgir peningunum og þegar þeir eru i annan stað missir margur fótanna. MENNINGAR VAKTIN Siguröur Bogi Sævarsson skrifar Meöufln iimdefld Kunnugir segja að galdrabrennurnar sem tendraðar hafa verið síðustu daga í tengslum við FBA-málið séu sumpart lfkar því sem gerðist í stjórnmálum á Is- landi f kringum 1930. Á þeim tíma var Jónas Jónsson frá Hriflu dómsmálaráð- herra og með veldissprotann í hendi sér. Enginn maður í Iíkingu við hann hefur komist jafn nærri því að verða einræðis- herra á íslandi. Jónas varð líka umdeildur og ef til vill hafa aldrei risið jafn miklar deilur um nokkurn mann. Voru meðul hans í baráttunni oft umdeilanleg, enda óvægin á köflum. Annars er merkilegt að Jónas skuli nú vera dreginn inn í þessa umræðu sem samanburðartákn, þegar um sjötíu ár eru liðin síðan hann sat í ráðherrastól og 31 ár síðan hann lést. Segir það sitt- hvað um veldi hans og sannar raunar þá pólitísku kenningu Olafs Ragnars Grímssonar sem að þegar verk stjórnmálamanns umdeild gæti sá hinn sami verið viss um að hann væri að gera hluti sem skiptu máli. sagði Kom alþýöunni tfl valda „Hann var eldheitur hugsjónaður, en óvæginn og skömmóttur í skrifum. Hann sá allt mannlífið í sjónarhorni stjórnmálabaráttu,'1 segir Hannes Hólm- steinn um Hriflu-Jónas. Þessi orð heim- Sigurður lögfræðingur líkir Birni Bjarnasyni saman við Jónas frá Hriflu. „Ólíku saman að jafna, segir í greininni. færir Sigurður G. Guðjónsson svo uppá Björn Bjarnason menntamálaráðherra í grein sinni í Degi í íyrradag. Nú þykist ég þess fullviss að sjálfstæðismönnum er lítil þægð í því að vera á nokkurn hátt líkt við Jónas, enda er í raun afar ólíku saman að jafna. Það virðist vera vilji fá- mennisvaldsins í Sjálfstæðisflokknum að eignir og áhrif f landinu séu á fárra manna höndum. Aftur á móti lagði Jónasar frá Hriflu sig allan fram f ráðherratíð sinni í atlögu við spillt kerfi, foqrokaðan forréttindaaðal og kom al- þýðunni til valda. Þar greinir á milli.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.