Dagur - 16.09.1999, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 - 3
Thyur
SUÐURLAND
Göngum hreint til verks
Sturla Böðvarsson, sem er
annar frá vinstri á þessari
mynd, kom til skrafs og
ráðagerða við menn þar
um málefni Herjólfs sem
mjög hafa brunnið á
eyjaskeggjum að undan-
förnu. - mynd: beg.
Engin áform eru um
að draga úr þjónustu
Herjólfs, segir Sturla
Böðvarsson. Hann var
í Eyjum og ræddi við
Hermann um Herj-
ólfsmál sem hvíla
mjög áþeim.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra var í Vestmannaeyjum á
dögunum. Erindi hans til Eyja
var meðal annars að ræða við
ráðamenn bæjarins og Herjólfs
um samgöngumál og skiptast á
hugmyndum um framtíðar
rekstrarfyrirkomulag Herjólfs.
Eyjamenn hafa verið nokkuð
uggandi um tilvonandi útboðs-
hugmyndir um rekstur Heijólfs
og ekki allir á eitt sáttir með
ágæti slíks útboðs.
byggð hafa verið upp til að þjón-
usta Herjólfs yrðu aldrei látin af
hendi ef aðrir aðilar kæmu að
rekstrinum. Sturla var inntur
álits á þessum viðhorfum. „Ríkið
á skipið og veitir styrk í hafnar-
mannvirki, þannig að ég geri
ekki ráð fyrir öðru en að fullt
samkomulag yrði um nýtingu á
öllum þáttum; skipinu, af-
greiðslumannvirkjum og rampin-
um, þannig að ég tel að slfkt ætti
ekki að valda neinum vandræð-
um. Þarna þarf að ná samkomu-
lagi. Eg er núna að ræða við for-
svarsmenn Herjólfs og bæjarins
og hef átt mjög góðan fund með
þeim þar sem ég skýrði mín sjón-
armið. Það var farið yfir öll þau
atriði sem snúa að því að tryggja
þjónustuna, sem ég skil mæta
vel, en þarna þurfum við að
finna Ieið sem er til hagsbóta fyr-
ir báða aðila, bæði þann sem
borgar brúsann og Iíka þann sem
nýtur þjónustunnar."
Stefnan í
útboðsmálum er klár
Sturla sagði að stefnan væri
nokkuð klár hvað varðaði út-
borðsmál. Samkvæmt vegalög-
um er gert ráð fyrir að ferju-
reksturinn sé hluti af þjóðvega-
kerfi Iandsins, þannig að kostn-
aður við rekstur á Herjólfi er
bundinn í vega- og fjárlögum og
það er engin fyrirsjáanleg breyt-
ing hvað þetta varðar. Hins veg-
ar hefur verið til skoðunar að
bjóða reksturinn út.
„Ég hef lagt á það áherslu að
þó sú Ieið yrði ofan á sem regl-
ur EES setja okkur og við höf-
um haft óformlega undanþágu
frá hingað til, þá hef ég sagt að
þó að reksturinn yrði boðinn út
yrði það tryggt eftir sem áður að
þjónustan yrði svipuð og verið
hefur, og alls ekki minni, ef til
vill meiri. Það yrði þá bundið í
útboðslýsingu. Um þetta hafa
hins vegar ekki verið teknar
neinar ákvarðanir. Ég vil undir-
strika það, og koma þeim skila-
boðum skýrt til íbúa Vest-
mannaeyja, að engin áform eru
um að draga úr þjónustu Herj-
ólfs né taka rekstur Herjólfs úr
höndum Eyjamanna. Það er
grundvallaratriði"
Að leita
liagkvæmustu leiða
„Það hefur út af fyrir sig ekki
verið Iagt mat á það hvort rekst-
ur Herjólfs sé of kostnaðarsam-
ur,“ segir Sturla Böðvarsson.
„Það er ljóst að það þarf háar
Ijárhæðir í þennan rekstur, en ég
get ekki sagt að ráðuneytið hafi
komist að þeirri niðurstöðu að
um of háar fjárhæðir sé að ræða.
Hins vegar er skylda okkar að
leita hagkvæmustu leiða og ef að
hægt er að gera Herjólf út og
veita sömu og jafnvel betri þjón-
ustu fyrir lægri fjárhæðir, þá er
það skylda okkar sem förum með
fjármál hins opinbera að leita
hagkvæmustu leiða eins og kost-
ur er. En eins og ég segi er ekk-
ert sem bendir til þess núna að
þetta sé of dýrt. Vegagerðin hef-
ur þetta á sinni könnu, gerir
samninga og fylgist með rekstr-
inum, þannig að það er allt með
eðlilegum hætti.“
- BEG.
Hjá Blindravinnustofunni færðu mikið úrval ræstiáhalda,
hvort sem er fyrir skóla, fyrirtæki eða heimilið.
Leyfðu okkur að aðstoða þig við að fegra umhverfið.
í mörgum
stærðum
og gerðum.
BLINDRAVINNUSTOFAN
Hamrahlíð 17 • Síml 525 0025
Ruslafötur,
ýmsar stærðir og gerðir.
Umhverfisvænir
klútar og moppur.
ræstivagnar í miklu úrvali.
DIT og FILMOP
Moppusett
ýmsar stærðir
Góðar fréttir
27,8%
Hlutabráfasjoðurinn hf
Nafnavöxtun sl. 5 ar!
Hefur þú áhuga? Komdu viðí dag!
Áhættudreifing á einum stað
• Sjóðurinn fjárfestir í helstu fyrirtækjum landsins en einnig
í skuldabréfum og erlendum hlutabréfum.
• Sjóðurinn er á meðal þeirra fyrirtækja á Islandi sem greitt
hafa hluthöfum sínum hæst hlutfall tekna í arð og hefur
skilað hæstu ávöxtun hlutabréfasjóða sl. 5 ár.
• Fjöldi hluthafa er yfir 8.000.
• Hlutabréfasjóðurinn hf. er fyrir þá sem vilja fjárfesta til
langs tíma í innlendum og erlendum hlutabréfum til að
fá góða ávöxtun og njóta skattafsláttar.
Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. ?
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 8900.
Myndsendir: 560-8910.Veffang: www.vib.is
Einar Bjarni Sigurðsson sjóðstjóri
Að tryggja þjónustuna
„Ég hef ekki augastað á neinum
sérstökum aðilum," sagði Sturla
þegar hann var spurður hvort
hann sæi fyrir sér einhverja aðra
en þá sem nú annast rekstur
Herjólfs bjóða í reksturinn ef til
útboðs kæmi. „Hins vegar þarf
að gera sér grein fyrir því að ef
þetta er boðið út, yrði mögulega
um að ræða útboð að undan-
gengnu forvali. Það er hægt að
setja mjög skýrar reglur um
hvaða skilyrði þurfi að uppfylla
til að fá að bjóða í verkið, en
þetta eru hlutir sem eru á byij-
unarstigi óg ekki hægt að segja
neitt um á þessu stigi málsins.
I Eyjum hafa menn,'sem óttast
útboð, horft til þess og talið rök
gegn útboði að mannvirki sem
Útboð
skerðir ekki
þj óimstu