Dagur - 18.09.1999, Qupperneq 1

Dagur - 18.09.1999, Qupperneq 1
Laugardagur 18. september - 35. tölublað Upphaf íþrótta- æfínga á Þingeyri Bréf frá Hrafnseyri HALLGRÍMUR SVEINSSON skrifar Á Þingeyri við Dýrafjörð hófust einna fyrst skipulegar íþróttaæfingar hér á landi og má það merkilegt kalla. Raunar gildir það um menningarstarfsemina þar almennt fyrir og um síðustu aldamót og kemur margt á óvart þegar sú saga er skoðuð. Iþróttafélagið Höfrungur þar á stað, eitt elsta íþróttafélag Iandsins, er stofnað 1904, en löngu fyrir þann tíma hófst þar íþróttastarfsemi sem hér verður lítillega sagt frá. Gunnar Andrew, þekktur íþróttafröm- uður og skátaforingi hér vestra á sínum tíma, skrifaði grein í Iþróttablaðið, júlí- ágúst árið 1945, um upphaf íþróttaæfinga á Þingeyri. Heimildarmaður Gunnars er Steinn Olafsson, bakarameistari á Þing- eyri, þekktur maður í sögu staðarins. Gef- um nú Gunnari Andrew orðið: „Beykirinn Böken hélt uppi íþróttastarf- semi á Þingeyri í tvo vetur iíklega 1885-6 og 1886-7. Skipti hann liði sínu í tvær deildir. Voru í yngri deildinni drengir frá 6 til 10 ára, en fullorðnir menn í hinni eldri. I yngri deild voru þessir: Tveir synir beyk- isins, Christian og Claudie, Melkjör mann, Finn Thordarsen, Þorstein Richter, Jón Guðmundsson, Christensen og Þor- vald Benjamínsson, en allir voru menn þessir fastir starfsmenn verslunarinnar á Þingeyri og því starfsbræður beykisins. Æfingar voru haldnar í svokölluðum „Sal“ í hótelinu, því þótt kyndugt megi kallast var þá hótel á Þingeyri (Hótel Ni- agara). Voru orsakir til þess þær, að Amer- íkumenn stunduðu þá all mikið flyðru- veiðar út af Vestfjörðum og höfðu aðal bækistöðvar á Þingeyri. Var þar jafnvel amerískur ræðismaður, hinn danski kaup- maður staðarins. Að sjálfsögðu báru æfingar Bökens þess augljós merki, að beykirinn hafði verið í herþjónustu. Voru margar þeirra mest- megnis ýmiskonar herþjálfunarpat með byssum. En byssurnar hafði þeykirinn sjálfur smíðað og vitanlega úr tré. Hafa byssur þessar til skamms tíma varðveist á Þingeyri og jafnvel vonandi að eitthvað sé eftir af þeim enn, sem minjar um þennan gamla íþróttaþátt. Tveir ryðgaðir byssustingir Ungir menn eru alltaf ungir menn, hvort heldur er á nítjándu eða tuttugustu öld- inni, enda minnist heimildarmaður Sig- urðar þess, að einu sinni höfðu tveir hinna eldri íþróttamanna, þeir Finnur Thordar- sen og Þorsteinn Richter, á einhvern hátt komist yfir tvo ryðgaða byssustingi og fest þá á byssur sínar. Mættu þeir þannig vopnaðir á æfingu í „Salnum“ og gerðust brátt ærið aðsúgsmiklir og vígreifir. Stóðu Kvennaliðið í handboita einhverntíma á fjórða áratugnum. Aftari röð frá vinstri: Hanna Proppé, Svava Proppé, Camilla Proppé, Höskuldur Steinsson þjálfari, Ósk Jónsdóttir, Margrét Hjartar og Þorbjörg Samsonardóttir. Fremri röð frá vinstri: Camilla Sigmundsdóttir, Þuríður Jóhannes- dóttir, Erla Sveinsdóttir Cmeð boltannj, Ásta Sigurðardóttir og Elín Hallgrímsdóttir. Ólafsson, bróðir Björgúlfs læknis, Adolf Wendel, sonur Fr. Wendel, sem lengi var verslunarstjóri á Þingeyri, Lárus Björns- son, skipasmiður í Reykjavík, Gunnar Ólafsson, verkamaður, Reykjavík og Steinn Ólafsson, bakari á Þingeyri, en hann er heimildarmaður Sigurðar að þætti þessum. Eldri deildar mennirnir munu allir liðnir nú, en þá telur Steinn vera þessa: Thomas Knudsen, Gunnar Bach- stingirnir á kafi í þiljum og veggjum, uns Iiðþjálfanum ofbauð slíkar aðfarir í skikk- anlegu og friðsömu húsi, og tók þvert fyr- ir. Tjáði þá eigi að malda í móinn og var uppreisn þessi því fljótlega bæld niður - án mannskaða eða blóðsúthellinga. En auk þessara beinu heræfinga voru menn látnir iðka alls konar handæfingar, gang, hlaup, stökk o.fl. Og loks var lögð talsverð áhersla á æfingar, sem lítt eða > Frumherjarnir og aðal hvatamennirnir að stofnun íþróttafélagsins Höfrungs, Sigurður Jóhannesson til vinstri og Anton Proppé til hægri. Myndin er tekin árið 1906. ekki munu hafa verið tíðkaðar hérlendis, en það eru svokallaðar Trapezæfingar. En Trapez er svifrá, sem hangir í böndum. Eru æfingar þessar nú varla iðkaðar ann- arsstaðar en í fjölleikahúsum erlendis. Segir Steinn að beykirinn hafi haft mikið dálæti á æfingum þessum og bendir það til þess, að hann hafi verið liðugur á yngri árum, en þegar hér er komið sögu er hann orðinn roskinn maður. Danskur (úkall úr silfri Tvisvar hafði Andrés beykir sýningar með sínum mönnum.Voru þær í bæði skiptin undir berum himni á Eyrinni eða Oddan- um, eins og hún er almennt nefnd á Þing- eyri. En Eyrin er rennislétt og mjög vel fallin til íþróttasýninga. Sendin en grösug. I fyrra skiptið var sýning háldin fyrir skipshöfnina af danska varðskipinu „Di- ana“, er þá lá í Dýrafirði. Hermir saga, að foringjum skipsins hafi þótt mjög koma til sýningar þessarar, jafnvel svo, að þeim þótti ástæða til að verðlauna íþróttamenn- ina. Hlaut hver þátttakandi að verðlaun- um einn danskan túkall í silfri, „og þóttu það mjög viðunandi verðlaun í þá dága“, segir Sigurður. Hin síðari sýningin var haldin fyrir skipshöfn og farþega af póstskipinu „Laura“. Þótti sú sýning einnig með ágæt- um þótt eigi sé verðlauna getið í það sinn- ið. Báðar voru sýningar þessar hjá yngri deildinni, því að ekki mun það „hafa þótt sæmandi í þann tíð að hafa fullorðna menn til sýnis“, enda voru allir hinir eldri þátttakendur verslunarmenn og því fastir við störf sín alla daga, og hvort tveggja, að eigi þótti tilhlýðilegt, að fara að gefa mönnum frí frá störfum til slíkra „lodd- arakúnsta", og eins hitt, að sennilega þótt- ust fullvaxnir menn upp úr því vaxnir, að láta nota sig sem sýningargripi. Hér lýkur sögu Steins Ólafssonar, bak- arameistara á Þingeyri.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.