Dagur - 18.09.1999, Side 6
VI-LAVGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
MINNINGARGREINAR
Friöfiniiur S. Ámason
J^HT
Friðfinnur S. Árnason fæddist
áAkureyri 5. september 1915.
Hann lést að heimili sínu þann
30. ágúst sl. Foreldrar hans
voru Jónína Gunnhildur Frið-
finnsdóttir húsfreyja f. 08.09.
1885 d. 28.12. 1969 og Árni
Stefánsson trésmíðameistari f.
08.06. 1874 d. 16.06. 1946.
Þau eignuðust fjórtán börn og
komust ellefu til fullorðinsára.
Friðfinnur var fimmti í systk-
inaröðinni. Friðfinnur kvænt-
ist árið 1940 Sigríði Kristínu
Elíasdóttur frá Reykjavík
f.13.10. 1926 d. 26.09. 1981.
Börn þeirra eru: 1) Jónína
Gunnhildur f. 08.12. 1940,
maki Hallgrímur Þorsteinsson
og eiga þau þrjú börn, 2) son-
ur óskírður, 3) Sigríður Dröfn
f. 21.03. 1946, maki Guð-
mundur Óskar Guðmundsson.
Þau eiga þrjár dætur. 4) Jó-
hanna Kristjana f. 03.09. 1947
og á hún tvo syni. Bama-
hamabörnin eru átta. Seinni
kona Friðfinns var María
Magnúsdóttir f. 08.10.1917.
Utför Friðfinns var gerð frá
Akureyrarkirkju þann 6. sept-
ember sl.
Þegar vinir eru kvaddir sækja á
hugann minningar liðinna ára.
Þannig fór mér þegar ég heyrði
lát félaga míns Friðfinns Árna-
sonar. Eg var svo heppinn að
kynnast þessum glæsilega manni
í veiðiferð fyrir tæpum 30 árum.
Það fann ég fljótt að þar var á
ferð mikið náttúrubarn sem unni
veiðimennsku og kyrrð fjallanna -
alvörugefinn veiðifélagi þó stutt
væri í grínið og barnið sem er í
okkur öllum. Eftir það fórum
við margar veiðiferðir saman
bæði á sjó og landi og hef ég
löngu sannreynt hvað góðan og
traustan vin ég átti í Finna.
Hann var mikið náttúrubarn,
slyngur veiðimaður bæði í ám og
sjó og átti hann lengst af lítinn
bát sem hann notaði til þess að
komast út á Eyjafjörðinn sem
hann unni.
Friðfínnur fór ungur til náms
og lærði vélvirkjun í Reykjavík.
Hann vann við fag sitt um tfma
en fór síðan í vélstjóranám. Að
því Ioknu fór hann til sjós og var
bæði á togurum og minni físki-
skipum, einnig var hann vélstjóri
á norskum flutningaskipum á
stríðsárunum. Seinni hluta
starfsævinnar vann Friðfínnur í
landi við fag sitt í vélsmiðjunni
Odda, kjötiðnaðarstöð Kea, hjá
Rarik og Hitaveitu Akureyrar. Þá
kenndi hann lengi við Vélskólann
á Akureyri.
Friðfínnur var hógvær maður
og bar ekki tilfinningar sínar á
torg. Hann hafði ákveðnar skoð-
anir á hlutunum en var sanngjarn
og virti viðhorf annarra. Hann
var heiðarlegur og trúr bæði vin-
um sfnum og vinnu. Friðfinnur
var fróður maður og hafði mikinn
áhuga á að fylgjast vel með öllum
nýjungum. Hann var minnugur
með afbrigðum og gaman var að
heyra hann segja sögur úr eigin
reynslusjóði en þá var ekkert
dregið undan. Oft var sögusviðið
siglingar í niðamyrkri úti á regin-
hafí - á stríðsárunum þegar sigla
varð án ljósa eða þegar vél bilaði
í brjáluðu veðri. Þá dugðu engin
vettlingatök en mikilvægt að hafa
ákveðnar skoðanir og vera fljótur
að taka ákvarðanir.
Friðfinnur hafði gaman af
ferðalögum og má ég fullyrða að
hann hafí verið einn sá fyrsti hér
á landi sem innréttaði sinn eigin
húsbíl en það var í byrjun sjö-
unda áratugarins. Þann 11. janú-
ar 1987 stofnuðu nokkrir félagar
húsbílafélag og var Friðfinnur
einn af stofnendum þess. Hann
átti hugmyndina að nafninu
Flakkarar sem félagið okkar fékk
og hefur heitið síðan.
Með Flökkurum ferðaðist
hann bæði innanlands og utan
ásamt Maríu sinni, sem var dygg-
ur förunautur hans um 15 ára
skeið, og í mörg ár voru þau með
í öllum skipulögðum ferðum sem
Flakkarar fóru. Þau nutu þess-
ara ferða og ekki síður við, ferða-
félagar þeirra, sem nutum félags-
skapar þeirra, gleði og gestrisni.
Þau voru hrókar alls fagnaðar,
enda minningarnar ljúfar.
Við Flakkarar kveðjum aldinn
höfðingja og vin sem alltaf var
ungur í hugsun. Hann hefur nú
einn Iagt upp í Iangferðina mildu
en minningar um ógleymanlegar
samverustundir í faðmi íslenskrar
náttúru lifa í hugum okkar.
Elsku Maja, félagi okkar var lán-
samur að geta verið með þér til
hinstu stundar - við vitum að
missir þinn er mikill. Við send-
um þér, dætrum Friðfínns og
fjölskyldum þeirra-okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Flakkara,
Bragi Steinsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
elskulegs eiginmanns mins, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
FRIÐFINNS S. ÁRNASONAR,
Aðalstræti 13, Akureyri.
María Magnúsdóttir,
Jónína Friðfinnsdóttir,
Hallgrímur Þorsteinsson,
S. Dröfn Friðfinnsdóttir,
Guðmundur Óskar Guðmundsson,
Jóhanna Friðfinnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega
þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings
sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla
þá þætti er hafa ber i huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar
Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við
útfararþjónustu um árabil.
Útfararstofa íslands sér um:
Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í
samráði við prest og aðstandendur.
- Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús.
- Aðstoða við val á kistu og likklæðum.
- Undirbúa lík hins látna f kistu og snyrta ef
með þarf.
Útfararstofa íslands útvegar:
- Prest.
- Dánarvottorð.
- Stað og stund fyrir kistulagningu og útför.
- Legstað í kirkjugarði.
- Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara
og/eða annað listafólk.
- Kistuskreytingu og fána.
- Blóm og kransa.
- Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum.
- Líkbrennsluheimild.
- Duftker ef líkbrennsla á sér stað.
- Sal fyrir erfidrykkju.
- Kross og skilti á leiði.
- Legstein.
- Flutning kistu út á land eða utan af landi.
- Flutning kistu til landsins eða frá landinu.
Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík.
Sími 581 3300 - allann sólarhringinn.
.. . . fiiij i
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Sverrir Olsen,
útfaraistjóri
Eðvarð Sigurgeirsson
Eðvarð Sigurgeirsson, ljós-
myndari, fæddur 22. október
1907, dáinn 12. ágúst 1999.
Útför Eðvarðs fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 24. ágúst sl.
Ég horfí upp til himins. Niður
úr skýjunum brjótast sólargeisl-
arnir, skýin sjálf svo litfögur,
stórfengleg og bregða upp list-
rænum myndum. Þvílíkt meist-
araverk.
Þú ert kominn til himinsins
heim, elsku afi minn.
Eins og hindin sem þráir vatns
lindir,
þráir sál mín þig, ó GuÖ.
Sál mína þyrstir eftir Guði,
hinum lifandi Guði.
(úr sálmi 42).
Minningarnar um þig, afi, eru
svo margar, dýrmætar og mér
hjartfólgnar frá því ég er lítið
barn, unglingur og nú fullorðin
kona.
Afi minn, þessi ljúfí maður
miðlaði svo ríkulega af kærleika,
nærgætni, jákvæðri hugsun og
innri friði. Ekkert verður samt og
áður. I huga mínum nú, ríkir
söknuður, þakklæti til þín, afí, og
djúp virðing en um leið sú gleði
yfir að þú skulir vera kominn til
himinsins heim, þar sem ljós
friðarins fylgir þér á æðri stigu.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum.
Hugsið ekki um dauðann með
harmi og ótta,
ég er svo nærri að hvert eitt tár
ykkar snertir mig og kvelur, þótt
látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug,
sál mín lyftist upp í mót til Ijóss-
ins:
Verið glöð og þakklát fyrir allt,
sem lífið gefur,
og ég, þótt látinn sé, tek þátt t
gleði ykkar í lífinu.
(óþekktur höfundur).
Að vera nú síðustu árin þín afi,
áhorfandi að, hversu fallega og
vel hún amma hlúði að þér af svo
mikilli natni og hlýju, elsku og
ósérhlífni og hversu samband
ykkar, allt til þinnar hinstu
stundar var sterkt og heilagt, var
mér mikill lærdómur og sannur.
... andar sem unnast fá aldreigi
eiltfð aðskilið.
Guð vaki yfir þér elsku amma
mín.
Þakka þér alla elsku þína og
kærleika, afí minn. Friður Guðs
blessi þig.
Unnur Huld.
Islendingam:ttir
íslendingaþættir birtast í Degi
alla laugardaga.
Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvölds.
Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má, en
ákveðnum birtingardögum er ekki lofað.
Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á
tölvutæku formi.