Dagur - 18.09.1999, Qupperneq 8
VHI -LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 11)99
Kirkjustarf
Sunnudagur 19. september
AKUREYRARKIRKJA
Lesmessa kl. 11:00. Altarisganga. Sr. Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir messar.
GLERÁRKIRKJA
Ath. messa verður í Lögmannshlíðarkirkju
kl. 14:00.
HJÁLPRÆÐISHERINN, HVANNAVÖLLUM
10, AKUREYRI
Bæn kl. 16:30. Almenn samkoma kl. 17:00.
Unglingasamkoma kl. 20:00.
Heimilasamband kl. 15:00 mánudag 20.
sept.
ÞINGEYJARPRÓFASTSDÆMI
Þriðjudaginn 14. september mun biskup ís-
lands, herra Karl Sigurbjörnsson, setja sr.
Pétur Þórarinsson, sóknarprest í Laufási,
inn í starf prófasts í Þingeyjarprófastsdæmi.
Kór Svalbarðs- og Laufáskirkju syngur und-
ir stjórn organistans Hjartar Steinbergsson-
ar. Áthöfnin verður í Laufáskirkju og hefst
ki. 21 og eru allir velkomnir. Héraðsnefnd
Þingeyjarprófastsdæmis.
ÓLAFSFJARÐARKIRKJA
16. sunnudagur e. trinitatis, 19. september.
Kvöldmessa í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20:30.
GAULVERJABÆJARKIRKJA
Messa kl. 14:00. Sóknarpresfur.
SELFOSSKIRKJA
Messa kl. 11:00. Morgunbænir kl. 10:00
þriðjudag til föstudags. Septembertónleikar
þiðjudaginn 21. sept. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA
Sunnudagur 19. september. Þorlákskirkja.
Upphaf vetrarstarfs. Fjölskyldumessa þ.e.
sunnudagaskóli og messa kl.11:00. Bald-
ur Kristjánsson.
ÁRBÆJARKIRKJA
Almenn guðsþjónusta kl. 11 árdegis.
Kirkjukór Árbæjarkirkju syngur. Organleikari
Pavel Smid. Barnaguðsþjónusta kl. 13.
Upphaf sunnudagaskólastarfsins. Foreldar
- afar - ömmur eru boðin velkomin með
börnunum. Prestarnir.
Væntanleg fermingarbörn í Árbæjarpresta-
kalli árið 2000 eru beðin að koma til skrán-
ingar og viðtals í Árbæjarkirkju, mánudag-
inn 20. september milli kl. 13.30 og 16.00.
„Kirkjuprakkarar" 7-9 ára kl. 16-17 á mánu-
dögum.
T.T.T. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18 á mánu-
dögum.
Eldri deild Æskulýðsfélagsins kl. 20-22.
BREIÐHOLTSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á
sama tíma. Þátttöku fermingarbarna og for-
eldra þeirra er vænst. Fundur með foreldr-
um fermingarbarna verður að lokinni guðs-
þjónustu. Organisti Daníel Jónasson. Gísli
Jónasson.
DIGRANESKIRKJA
Messa kl. 11. Prestur Dr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón sr.
Gunnars Sigurjónssonar og Þórunnar Arn-
ardóttur. Léttur málsverður eftir messu.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmund-
ur Karl Ágústsson. Organisti Lenka
Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma.
Umsjón Margrét Ólöf Magnúsdóttir. Prest-
arnir.
Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum ki.
17-18.
Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudög-
um kl. 20-22.
Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18.
Tekið á móti bænaefnum I kirkjunni.
GRAFARVOGSKIRKJA
Sunnudagaskóli I Grafarvogskirkju kl. 11.
Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Um-
sjón: Hjörtur og Rúna. Organisti Hörður
Bragason. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl.
11. Umsjón: Signý og Guðrún. Organisti
Guðlaugur Viktorsson. Guðsþjónusta í
Grafarvogskirkju kl. 14. Sr. Anna Sigríður
Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Grafarvogskirkju syngur. Organísti Hörður
Bragason. Prestarnir.
Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefn-
um í kirkjunni alla virka daga frá kl. 9-17 í
síma 567-9070.
HJALLAKIRKJA
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barn borið
til skírnar. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Fé-
lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn-
aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á
þriðjudag kl. 18. Prestarnir.
Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl.
9.15-10.30. Umsjón Dr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson.
KÓPAVOGSKIRKJA
Barnastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borg-
um. Guðsþjónusta kl. 14.
SELJAKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Nýtt og líflegt
fræðsluefni. Mikill söngur. Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Valgeír Ástráðsson prédikar. Org-
anisti er Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur.
ÁSPRESTAKALL
Áskirkja. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11:00. Hrafnista. Guðsþjónusta kl.
14:00. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir messar.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA
Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, bibl-
íusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi
barnanna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Org-
anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi
Matthíasson.
Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk
mánudagskvöld kl. 19:30 I félagsmiðstöð-
inni Bústöðum.
DÓMKIRKJAN
Fjölskyldumessa kl. 11:00 í Frikirkjunni í
Reykjavík. Prestar sr. Jakob Á. Hjálmarsson
og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Dómkórinn
leiðir söng. Organleikari Marteinn H. Frið-
riksson. Mikil gleði, tónlist og fræðsla.
Æðruleysismessa kl. 21:00 í Fríkirkjunni í
Reykjavík. Sr. Anna S. Pálsdóttir prédikar.
Anna Sigríður Helgadóttir syngur.
ELLIHEIMILIÐ GRUND
Messa kl. 14:00. Prestur sr. Tómas Guð-
mundsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Fé-
lag fyrrverandi sóknarpresta.
GRENSÁSKIRKJA
Barnastarfið hefst í dag kl. 11:00. Messa kl.
11:00. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju
syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr.
Ólafur Jóhannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA
Messa og barnastarf kl. 11:00. Orgelmessa
í tilefni af Norrænu þingi organista. Org-
anisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón D. Hró-
bjartsson.
LANDSPÍTALINN
Messa kl. 10:00. Sr. Ingileif Malmberg.
HÁTEIGSKIRKJA
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.
Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14:00. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas
Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA
Kirkja Guðbrands biskups. Hátíðarmessa
kl. 11:00 á kirkjudegi Langholtssafnaðar.
Biskup íslands helgar nýtt orgel og kór-
glugga. Kórar kirkjunnar syngja. Organisti
Jón Stefánsson. Prestur sr. Jón Helgi Þór-
arinsson. Kvenfélag Langholtssóknar býður
kirkjugestum að þiggja veitingar í safnaðar-
heimili eftir messu. Vígslutónleikar orgels kl.
16:30. Peter Sykes frá Bandaríkunum leik-
ur.
Opið hús - hádegistónleikar mánudag kl.
12-12:30. Vietoria Wagner organleikari frá
Bandaríkjunum.
LAUGARNESKIRKJA
Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kór
Laugarneskirkju syngur, organisti Ástríður
Haraldsdóttir. Hrund Þórarinsdóttir stýrir
sunnudagaskólanum með sínu fólki. Prest-
ur sr. Bjarni Karlsson. Messukaffi og djús
fyrir börnin á eftir. Messa kl. 13:00 í dag-
vistarsalnum Hátúni 12. Kór Laugarnes-
kirkju syngur, Ástríður Haraldsdóttir leikur
og sr. Bjarni Karlsson þjónar.
Morgunbænir mánudag kl. 6:45
Kynningarkvöld hjá 12 sporahópnum
mánudag kl. 20:00. Fólk hvatt til að mæta
og fræðast um það hvernig unnið er með
skaddaðar tilfinningar eftir 12 spora kerfinu.
Margrét Scheving leiðbeinir og stjórnar
samverunni.
NESKIRKJA
Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Upphaf barna-
starfsins. Hátíðarmessa ki. 14:00. Biskup
íslands hr. Karl Sigurbjörnsson helgar nýtt
orgel kirkjunnar og prédikar. Altarisþjónustu
og ritnignarlestra annast sr. Frank M. Hall-
dórsson, sóknarprestur, sr. Örn Bárður
Jónsson, sr. Halldór Reynisson, Reynir Jón-
asson, organisti, Heimir Fjeldsted, formaður
kirkjukórs Neskirkju, Guðfinna Inga Guð-
mundsdóttir og Kristín Bögeskov, djákni.
Kór kirkjunnar syngur ásamt Ingu
Bachman, einsöngvara. Organistar Reynir
Jónasson og Peter Sykes. Formaður sókn-
arnefndar Guðmundur Magnússon flytur
ávarp. Veitingar I safnaðarheimilinu að
messu lokinni. Hátíðartónleikar kl. 20:30.
Sænski organistinn Anders Bondeman leik-
ur.
Síðdegistónleikar mánudag kl. 18:00. Árni
Arinbjarnarson organisti Grensáskirkju.
Mömmumorgnar alla miðvikudaga kl. 10-12.
SELTJARNARNESKIRKJA
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Nemend-
ur úr Tónlistarskóla Seltjarnarness spila.
Sunnudagaskólinn hefur göngu sína og eru
foreldrar og börn hvött til að mæta til guðs-
þjónustu. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir.
Hugleiðingu flytur sr. Sigurður Grétar
Helgason. Verið öll hjartanlega velkomin.
Prestarnir.
FRIÐRIKSKAPELLA
Kyrrðarstund í hádegi mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu að
stundinni lokinni.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK
Guðsþjónusta kl. 14:00. Börn borin til
skírnar. Organisti Kári Þormar. Allir hjartan-
lega velkomnir. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns-
son.
MINNINGARGREINAR
Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson, Þing-
vallastræti 26, Akureyri Iést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri 22. ágúst s.l. Hann var
fæddur á Hafralæk í Aðaldal
27. júlí 1934 og var því nýorð-
inn 65 ára. Hann var næst
yngstur í átta barna hópi þeirra
Sigurbjargar Sigurjónsdóttur
og Gunnars Sigurjónssonar en
þau eru í aldursröð Helga,
Þóra, Líney, Herdís, Birna, Ari,
Sigurður og Theódór. Herdís
lést á síðasta ári. Eftirlifandi
systkyni eru búsett á Akureyri,
nema Líney sem býr á Húsavík.
Sigurbjörg og Gunnar bjuggu
síðar á Grenjaðarstað í Aðaldal
en fluttu þaðan til Illugastaða í
Fnjóskadal 1949, þar bjó fjöl-
skyldan til ársins 1961 þegar
Gunnar lést.
Sigurður flutti þá til Akur-
eyrar og bjó alltaf síðan hjá
Helgu systur sinni. Sigurður
var um tíma á sjó en vann
Iengst af verkamannavinnu var
mikið á vélum og tækjum.
Lengi vann hann hjá Norður-
verki, einnig hjá Möl og sandi
en síðustu árin starfaði hann
hjá Hitaveitu Akureyrar.
Hann Siggi frændi giftist ekki
og átti ekki afkomendur, en hann
var einstaklega barngóður og
skemmtilegur við krakka. Þess
nutu börnin okkar sem um lengri
og skemmri tíma dvöldu hjá
ömmu Helgu og Sigga frænda,
og svo síðar börnin þeirra. Siggi
var einstaklega ljúfur maður
glettinn og gamansamur. Hann
var líka sérlega skapgóður. Það
fór ekki mikið fyrir honum og
hann var ekki fyrir að trana sér
fram, en þeir sem þekktu Sigga
vissu að þar fór góður maður,
greindur og réttsýnn.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við þakka Sigga samfylgd-
ina, einnig alla hans góðvild og
hlýju við börnin okkar og barna-
börn.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
****
Það var stór barnahópur sem
var að alast upp á „Stöðunum“,
bæjunum í kringum Grenjaðar-
stað, á árunum um og eftir 1940.
Vorið 1941 fluttu hjónin Sigur-
björg Sigurjónsdóttir og Gunnar
Sigurjónsson í Gamlabæinn á
Grenjaðarstað. Þau áttu 8 börn
og yngri börnin fjögur bættust í
hóp leikfélaga frá Staðarhóli,
Hvoli, Aðalbóli og Grenjaðar-
stað. Hann Siggi var næstyngstur
systkina sinna og sá fyrsti þeirra
til að kveðja.
Hugur minn reikar til baka.
Snemma voru öllum börnunum
fengin skyldustörf á hendur, það
var svo sjálfsagt og verkefnin
næg. En nægar tómstundir
gáfust þó til leikja og engin vand-
ræði að finna upp á þeim. Salta-
brauðsleikur, slagbolti, ræningja-
leikur, að rekja pílu, svo eitthvað
sé nefnt. Pílan oftast nær teikn-
uð upp á hlaðinu við Gamlabæ-
inn, þar voru endalausir felu-
staðir inni og úti. Við skriðum
inn í öll þau skúmaskot sem fyr-
irfundust í bænum, jafnvel milli
þilja. A veturna þegar snjór var
nægur var farið á skíði í hólnum
á Staðarhóli, stundum búnar til
hengjur og iðkað skíðastökk.
Enginn heimsmeistara leikvang-
ur það, en nægði börnum til
skemmtunar. Stundum var
heyjasleðinn hans Hannesar
fenginn að láni, kjálkarnir lagðir
upp á hann og svo raðaði allur
hópurinnn sér á sleðann. Ef gott
var færi brunaði sleðinn alla leið
niður á Aðalbólstún, yfir lækinn,
veginn og girðinguna sem allt var
á kafi í ís og snjó. Enginn taldi
eftir sér að basla með sleðann til
baka upp á hólinn og svo var tek-
in önnur buna. Stundum gerði
Iíka gott svell á Staðarhólstún-
inu. Þá voru skautarnir teknir
fram. Að sumum af þeim útbún-
aði væri víst brosað í dag. En því
varð að tjalda sem til var og ekk-
ert um það fengist.
Eitt sinn var það þegar smalað-
ur var „Dalurinn“, líklega til rún-
ings, að við Siggi vorum send
suður Gljúfur og fram að „mæði-
veikigirðingu“ að smala því fé
sem þar væri. Það gekk greiðlega
þar til Siggi gerði stóra uppgötv-
un. Hann fann helli í hrauninu
utan við girðinguna. Þetta fyrir-
bæri þurfti hann auðvitað að
rannsaka vel og fór í það drjúgur
tími, svo það þurfti hraða fætur
til að safna saman þeim kindum
sem við höfðum fundið og koma
þeim vestur af. Trúlega höfum
við fengið einhverjar skammir
fyrir drollið.
Síðasta veturinn okkar í barna-
skóla vorum við Siggi á tímabili
samferða á hestum í skólann. Þá
var nú stundum sprett úr spori
og reynt með hestunum og
metist á um hvor væri betri gæð-
ingur, Jörp pabba eða Jarpur
Gunnars. Engin niðurstaða mun
hafa fengist í því máli.
Eg hef oft hugsað um það að
hvergi safnaðist þessi hópur
saman inni í bæ, eins oft og í
pínulitla eldhúsinu í Gamlabæn-
um. Sjö til tíu órabelgir sátu þar
þétt á eldhúsbekknum, mjóa
bekknum við vegginn og jafnvel á
gólfinu. Ekki ósjaldan laumaðist
Siggi í tóbaksdósirnar og tók
nokkur korn í nefið, til þess að
láta okkur hlæja að því þegar
hann færi að hnerra sem hann
gerði ósvikið. Það var vandlega
talið saman og mikið hlegið.
Stundum kom Gunnar bóndi í
gættina með gamanyrði á vör, en
Sigurbjörg komst varla fyrir í eld-
húsinu sínu. Aldrei man ég til
þess að stuggað væri við okkur,
eða við værum látin finna að við
værum til óþæginda.
Þessar bernskuminningar og
miklu fleiri hafa verið mér svo
ríkar í huga síðan ég frétti látið
hans Sigga, jafnaldra míns og
fermingarbróður, hugurinn dval-
ið við þessa veröld sem var -
horfinn heim. Litla eldhúsið
hennar Sigurbjargar, þar sem við
söfnuðumst saman svo oft, er
horfið. Þar er nú fallega hlaðinn
bæjarveggur og burnirótin
blómgast þar hvert ár. Fyrir mér
er þessi sérstaki veggur Gamla-
bæjarins eins og minnisvarði um
liðna daga.
Vorið 1949 urðu þáttaskil.
Fjölskyldan í Gamlabænum
flutti búferlum að Illugastöðum í
Fnjóskadal. Og brátt hófst lífs-
baráttan fyrir okkur öllum, í ýms-
um myndum.
Arin hafa liðið, fundir okkar
Sigga og systkina hans hafa verið
strjálir, en aldrei hefur gróið yfir
gömul spor þó gatan væri fáfarin.
Hann Siggi var gleðimaður, þó
alvara leyndist undir. Glaðvær í
vinahópi, kannski svolítið stríð-
inn á stundum og hafði næmt
auga og eyra fyrir því sem skop-
legt var. Duglegur og trúr verk-
maður og vinsæll af vinnufélög-
um og yfirmönnum sínum, það
er mér kunnugt um. Enda skipti
hann ekki oft um vinnustaði á
ævinni. Hann unni svo fagurri
sönglist, það veitti honum ótæpt
yndi og hann var tryggur vinur
vina sinna. Hann Siggi var góður
drengur, góður maður. I gömlu
kvæði er þetta erindi:
I daga og nætur skiftist skákborð
eitt,
af skapanornum er þar manntofl
þreytt.
Þærfæra oss til ogfella oss,
gera oss niát,
unsfrú og kóngi er loks í stokkinn
þeytt.
Þetta erindi hefur oft komið
mér f hug í mínu flókna tafli við
lífið og tilveruna. Og mér kemur
það í hug nú. Lífið tekur okkur
öll margvíslegum glímutökum og
veltur á ýmsu um tap og vinning.
Við getum spurt, leitt hugann að
hvað myndi talið til vinnings þeg-
ar komið er yfir landamærin, þar
sem áreiðanlega ráða önnur gildi
en í þeirri efnishyggjuveröld sem
við lifum í hérna megin tjaldsins.
Skyldu ekki hógværð og góð-
mennska vega þar þungt á skál-
um.
Siggi minn - ég þakka allar
stundir á vegferðinni og bið þér
friðar og blessunar á nýjum leið-
um. Systkinunum „frá Gamla-
bænum,“ sendi ég innilegar sam-
úðar og vinarkveðjur.
Brynliildur L. Bjarnadóttir.
-----------------------.
ORÐ DAGSINS
462 1840
K______________________r