Dagur - 21.09.1999, Blaðsíða 2
18 - l'RIDJUDAGU R 21. SEPTEMBER 19 9 9
LÍFIÐ í LANDINU
L
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
„Ég finn að hér í
ráðuneytinu er
gott fólk, sem
skilar sínum störf-
um vel af hendi.
Mér finnst vinnu-
andinn góður og
mikill hugur í
fólki að standa við
bakið á ráðherr-
anum, sem lét
stór orð falla ein-
hverntíma í hita
leiksins." Guðni
Ágústsson land-
búnaðarráðherra í
viðtali við Dag,
aðspurður um
ummæli hans um
hraða snigilsins í
landbúnaðarráðu -
neytinu.
EkkL réttar niðurstöður
Einu sinni þegar Egill Jónsson, alþingis
maður og bóndi á Seljavöllum, átti sæti í
fjárlaganefnd, sem þá hét raunar íjárveit-
inganefnd, var Sigurður Þórðarson ríkisend-
urskoðandi kallaður á fund nefndarinnar til
að reikna út einhveijar tölur varðandi sauð-
kindina, að beiðni Egils. Þegar Sigurður
hafði reiknað dæmið kom í ljós að útkoman
var bændum óhagstæð. Þetta líkaði Agli illa
og sagði: „Þetta eru ekki niðurstöðurnar sem
ég bað um.“
Eiturbyrlarinn úr Valhöll
Jón Guðmundsson, oft kendur við Brúsa-
staði í Þingvallasveit, var veitingamaður í
Valhöll á ÞingvöIIum forðum tíð. Eitt sinn
kom Stefán Jóhann Stefánsson krataforingi,
sem þá var formaður Norræna félagsins, til
Jóns og pantaði kvöldverð og gistingu fyrir
fimm starfsbræður frá Norðurlöndunum.
Hann tók það skýrt fram við Jón að þeir yrðu
að fá góðan mat. Nú var úr vöndu að ráða
fyrir Jón því ekkert kjöt var til í Valhöll nema
af sjálfdauðri belju frá Símoni í Vatnskoti.
Sýnishorn af kjötinu hafði verið sett í rann-
sókn en niðurstaða ekki komin. Þrátt fyrir
það ákvað Jón að láta elda kjötið af beljunni.
Morguninn eftir kom skeyti frá rannsóknar-
stofunni þar sem sagði að kjötið væri óhæft
til manneldis. Jón rétt náði að stinga skeyt-
inu í vasann áður en Stefán Jóhann birtist
æfur af reiði og spurði hvaða eitur Jón hefði
eldað ofan í þá í gærkveldi. Menn hefðu
staðið í biðröð við salernið í alla nótt. Jón
krumpaði skeytið fast saman í vasanum og
sagði: „Stefán minn, menn verða að kunna
sér hóf þótt maturinn sé góður.“ Skömmu
síðar hitti Símon í Vatnskoti Jón og hafði þá
frétt af matareitruninni. Hann sagði við Jón
að hann hefði aldrei ætlast il að hann eldaði
kjötið ofan í fólk. Hann hefði ætlast til að
Jón gæfi refunum þetta: „Ertu vitlaus Sím-
on,“ sagði Jón, „þeir hefðu getað drepist."
Þessi saga er úr bókinni Herra forseti.
Ljóttr eru Eyjabakkar
Sennilega skýrir þessi vísa sig alveg sjálf en
hana orti kunnur hagyrðingur eftir Eyja-
bakkaför ákveðins ráðherra:
Fegurð mína þjóðin þakkar,
þrýstir mér tfremstu röð.
En - Ijótir eru Eyjabakkar
ekki fór ég þaðan glöð.
Samökin UNIFEM leggja
mikla áherslu á að fræða konur
í þriðja heiminum um rétt sinn
og mennta þær, því það er fjár-
sjóður sem aldrei verður frá
þeim teldnn. Markmiðið er
alltaf að hjálpa konum til
sjálfshjálpar.
UNIFEM á íslandi styrkir til
dæmis konur á Indlandi sem
þegar eru með grunnmenntun
til þess að afla sér menntunar
á æðri stigum þannig að þær
komist til áhrifa. Einnig fá
konur í löndum þar sem styij-
aldir geysa, æfingu og stuðning
til að taka þátt í friðarumræð-
um. Þetta er meðal annars gert
með því að þjálfa þær í ræðu-
mennsku og kynna þeim fé-
lagslegan rétt sinn.
Stuðningur við fátækar kon-
ur í Andesíjöllum er gott dæmi
um verkefni sem við höfum
Iagt í. Þar var konum kennd
uppbygging lítilla fyrirtækja,
t.d. bókhald og markaðssetn-
ing. Konurnar unnu við rækt-
un koms. Þær fengu myllu og
bökumaofn og tókst með ódýr-
um en smekklegum umbúðum
að gera vöruna sína eftirsótta
og ódýrari á markaðinum en
hjá samkeppnisaðilanum. Þetta verkefni skilaði
sérlega góðum árangri og vann til verðlauna.
I Mexíkó styrkjum við nú konur sem eru að
setja á stofn fyrirtæki í kringum býflugnarækt auk
þess látum við fé af hendi rakna í alþjóðlegan sjóð
sem berst móti ofbeldi gegn konum í
hvaða mynd sem það birtist.
Hvemig aflið þiðfjárl
„Ríkisstjómir margra landa Ieggja
samtökunum lið vegna þess hversu
markvisst þau vinna. Við, í íslensku
deildinni, byijuðum á að safna félög-
um sem greiddu árgjald en síðustu
þijú ár hafa stjómvöld veitt tveimur
og hálfri milljón árlega til okkar verk-
efna. Það hefur alveg gersamlega
breytt stöðunni."
Eru samtökin UNIFEM starfandi
víða um heim?
„Þau eru starfandi í 17 löndum en
verkefnin sem í gangi em skipta
hundruðum og ná til 70 landa. Við
veljum okkur verkefni af listum sem
við fáum frá skrifstofum samtakanna
erlendis og getum fylgst með hvernig
þeim vegnar sem þiggja okkar aðstoð.
Auk þess sem UNIFEM styður kon-
ur til menntunnar, hjálpar félagið þar
sem fátæktin er sámst, t.d. við að
leggja vatnsleiðslur í þorp og grafa
brunna. Það er mikilvægt vegna þess
að það getur tekið konur hálfan dag-
inn að ná í vatn og þá er ekki mikill
tími til að afia sér þekkingar. Þó
stuðningur UNIFEM beinist aðallega
að konum skal hafá í huga að flestar
eiga þessar konur feður, bræður, eig-
inmenn og syni sem njóta góðs af.
Það er almennt viðurkennt að hjálp til kvenna
hefur mikil margföldunaráhrif sem skilar sér inn í
þjóðfélagið. Með þM að kenna stúlku að lesa hef-
urðu kennt heilli Qölskyldu að lesa.
GUN.
Friðarumræðurog
stjómunarstörf, bý-
flugmræktog bók-
hald ermeðal þess
sem konur íþróumr-
löndunumfá þjálf-
uníjyrir atbeina
samtakanna UNI-
FEM. SigríðurMar-
grét Guðmundsdótt-
irerfonnaðurís-
lensku deildarinnar
semerlOáraum
þessarmundir.
SPJALL
FRÁ DEGI TIL DAGS
Auðvitað hefði það ekki kostað mig tú-
skilding að fúllyrða, að ég væri jafn-
kunnugur í Himnaríki og í Hafnarfirði.
Sigurður Nordal
Þau fæddust 21. september
• 1842 fæddist Abdúlhamid II., sem var
soldán Ottómanveldisins frá 1876 til
1909.
• 1915 fæddist séra Emil Björnsson,
sem lengi var fréttastjóri sjónvarpsins.
• 1931 fæddist bandaríski leikarinn
Larry (joðerr) Hagman.
• 1934 fæddist kanadíski sönglarinn
Leonard Gohen.
• 1938 fæddist Atli Heimir Sveinsson
tónskáld.
• 1945 fæddist Bjarni Tryggvason geim-
fari.
• 1947 fæddist bandaríski hrollvekju-
höfundurinn Stephen King.
Þetta gerðist 21. september
• 1522 gaf Martin Luther út fyrstu
þýðingu sína á Nýja testamentinu á
þýsku.
• 1776 braust út eldur í New York, og
brunnu þar til grunna nærri 300 hús,
sem þá var um það bil fjórðungur
allra húsa í borginni.
• 1915 keypti Englendingur að nafni
C.H.E. Chubb á uppboði steinana
frægu í Stonehenge á Englandi, og
greiddi 6.600 pund fyrir.
• 1919 skemmdist Reykjanesviti mikið í
jarðskjálfta.
• 1949 lýstu kommúnistar í Kína yfir
stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins.
• 1963 sæmdu Bretar Eirík Kristófers-
son skipherra orðu, m.a. fyrir björgun
breskra sjómanna.
• 1964 hlaut eyjan Malta í Miðjarðar-
hafinu sjálfstæði undan Bretum.
Vísa dagsins
Bráðum kveð égfólk ogfrón
ogfer í mtna kistu -
rétt að segja samaflón
sem ég var ifyrstu.
Matthías Jochumsson
Afmælisbam dagsins
Bókmenntafræðingurinn Helga Kress
fæddist í Reykjavík þann 21. septem-
ber árið 1939. Hún tók stúdentspróf
frá Menntaskólanum í Reykjavík árið
1959 og Cand. mag. próf í íslenskum
fræðum frá Háskóla Islands. Hún hef-
ur kennt við Háskóla íslands frá árinu
1980 og hjá henni hefur margur bók-
menntafræðineminn fengið eld-
skímina. Helga hefur verið mikilvirk á
sviði kvennafræða og hefur skrifað
bækur og ritgerðir um þau firæði. Hún
hefur haldið lyrirlestra um fræði sín
við háskóla um víða veröld.
„Ekki starta neinu, góði!“
Maður nokkur kemtir inn á skemmtistað
og ætlar heldur betur að skemmta sér, en
er stöðvaður í dyrunum af dyraverði einum
miklum, sem segir: „Þú ert ekki með bindi,
góði. Farðu og náðu í bindi.“ Maðurinn fer
út í bíl, sest í sætið og hugsar sitt ráð.
Hann þykist muna að hann eigi ekkert
bindi heima, nema óhreint eða ónýtt. Þá
fær hann hugmynd. Hann tekur annan
startkapalinn, bregður honum um hálsinn
og tekst einhvern veginn að vefja honum
upp í snyrtilegan hnút í hálsinn, en lætur
endana dingla lausa. Dyravörðurinn horfir
á hann stundarkorn, en segir síðan: ,/Etli
ég leyfi þér ekki að fara inn svona, í þetta
sinn. En farðu bara ekki að starta neinum
ólátum, góði.“
Veffang dagsins
Islenskur vefur um börn og barnaupp-
eldi er á www.isholf.is/amdisk/up'peldi.htni