Dagur - 21.09.1999, Side 4
20- ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMRER 1999
LÍFIÐ í LANDINU
Ég ætla að verða fyrsta fil-
ipp-eyska konan sem lýkur
háskólanámi á íslandi,
sagði Maida Tangolamos á
fundi hjá félaginu Fjöl-
breytni auðgar á dögun-
um. Maida er 16 ára og á
leið í framhaldsskóla. Hún
hefur búið á íslandi í þrjú
ár en íslenska er þriðja
málið hennar. Maida horfir
björtum augum til framtíð-
arinnar en í erindi hennar
kom fram að fyrstu árin á
íslandi hefðu verið mjög erfið fyrir unga
stúlku frá Asíu. Hún er ekki ein um þá
lífsreynslu í hópi nýbúa. Á íslandi hefur til
skamms tíma búið einsleitur hópur fólks
með sterka menningarhefð og ríka arfleifð
í íslenskri tungu og bókmenntum. En ís-
lendingar eru að breytast. Þeir tala íleiri
tungumál og eiga sér ólíkari rætur en
áður. í fjölbreytileika þeirra felst auður
sem ekki má fara forgörðum.
UMBÚÐA-
LAUST
„Okkur ber að
gefa öllum sem
hér vilja búa
sömu tækifæri til
mennta og
þroska - og þá
skiptir engu hvort
viðkomandi er
fæddur í Kópa-
vogi eða Kuala
Lumpur, “ segir
Þórunn Svein-
bjarnardóttir.
Heimatílbúinn
undirmálshópm'?
90% brottfall
úr framhaldsskólum
Nemendum sem tala annað móðurmál en
íslensku Ijölgar ört í grunnskólum lands-
ins. Að sögn Ingibjargar Hafstað, kennslu-
ráðgjafa í nýbúafræðslu, tala grunnskóla-
nemendur á íslandi a.m.k. 80 tungumál.
Brottfall tvítyngdra nýbúa úr framhalds-
skólanámi er gífurlegt hér á landi, eða um
90% þeirra sem skráðir hafa verið hjá ný-
búafræðslunni. Þetta er ógnvænlegt hlut-
fall og ljóst að grípa verður strax í
taumana til þess að veita nýbúum sömu
tækifæri til náms og öðrum íslenskum
ungmennum.
Á fundi félagsins Fjölbreytni auðgar
kom ítrekað fram að meiri sveigjanleika
þarf í framhaldsskólanámi nýbúa en ann-
arra. í Iðnskólanum í Reykjavík geta ný-
búar fengið sérkennslu í íslensku sem
margir hafa nýtt sér. Fjölnir Ásbjörnsson,
sérkennari við Iðnskólann, kynnti hug-
myndir að tveggja ára námi fyrir nýbúa á
framhaldsskólastigi, sem myndað gæti
grunn að frekara námi við íslenska fram-
haldsskóla. Einn meginþáttanna í athygl-
isverðum hugmyndum Fjölnis er að veita
kennslu í móðurmálum nemendanna.
Aó eiga
ekki móðurmál
í nýrri aðalnámskrá grunnskóla er lögð
áhersla á gildi móðurmálsins og jafnvel
kveðið svo fast að orði að stefna skuli að
virku tvítyngi þeirra sem alast upp við að
læra tvö tungumál. Veruleikinn sem blasir
við í grunnskólum landsins er allt annar
en ráða má af aðalnámskrá. Nýbúabörn
eiga rétt á tveimur aukatímum í íslensku í
viku hverri. Þeim er hins vegar ekki
tryggð kennsla í móðurmálinu sínu. Það
þýðir að hætt er við því að börnin týni nið-
ur móðurmálinu, grundvelli allrar hugs-
unar og lærdóms síðar meir, svo að ekki
sé minnst á þann menningarheim sem
hver tunga felur í sér.
Svo virðist sem útlendingar nýfluttir til
íslands séu ekki hvattir til þess að tala
móðurmálið sitt heima. Það er mjög mið-
ur, en ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að
öll áhersla er lögð á að læra íslenskuna
fljótt og vel. Reynslan sýnir hins vegar að
með því að hafa fullkomið vald á móður-
máli sínu gengur nýbúabörnum betur en
ella að ná tökum á íslenskunni.
í Kópavogi
eða Kuala Lumpur
í upplýsingasamfélaginu er staðgóð
menntun, lífsleikni og færni í þekkingar
öflun undirstaða farsældar í lífi og starfi.
Með því að veita nýbúabörnum ekki þá
aðstoð sem þeim ber við að læra íslensku
og viðhalda móðurmáli sínu rænum við
þau möguleikum til þroska og menntunar.
Ef okkur er alvara í því að allir þegnar
samfélagsins eigi að hafa jöfn tækifæri til
þroska og athafna, þá látum við það ekki
um okkur fréttast að í samfélagi sem
stærir sig af háu menntunarstigi og miklu
ríkidæmi sé óðum að skapast illa mennt-
aður undirmálshópur sem dæmdur er til
verri kjara en við, sem erum svo heppin
að vera fædd á íslandi, mundum nokkurn
tíma sætta okkur við. Höfum hugfast að
fjölbreytni samfélagsins auðgar það og
bætir. Okkur ber að gefa öllum sem hér
vilja búa sömu tækifæri til mennta og
þroska - og þá skiptir engu hvort viðkom-
andi er fæddur í Kópavogi eða Kuala
Lumpur.
r
MENNINGAR
LÍFIÐ
Stafræn kvikmyndagerd
Málþing um
margmiðlun-
artækni í
kvikmyndum
hefst í dag í
tengslum við
Norrænu stutt- og
heimildamyndahátíðina og
stendur þingið fram á íostu-
dag. Á námsstefnunni halda
erlendir sérfræðingar fyrir-
lestra um stalræna fram-
leiðslu, dreifingu og sýningu
á myndum. Opnun náms-
stefnunnar verður í dag
kl.18.30 í Háskólabíói og
verður þar m.a. sýnd myndin
Haustlauf (3 mín.) sem fram-
leidd var á staírænu nám-
skeiði í Danmörku.
Skráningargjald er 5000 kr.
Póstkort og stórsöngvaxar
Það er í
nógu að
snúast fyrir
Menningar-
borgahá-
tíðahöldin í
borginni á næsta ári. Búið
er að prenta sérstök menn-
ingarborgarpóstkort, sex að
tölu, og eru þau prýdd ljós-
myndum eftir Rafn Hafnfjörð.
Þá hefur einnig frést að á há-
tíðartónleikum Listahátíðar
þann 8. júm á næsta ári, sem
eru í samvinnu við menning-
arborgina, verða allar helstu
klassísku söngstjörnur vorar:
þau Diddú, Rannveig Fríða
Bragadóttir, Kristján Jó-
hannsson og Kristinn Sig-
mundsson.
Halníirskar stúlkur
í helgarblaði
Dags birtist
mynd á bls.
33 og sagði í ^
myndatexta
að þar sætu
5 reykvísk-
ar stúlkur. Sonur einnar
stúlkuimar kom á ritstjórn í
gær og upplýsti að stúlkurnar
fimm hefðu verið dætur
Augusts Flygenring og Þór-
unnar Stefánsdóttur, þær
Anna, Unnur, Sigríður, Hall-
dóra og Elísabet. Þess má
geta að myndin var tekin í
byrjun þriðja áratugarins og
stúlkurnar voru hreint ekki
reykvískar, eins og hcimild
blaðsins sagði, holdur hafn-
íirskar.
Hið MLkomna réttardrama
Sennilega er það einhver tegund
af hrifnæmi sem gerir það að
verkum að ég hef unun af réttar-
drömmn. Það færist sælusvipur
yfir andlit mitt þegar manneskja í
bíómynd eða sjónvarpsþætti sver
við helga bók í réttarsal að segja
sannieikann og ekkert nema
sannleikann - og byrjar svo að
ljúga. Það kemur síðan í hlut
snjalls lögmanns að afhjúpa lyg-
ina, og í vel heppiiaðri mynd gerir
hann það á lokamínútumnn með
því að egna lygarann svo að hann
fær bræðikast eða taugaáfall og
talar af sér. í þessum myndum er verj-
andinn ætíð í hiutverki þess sem hefur
réttlætið sín megin (sem mér finnst rétt
kratísk hugmyndafræði) en á sækjandan-
um sést að hann tók lagapróf með glans
en hefur engan áhuga á framgangi rétt-
lætisins. Hann vill bara vixma.
Nú er I uppsiglingu dómsmál sem
virðist hafa alla burði til að geta
verið með hressilegri réttardröm-
um, ef rétt er á spilum haldið, og
þar á ég við málsókn Kjartans
Gunnarssonar á hendur Sigurði
G. Guðjónssyni. Ég hef hins vegar
vissar áhyggjm- af því að stefnda
standi alltof mikið á sama um það
hvort hann verði sýknaður eða
fundinn sekur. Ég efast ekki mn
að Sigurður hafi djúpstæðari
þekkingu á íslensku lagakerfi en
ég, en ég hef sennilega horft á
fleiri bíómyndir og hef því líklega
öllu dramatískari væntingar til
þessa máls en hann. Samkvæmt hinni
klassísku formúlu, sem hlýtur að heilla
fleiri en mig, ber verjanda í þessu máli
að kalla til vitnis alla þá sem nefndir hafa
verið til sögu: forsætisráðherra, mennta-
málaráðherra, Kolkrabbann allan,
bankaráð, bankastjóra og starfsmenn
Landsbankans, og Jón Ólafsson. Þá verða
MENNINGAR
VAKTIN
„Ég efast ekki um að Sig-
urður hafi djúpstæðari
þekkingu á íslensku laga-
kerfi en ég, en ég hef
sennilega horft á fíeiri bíó-
myndir og hefþví líklega
öllu dramatískari vænting-
ar til þessa máls en hann.“
margir áminntir um sannsögli en ein-
hverjir hljóta að ljúga og einhverjir verða
aíhjúpaðir með tilheyrandi tilfinninga-
uþpnámi. Hverjir það verða veit ég ekki,
maður veit svoleiðis aldrei fyrr en á
æsandi lokamínútunum. Ég man þó að
verjandinn Perry Mason tapaði oinu máli
á áratuga ferli sínum í sjónvarpi. Ég þyk-
ist því vita hvoru megin réttlætið sé í
þessu máli. En um leið er þess að geta að
vinir mínir eru sífellt að benda mér á að í
lífinu gildi önnur lögmál en í bíómynd og
því séu þeir réttlátu ekki alltaf sýknaðir. -
„Því miður“, svara ég.