Dagur - 23.09.1999, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999
Tkyptr
SUÐURLAND
Nvr tómstunda-
trúi til starfa
i\yr
íiilll
Sigþóra Guðmunds-
dóttir er tómstunda-
og forvamarfulltrúi í
Eyjum. Veitir fálags-
miðstöð forstöðu.
Fáir krakkar með frjó-
ar hugmyndir.
Sigþóra Guðmundsdóttir hefur
verið ráðin tómstunda- og for-
varnarfulltrúi Félagsmiðstöðvar-
innar í Eyjum. Hún tók form-
lega Hð starfinu 9. september sl.
en hefur unnið að undirbúningi
vetrarstarfsins frá því í febrúar.
Starfsheiti Sigþóru er nýtt, því
áður var það tómstunda- og
íþróttafulltrúi sem sá um félags-
miðstöðina. Það var Guðmund-
ur Þ.B. Olafsson sem gegndi
starfinu áður, en hann er þó enn
í starfi íþróttafulltrúa Vest-
mannaeyja. Sigþóra segir að aðr-
ar breytingar verði samfara
þessu nýja starfi hennar.
Fáir með frjóar hugmyndir
„Tómstunda- og íþróttafulltrúi
heyrði áður undir tómstundaráð,
en tómstunda- og forvarnarfull-
trúi heyrir hins vegar undir fé-
lagsmálaráð. Samfara þessu ætl-
um við að breyta starfsemi fé-
Iagsmiðstöðvarinnar og reyna að
virkja unglingana til þess að
sýna frumkvæði og höfða til sem
flestra," segir Sigþóra.
Félagsmiðstöðin er ætluð
krökkum á aldrinum 12 til 16
ára og eru þau því í 7. til 10.
bekk grunnskólans, en að með-
altali koma 40 til 50 krakkar á
„opin hús“ í félagsmiðstöðinni.
„Við höfum fundað um hvað
krakkarnir vilja helst gera og það
virðist mestur áhugi fyrir því að
koma af stað klúbbastarfsemi af
ýmsu tagi og í framhaldi af því
munum við fækka „opnum hús-
Sigþóra Guðmundsdóttir, tómstunda og forvarnafuiitrúi í Eyjum. Tekin upp
meðvituð stefna til þess að fræða unglingana um þær gildrur og díki sem
krakkar rata gjarnan i, segir hún m.a. hér í viðtalinu. mynd: - beg.
um“, þar sem krakkarnir eru að-
allega að hangsa, eða í billjard,
tölvuleikjum eða borðtennis. Við
viljum að krakkarnir byggi á sín-
um eigin áhugamálum, en ekki
að þeir yppi öxlum og segi bara
„ég veit það ekki“ eða önnur
hlutlaus orð. En það eru allt of
fáir sem eru með fijóar og skap-
andi hugmyndir. Reyndar hefur
verið rekinn útvarpsklúbbur í
þrettán ár og hann hefur alltaf
verið vinsæll, en nú er til dæmis
mikill áhugi fyrir því að athuga
með grundvöll fyrir blaðaútgáfu-
hóp,“ segir Sigþóra ennfremur.
Vekja til vitimdar
Vekja foreldrana til vitundar Sig-
þóra segir að þar sem nú sé starf
hennar orðið forvarnarstarf, þá
verði tekin upp meðvituð stefna
til þess að fræða unglingana um
þær gildrur og díki sem krakkar
rata gjarnan í. „Við viljum gjarn-
an vekja foreldrana til vitundar
um þær hættur sem krökkum
þeirra eru búnar vegna vímu-
efnaáreita úti í samfélaginu. I
því skyni ætlum við að fá
Mumma i Mótorsmiðjunni til
þess að fræða foreldrana og
krakkana. En það verður að
segjast eins og er, að oft eru það
foreldrar þeirra krakka sem helst
þyrftu að hafa áhyggjur sem
sýna slíku engan áhuga. Þarna
þarf að verða hugarfarsbreyt-
ing.“ -BEG
Sameinast um byggingafuUtrúa
Ásahreppur, Djúpaárhreppur, Holta- og Landsveit og Rangárvalla-
hreppur hafa samið við Verkfræðistofuna Snertil á Hellu um störf
byggingafulltrúa í þessum sveitarfélögum. Þá er kveðið á um það að í
samningnum, sem er virtur uppá tæplega sjö millj. kr. á ári, að verk-
fræðistofan sinni margvíslegum öðrum verkefnum, svo sem þeim
sem koma í hlut tæknifræðinga í hverju sveitarfélagi. Frá þessu segir
í Dagskránni. - SBS
Flykki valt af vagni
Við lá að illa færi, er
þungaflutningabíll fór út
af Oseyrarveginum rétt
við brúna yfir Olfusá. Var
þar um að ræða bíl með
tengivagn á leið í Sultar-
tangavirkjun með 75
tonna vélarhluta í virkj-
unina. Svo virðist sem
bílstjórinn hafi gleymt
sér eitt andartak og það
var nóg til þess að kant-
urinn gaf sig. Þegar um
er að ræða þyngd sem
þessa er lítið hægt að
gera til bjargar og bíllinn
lenti utan vegar. Vélar-
hlutinn losnaði af og
Ienti upp á kant í sandin-
um. Ekki er talið að
neinar skemmdir hafi orðið og brugðust menn skjótt við, hífðu flykk-
ið aftur upp á tengivagninn og héldu sem leið lá á áfangastað. Vegur-
inn var lokaður í um fjórar klukkustundir á meðan verið var að koma
flykkinu aftur upp á vagninn. - hs
Átthagafélög af stað
Nú er að hna í gang vetrarstarf hinna ýmsu átthagafélaga sem starf-
rækt eru í Eyjum. Atthagafélag Norðlendinga er engin undantekning
þar á. Allflestir hafa notið góðs frís og sólarinnar í sumar þar sem
það hefur átt við, eða hvað...
Átthagafélag Norðlendinga verður með hefðbundna dagskrá í vet-
ur og hefur starfið á fjögurra kvölda keppni í félagsvist sem fara mun
fram í Alþýðuhúsinu. Ómissandi kvöldskemmtanir. Fyrsta spila-
kvöldið verður 21. september kl. 20:30 og er aðgangseyrir kr. 600.
Einnig er hafinn undirbúningur að þorrablóti félagsins, en það mun
verða haldið 15. jánúar með sínum föstu liðum, borðsálmi og fleiru,
svo rétt er að benda félögum á að taka þessa helgi frá ekki seinna en
strax, því þetta verður þorrablót aldarinnar í Vestmannaeyjum.
Félagar eru hvattir til þess að mæta á uppákomur félagsins og að
sjálfsögðu eru allir velkomnir. -BEG
Bílinn valt og afhonum allt.
SUÐURLA NDS VIÐTALIÐ
Vörum húseigendiir við
að leigja þessu fóUd
Tómas
Jónsson
aðstoðaryfirlögreghiþjönii á
Selfossi.
Eins og kemurJramá öðr-
um stað í blaðinu varð mihi)
uppistand í Þorlákshöfn í
byrjun vikunnar þegar ótt-
ast varað eiturlyfjasalar úr
höjuðborginni gripu til
vopnaðra innheimtuað-
gerða. Víkingasveitkom lög-
reglunni á Selfossi tilað-
stoðarí málinu.
Er fíkniefnaheimurinn
farinn að útvíkka sig austur
fyrir fjall?
“Hann hefur verið hér hjá
okkur en kannski ekki í eins
áberandi mæli og á Reykjavík-
ursvæðinu. Af og til hafa komið
upp mál hjá okkur er tengjast
fíkniefnaheiminum með einum
eða öðrum hætti. Við verðum
varir við að fólk sem hefur stað-
ið framarlega í þessu í borginni
er farið að sækja hingað austur.
Er jafnvel að leita sér að hús-
næði hérna þegar þrengist á
leigumarkaði í Reykjavík. Mér
sýnist að þróunin sé sú. Við
erum stutt frá og sennilega er
húsnæði ódýrara hér.“
- Hvernig líst ykkur á þá
þróun?
“Okkur líst náttúrulega eng-
an veginn á það. Við höfum
viljað vara húseigendur við
þessu fólki og kanna vel hverj-
um þeir eru að leigja. Leigusal-
ar hér hafa lent í verulegum
vandræðum útaf svona fólki.
Það er nefnilega ekki svo auð-
velt að losna við það þegar það
er komið inn. Þess vegna vilj-
um við endilega koma því á
framfæri við húseigendur að
þeir gæti sig á því hverjum þeir
leigja. Þetta vill flæða yfir þegar
dýrara verður að leigja í Reykja-
vík og minna um laust hús-
næði.“
- Hvernig er ykkar embætti
í stakk búið að takast á við
fíkniefnamál?
“Hvorki vel eða illa, eða með
svipuðum hætti og önnur lög-
regluembætti á landinu. Við
erum hér með lögreglumenn
með talsverða reynslu í svona
málum sem m.a. hafa unnið
með fíkniefnalögreglunni í
Reykjavík og sótt þar þjálfun og
fræðslu. Allmargir menn úr
liðinu hér á Selfossi hafa farið
og kynnt sér störf
fíkniefnadeildar Lögreglunnar í
Reykjavík, en við hana höfum
við raunar alla tíð átt mjög gott
samstarf við bæði rannsókn
mála og forvarnir - og er
fyrirhugað er að efla þetta
samstarf enn frekar í náinni
framtíð .“
- Þannig að menn eru þegar
farnir að bregðast við þessari
þróun?
“Já, já. Við höfum að sjálf-
sögðu gert fleiri ráðstafanir og
reynt að vera mjög vakandi
vegna þessa málaflokks. Hann
er ekki veigaminni en ýmislegt
annað sem við erum að fást við.
Það hafa þónokkur mál komið
upp upp á síðkastið, reyndar
alltaf á hverju ári, en kannski í
auknum rnæli."
- Hvað hafa mörg fíkniefna-
mál komið upp á þessu ári í
umdæmi Selfosslögreglunn-
ar?
“Mér sýnist að þetta séu orð-
in 15 mál, ef allt er tekið sem
til bókar hefur verið skráð.
Þetta er mög svipaður fjöldi og
var á sama tíma í fyrra.“
-BJB
í.