Dagur - 23.09.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 23.09.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 23. september 1999 2. árgangur - 30. Tölublað Gera upp verslun Guolaugs Uimið er að endurgerð Verslunar Guðlaugs heitius Pálssonar á Eyrarbakka. Húsið verður fært í það horf sem var 1919. Hug- myndir um verslunar rekstur. Hjónin Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka keyptu á síðasta ári húsið Sjónarhól á Eyrarbakka, þar sem Guðlaugur heitinn Páls- son kaupmaður verslaði í ára- tugi. A þeirra vegum hefur Jón Karl Ragnarsson trésmiður á Eyrarbakka unnið að endurgerð hússins og hefur húsið verið faert í það horf að ytra útliti sem á því var, þegar Guðlaugur eignaðist það árið 1919. Húsið eins og það var 1919 Húsið er upphaflega byggt árið 1887 af Þórdísi Símonardóttur, ljósmóður. I áranna rás var því breytt á ýmsa vegu og það stækk- að. Guðlaugur Pálsson byggði við húsið og ofan á það árið 1949, þar sem var æ síðan íbúð hans og fjölskyldu hans. Þessi viðbygging hefur nú verið tjar- lægð og nú stendur húsið eftir endurgera. Þau hafa notið góðrar aðstoðar ættingja og vina við ýmsa þætti verkefnisins og er sú hjálp ómetanleg, að sögn Magn- úsar. A undanförnum árum hef- ur vakning átt sér stað í hús- verndunarmálum á Eyrarbakka og má víða sjá merki þess í þorp- inu. Mjög mörg gömlu húsanna á Bakkanum hafa verið endur- gerð á síðustu árum og um þess- ar mundir er verið að endurbæta nokkur hús við aðalgötuna, þar á meðal Sjónarhól. Ka upmaöur af lífi og sál „Guðlaugur Pálsson var kaupmaður af Iífi og sál,“ segir Magnús Karel Hannesson.“Guðlaugur starfrækti verslun sína allt til dauðadags, í des- ember 1993, en þá var hann 97 ára gamall og hafði þá staðið á sama gólfinu frá 1919 eða í 75 ár. Guðlaugur mundi vel tímana tvenna og upp- lifði miklar breytingar á verslun og mannlífi á Eyrarbakka í gegn- um árin. Hann tengdi saman for- tíð og nútíð og verslunin hafði alltaf sinn heillandi blæ og var mikið aðdráttarafl fyrir ferða- menn,“ segir Magnús Karel. -SBS Sjónarhóll á Eyrarbakka. Hæð hefur verið tekin ofan afhúsinu og það fært í upphaflegt horf. Á litlu myndinni er Guðlaugur Pálsson í verslun sinni, en hann verslaði á Eyrarbakka frá 1919 til dánardægurs, hausdð 1993. eins og það var þegar Guðlaugur hóf verslunarrekstur í því árið 1919. Magnús Karel segir að hugmynd sín og Ingu Láru sé að endurgera verslunarinnrétting- arnar í húsinu, svo þar megi reka verslun með svipuðum hætti og Guðlaugur gerði í áratugi. Innréttingar verslunar hans voru gefnar til Byggðasafns Ar- nesinga í Húsinu á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum og eru þar hluti af verslunarsýningu safns- ins. Magnús segir auðvitað tals- verðan kostnað við endurgerð hússins, en þau Inga Lára hafa ekki leitað eftir opinberum styrkjum vegna þessa verkefnis, heldur sé það alfarið fjármagnað af þeim sjálfum. Segir hann verk- efni þetta í raun grundvallast á áhuga þeirra á endurgerð gam- alla húsa, en þetta er þriðja hús- ið á Eyrarbakka, sem þau hjón Tollvöru- geymsla í Þor- lákshöfn Nú hefur verið hafist handa við byggingu tollvöruskemmu í Þor- lákshöfn. Er hún á hafnarsvæð- inu við Skarfaskersbryggju gegnt Kuldabola, hinni nýju frysti- og kæligeymslu Isfélagsins. Um er að ræða 450 fermetra stálgrind- arhús með um 6 metra lofthæð. Búið er að grafa fyrir grunni og er verið að keyra uppfyllingu í hann þessa dagana. Hafnar- sjóður Þorlákshafnar stendur að byggingunni. Er þetta liður í að auka enn frekar þjónustu stað- arins við sjávarútveg og sigling- ar. Búist er við að hægt verði að hefja notkun hússins í kringum 20. nóvember og því verði fulll- okið þann 20. desember nk. Var verkið boðið út í alútboði. Verktaki er Virki ehf í Hafnar- firði. Menn vona að byggingin verði til þess að ýta undir að Þorlákshöfn verði gerð að aðal- tollhöfn sem fýrst. Þingmenn Suðurlands, undir forystu Guðna Agústssonar, hafa hreyft því máli á Alþingi með þingsá- lyktunartillögu. -HS Þessa dagana er verið að hefjast handa viðframkvæmdir við tollvörugeymslu í Þorlákshöfn. Með stórvirkum vinnuvélum var verið að taka grunn byggingarinnar í gærmorgun, þegar þessi mynd var tekin, Ljóst er að tollvörugeymsla mun miklu breyta í athafnalffi í Þorlákshöfn. mynd: hjörtur sandholt. Vitinn á Dyrhólaey, byggður fyrir 72 árum. Endurbætur á Djrhóla eyjarvita Unnið hefur verið í sumar við endurbætur á vitanum á Dyr- hólaey í Mýrdal, en hann var reistur árið 1927. Er þetta stærsta verkefnið í viðhaldi vita- byggingar sem unnið hefur ver- ið í sumar. Markmið Siglinga- stofnunar með þessu viðhalds- verkefni er að eiga a.m.k. einn vita þar sem híbýli vitavarðar eru í því sem næst upprunalegu horfi. Er þannig verið að varð- veita hluta af sögu íslenskra vita. „Það er stefna Siglingastofn- unar að sinna viðhaldi á hveij- um vita fyrir sig á fimm ára fresti. Reynt er því að komast í viðhald á um 20 vitum á hverju ári,“ segir í fréttabréfi Siglinga- stofnunar," Til sjávar." -SBS Víkiiigasveitm í Þorfakshöfn Mikið uppistand varð við fjölbýl- ishús í Þorlákshöfn aðfaranótt þriðjudags. Hringt var í neyðar- línuna frá einum íbúa hússins og sagt að menn vopnaðir hagla- byssum væru fyrir utan, beij- andi húsið að utan og freistuðu þeir þess að komast inn til við- komandi. Lögreglan á Selfossi mætti á staðinn um miðnætti og var nærliggjandi götum lokað. Hafði síðan lögreglan samband við vík- ingasveitina sem mætti um eití leytið vopnuð hríðskotabyssum. Grunur lék á að þarna væru á ferðinni innheimtuaðgerðir eit- urlyfjasala og fulltrúar víkinga- sveitarinnar töldu sig gruna hverjir þarna væru á ferð. Ríkti hernaðarástand við fjölbýlishús- ið fram eftir nóttu og spígspor- uðu víkingasveitarmenn jafnt á húsþökum sem annars staðar við húsið. Ekki létu innheimtumennirnir sjá sig og endaði málið á frið- sáelanhátt. -HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.