Dagur - 30.09.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 30.09.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 - 23 OMfur LÍFIÐ í LANDINU R A D P I R FÓLKSIIMS Spilavíti sársaukans Fyrir þremur árum breyttist líf mitt skyndilega til hins verra. Þá asnaðist ég til að kíkja inn á eitt af þessum spilavítum sem eru sprottin upp víðs vegar um bæ- inn. Eg tók upp þúsund krónur og eyddi þeim þarna inni. í fyrstu fór ég þangað mjög sjaldan og þá meira fyrir tilviljun. Eyddi þús- und til tvö þúsund krónum í hvert skipti. Þessir pókerspilarar eru lævísir (þ.e.a.s. þeir sem hönnuðu þá). Þú leggur undir 150 krónur og færð e.t.v. tvennu eða þrennu. Nú jafnvel fullt hús. Þá býður tækið þér að tvöfalda vinninginn, þú segir já og færð hærra spil en kassinn. Þú ert þá búinn að vinna 300 krónur fyrir tvennuna, 900 krónur fyrir þrennuna og 3000 krónur lyrir fullt hús, svo dæmi sé tekið. Tækið spyr að nýju hvort þú viljir tvöfalda. Þú jánkar og vinnur sex hundruð. Aftur tvöfaldarðu, 1.200 krónur, síðan 2.400 krón- ur, svo 4.800 krónur, 9.600 krón- ur og í lokin geturðu unnið (eða tapað) 19.200 krónur. Tækið býður þér að tvöfalda allt að 15.000 krónum. Þú getur því tapað allt að fimmtán þúsund krónum á fáeinum sekúndum (eða grætt 30.000). Það er sjaldnast verið að spila fýrir 150 krónur á þessum stöðum. Það er einungis byrjunarpotturinn. Þú Ieggur undir (tvöfaldar) og í lang- langflestum tilvikum taparðu. Það virðist í raun ekki hægt að vinna í þessum kössum. Þú nærð e.t.v. 15.000 krónum eitt kvöldið og ert rosalega ánægður með það, en kvöldin sem þú tapar 30- 40.000 krónum eru mun algeng- ari. Af nokkuð mörgum tugum kvölda sem ég hef eytt í fjár- hættuspil í Háspennu hef ég e.t.v. komið út í „gróða" sex til sjö kvöld. E.t.v. er þetta allt mér sjálfum að kenna. Oll þessi kvöld sem ég hef verið á barmi taugaáfalls og grátið og hugsað um það hvað ég eigi að segja konunni þegar ég kem heim. Allt þetta fólk sem ég sé á þessum stöðum með ljar- rænan spennuglampa í augum og flestir í það mildu tapi að þeir verða að halda áfram og ná ein- hverju aftur. A þessum stöðum er mikið af eldra fólki og það er ör- ugglega gaman fyrir Háskólarekt- or og eigendur þessara staða að sjá þetta fólk hópast eftir mán- aðamót til að reyna að ná upp tapi síðustu mánaða eða ára. Eg fullyrði að fæstum sem fara þarna inn Iíði vel þegar út er komið aftur. Jafnvel ekki þegar eitthvað hefur fengist. Flestir eru þegar í það miklu tapi að eitt gróðakvöld skiptir ekki máli til eða frá. Ef eitthvað, blindar það heilbrigða skynsemi og telur þér trú um að nú sé komið að heilla- stundinni og á næstu dögum munir þú græða. Svo vinnur ein- hver silfurpottinn eða þá gull- pottinn og allir hugsa: „Það hlýt- ur að fara að koma að mér.“ Eins og ég sagði áðan þá hafa spilavítin svo til eyðilagt Iíf mitt og sálarró síðustu þrjú árin. Það er sama hvað ég reyni að hætta þessum ógeðfellda lifnaðarhætti, það tekst ekki. Það tekst stund- um í nokkrar vikur, stundum í nokkra mánuði. Þegar ég á ekki pening fer ég auðvitað ekki, en alltaf enda ég fyrir framan tækið sem býður mig velkominn og býð- ur mér að tvöfalda. Eg skrifa þessar Iínur nú því ég hafði ekki spilað í nokkra mánuði en fór inn á einn þessara staða í lý’rradag. Þessir staðir opna klukkan níu á morgnana og eru opnir til klukk- an eitt á nóttunni. Nú hef ég far- ið í þrjá daga í röð og hef tapað í þetta sinn um 60.000 krónum. Mér líður hörmulega. Auðvitað er þetta hrikalegur galli á mér og sumir sem lesa þetta segja sem svo að hann geti sjálfum sér um kennt að verða svona af aurum api. Og ég kenni mér um og ég veit að þeir sem eru í mínum sporum og jafnvel verri (ellilífeyr- isþegarnir t.d.) kenna sér um. Eg er það mildll ræfill að ég þori ekki að segja þetta nokkrum manni. Þetta er mitt leyndarmál. Þetta er mitt mesta Ieyndarmál. Ég myndi aldrei fyrir mitt litla Iíf setja nafn mitt við þessa grein. En samt skrifa ég. Ég skrifa fyrir sjálfan mig í von um að með að setja þetta á blað hjálpi það mér við að berjast við þennan mesta bölvald sem komið hefur í líf mitt. Ég skrifa þetta fý’rir allar þær hrjáðu sálir sem ráða ekki við sig og fara inn í spilavítið þrátt fyrir allan sársaukann sem tækin (græðgin) framkalla. Venjulegt fólk sem hefur orðið spilafíkninni að bráð og hvorki þorir né getur mótmælt. Þessar þúsundir manna sem tapað hafa miklu á þessum stöðum er ekki sterkur þrýstihópur með tals- menn eins og kennararnir. Ég skrifa þetta til Alþingismanna og háskólamanna og þá sér í lagi rektors. Ég bara bókstaflega skil ekki að hægt sé að gera allan þennan sársauka að féþúfu fyrir æðri menntun hér á landi. Ætlarðu virkilega að segja mér, Páll Skúlason, að Háskóli ís- lands, þessi virtasta stofnun Iandsins, þurfi á þessum blóð- peningum að halda. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að á síð- ustu árum hafa þójiokkuð margir framið sjálfsmorð út af þessum spilakössum. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir þessum mikla óleik sem þið eruð að gera fólkinu í þessu landi með spilakössunum. I guðanna bænum hjálpið þið mér og öðrum að ná okkur út úr þessu. Gerið eins og Svíar gerðu, bannið þessa spilakassa, bannið þessi spilavíti. Ég veit að ég á við vandamál að stríða og það hverf- uí ef til vill ekki með því að spila- kassarnir hverfi. Ég mun vonandi taka á mínum vandamálum. Ég bara vona að það þurfi ekki að kosta mig og fjölskyldu mína nokkrar milljónir í viðbót. Einn örvinglaður tefemi FRAMTÍÐARSTARF í BOÐI fyrir jákvæðan, duglegan og reglusaman einstakling. Efnaverksmiðjuna Sjöfn vantar nú þegar starfsmann á lager. Um er að ræða starf frá kl. 8.00-13.00. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Leitað er eftir jákvæðum, duglegum og reglusömum einstaklingi sem er tilbúnin til að veita viðskiptavinum verksmiðjunnar góða þjónustu. Nánari upplýsingar veitir Reynir Sveinsson lagerstjóri, á staðnum eða í síma 460-3341. Umsóknum ber að skila til starfsmannastjóra KEA. Véla - Pallaleiga Skógarhlíð 43, 601 Akureyri fyrir ofan Húsasniiðjuna Leigi út álvinnupalla. Henta vel við málningu og viðgerðir á litlum og stórum húsum. Uppgrip! Vantar smiði eða vana byggingarmenn vegna verkefna í Reykjavík. Unnið í uppmælingu. Góð laun í boði. Nánari upplýsingar í síma 893 2548. Árfeli ehf, Dalvík. •s 461-1386 og 892-5576 Hefur þú séð svona vevð á 4x4 bil? • Mest seldi bíllinn í Japan(l), annað árið í röð. • Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll. • Skemmtilequr bíll meomiklum staðalbúnaði: _ __ ABS hemlalæsivörn rafdrifnu aflstýri, samlæsingu, o.m.fl. Ódýrasti 4x4 bíllinn á Islattdi iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin GL 1.099.000 KR. GL 4x4 1.299.000 KR. miimmmiiiiimiiiiimiiiiiiiimiimiiii Komdu í veynslu- akstur! $ SUZUKI ✓>------1 SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Íii^iHÍulLlLl! blDlnll-.iÍfJÍöÍlnOEn LElKFtlAfi AKIIKF.Yg ARI Miðasala: 462-1400 KLUKKU- STRENGIR eftir Jökul Jakobsson Frumsýning föstudaginn 1. okt kl. 20:00. UPPSELT 2. sýning laugardaginn 2. okt kl. 20:00. Leikarar: Ari Matthíasson, Aðalsteinn Bergdal, Árni Pétur Reynisson, Ingibjörg Stefánsdóttir, María Pálsdóttir, Sigurður Karlsson og Sunna Borg. Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson Ljósahönnun: Ingvar Björnsson Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. Kortasalan I fullum gangi! js ■ < I ! [. ' 1 1— T «, a? j L j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.