Dagur - 30.09.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 30.09.1999, Blaðsíða 2
18 — FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 LÍFIÐ í LANDINU L. A SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURÐÓRSSON Hákon Aðalsteins- son. Jón Kristjánsson. Eiríkur vörubílsstjóri Sem kunnugt er munaði litlu að Eiríkur Sig- fússon vörubifreiðarstjóri æki á ljóslausan lögreglubíl sem stóð aftastur í röðinni þegar bílalest forseta Islands stöðvaði á Fjarðar- heiði í niðaþoku í síðustu viku. Þarna mun litlu hafa munað að stórslys hlytist af og var atvikið mjög umrætt og lögreglan játaði að hafa gert ákveðin mistök. Síðan var það að Hákon Aðalsteinsson, hagyrðingur og skóg- arbóndi að Húsum í Fljótsdal, var í föruneyti Olafs Ragnars Grímssonar forseta yfir Hell- isheiði eystri og enn var dimm þoka og þá orti Hákon: Þung er í skuuti þokan grú þekur útsýn tilfjallsins brúna. Framundan liggur heiðin hd hvar skyldi Eirikur vera núna? Jón Kristjánsson þingmaður Austfirðinga orti þegar hann heyrði vísu Hákonar: Þótt forsetinn sjúlfur kinkaði kolli og kannaði liðið sem þarna var. Afjallið hxgði ‘ann Húkon með hrolli hann hélt að Eiríkur væri þar. „Þú veist jaíh vel og ég að leiðinleg- asti fylgifiskur sumra lands- byggðarmanna er þreytandi raus um afæturnar suður í Reykjavík, sem Iifi eins og blóm í eggi á púli heiðar- legrar alþýðu út á landi, skemmti sér í skólum og drekki rauðvín á kvöldin eins og pempí- ur...“ Illugi Jök- ulsson í svari til Karls Th. Birgis- sonar, vegna Eyja- bakkadeilna, í Austurlandi Vel valið Hinir svo kölluðu ljósku brandarar fara fyrir brjóstið á mörgum konum. Nú eru í umferð svipaðir brandarar sem snúið er upp á karl- menn eins og þessi: Eitt sinn var ungur mað- ur sem átti þrjár kærustur en gat ekki ákveð- ið hverri þeirra hann ætti að giftast. Til að fá úr því skorið lét hann hverja þeirra fá eina milljón króna og fylgdist síðan með því sem gerðist. Sú fyrsta keypti ný föt handa sjálfri sér. Síðan fór hún í rándýra hárgreiðslu, nudd, hand-og fótsnyrtingu og sagði síðan: „Eg vil vera falleg af því að ég elska þig.“ Önnur konan keypti myndbandstæki, geisla- spilara, golfsett og tennisspaða og gaf unga manninum. „Ég keypti þessar gjafir handa þér vegna þess að ég elska þig svo mikið.“ Sú þriðja notaði peningana til að fjárfesta í hlutabréfum og fyrr en varði hafði hún tvö- faldað fjárhæðina. Hún færði unga mannin- um aftur upphaflegu milljónina og fjárfesti áfram fyrir hagnaðinn. „Ég er að fjárfesta í framtíð okkar vegna þessa að ég elska þig sagði hún við manninn.“ Nú var honum vandi á höndum. Hann íhugaði hverning þær höfðu varið peningunum og ákvað að íokum að giftast þeirri sem var með stærstu brjóstin. Þremenningarnir sem sigruðu í vísindakeppn- inni í Grikklandi. Þeir heita: Tryggvi Þorgeirs- son, Páll Melsted og Sverrir Guðmundsson. Sigruðu með nýrri uppgötvun „Við komumst að því að dreifing vetrarbrauta er ekki jöfn heldur sjáum við mikinn þéttleika af fyrir- bærum á hringlaga svæði í kring- um miðju vetrarbrautarþyrpingar- innar. Það er alveg nýtt. Við héld- um að þama væri um veik þyngd- arlinsuáhrif að ræða. Svo höfum við reyndar heyrt þá kenningu að þyrpingin dragi til sín gasríkar vetrarbrautir. Við það að falla inn í þyrpinguna þéttist gasið og það verður mikil ný stjömumyndun. I bakgrunninn skoðum við ungar ljósuppsprettur og þá ættum við að sjá þessar vetrarbrautir á leið- inni,“ segja félagarnir Páll Melsted og Sverrir Guðmundsson. Brautir í óraQarlægð Páll og Sverrir eru tveir þriggja íslendinga sem hlutu ásamt öðrum ungum vísindamönnum fyrstu verðlaun í vísindasamkeppni á vegum Evr- ópusambandsins sem haldin var í Grikklandi ný- lega. I hópnum með þeim var Tryggvi Þorgeirs- son, sem nú er í námi í þýsku og frönsku erlendis, en þeir þrír unnu verkefnið undir handleiðslu Vil- helms Sigfúsar Sigmundssonar kennara. Verkefn- in, sem tóku þátt í keppninni, voru samtals 57 frá yfir 30 löndum. Islenska verkefnið heitir Vetrar- brautarþyrpingin MS1621+2640 og var markmið þess að kanna dreifingu vetrarbrauta sem eru í óraíjarlægð og handan þyrpingarinnar. Páll út- skýrir: „Við skoðuðum ekki vetrarbrautina í sjónauka. Við notuðum engin slík tæki. Við sóttum upplýsingar á Netið og fengum upplýsingar ffá íslenskum stjarneðlisfræðingum. Svo sóttum við á Netinu gögn ffá kanadískum vísindamönnum sem hafa verið að skoða sömu þyrpingu en þeir voru að gera aðrar rannsóknir. Fyrsta skrefið var að samræma gögnin og síðan fórum við út í grunnútreikn- inga á vetrarbrautarþyrpingunni og eiginleikum hennar, til dæmis stærð, massa og fjölda vetrar- brauta." 18 tíma við tölvuna Þremenningamir hafa unnið að verkefninu frá því snemma í vor. Þeir sigruðu Hugvísi með þessu verkefni og héldu svo áfram með það og sendu í keppni þessara ungu evrópsku vísindamanna. Gríðarlegur tími fór í verkefnið, páskafrí og annar frítími en Iengsti samfelldi tíminn var 18 klukku- stundir. Það var Sverrir sem afrekaði það að sitja svo lengi inni í tölvustofunni í MR án þess að Ieggja sig. Hann skrapp nánast ekkert út, sat yfir verkefninu 98-99 prósent tímans. - Hvað ætlið þið að gera núna? „Við erum á krossgötum. Það er ekki hægt að halda áfram með þessa þyrpingu en það er önnur sem væri gaman að skoða. Hún er nær okkur, það er auðveldara að rannsaka hana og reyndar búið að rannsaka hana mjög mikið. Það væri gaman að leita að þessum sömu áhrifum þar,“ svara þeir. - GHS Þrír ungir vísinda- menn úrMR sigruðu í vísindakeppni í Gríkklandi á dögun- um með nýjum upp- götvunum í stjameðlisfræðinni. SPJflLL ■ FRÁ DEGI Sumir auka hamingju fólks hvar sem þeir koma; aðrir strax og þeir fara. Oscar Wilde Þau fæddust 30. september • 1826 fæddist Jón Borgfirðingur Iög- regluþjónn. • 1882 fæddist þýski eðlisfræðingurinn Hans Geiger. • 1905 fæddist breski kvikmyndaleik- stjórinn Michael Powell. • 1910 fæddist Jón G. Sólnes alþingis- maður. • 1922 fæddist Magnús H. Magnússon ráðherra. • 1928 fæddist bandaríski rithöfundur- inn Elie Wiesel, sem hlaut friðarverð- laun Nóbels 1986. • 1957 fæddist bandaríska leikkonan Fran Drescher. Þetta gerðist 30. september • 1568 var Eiríkur 14., konungur Sví- þjóðar, sviptur krúnunni vegna geð- veiki. TIL DAGS • 1791 var Töfraflautan eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Emanuel Schika- neder frumsýnd í Vínarborg. • 1935 var söngleikurinn „Porgy og Bess“ frumsýndur í Boston í Bandaríkjunum, og kolféll í það skiptið. • 1939 var í fyrsta sinn í sögunni sjón- varpað frá fótboltaleik. • 1946 voru 22 nasistaleiðtogar dæmdir íyrir stríðsglæpi af stríðsglæpadóm- stólnum í Núrnberg í Þýskalandi. • 1982 tóku Israelsmenn upp nýjan gjaldmiðil, sikilinn, í staðinn fyrir pund. • 1986 var tilkynnt að Ronald Reagan og Mikhaíl S. Gorbatsjev ætluðu að hittast í Reykjavík. Vísa dagsins Slettir krúka á svaninn saur, sjálf er hún dökk sem áður og hann, semfyrrum, undir aur alskær, mjallafáður. Steingrímur Thorsteinsson Afmælisbam dagsins Bandaríski rithöfundurinn Truman Capote fæddist í New Orleans þann 30. september árið 1924. Foreldrar hans skildu þegar hann var á bams- aldri og var hann alinn upp hjá ömmu sinni og afa. Hann gekk í fínan einka- skóla, en að Ioknu stúdentsprófi var hann búinn að fá nóg af skólastofríun- um og fór að skrifa. Ein þekktasta saga hans er Breakfast at Tiffanys sem var kvikmynduð árið 1961. Hann var mikill sællífismaður og þekktur í sam- kvæmislífinu. Truman Capote Iést í Los Angeles 25. ágúst áríð 1984. Kom að þeim í rúminu Maður nokkur sat á bar, starði fjarrænn út í loftið og hellti ofan í sig hveijum bjómum á fætur öðrum. Kunningi hans kom auga á hann og spurði hvort eitthvað væri að. „Jú, en það hefði samt getað orðið verra,“ svaraði hann. „Hvað kom eiginlega fyrir,“ spurði kunninginn. „Hann Þórður kom í gær heim úr ferðalaginu einum degi fyrr en til stóð og kom að konunni sinni í rúminu með honum Þorláki, besta vini mínum. Þetta endaði með ósköpum. Þórður tók upp byssu og drap bæði Þorlák og konuna sína og skaut síðan sjálfan sig á eftir. Nú eru þau öll þijú steindauð.“ Kunninginn sagði: „Það er aldrei! En af hveiju segirðu að það hefði get- að orðið verra?“ „Jú, sjáðu til. Ef Þórður hefði verið einu degi fyrr á ferðinni þá hefði hann komið að mér í rúminu með konunni sinni.“ Veffang dagsins Ef einhvern langar til að búa til heilt tungumál, þá eru ágætarleiðbeiningar til þess á www.zompist.com/kit.html

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.