Dagur - 07.10.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 07.10.1999, Blaðsíða 2
2 - F 1 M M TUDAGU H 7. OKTÓBER 1999 Tyagfur SUÐURLAND Sýningá verkuin Gísla og Sigrid Á laugardag verður opnuð í Listasafni Ámesinga sýn- ing á myndum Gísla Sig- urðssonar og Sigrid Valtin- gojer. Gísli sýnir afréttar- myndir og Sigrit graf- íkverk. Laugardaginn 9. október opna Gísli Sig- urðsson og Sigrid Valtingojer sýningar á verkum sínum í Listasafni Arnesinga á Selfossi. Þar getur að Iíta ávöxt samtals fimmtíu ára starfs. Gísli hefur málað myndir af afréttum Tungnamanna í þrjá- tíu ár - eða nánast jafnlengi og hann hef- ur verið umsjónarmaður Lesbókar Morg- unblaðsins. Hann er fæddur í Úthlíð í Biskupstungum og þetta er 12. einka- sýning hans. Andstæðurnar birtast í vötnum, snjó og jöklum I frétt frá Listasafni Arnesinga er haft eft- ir Gísla að á fyrri hluta aldarinnar hafi Iandslag gnæft yfir öll önnur yrkisefni í ís- lenskri málaralist og átti sinn þátt í að al- menningur tók ástfóstri \áð landslags- myndir hvort sem þær voru góðar eða vondar og leiddi það til þess að málverk urðu almenningseign. „Menn hallast að hinum og þessum trúarbrögðum í list. Þeir, sem telja að landslag megi ekki vera þekkjanlegt í myndlist, verða að sjálfsögðu að fá að hafa sína trú í friði. En er Heklu- mynd Ásgrfms Iakara listaverk fýrir það eitt að fjallið þekkist? A þessari sýningu geri ég hvorttveggja; að mála mótíf sem hvergi eru finnanleg, en Iíka fjöll og staði sem þekkjast.“ Viðfangsefni mynda Gísla á þessari sjmgu er hálendið ofan Biskupstungna og inn á Kjöl. „Sumstaðar sést þar ekki sting- andi strá; en þeim mun meira er af urðum og grjóti og grái og blái liturinn eru yfir- gnæfandi. Andstæðurnar birtast í vötnum, snjó og jöklum, afréttarverum og lækjum með gulum dýjamosa á bökkunum. 1 þess- ari náttúru felst sérstök fegurð sem Iands- menn virðast í vaxandi mæli vera að meta og virða. Með þessari túlkun á hálendinu og auðninni er ég Iíka að taka afstöðu gegn eyðileggingu á henni, gegn sýnileg- um mannvirkjum. Eg sá á unga aldri alls- konar skrift í Úthlíðarhrauni. Þessi lands- lagsfetrun hefur fylgt mér síðan á sama hátt og Högnhöfðinn og Jarlhetturnar, sem ég hef málað oftar en tölu verði á komið,“ er haft eftir Gísla. Grafík í tuttugu ár Sigrid Valtingojer kallar sýningu sína Grafík í tuttugu ár en hún er fædd í Tékk- landi 1935 og hefur verið búsett á Islandi frá árinu 1961. Sigrid nam vað Institut fúr Modegrafik í Frankfurt, og síðar við Myndlista- og handíðaskóla Islands, en þaðan lauk hún prófi í grafík 1979. Þetta er sextánda einkasýning Sigrid, en auk þess hefur hún tekið þátt í Ijölmörgum samsýningum heima og erlendis. Hún hefur hlotið margvfslegar viðurkenningar. -SBS. Sameinast nm heim- sóknarþjónustu Rauða kross deildin í Vestmanuaeyjum og LandaMrkja sameinast um heimsóknaþjón- ustu. Velviljað fólk heimsækir þá sem eru einangraðir af ýmsum ástæðum. Maður hrýn- ir mann. I frétt frá Landakirkju og Vest- mannaeyjadeild Rauða krossins segir að heimsóknaþjónusta sé kirkjuleg þjónusta fyrir fólk á öllum aldri og £ ólíkum aðstæðum. „Margir eru ein- mana sem misst hafa sína nánustu eða eru einangr- aðir vegna veik- inda eða öldrunar. Maður brýnir mann, er máltæki sem best lýsir markmiðum heimsóknaþjón- ustunnar, en það er einmitt að leiða saman manneskju sem er í þeirri aðstöðu sem áður er lýst og heimsóknarvin með það í huga að gefa fólki samfélag og fyrirbæn, heimsóknaþjónust- an er því boð um mannleg sam- skipti," segir í fréttatilkynningu. Segir og í fréttinni að heim- sóknarvinur sé sjálfboðaliði sem kemur til liðs við Vestmannaeyja- deild R.K.I. og Landakirkju. Hann þurfi ekki að vera neinn sérfræðingur en nauðsynlegt er að hann hafi tíma, þolinmæði og vilja til að gefa af sér til annarra. „Við leitum að konum og körlum sem er ekki sama um náungann, og fólki sem vill sýna náunga- kærleika. Við leitum að fólki sem hefur reynslu úr skóla h'fsins. Það getur verið mjög gefandi að vera heimsóknarvinur til dæmis þegar tómarúm myndast þegar börnin fara að heiman eða við starfslok. Við leitum þess vegna að fólki sem hef- ur tíma og vill gefa eina klst. á viku til samveru við einhvern sem þarf á því að halda.“ Boðið verður upp á byrjunar- námskeið fyrir sjálfboðaliða nú í haust og Hrefna Hilmisdóttir, sem hefur umsjón með þessu verk- efni, verður hon- um síðan til halds og trausts. Fundir verða haldnir mánaðarlega með umsjónarmanni, málin; rædd, boðið upp á fræðslu og eitthvað á léttu nótunum. Þessi þjónusta hefur verið reynd með góðum ár- angri víða um Iand. -BEG Landakirkia í Vestmannaeyjum. Margt manna var viðstadd þegar breytingar á Litia-Hrauni voru kynntar. Meðai annars má sjá Árna Johnsen alþingismann og Andrés Valdimarsson, sýslumann Árnesinga. mynd: sunnlenska Miklum endurbótum á Litla-Hrauni lokið MiMiun endurhótiun á Húsi 3 á Litla- Ilrauni lokið. Riinlar fjarlægðir. Fangar liiina hreytingar til batnaðar. Verulegar endurbætur og breyt- ingar hafa að undanförnu verið gerðar á húsnæði Fangelsisins á Litla-Hrauni og voru þær form- lega teknar í notkun síðastliðinn mánudag. Um er að ræða svo- nefnt Hús 3, sem var fyrst tekið í notkun árið 1972 og í því eru 21 fangaklefi. Endurbætur og breytingar á því nú voru fram- kvæmanlegar vegna fækkunar fanga á síðasta ári en nauðsyn- legt þótti að flytja alla fanga úr húsinu á meðan á Iagfæringun- um stóð. Breytingarnar voru kynnar við athöfn í fangelsinsu sl. mánudag þar sem Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, og Kristján Stefánsson, forstöðumaður fang- elsisins, fluttu ávörp. Þar kom fram að skipt hafði verið um glugga og gler og allir rimlar fjar- lægðir úr gluggum. Salerni og vaska hefur einnig verið komið upp í hverjum klefa. Þá var skipt um gólfefni og hitalagnir, eftir- litsmyndavélum var Ijölgað en auk þess var húsið málað að utan sem innan. Kostnaðaráætlun var upp á 13 milljónir króna, en heildarkostnaður er nokkru meiri þar sem framkvæmdir urðu umfangsmeiri en ætlað var í fyrstu. Dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, sagði að fangar og starfsmenn fangelsisins myndu strax finna fyrir mildum breyt- ingum til batnaðar eftir lagfær- ingarnar. Hún benti á að enn biðu verkefni sem miða að því að bæta ytri og innri aðbúnað fanga og auðvelda þeim að takast á við lífið utan veggjanna að nýju. Kristján Stefánsson sagði að þessi endurbætta aðstaða kæmi til með að spara fjórar til fimm milljónir á ári sem annars færu í starfsmannahald. -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.