Dagur - 07.10.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 07.10.1999, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 SUÐURLAND Framtídarböm á Eyrarbakka Framtíðarbðm og Bamaskólinn á Eyr- arbakka og Stokks- eyri semja um tölvn- kennslu í skólanum. Hagnýt atriði í tölvn- vinnslu kennd. Tölvuskólinn Framtíðarbörn og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa gert með sér samning um kennslu í tölvu- fræðum fyrir alla nemendur 1 5. bekkjar. Með samningi þess- um tekur Barnaskólinn á Eyr- arbakka og Stokkseyri enn eitt skrefið fram á við í átt til nýrra tíma í tölvu- og upplýsingavæð- ingu grunnskóla á Islandi, en skólinn hefur um langt skeið verið í fremstu röð íslenskra skóla á þessu sviði. Til marks um það má nefna að í upphafi þessa árs var Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri með- al 3ja grunnskóla hér á landi sem undirrituðu samning við menntamálaráðuneytið um að vera þróunarskólar í upplýs- ingatækni. Hlutverk þróunar- skólanna er að vinna að þróun upplýsingatækni í kennslu, námi og skólastarfi. Búa ncmendur undir líf í tæknivæddu samfélagi Tölvuskólinn Framtíðarbörn hefur verið starfræktur hér á landi síðan 1997. A þeim tíma hafa þúsundir barna sótt nám- skeið skólans um allt land. Námsefni Framtfðarbarna mið- ar að því að kenna börnum og í tæknivæddu samfélagi nútímans er tölvunám nemendum nauðsyn, enda tekur allt skólastarf orðið mið afþví. unglingum hvernig tölvan nýt- ist við lausn ýmissa verkefna og vandamála og að undirbúa grunnskólanemendur sem best undir líf og starf í tæknivæddu samfélagi framtíðarinnar. I námsefni Framtíðarbarna eru þjálfaðir og kynntir þættir einsog hagnýting tölvunnar, rit- vinnsla, myndvinnsla, tölvu- samskipti, forritun, margmiðl- un, töflureiknir, gagnagrunnar, umbrot og útgáfa og jaðartæki tölvunnar Fleiri samningar í sjónmáli „Samhliða námskeiðahaldi fyrir börn og unglinga hafa Framtíð- arbörn frá upphafi leitað eftir samstarfi við grunnskóla og sveitarfélög í þeim tilgangi að bjóða grunnskólum landsins að nota námsefni Framtíðarbarna við kennslu í tölvufræðum á öllum stigum grunnskólans, en Framtíðarbörn bjóða upp á eina heildstæða námsefnið sem völ er á hér á landi fyrir 1.-10. bekk grunnskólans. Nú þegar hafa á þriðja tug skóla gert skólasamning við Framtíðar- börn og enn fleiri samningar eru í sjónmáli," segir í fréttatil- kynningu. -SBS. AuMhii þorskkvóti í Eyjum Heildarkvóti Vestmannaeyinga á fiskveiðiárinu sem hófst 1. septem- ber síðastliðinn er 39.080.145 þorskígildi. A síðasta ári nam heildarút- hlutun 40.915.472 þorskígildum, hefur því heildar þorskígildiskvóti Eyjamanna minnkað um 1.835.327 þorskígildi, skv. þessari úthlutun. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar því loðnuúthlutunin miðast við bráðabirgðaúthlutun, svo gera má ráð fyrir að við endanlega úthlutnu aflamarks loðnu muni heildarkvótinn aukast. I samanburði milli ára eykst úthlutun á bolfiski. Þorskkvóti úr 12.106 t. í rúmlega 14.947 t. Ýsa eykst úr 3.382 t. í 4.367 t., Ufsi úr 3.382 t. í 4.191 t., Karfí eykst úr 4.815 t. í 6.423 t., Steinbítur eykst úr 505 t. í 591 t. og Grálúða úr 165 t. í 275 t.. Heildar síldarkvóti eykst úr 13.842 lestum í 19.779 1., hins vegar minnkar heildar loðnukvótinn úr 153.000 1. í 136.000 1. skv. bráðabirgðaúthlutun ffá 20. júní síðastliðnum. Humarkvótinn stendur hins vegar nánast í stað, var 56.5 t. á síðasta fískveiði ári og er nú 56.4 t. Uthafsrækjukvóti Eyjamanna minnkar einnig verulega á þessu físk- veiði ári, eða úr 729 í 261 t. nú. -beg LandsbanMnn lokar á Eyrarbakka Landsbanki íslands mun loka afgreiðslu sinni á Eyrarbakka síðari í þessum mánuði. Tveir af þremur starfsmönnum úti- búsins munu fara til starfa hjá Landsbankanum á Sel- fossi en sá þriðji á Stokkseyri. Þetta er gert vegna hagræð- ingarstefnu bankans, en hún felst meðal annars í því að útibúanet bankans er endur- skoðað. Landsbankinn hefur sent viðskiptavinum sinum á Eyrarbakka bréf, þar sem þeim er meðal annars bent á að hægt sé að sinna bankaviðskiptum í gegnum Netið og símaþjónustu. -SBS. Sultartangi að komast í gagnið Ráðgert er að hleypa vatni á fyrri rafhverfíl Sultartangavirkjunar 18. október næstkomandi en áætlað er að raforkuframleiðsla hefjist í henni 15. nóvember. Á síðari hverfilinn verður hleypt vatni undir lok janúar og þá verður fullri framleiðslugetu náð. Uppsett afl verður 120 megavött, en í virkjuninni verða tvær 60 megavatta túrbínur. Að sögn Þorsteinn Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjun- ar, er ekki við öðru að búast en sú tímaáætlun standist, en allur gangur við framkvæmdir í Sultartanga er á því róli sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildarkostnaður við framkvæmdir lætur nærri að vera um ellefu milljarðar kóna. -SBS. L SUÐURLANDSVIÐTALIÐ FaUegsta íbúðabyggðin á Selfossi Guðmundur Siguiússon hjá Fossmönnum ehf. Fossmenti eru að knupti land afSelfossbsendum, þarsem skipuleggja á byggingasvæði. Fallegar lóðirá bökkum Ölfusár. 3S0lóðir, sem áætlaðer að taki lOárað byggja. i_______________________ - Nú eru þið Fossmenn ehf. að kmtpa land af Selfossbændutn og hyggist þar skipuleggja íbúðabyggð. Hvemig stendur þetta ntál núna? „Mál þetta stendur þannig að á síðasta ári keypti sveitarfélagið Árborg um þriðjung 45 ha. lands úr óskiptu sameignarlandi Fossbænda af Sigrúnu Arin- bjarnardóttur, sem var einn eig- enda. Tvo þriðju hluta landsins kaupum við í Fossmönnum ehf. nú af Selfossbændum, þeim Bjarna Sigurgeirssyni, sem er föðurbróðir Sigrúnar, og Gunn- ari Gunnarssyni, hinum bónd- anum á Selfossi og Sigurgeiri Höskuldssyni, en þau Sigrún eru bræðrabörn. Nú er verið að ganga frá skiptingu landsins milli okkar Fossmanna annars- vegar og sveitarfélagsins hins- vegar, og er dagaspursmál hvenær þeirri samningagerð Iýk- ur. Eina sem er í raun ófrágeng- .imní'i u ið eru samningar um frárennsl- isrnál." - Hve margar lóðir verða þarna? „Þarna verða 350 lóðir og göt- urnar líklega fimmtán eða sext- án. Til þess að framkvæmdir geti hafist þarf að breyta skipulagi svæðisins; af því er ekkert deiliskipulag til og aðalskipulag gerði ráð fyrir því að þetta væri opið svæði og eins svæði fyrir iðnaðarstarfsemi. En nú verður þarna sem sagt bæði verslunar- og iðnaðarbyggð, næst Eyravegi, og svo íbúðabyggð á svæðinu sem liggur niður að ánni, en milli íbúðabyggðarinnar og ár- innar verður 60 metra belti, opið gænt útivistarsvæði sem ég tel að geri svæðið í heild sinni enn áhugaverðara. Þar erum við að tala um einbýlishús, parhús, raðhús, Qölbýlishús og hús fyrir aldraða, svo ég nefni eitthvað." - Hvemig byggingaland er þetta? „Mjög gott. Við höfum fengið Pál Imsland jarðfræðing til að athuga svæðið og niðurstöður hans eru mjög jákvæðar. Til dæmis er mjög stutt niður á klöpp og raunar stendur hraunið mjög víða upp úr jarðveginum. Og síðan spillir ekki heldur fyrir að þetta er fallegt svæði; ég trúi því að þarna verði fallegsta íbúðabyggðin á Selfossi með út- sýni bæði niður að Olfusá og upp til Ingólfsfjalls. Við Foss- menn munum annast allar gatnagerðarframkvæmdir og frá- gang, en þegar honum er lokið mun sveitarfélagið taka við svæðinu og umsjón þess.“ - Er mikil eftirspum eftir lóðum þama á bökkum Olfu- sár og hvað ætlið þið að upp- bygging svæðisins taki langan tíma? „Við förum mjög varlega í þetta og gerum ráð fyrir að upp- byggingin taki tíu ár. Hinsvegar kunna þær áætlanir að riðlast því mikil þensla er á bygginga- markaði hér á Selfossi, það er mun meira byggt en spáð hefur verið. Og þessar áætlanir okkar Fossmanna hafa verið að spyij- ast út síðustu daga og margir hafa haft samband við okkur; til dæmis fólk á Reykjavíkursvæð- inu sem hefur áhuga á að flytj- ast hingað austur en vinna áfram í Reykjavík. í hinu nýja hverfi verða allar lóðirnar í eigu fólksins sem byggir húsin, og er það nokkur nýlunda hér á Sel- fossi, þar sem allflestar lóðir hafa verið leigulóðir í eigu sveit- arfélagsins. Mun þetta hafa sín áhrif á lóðaverðið, en þó ekki meiri en svo að eftirspurn eftir lóðum er afar mikil, einsog ég segi.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.