Dagur - 09.10.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 09.10.1999, Blaðsíða 1
Laugardagur 9. október - 38. tölublað 1999 Pósthússtræti 3 til 5 Bamaskoli, pósthús, Landsímahús, lögreglustöð með frægum kjallara og aftur póstfaús. FREYJA JÓNSDÓTTIR skrifar Árið 1790 var lóðin í eigu Hans Thielsen skipstjóra, en í kringum 1800 voru húsin sem á lóðinni stóðu eign Flensborgarverslunn- ar. Húsin töldust til Hafnar- strætis (Reipslagabrautar). Þann 20. júní 1860 gáfu kaup- mennirnir C.F. Simsen og P.C. Knudtzon, sem þá voru eigendur lóðarinnar og þeirra húsa sem á henni stóðu, bænum íbúðar - og verslunarhúsið fyrir barnaskóla. Arið 1882 var byggt á lóðinni nýtt tvílyft barnaskólahús úr hlöðnum steini með valmaþaki, 26 1/2 x 18 1/4 álnir að grunn- fleti. Húsið var tekið í notkun 1883 en áður hafði barnaskólinn verið í Lóskurðarstofunni og Bieringsbúð. I apríl 1883 er húsið tekið til virðingar og er þá fullbyggt. Þar segir meðal ann- ars að í því séu sex kennsluher- bergi og þrjú íbúðarherbergi og tveir útgangar auk eldhúss. Kjall- ara hússins er skipt í fimm geymsluherbergi. Arið 1885 var byggt leikfimihús sunnar á lóð- inni, 16 x 12 álnir, úr binding múruðum í grind. Það var með járnklæddu þaki á plægðri súð og einn geymur að innan. Bald hinn danski var fram- kvæmdastjóri við bygginguna. En eins og áður hefur komið fram átti hann á þessum tíma þátt í byggingum helstu húsa í Reykjavík og víðar á Iandinu. Lyders var maðurinn sem sá um steinsmíðina á húsinu en hann hafði komið til fslands 1878 til þess að sjá um byggingu Reykja- nesvita. Ekki er vitað með vissu hver teiknaði húsið en af mörg- um er talið að það hafi verið Klentz sá sami og teiknaði Hegn- ingarhúsið við Skólavörðustíg og Bókhlöðuna við Menntaskólann í Reykjavík. Barnaskólahúsið var notað undir ýmiskonar starfssemi eins og sýningar og fundahöld, einnig var leikfimihúsið notað á svipað- an hátt. í barnaskólahúsinu var haldin gripasýning sumarið 1883 sem var í rauninni fyrsta iðnsýn- ingin á landinu. Bæjarstjórn seldi landsstjórn- inni húsið með Ieikfimishúsi (talið Pósthússtræti 3 og 5) ásamt tilheyrandi lóð 14. maí 1898. Þegar Miðbæjarskólinn var tekin í notkun 1898 var húsið tekið undir pósthús, þar til nú- verandi pósthús sem byggt var á horni Austurstrætis og Pósthús- strætis var fullbúið. Fyrsti póst- meistarinn í hinu nýja húsi var Sigurður Briem en hann tók við af Óla P. Finsen 1897. Sigurður varð póstmálastjóri frá 1920 til 1935. Guðmundur Hlíðdal var póst og símamálastjóri frá 1935 en þá var embætti póstmála - og símamála sett undir sama hatt. Aður en bygging nýja pósthúss- ins hófst 1914, var Ieikíimihúsið rifið, einnig forstofa sem byggð hafði verið úr timbri við barna- skólahúsið. En húsið stóð þar sem áðurnefndar byggingar voru. Hið nýja pósthús var byggt úr steinsteypu, bæði veggir og gólf. Grunnflötur hússins var 21, 52 x 17,26 m. Miðstöðvarhitun var strax sett í húsið. Húsverðir beggja húsanna þ.e. barnaskól- ans gamla og hins nýja pósthúss fengu íbúðir á þriðju hæð ( risi ) hins nýja húss. Móhús var byggt á Ióðinni Tryggvagötumegin árið 1918. Þá var hlaðinn garður úr grjóti á austurhluta lóðarinnar, senni- lega til að afmarka hana frá næstu lóð. Bifreiðaskýli fyrir póstbíla var byggt 1929 úr stein- steypu, 42 x 84 metrar að grunnfleti. Arið 1922 var gamla barna- skólahúsið að Pósthússtræti 3 brunavirt eftir að það var hækk- að um rishæðina og sett á það mandsanþak. Hækkunin er byggð úr bindingi, klædd utan með borðum pappa, listum og járni. í þessu nýja þaldyfti húss- ins er í syðri hluta, salur með hvelfdu lofti. Hann er allur reir- lagður og kalksléttaður, bæði veggir og hvelfing. Brjóstpanill er á veggjum, 2 3/4 álnir á hæð. A vesturvegg eru fjórir skápar með tuttugu og fjórum smáhurðum fyrir. Þeir eru 1/2 alin að dýpt. Skáparnir eru úr bæsuðum við. I norðurhluta þaklyftisins eru þrjú herbergi, tveir gangar og vatns- salerni. Allt reirlagt, kalksléttað og málað. Eitt herbergið er með brjóstþili. A skammbitum yfir þessum hluta rissins er eitt stórt herbergi notað fyrir geymslu. Að öðru leyti er rishæðin óbreytt. Sjá iiæstu síðu Fjölnota húsið við Pósthússtræti var byggt sem barnaskóli 1893 og var kennt í því fram undir aldamótin. Þessi mynd var tekin þegar húsið þjónaði upprunalegum tilgangi sínum. Svona lítur húsið út í dag, en risið var hækkað til að auka notagildið. Inngangurinn sem byggður var úr timbri hvarf þegar Pósthúsið var byggt 1914. Þá var leikfimihús barnaskólans einnig rifið. Bakhlið hússins heldur sér að mestu en er satt að segja heldur óhrjáleg og er illa um portið gengið, eins og mörg önnur svæði Miðbæjarins fyrr og síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.