Dagur - 09.10.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 09.10.1999, Blaðsíða 8
Vm-LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 Kirkjustarf _________________________ Sunnudagur 10. október AKUREYRARKIRKJA Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11:00. Öll börn velkomin. Guðsþjónusta kl. 14:00. Upphaf fermingar- starfsins. Tónlist frá Taize. Fermingarbörn ásamt foreldrum sérstaklega boðuð til kirkju. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrar- kirkju í kapellu kl. 17:00. Æðruleysismessa í Akureyrarkirkju kl. 20:30. Kaffisopi í Safnaðarheimilinu á eftir. Mánudagur 11. október. Biblíulestur í Safn- aðarheimilinu kl. 20:00 í umsjá sr. Guð- mundar Guðmundssonar héraðsprests. Yf- irskrift fyrirlestranna fram að jólum er „Á tali við Drottin''. Allir velkomnir. GLERÁRKIRKJA Barnasamvera og guðsþjónusta kl. 11:00. Ath. sameiginlegt upphaf. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að mæta með börnun- um. Fundur Æskulýðsfélagsins verður kl. 18:00. HVÍTASUNNUKIRKJAN, AKUREYRI Bænastund kl. 20:00 laugardag. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11:30 og Vakningasamkoma kl. 16:30. Predikari á báðum samkomunum verður Bandaríkja- maðurinn Randy Williams. Barnapössun. Fyrirbænaþjónusta. Allir eru hjartanlega vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN, HVANNAVÖLLUM 10, AKUREYRI Sunnudaginn 10. október kl 16:30 verður haldið upp á 75 ára afmæli heimilasam- bandsins. Deildarstjórarnir Turid og Knut Gamst taka þátt. Allir eru velkomnir. Sunnudagaskóli kl. 11:00. Unglingasam- koma kl. 20:00. KAÞÓLSKA KIRKJAN, EYRARLANDS- VEGI 26, AKUREYRI Messa laugardag kl. 18. Messa sunnudag kl. 11. SJÓNARHÆÐ Sunnudagaskólinn byrjar í Lundarskóla kl. 13.30 á sunnudaginn. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17.00. Barnafundir byrja kl. 18.00 á mánudaginn. HRÍSEYJARKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Að lokinni athöfn verður fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. SELFOSSKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra. LÁGAFELLSKIRKJA Guðsþjónusta kl. 14:00. Kirkjudagur Kven- félags Lágafellssóknar. Hugvekja: Fríöa Bjarnadóttir. Einsöngur: Ingveldur Ýr Jóns- dóttir. Kirkjukaffi í skrúðhússalnum. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11:00. STRANDARKIRKJA Messað verður í Strandarkirkju og er það svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þetta er hin svokallaða veiðmanna- messa. Þá fjölmenna veiðmenn þeir sem hafa Hlíðarvatn í Selvogi á leigu til messu. Aðrir fjölmenna líka en yfirleitt er fjölmenni við messu í Strandarkirkju. Að þessu sinni prédikar ungur guðfræðingur, Magnús Magnússon frá Staðarbakka I Miðfirði. Ekki er annað vitað en að T bærinn verði opinn en vinsælt er að fá sér kaffi þar hjá Sigfríði eftir messu. Baldur Kristjánsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK Laugardagur 9. október. Barnaguðsþjón- usta kl. 11:00. Barn borið til skírnar. Guðsþjónusta kl. 14:00. Barn borið til skírnar. Organisti Kári Þormar. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson.Bræðrafélagið heldur fund I Safnaðarheimilinu kl. 11:00. Blaða- fulltrúi Landsvirkjunar flytur erindi. ÁSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Ólafur Skúlason biskup messar. Kaffi eftir messu. Sóknarnefnd. BÚSTAÐAKIRKJA Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, bibl- íusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. TTT æsku- lýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. mánudag 17:00. DÓMKIRKJAN Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 20:00 í tilefni setningar Kirkjuþings. ELLIHEIMILIÐ GRUND Guðsþjónusta kl. 10:15. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Kári Friðriksson syngur ein- söng. Karlmenn leiða sönginn. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jó- hannsson. HALLGRÍMSKIRKJA Fræðslumorgunn kl. 10:00. Upphaf kristni á íslandi. Dr. Hjalti Hugason, prófessor. Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Ás- kelsson. Sr. Sigurður Pálsson. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10:00. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14:00. LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Unnur Halldórsdóttir, djákni, prédikar. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Djákni Svala Sigríður Thomsen. LAUGARNESKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju syngur, organisti Gunnar Gunnarsson. Kvöldmessa kl. 20:20. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur og Kór Laugarneskirkju syngur. Prestshjón- in sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson þjóna að orðinu og borðinu. Djassinn hefst í húsinu kl. 20:00. Létt svei- fla í helgri alvöru. Morgunbænir mánudag kl. 6:45. 12 sporahópur mánudag kl. 20:00. NESKIRKJA Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til níu ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14:00. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Félagsstarf aldraðra laugardag kl. 13:00. Sr. Frank M. Halldórsson. TTT, 10-12 ára starf mánudag kl. 16:00. Kirkjukór Neskirkju æfir mánudag kl. 19:00. SELTJARNARNESKIRKJA Messa kl. 11:00. Barnastarf á sama tíma. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Æskulýðsfélagið kl. 20-22. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00. Kirkju- dagurinn. Friðrikskapella Kynðarstund í hádegi mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Kirkjukór Ár- bæjarkirkju syngur. Organleikari: Pavel Smid. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Börn úr Tónskóla Sigursveins leika á ýmis hljóðfæri. Yngri deild æskulýðsfélagsins kl. 20-22. „Kirkjuprakkarar". 7-9 ára kl. 16-17 á mánudögum. T.T.T. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deild Æskulýðs- félagsins kl. 20-22. BREIÐHOLTSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa og altar- isganga kl. 11. Organisti: Daníel Jónasson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA Kl. 11. Messa. Alþjóðlegur geðheilbrigðis- dagur. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. FELLA- OG HÓLAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögu kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudög- um kl. 20-22. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. GRAFARVOGSKIRKJA Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Org- anisti: Hörður Bragason. Sunnudagaskóli I Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Sigurður Arn- arson. Guðsþjónusta i Grafarvogskirkju kl. 14. Vænst er þátttöku foreldra og ferming- arbarna í Folda- og Engjaskóla. Prestar: Sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Anna Sigríður Páls- dóttir og sr. Sigurður Arnarson. Unglingakór kirkjunnar syngur.Eftir guðsþjónustuna verður fundur með foreldrum fermingar- barna í Folda- og Engjaskóla. Dregið verður um væntanlega fermingardaga. Kaffiveiting- ar. Prestarnir. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla virka daga frákl. 9-17 í síma 567-9070. HJALLAKIRKJA Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Kór kirkjunnar syngur og leiðir safnaðarsöng. Jóhann Stefánsson leikur á trompet. Organisti: Jón Ólafur Sig- urðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. KÓPAVOGSKIRKJA Barnaguðsþjónusta I safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Fundur með foreldrum fermingarbarna að lokinni messu. SELJAKIRKJA Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Mikill söngur og fræðsla fyrir krakka. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjudagur kvenfélagsins. Þórey Guð- mundsdóttir framkvstj. Bandalags kvenna prédikar. Kvennakórinn Seljur syngur. Kon- ur úr kvenfélagi Seljakirkju aðstoða við guðsþjónustuna. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdótt- ir þjónar fyrir altari. Organisti er Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Sóknarprestur. KFUK fundir á mánudögum. Kl. 17.15 stelpustarf á vegum KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. AFMÆLI Ellert B. Sdiram sextugur „Þótt náttúran sé lamin með lurk...“ Sú saga er sögð af einum forfeðra minna að hann fékk augastað á konu og fastnaði sér hana. Það varð að ráði að brúðguminn til- vonandi skyldi koma að feijustað við næsta fjörð á tilteknum stað og stundu. Hann átti að hóa í þrí- gang. Þá myndi fólkið á næsta bæ, þar sem brúðkaupið skyldi standa, sækja hann handan yfir Qörðinn. Allt gekk þetta eins og um var samið utan það, að það var rífandi þurrkur, allt fólk úti á túni í heyönnum svo að enginn heyrði til brúðgumans, sem hóaði þrisvar - en ekki oftar. Að svo búnu sneri brúðguminn heim og hafði aldrei orð á þessu framar. Að vísu gerði hann konunni tvö börn. En um brúðkaup var aldrei talað framar. Hann var sagður skapstillingarmaður. ,?Það tók í...“ Eg veit svo sem ekki hvers vegna mér kom þessi saga í hug, þegar ég heyrði þess getið að Elllert mágur minn yrði sextugur innan fárra daga. Og þó. Ellert var sem kunnugt er þjóðkunnur afreks- maður í íþróttum (og telur enn ástæðulaust að tala um það í þá- tfð, skilst mér). Sú saga er sögð af íþróttakempunni, að á efri árum kenndi hann sér fótarmeins. Lækninum brá í brún þegar hann sá, hvers kyns var, og sagði agn- dofa: „Þú ert þríbrotinn, maður!“ „Nú, það hefur farið fram hjá mér,“ sagði Ellert. Einn góðan veðurdag birtist mynd af Ellert á íþróttasíðum blaðanna þar sem hann hékk á annarri höndinni í skíðalyftu og bar við himin. Ég hafði orð á því við systur hans við morgunverðar- borðið að þeir væru farnir að vera uppátektarsamir K.R.-ingar í fjár- öflunarbrellum sínum. Annað kom á daginn. Lyftan hafði ein- faldlega orðið rafmagnslaus í miðjum klíðum. Það var því ann- aðhvort að hanga í lyftukaplinum eða sleppa takinu, sem þýddi vís- ast bráðan bana. (Ellert sagði mér síðar, að þar sem hann hékk með himinskautum og hélt dauðahaldi í líftóruna sá hann fólk þyrpast saman hið neðra; og sýndist úr þessari hæð eins og mauraþúfa og voru að stinga saman nefjum um, hvað skyldi til bragðs taka. Eftir það sagðist Ellert hafa misst trúna á gildi nefndarstarfa). Það er merkilegt með fótboltakapp- ann að hann átti handstyrk sínum Iíf að launa líkt og Þorgeir Há- varsson forðum, þar sem hann hékk á graðhvannarnjólanum í Hornbjargi. Og hafa ekki margir Ieikið það eftir þeim fóstbræðrum í Islandssögunni. Eftir að lyftan komst aftur af stað og Ellert fann fast land und- ir fótum á ný spurði hjartaprúður maður í gustukaskyni, hvort hon- um væri ekki illt í bandleggnum?. „Nei“, svaraði Ellert, „en það tók í“. Af þessu má ætla að Ellert sé skapstillingarmaður, eins og for- faðir minn forðum. En af því fer tvennum sögum. Vitlaust vaxtarlag Eftir á að hyggja má greina þrjá kapítula í lífshlaupi Ellerts (fyrir utan alla útúrdúrana): Fótbolta, pólitík og ritstörf. Fyrst um fótboltann. Lengi vel sýndist mér það vera eins og ijgrun við náttúrulögmálin að EIl- ert gæti orðið afburðamaður í knattspyrnu. Hvers vegna? Vegna þess að ég hafði aðeins séð tvo menn, sem voru þeirrar náðar- gáfu aðnjótandi að boltinn var bara Ij^mJengingí)f(þejqi sj^lfurp. Þessir menn voru Púskas og seinna Maradonna. Samkvæmt því lögmáli eiga knattspyrnu- menn að vera stuttir naggar, en einkum og sér í lagi kiðfættir og klofstuttir. Ellert óx upp til að vera alger andstæða þessara manna. Hann var himinhár og tá- grannur og jafnvel krangalegur framanaf. Hann hafði vaxtarlag þeirra manna sem eiga að spila körfubolta (eða handbolta, sam- anber framansagt); eða keppa einir og sér við sjálfa sig í há- stökki eða tugþraut. En ég reiknaði ekki með þijósk- unni. Ellert er fæddur í K.R. og átti föðurímynd að keppa við. Sá gamli var frár hjörtur á vellinum forðum daga og hefði orðið fyrsti atvinnumaður okkar Islendinga í knattspyrnu ef, lög um atvinnu- leyfi í Evrópu fyrir stríð hefðu ekki verið eins og þau voru. EHert byrjaði þess vegna að sparka bolta áður en hann Iærði að ganga. Og þótt hann væri sendur í sveit til að þræla myrkranna á milli, dugði það ekki til. Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir. Og nóttin var frjáls til ein- leiks við boltann. Það er þrjóskan sem gerir gæfumuninn. Og hún tekur ekk- ert mark á vaxtarlaginu. Þrjóskan hélt honum við æfingar og æfing- arnar gerðu hann stæltan. Þannig að hæðin varð að Iokum forgjöf, þegar kom að skallaeinvígum (sem urðu hans sérgrein). Þeir sem áður sögðu: „Hann verður aldrei jafn góður og karlinn“ voru farnir að spyrja sjálfa sig: „Skyldi karlinn hafa leikið þetta eftir?“ Víst hefði verið gaman að sjá þá spila saman, feðgana. En ætli niðurstaðan sé ekki sú, að þeir hafi verið hvor öðrum betri. Sameiginlega fagna þeir því nú þessa stundina að K.R. hefur endurheimt sigurlaunin, eftir nokkurt hlé. Og munu ekki láta það laust á næstunni. Sameigin- lega hafa þeir feðgar verið Is- landsmeistarar hátt á annan ára- tug. Og þótt sigurinn hafi gengið K.R.-ingum úr greipum helst til lengi þá er það að lokum þrjóskan - það að gefast aldrei upp, þótt móti blási - sem hefur sitt fram að lokum. Að skila þingsæti Framan af var ekki annað að sjá en að pólitíkusinn Ellert ætlaði að feta troðnar slóðir, tröppu af tröppu, upp hinn hefðbundna mannvirðingar-stiga íhaldsins: Lögfræðingur, í stjórn Orators, ritstjóri Úlfljóts, formaður Vöku, formaður stúdentaráðs og for- maður SUS. Og ekki má gleyma því að hann var formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - stýrði sjálfri maskín- unni. Og svo alþingismaður, 32 ára, sá yngsti á því þingi (ég man eftir mynd af Ellert og Hannibal, þeim elsta og þeim yngsta árið 1971). Ef hann hefði haldið svona áfram hefði hann endað sem heilbrigðis- og íþróttamála- ráðherra í einhverri framsókmir- stjórninni. Og Friðrik hefði aldrei orðið varaformaður. En þetta er svo gersamlega út úr karakter Ell- erts að náttúran tók aftur í taumana og hlífði honum við þessum örlögum. Ellert vann sína prófkjörssigra sjálfur, án atbeina flokksmaskín- unnar (og Vals) sem þótti tæplega kurteislegt. Og svo gerði hann nokkuð sem flokkurinn hefur aldrei fyrirgefið: Hann vann próf- kjörssigur, sem þýddi að fulltrúi verkalýðsarmsins missti sitt ör- ugga þingsæti, sem í þá tíð þótti vera veisluspjöll. Sem góðum flokksmanni sæmir rann Ellert þetta til rifja, svo að hann skilaði þingsætinu. Og hélt að hann væri að gera flokknum greiða. Þegar hann vann prófkjörssigur aftur að fjórum árum liðnum, þótti flokknum gamanið vera farið að grána „Svona gera menn ekki“ - var einhvern tíma sagt. Ellert skil- di fyrr en skall í tönnum og kvad- di félagsskapinn. Eftir það settist hann í ritstjóra- stól. Fyrst á Vísi og síðan, eftir samrunann, á Dagblaðinu. Smám saman fóru menn að taka eftir því að þessi skapstóri keppnismaður af knattspyrnuvellinum stýrði liprum penna sem öðrum fremur staldraði við hið skondna og hið smáa í tilverunni. Og gerði því listilega skil í laugardagspistlum. Þeir sem yngri eru en við og muna ekki íþróttagarpinn, þekkja fyrst og fremst húmoristann - og húmanistann - sem skrifaði „Eins og fólk er flest“. Af Krúötum og Serbum Fyrir utan að stýra Iþróttasam- bandi Islands sinnir Ellert því í hjáverkum að sjá um að lands- leikir ættbálka í Evrópu í knatt- spymu (sem nú til dags koma í staðinn fyrir milliríkjastyrjaldir) gangi skikkanlega fyrir sig. Ég heyrði skemmtilega sögu af því um daginn í samkvæmi hér í Was- hington. Sendiherra Króatíu, fyrrverandi körfuboltastjarna og stríðsmaður gegn Serbum, hitti Bryndísi, konu mína, að máli og spurði: „Hvur er þessi Ellert Schram, af íslandi?" Þegar Bryn- dís gekkst við bróðerninu sagði Zuzul sendiherra: „Þetta er ekki einleikið. Fyrst varð maðurinn þinn fyrsti utanríkisráðherra af Vesturlöndum til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu. Og um daginn kom þessi bróðir þinn og bjargaði heiðri okkar. Það var landsleikur milli Króata og Serba, á heima- velli Serba í Belgrad. Rafmagnið fór af svo að flóðljósin slokknuðu. Tugþúsundir Serba gengu af göfl- unum og kröfðust þess að heimaliðinu yrði dæmdur sigur. Þá gekk fram á völlinn fulltrúi evrópska knattspyrnusambands- ins, hr. Schram, tók míkrófóninn sér í hönd og þrumaði yfir lýðn- um: „Ef þið hættið ekki þessum uppþotum og stillið ykkur, þannig að Ieikurinn geti haldið áfram, þá verður Króötum dæmdur sigur.“ Það þyrmdi yfir Serba, svo að uppþotið rann út í sandinn. Leiknum var haldið áfram, þegar varamótorinn fór í gang, svo að hægt var að spila áfram við ein- hverja ljóstýru. Það varð jafntefli. En við eigum eftir heimaleikinn í Zagreb. Þar mun áreiðanlega ekki slokkna á ljósunum. Seinni leik- urinn verður 10. október“. Merkilegt, sagði Bryndís: Það er afmælisdagurinn hans Ellerts. Hann verður þá sextugur í Zagreb. Til hamingju með afmæl- ið, frá okkur báðum. . s,J($tí Jiflldvól JJfóOiibalssoH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.