Dagur - 09.10.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 09.10.1999, Blaðsíða 2
II-LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 Pósthússtræti 3 til 5 Framhald afforstðu Aðalbækistöð Landsímans var í húsinu frá 1906 og þar til byggt var yfír starfsemina í Thorvald- senstræti árið 1831. Eftir það fékk Iögreglan húsið til afnota og var þar með starfsemi sína þar til nýja lögreglustöðin við Hverfís- götu var byggð. I þessu húsi er frægasti kjallari borgarinnar, þar sem ofurölvi menn voru geymdir þar til rann af þeim. Menn þessa var oftast ekki langt að sækja en þeir höfðust gjarnan við í skotum í Hafnarstræti og Tryggvagötu. Það kallaðist að taka menn úr umferð þegar einhver var tekinn, annað hvort vegna óspekta á al- mannafæri eða ofdrykkju. Þess- ir menn voru í daglegu tali kall- aðir rónar. Hægt var að kaupa mann út úr kjallaranum ef eigin- konan eða aðrir aðstandendur vildu ekki vita af sínum nánustu þar. Mörg konan notaði síðustu heimilispeningana til að ná eig- inmanninum þaðan. Klefar voru litlir og daunillir sem kom meðal annar til af því að ekki var hægt að hafa þar vatnssalerni. Svo lít- ið rými var í hverjum klefa að þeir Iíktust meira skápum en íverustað fyrir menn. Þeir voru það stuttir að hávaxinn maður gat ekki teygt þar úr sér. Þessi landsfrægi kjallari er undir sjáv- armáli sem veldur því að ef þarna hefði verið sett vatnssalerni hefði runnið til baka inn í hann, á flóði. Þar af leiðandi var notast við blikkfötur sem settar voru ein í hvern klefa ætlaðar undir úr- gang úr báðum endum frá næt- urgestum þessa ömurlega staðar. Augljós eru áhrif þessa ósóma á andrúmsloftið í klefunum. Lög- reglumenn sem þarna unnu hafa ekki verið ofsælir af vinnuað- stöðu sinni. Gólf og annað í klef- unum var þvegið með lýsólblönd- uðu vatni og einnig teppin sem næturgestirnir höfðu yfír sér. I lýsingu á Pósthússtræti 3 frá árinu 1950 koma fram nokkrar breytingar. Búið er að stúka neðri hæðina í sex herbergi. Á efri hæð eru átta herbergi, þrír gangar og fimm fastir skápar. Sami frágang- ur er á báðum hæðunum. Allt kalksléttað innan og málað. I þaklyfti eru ekki neinar breyting- ar. Á skammbitum er gólf og þar uppi er eitt geymsluherbergi og framloft. I kjallara sem allur er steinsteyptur eru þrír geymslu- klefar, miðstöðvarherbergi og gangur. Það vekur athygli að í matinu er ekki getið um fanga- klefana. Húsið er þó kallað Lög- reglustöðvarhús. Eftir að lög- regla flutti höfuðstöðvar sínar inn á Hverfísgötu, tók Póstur og sími aftur við húsinu. Núna eru bækistöðvar Islands- pósts í húsinu. Fyrir rúmu ári var ýmislegt lagfært innandyra, eins og öll að handrið voru slípuð upp og Iökkuð hvít. Handriðin eru óvenjulega lág og auðséð að þau hafa verið smíðuð að þörfun barna. Allar hurðir sem eru margra spjalda þykkar og vandað- ar, er búið að gera upp. Húsið prýða gluggar með níu fögum og fer hvítmálað tréverk þeirra vel við grágrýtissteininn sem húsið er hlaðið úr. I risinu er matsalur- inn eins og fyrr en bijóstþilið hefur verið málað með sama lit og veggirnir, en skáparnir með mörgu litlu hurðunum hafa verið teknir. Þarna er hátt til lofts og nýtur hvelfingin sín vel. Áður var salurinn kallaður miðstöð eins og tíðkaðist um þær vistarverur húsa sem fólk kom saman í. Þeg- ar komið er í kjallara hússins sést enn móta fyri fangaklefunum í lofti eins herbergisins. Helstu heimildir eru frá Borg- arskjalasafni og Þjóðskjalasafni. DAIHATSU Lipur og sprækur Daihatsu Cuore er ofursparneytinn fimm dyra smábíll á einstöku verði. Liprari borgarbíl er vart að finna, en Cuore er jafnframt ótrúlega rúmgóður. Vélin er þrælspræk en eyðir þó aðeins 5,3 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, með beinskiptingu, samkvæmt Evrópustaðli. Cuore uppfyllir ströngustu kröfur Evrópusambandsins um árekstravörn. Ríflega búinn Af ríflegum staðalbúnaði Cuore má nefna nýja fjölventlavél, tvo öryggispúða, rafdrifnar rúður og spegla, samlæsingu, vökvastýri, snúningshraðamæli, fjaropnun á bensínloki og skottloki, hæðarstillingu aðalljósa, aukahemlaljós, ræsitengda þjófavörn og útvarp með segulbandi. Cuore er jafnframtfáanlegur með sjálfskiptingu og ABS-hemlalæsivörn. brimborg Tvisturinn Faxasttg 36, Vestmannaeyjum Slmi 481 3141 Brimborg-Þórshamar Bíley Betri bílasalan Bílasalan Bílavík Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrísmýri 2a, Selfossi Holtsgötu 54, Reykjanesbæ Sfmi 462 2700 Sfmi 474 1453 Sími 4823100 Slmi 421 7800 Þlónustusfmi 550 5DDD www.visirJs NÝR HEIMUR Á NETINU

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.