Dagur - 14.10.1999, Síða 1

Dagur - 14.10.1999, Síða 1
FIMMTUDAGUR 74. október1999 Hugað að samein- ingu heilsugæslu „Ég tel að ávinningur af sameiningu heilsugæslustofnana geti verið bæði fagiegur og eins tryggt íbúum aukið öryggi í læknisþjónustu, “ segir Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heiibrigðisráðherra. Hugmyndir um að sameina heilsugæslu- stofnanir í Ámessýslu í eina stofnun. Ýmsir ávinningar segja stjómvöld og sveitar- stjómir nokkuð já- kvæðar. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið er þessa dagana að kynna hug- myndir um sameiningu heilsu- gæslustöðva í Amessýslu og hefur sent bréf um þetta efni til allra sveitarstjórna í sýslunni. Búist er við því að sameiningin geti jafnvel gengið í gegn fyrir áramót. Ráðu- neytinu eru þessa dagana að ber- ast svör frá sveitarfélögum í sýsl- unni við þessum hugmyndum sín- um og eru undirtektir yfirleitt nokkuð jákvæðar, þó að í vissum tilvikum sé óskað eftir nánari út- skýringum á einstaka atriðum, að sögn Þóris Haraldssonar, aðstoð- armanns heilbrigðisráðherra. Hagræðing og auMð öryggi „Eg tel að ávinningurinn af sam- einingu heilsugæslustofnana geti verið bæði faglegur og eins tryggt íbúum aukið öryggi í læknisþjón- ustu,“ segir Þórir Haraldsson. Hann segir að með sameiningu af þessum toga megi hagræða meðal annars í yfírstjóm og starfsmanna- haldi heilsugæslustöðvanna og tryggja samfellu í mikilvægri ör- yggisþjónustu þeirra. Bendir Þórir á að nú sé afleysingaþörf heil- brigðisstarfsfólks orðin miklu meiri, meðal annars vegna vinnu- tímatilskipunar ESB. En með sameiningu eigi starfsfólk að geta gengið meira hvort í annars stað, vinnandi hjá sömu stofnun. „Við sjáum líka íyrir okkur að úr verði ein öflug stofnun, bæði rekstrar- og bókhaldslega." Heilsugæslu- stofiianir í Ámessýslu eru Ijórar, í Hveragerði, Þorlákshöfn, á Sel- fossi og í Laugarási í Biskupstung- um, en þar er sinnt heilbrigðis- þjónustu fyrir íbúa í uppsveitum Arnessýslu. Stöðin frá Selfossi sinnir þjónustu við íbúa í Arborg og í lágsveitum sýslunnar. Um þessar mundir vinnur heil- brigðisráðuneytið að sameiningu heilsugæslustofnana víða um Iandið. Þegar hafa stofnanir á Austurlandi verið sameinaðar og nú eru hugmyndir í þessa vem uppi á Norðurlandi vestra og er talað um að heilsugæslan á Hólmavík verði einnig með í dæminu. Aðspurður um hversvega menn héldu sig við Árnessýslu eina í hugmyndum um samein- ingu heilsugæslustofnana á Suð- urlandi, sagði Þórir Haraldsson að á síðasta ári hefðu heilsugæslu- stöðvamar á Hellu og Hvolsvelli verið sameinaðar í eina stofhun og því þætti mönnum sem nóg væri sameinað þar í bili og að rétt væri að Rangæingar fengju möguleika nú til að spila úr þeim möguleik- um sem sameiningin þá gaf þeim. Og hvað varðar sameiningarmál í Vestur-Skaftafellsýslu sagði Þórir að málin þar hefðu verið skoðuð en ekki hefði þótt tilefni til að- gerða, enda hefði stöðugleiki verið í læknamálum þar síðustu árin. Enda til að efla og styrkja Erindi frá Heilbrigðisráðuneyti um sameiningarmálin var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Ár- borgar og þar tók bæjarráð undir þær, enda verði þær „til þess að styrkja og efla þjónustu við íbúa landshlutans.“ - Þá hefur um mál þetta verið fjallað í bæjarstjóm Hveragerðis og þar leggjast menn ekki gegn hugmyndunum sem slíkum verði þær ekki til þess að draga úr læknisþjónustu við bæj- arbúa, að sögn Hálfdáns Krist- jánssonar bæjarstjóra. -SBS. Víðast fjölgar Ibúum Árborgar fjölgaði um 120 á fyrstu mánuðum ársins, en byggðir í Árnessýslu eru ein- ar af þeim fáu á landsbyggðinni þar sem íbum fjölgaði á fyrstu mánuðum þessa ár. I Hveragerði fjölgaði íbúum um 40, Fljótshlíð um 20, Hrunamannahreppi um 15 og í Þykkvabæ um 10. Alls fluttu 60 fleiri til Suðurlands en brott úr landshlutanum og er eina landsbyggðarkjördæmið sem ekki tapaði fólki. Vest- mannaeyingum fækkaði um 60. Almennt talað þá hafa álíka margir flutt af landsbyggðinni síðustu þrjá mánuði eins og á fyrri helmingi ársins, þannig að fólksflóttinn suður hefur hlut- fallslega tvöfaldast í 2 fjölskyld- ur á dag á tímabilinu júlí til september. Fyrstu níu mánuði ársins hafa næstum öll sveitar- félög landsbyggðarinnar séð á eftir fleiri af íbúum sínum brott en flutt hafa þangað í staðinn. -SBS. Góð mæting hefur verið á mömmumorgna, sem eru á miðvikudögum í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. Þetta eru notalegustu stundir, þar sem mæður ungra barna hittast og spjalla og stundum er fenginn einhver til að miðla fróðleik um ýmislegt er viðkemur umönnun og uppeldi barnanna. Blaðamaður leit við í kirkjunni einn morguninn og smellti mynd afprestinum, sr. Baldri Kristjánssyni, í hópi mæðra og barna. -hs. 2. árgangur - 33. Tóiubiað Frá Eyrarbakka. Lokun úti- bús frestað Landsbanki Islands hefur ákveðið að fresta lokun útibús síns á Eyrarbakka um óákveðinn tíma, en hún hafði verið ráðgerð þann 25. október. Þetta varð niðurstaðan eftir fund sem full- trúar bankans áttu með Eyr- bekkingum á þriðjudaginn. Að sögn Friðgeirs M. Baldurssonar, svæðisstjóra Landsbankans á Suðurlandi, verða næstu mán- uðir notaðir til þess að finna við- unandi lausn á málinu, en heimamenn á Eyrarbakka voru afar ósáttir með þessar fyrirætl- anir bankans. „Ég held að á þessum fundi sem við áttum með Eyrbekking- um hafi komið fram gagnkvæm- ur skilningur á sjónarmiðum beggja aðila. Við höfum því nú ákveðið að fresta lokun útibús- ins þar til viðunandi lausn á þessu máli hefur verið fundin, án þess heldur að ég vilji og geti sagt til um í hverju hún sé fólg- in,“ segir Friðgeir. Haukur Jónsson íbúi á Eyrar- bakka sagðist í samtali við blað- ið vera afar ánægður með þessa ákvörðun Landsbankans. „Ég hygg að það hafi verið alveg ein- róma hér á Bakkanum að fólk var óhresst með þetta. Banki er sú þjónusta sem þarf að vera á hverjum stað.“ -SBS. Kvenlæknir 1 Þorlákshöfn Sú nýbreytni hefur verið tekin hér upp að framvegis verður kvensjúkdómalæknir starfandi við Heilsugæslustöð Þorláks- hafnar. Mun læknirinn, Jón B. Stefánsson, verða hér á stöð- inni á sex vikna fresti og hefst viðvera hans í nóvember. I samtali við heilsuga“slu Iækni kom fram, að þetta er til mikils hagræðis fý'rir þær kon- ur sem þurfa á þessari þjón- ustu að halda, því þar til nú hafa konur þurft að sækja lang- an veg til kvensjúkdómalæknis. Jón B. Stefánsson er starfandi við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi og verður hann hér eins og áður segir á sex vikna fresti. Tímapantanir og upplýs- ingar er hægt að fá á Heilsu- gæslunni í síma 483 - 3838. -HS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.