Dagur - 15.10.1999, Blaðsíða 2
2-FÖSTUDAGUR ÍS. OKTÓBER 1999
rOagþr
KRINGLAN
Líst vel á nýju
Kríngluna
Við spurðum nokkm vegfarendur sem áttu leið um nýju
Kringlum daginnfyrir opnun hvemig þeim litistá og
hvort þeir teldu að ofmikið hefði verið byggt af
verslunarhúsnæði.
Ásta Sigurjónsdóttir:
Mér líst Ijómandi vel á þetta og finnst þetta afskap-
lega notalegt og skemmtilegt. Þetta vex og vex og
verslununum fjölgar svo það hlýtur eitthvad að hrynja.
Verslununum fjölgar meir en það fæðist af fólki svo
það hlýtur eitthvað að láta undan.
Benedikt Þór Bárðarson:
Mér líst bara nokkuð vel á þetta. Þetta er svo nýtt að
maður ratar ekkert um. Ég held að eftirspurnin sé al-
veg næg til að mæta auknu framboði verslana. Ann-
ars er ég að leita að einhverju að borða, en flestir
staðirnir eru horfnir. Þeir verða víst opnaðir á morgun.
Elísabet Hallgrímsdóttir:
Mér líst alveg Ijómandi vel á þennann nýja hluta
Kringlunnar, en ég held að það sé ofvöxtur I byggingu
verslunarhúsnæðis í Reykjavík. Ég er utan aflandi
þannig að ég kem ekki oft hingað og þá helst ef
veðrið er leiðinlegt.
Sandra Ingvaldsdóttir:
Mér líst bara vel á það sem ég hef séð. Ég sá teikn-
ingar afþessari byggingu áður en byrjað var að
byggja og mér leist vel á þær. Ég held að það sé alls
ekki orðið ofmikið af verslunarhúsnæði hérna.
Sefanía Sigfúsdóttir:
Mér líst bara ágætlega á þetta, en það er greinilega
ýmislegt eftir. Ég held að það sé búið að byggja of
mikið afverslunarhúsnæði, en þetta er góð viðbót hér
í Kringlunni, eykur fjölbreytnina og samkeppnina.
Baldur Sæmundsson:
Mér líst nokkuð vel á það sem ég hefséð.
Það á hins vegar eftir að koma I Ijós hvort ofmikið
hefur verið byggt. Ég kem ekki hingað oftar en ég
þarf. Má segja að það sé bara i neyðartilvikum.
Anna Ingvadóttir:
Mér líst bara ágætlega á það sem ég er búin að sjá.
Ég hefenga skoðun á því hvort komið er nóg af
verslunarhúsnæði, en ég kem ekki hingað oftar en ég
þarf.
Jónas Albertsson:
Ég kem nú ekki oft hingað; er bara að kíkja á bygg-
inguna. Mér líst vel á það sem ég hef séð. Þetta er
fínt, en ég held að þetta verði ekki tilbúið á morgun.
Alveg örugglega ekki.
Erla Sigurðardóttir:
Mér líst bara vel á þetta. Ég kem hingað oft þegar ég
er ekki í skólanum. Um helgar og svoleiðis. Ég held
að það sé ekki komið of mikið af verslunum, ekki fyrir
mig allavega. Mér finnst gaman að fara I búðir.