Dagur - 15.10.1999, Síða 10

Dagur - 15.10.1999, Síða 10
10— FÖSTVDAGUR 1S. OKTÓBER 1999 T^ur KRINGLAN LyMlinn er góöur en ódýr vamingur Karlmenn með léttar pyngjurog litla með- vitund umfatastærðir geta andað léttar, því afgreiðslufólk Dress- man klæðirþá og kem- urá ról. Verslunin Dressman á Lauga- veginum hefur vakið athygli fyrir ódýr karlmannaföt. Dressman er norsk verslanakeðja, sem er með búðir á Norðurlöndum og víðar. Ragnhildi Bolladóttur fannst tfmi til kominn að opna aðra búð og hana í Kringlunni. „Lykillinn að velgengni þess- ara verslana er að við bjóðum ódýra, en vandaða vöru. Það dugir þó ekki eitt og sér, því við leggjum mikið upp úr þjónustu. Markmið okkar er að enginn kúnni verði óánægður. Við end- urgreiðum vöru ef fólk er óá- nægt og gerum allt til að fólk fari ánægt út úr búðinni. Við leggj- um líka mikið upp úr því að við sem hér störfum höfum gaman af því sem við erum að gera. Sinnum viðskiptavininum með bros á vor og af ánægju. Við lít- um á búðina sem ieiksvið þar sem er gaman. Öðruvísi kúnnar Opnun búðarinnar á Laugaveg- inum gekk vonum framar og það hefur engin önnur Dressman- búð fengið aðrar eins viðtökur. Við fundum það fljótt að það vantaði aðra búð. I Kringluna kemur margt barnafólk og fólk utan af landi sem vill geta keypt allt á einum stað. Þetta er ekki hópur sem kemur mikið á Laugaveginn og við misstum því af. Kúnnarnir á Laugaveginum gefa sér meiri tíma og sumir koma á hverjum degi til að spjalla og það er mjög notalegt. Hér er nákvæmlega sama verð og í öðrum Dressman búðum á Norðurlöndum. Lágt verð næst með hagstæðum magninnkaup- um og það er ekkert dýrara að flytja vöruna til Noregs eða Sví- þjóðar en Islands. Menn eiga að geta labbað inn í hvaða Dress- manbúð sem er og þekkt bæði verðið og vöruúrvalið." Allir með Það er mikil vinna að koma upp nýrri búð og þarf að hugsa fýrir mörgu. „Við byrjuðum alveg frá grunni; rifum allt út. Svo feng- um við íslenska iðnaðarmenn til að leggja gólf og mála veggi. Þeg- ar kemur svo að uppsetningu verslunarinnar sjálfrar, þá er þetta það stór keðja að hún er með fólk á sfnum vegum sem fer á milli og setur upp búðirnar. Okkar starfsfólk sem vinnur í búðinn er með frá byijun. Mér finnst það mjög mikilvægt. Mað- Það vantaði ódýrari búðir með góðri þjón- ustu fyrirvenjulega menn. Það er nú einu sinni þannig að marg- irkarlmenn vita ekki í hvaða stærðum þeir ganga. ur fær meiri tilfinningu fyrir búðinni, ef maður skynjar fyrir- höfnina á bakvið hana og tekur þátt í að taka upp úr kössunum og klæða gínur með sérfræðing- um. Ef maður gengur inn í búð þar sem allt er tilbúið, þá verður það of sjálfsagt mál. Það fylgir því ákveðið stolt að taka þátt í þessu og það er líka okkar stefna að allir starfsmenn fylgist með gangi búðarinnar. Við viljum að allir hafi þekkingu á öllum þáttum rekstursins og geti geng- ið í öll verk. Hér eru engin leyndarmál." Sérversluninii fækkar Ragnhildur segir margt vera að breytast á íslenskum fatamarkaði. „Þróunin er sú á litlum sér- verslunum fækkar og stærri verslanakeðjur taka yfir. Þessar keðjur ná auðvitað mikilli hag- ræðingu sem birtist í lækkandi verði. Maður vonar hins vegar að þessi þróun bitni ekki of mikið á úrvalinu. Dressman er karlmannafata- verslun og Ragnhildur segir búð- ina hafa uppfyllt þörf sem greini- lega var fyrir hendi á markaðn- um. „Karlmenn voru hópur sem hreinlega hafði gleymst. Fínu búðirnar með Armani og Boss fyrirfundust auðvitað, en þær verslanir eru ekki fyrir hvern sem er. Það vantaði ódýrari búð- ir með góðri þjónustu fyrir venjulega menn. Þjónustan er mjög mikilvæg, því það er nú einu sinni þannig að margir karl- menn vita ekki í hvaða stærðum þeir ganga. Hér fá þeir þá aðstoð sem þeir þurfa. Ef að maður veltir fyrir sér hversu vel fötin endast, þá er al- veg ljóst að maður fer öðruvísi með jakkaföt sem kosta 15 þús- und, en þau sem kosta 40 þús- und. Maður fer kannski í þessi dýru tvisvar á ári meðan maður notar hin í súperdjamm og á árs- hátíðir. Þar að auki er það nú oft svo að föt eru löngu komin úr tísku áður en það fer að sjá á þeim. Motto okkar er alltaf ef fólk er ekki sátt, þá fær það pen- ing, innleggsnótu eða ný föt. Héðan fer enginn óánægður. Dressman er norsk verslunar- keðja og Norðmenn verða seint taldir leiðandi þjóð í tískuheim- inum. „Verslunin hefur breyst mikið síðustu ár. Fyrstu árin var úrvalið miðað við norskan mark- að, en þegar farið var að opna búðir í öðrum löndum tóku menn eftir því að það gekk ekki. Vörurnar voru því aðlagaðar kröfum neytenda og hafa breyst mikið.“ Islendingar hafa verið ginn- keyptari íyrir þekktum vöru- merkjum, en nágrannaþjóðirnar og telur Ragnhildur það ekki vera að breytast. „Hér er ákveð- inn hópur sem hugsar á þennan hátt, en það má heldur ekki gleyma þeim stóra hópi sem hef- ur margt annað við peningana að gera og það fólk kemur til okk- ar.“ Jafnt fyrir ömmu Sasha erfataverslun fyrirkonur, sem vilja kaupa ódýrfót oft og aldurinn skiptirþar engu. „Sasha er írsk verslunarkeðja sem selur föt fyrir konur á öllum aldri,“ segir Hrefna Arnardóttir, verslunarstjóri í Kringlunni. „Það gengur mjög vel að samræma þetta, því úrvalið er það mikið að það hæfir ólíkum smekk kvenna á misjöfnum aldri. Við fáum vör- ur vikulega að utan, þannig að hér er alltaf eitthvað nýtt að sjá. íslendingar þekkja vel til þess- ara verslana, enda margir farið til írlands og kynnst þeim þar. Verð- ið hjá okkur er fyllilega sambæri- legt við verðið í írsku búðunum og er mjög gott miðað við íslensk- an markað. Við heyrum það frá viðskiptavinunum sem segja að nú þurfi þeir ekki að fara til ír- lands. Við erum fyrsta verslunin utan Irlands, en þar eru tuttugu og fjórar verslanir. Keðjan er með mikla markaðshlutdeild og á döf- inni er að opna búðir víðar. Við erumfyrsta verslunin utan íriands, en þareru tuttugu og fjórarverslanir. Keðjan ermeð mikla markaðshlutdeild og á döfinni erað opna húðirvíðar. Við fengum að opna viku fyrr, þar sem við vor- um tilbúin og erum mjög ánægð með viðtökurnar. Fötin eru ódýr og hugsunin sú að konur kaupi sé fleiri flíkur fyrir vikið. Það eru líka nokkrir viðskipta- vinir sem eru búnir að koma oftar en einu sinni þessa viku sem við höfum haft opið.“ Hrefna Arnardóttir: Við erum fyrsta verslunin utan írlands, en þar eru tuttugu og fjórar verslanir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.