Dagur - 22.10.1999, Qupperneq 1
Ekki karlmaður
í kvenlíkama
María Ellingsen og Salka Valka
vorujafnöldrurþegarþær kynnt-
ustjyrst og áttu margt sameigin-
legt. Nú mörgum árum síðarfer
María í sjóstakkinn hennar
Sölku í leikgerð, sem verður
frumsýnd Œafnarfjarðarleik-
húsinuíkvöld.
Einstæð guggin móðir kemur með dóttur sína
til Óseyrar við Axlarfjörð. Svo hefst ein af stóru
skáldsögum Halldórs Laxness, sem segir frá
frægustu kvenpersónu hans - Sölku Völku.
María Ellingsen fékk réttinn til að setja upp
Sölku Völku á Ieiksviði fyrir mörgum árum. En
Salka er stór saga og María rekur lítið Ieikfélag.
„Þannig að ég skoðaði á tfmabili hvemig mað-
ur gæti gert Sölku með fjórum leikurum," seg-
ir María brosandi, þar sem hún situr stuttklippt
heima í stofu (ekki getur Salka látið sjá sig með
flaksandi sítt og ljósgullið hár). Það var ekki
fyrr en María fór á Birting í Hafnarfjarðarleik-
húsinu að hún sá „að þetta væri kannski hægt
- að setja upp stóra sýningu með fáum leikur-
um og litlum peningum en miklu hugmynda-
flugi.“ Hún Ieitaði eftir samstarfi við leikhúsið,
því var vel tekið og kemur árangurinn í ljós í
kvöld. Astarsagan er í kastljósinu í leikgerð
þeirra Hilmars Jónssonar og Finns Arnar Arn-
arssonar og eru María, Gunnar Helgason (Arn-
aldur) og Benedikt Erlingsson (Steinþór) því í
aðalhlutverkum en alls taka níu leikarar þátt í
sýningunni.
Alltaf verið að flýta mér
María var á svipuðum aldri og Salka yngri, 1 1
ára, þegar hún fyrst lagðist í lestur þessarar
stóru skáldsögu. „Eg hef alltaf verið að flýta
mér í lífinu, fæddist 20 merkur og 60 sm,
fæddist sem sagt 3ja mánaða, byijaði að Iabba
8 mánaða og var byijuð að lesa Ijögurra ára.
Þannig að ég var búin að lesa Barn náttúrunn-
ar og komin í Sölku Völku 11 ára. Eg Iá í bók-
um, var alltaf með bók með mér í skólanum og
þegar ég var búin að gera það sem ég átti að
gera þá las ég hana bara undir borðinu. Ég var
óseðjandi. Auðvitað skilur maður Sölku á ann-
an og dýpri hátt núna en það er mjög gaman að
lesa þetta svona ungur og finnast maður vera
að hitta jafnöldru sína.“
Síðan hefur María margsinnis lesið Sölku og
hefur lengi langað til að leika þessa hörkukonu
sem lætur engan vaða ofan í sig. „Það sem mér
fínnst spennandi við leikhúsið er að fást við líf-
ið og manneskjurnar. I þessari bók er lífíð frá
sjónarhorni konu eitthvað svo satt og næmt.
Það er mikið umburðarlyndi gagnvart fólki.
Það er enginn í bókinni fullkominn og enginn
fordæmdur," segir María og þykir merkilegast
að þótt Salka eigi á brattann að sækja í lífinu þá
taki hún alltaf ábyrgð á sér og gjörðum sínum.
„Hún er fátæk, lausaleiksbarn, kynferðislega
misnotuð, fer ellefu ára að vinna þrælavinnu og
á mömmu sem fyrirfer sér. Hún er 14 ára þeg-
ar hún er búin að upplifa þetta allt. En hún
heldur áfram að vinna úr lífi sínu. Hún verður
aldrei fórnarlamb. Hún gefur aldrei öðrum
kraftinn yfír lífi sínu ... Mér finnst gaman að
leika svoleiðis konu,“ segir María og hlær djúp-
um hlátri.
Viljasterk
ekki tröllaukm
- Mér hefnr alltaf þótt Salka mjög Izarlmannleg
hona, hvað finnst þér?
„Hún verður vitni að svo miklu máttleysi
móður sinnar að hún hefur engan áhuga á að
feta í fótspor hennar. Móðir hennar verður
máttlaus í samskiptum við karlmenn, treðst
undir, verður veik af ástinni. Hún elskar mann-
inn svo mikið að þegar hann fer frá henni þá
fyrirfer hún sér. Sölku finnst þetta ekkert
spennandi og hún finnur sér leið í lífinu til að
þurfa ekki að takast á við það að vera kona.
Hún gerist sjómaður, klæðist í karlmannsföt,
einangrar sig...“
— Og einmitt þess vegna hefnr maður helst
séð tröllauknar leikhonur fyrir sér í þessu hlut-
verki...
„Guðrún Gísla lék hana síðast og er nú ekki
tröllaukin," sagði María og skellir upp úr.
„Salka er sterk og vinnur líkamlega vinnu en ég
held að hún sé fyrst og fremst viljasterk. Og
hún er ekkert ókvenleg - hún bara klæðir kven-
leikann af sér. Hún er ekki karlmaður í kven-
mannslíkama.“ LÓA
Salka Valka er sennilega frægasta kvenpersóna nóbelskáldsins en María segist ekkert
hafa verið hrædd við hlutverkið vegna þess. „Þetta er bara okkar útgáfa, það eiga allir
bókina fyrir sig, “ sagði hún einarðlega en varð svo eilítið hikandi: „Ég er kannski brjáluð
að vera ekki hrædd við það.“ mynd: hilmar þór
I Lavamat W 80 |
/ / Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 800/400 sn/mín Ryðfrír belgur og tromla „Fuzzy- Logic" Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi „ÖK0“ kerfi (sparar sápu)
■j Óll þvottakerfi • Ullarvagga
I Lavamat 62310 f
Lágmúía 8
530 2800
__ríl/t__ f
RðDIONAiÍST *
Geislagötu 14 • Sími 462 1300
I
Taumagn: 5 kg
Vindingarhraði: 1200,800 eða 400
sn/mín með hægum byrjunartiraða
UKS kerfi: Jafna tau í tromlu fyrir
vindingu • Ryðfrfr belgur og tromla
Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi
„Fuzzy- Logic" Sjálfvirk
vatnsskömmtun eftirtaumagni, nofar
aldrei meira vatn en þörf er á.
Aukaskolun: Sér hnappur fyrir
kælingu og aukaskolun
„ÖK0" kerfi (spararsápu)
Öll þvottakerfi • Ullarvagga
Lavamat 868201*
Tölvustýrð
Taumagn: 5 kg
Vindingarhraði: 1600,1200,1000,800,600
eða 400 sn/mín með hægum byrjunarhraða
Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað.
Ryðfrír belgur og tromla
UKS kerfi: Jafna tau í tromlu fyrir vindingu
Aqua-alarm: Fjórfalt öryggiskerfi gegn leka.
„Fuzzy- Logic" Sjálfvirk vatnsskömmtun eftir
taumagni, notar aldrei meira vatn en þörf er á.
Aukaskolun: Sér stilling fyrir kælingu og
aukaskolun • „ÖK0“ kerfi (spararsápu)
Öll þvottakerfi • Ullarvagga
r'l/l-t'!Ali',l Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrimsson, Grundarfirði. Ásubúö, Búöardal. Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Pokahornið,
Tálknafirði. Noröuriand: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Urð, Raufartiöfn. Austuríand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf.
Sl
Stöðfiröinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þoriákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.