Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 5
Tfc^ur
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 - 21
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
Hér eru margir snillingar
Fimm starfsmenn Ráð-
húss Reykjavíkur opna
listsýningu á morgun í
Tjamarsalnum.
„Kveikjan að þessari sýningu er
sú að ég hef tvisvar á undan-
förnum tveimur árum sett upp
sýningar í matsal Ráðhússins á
eigin teikningum og vatnslita-
myndurn," segir Friðrik Bridde
bílstjóri, aðal hvatamaður að
sýningunni. „Þetta hafa verið
grínmyndir af sjálfum mér á
vinnustaðnum og samstarfsfólk-
inu og þær voru bara fyrir okkur
sjálf. En í framhaldinu kom í
ljós að það er fjöldi fólks að
vinna hér í húsinu sem fæst við
eitt og annað listrænt í frístund-
um og lumar á ýmsu í handrað-
anum. Við hefðum þess vegna
getað verið fleiri að sýna hér
núna en sumir voru ekki tilbúnir
og aðrir höfðu farið á mis við til-
kynninguna sem send var út
þannig að á næstu sýningu verð-
um við fleiri. Hér eru svo margir
snillingar.
Við erum fimm sem stöndum
að sýningunni núna. Sjálfur
ætla ég að sleppa teikningum og
vatnslitum og sýna bara olíu-
myndir í mörgum stærðum. Svo
er Sigríður Kærnested símavörð-
ur með olíu- og vatnslitamyndir,
„Við höfum öll auga fyrir formum og línum. Við sjáum svo mikið afandlitum íþessu húsi alþýðunnar að við
festumst í þessu.
hún er búin að vera á ýmsum
námskeiðum og ná góðu valdi á
listinni. Erla Magnúsdóttir, full-
trúi í upplýsingaþjónustu, verð-
ur með sýningu á andlitsgrímum
sem hún skreytir með ýmsu
móti. Hún hefur tekið þátt í
fleiri samsýningum og er vön.
Svo er leirkerasmiðurinn okkar
hún Þuríður Bergmann ræsti-
tæknir sem verður með skálar og
ýmsar fígúrur úr leir. Og Elín
Þórðardóttir fulltrúi í borgar-
endurskoðun er flinkur ljós-
myndari og sýnir litaðar myndir
sem hún hefur tekið, meðal
annars hér í nágrenni við húsið.
Við höfum öll auga fyrir form-
um og Iínum. Við sjáum svo
mikið af andlitum í þessu húsi
alþýðunnar að við festumst í
þessu. Höfum verið að bauka
við þessa tómstundaiðju hvert í
sínu horni og þetta bauk er að
verða að þó nokkuð skemmtilegri
sýningu. Þó verða þetta aldrei
annað en stikkprufur því það
besta geymum við heima! Sýning-
in er aðallega hugsuð til að peppa
upp fleiri starfsmenn og draga þá
út úr skápunum! Forráðamenn
hússins eru spenntir fyrir því að
endurtaka þetta ef vel tekst til og
virkja fólkið meira á listasviðinu.
Aðalatriðið er auðvitað að hafa
gaman af þessu. GUN.
Gjalir andans um helgina
Snemma á þessu ári fór af stað
samkeppni um útilistaverk á Ak-
ureyri, í tengslum við að 1000 ár
eru frá kristnitöku á Islandi og
landafundum Norður-Ameríku.
Verkið skildi taka mið af upphafi
nýrrar aldar og nýs árþúsunds
og með hugsanlegri skírskotun
til sögu eða sérkenna héraðsins.
Samkeppnin var tvískipt. Fyrri
hlutinn var almenn hugmynda-
samkeppni, var þátttaka mjög
góð og bárust alls 62 tillögur.
Dómnefnd, skipuð fulltrúum frá
Akureyrarbæ og Sambandi ís-
lenskra myndlistarmanna, valdi
úr hugmyndunum 5 verk. Höf-
undar þeirra verka tóku síðan
þátt í lokaðri samkeppni um það
hvaða verk yrði fyrir valinu sem
nýtt útilistaverk á Akureyri.
Laugardaginn 23. október
verður opnuð sýning í Deigl-
unni, Listagili á Akureyri á þeim
5 verkum sem valin voru í lok-
uðu samkeppnina. Við opnun
sýningarinnar kl. 15.00 verður
tilkynnt um hvaða verki dóm-
nefndin mælir með til frekari út-
færslu og framkvæmda. Sýning-
in stendur til 31. október.
Útgáfutónleikar
Björn Steinar Sólbergsson, org-
anisti og Margrét Bóasdóttir,
sópransöngkona, efna til út-
gáfutónleika í tilefni af nýút-
»1*^1 £
Björn Steinar Sólbergsson.
kominni geislaplötu sinni
„Gjafir andans“ í Langholts-
kirkju sunnudaginn 24. októ-
ber kl. 20.00.
Á tónleikunum flytja Björn
og Margrét íslenska kirkjutón-
list, forna og nýja, en það er
viðfangsefni geislaplötunnar.
Efnisskráin spannar allt frá
Lilju Eysteins Ásgrímssonar,
munks, til nýrra verka m.a. eft-
ir Atla Heimi Steinsson,
Hjálmar H. Ragnarsson og
Jónas Tómasson. Einnig leikur
Björn íslensk orgelverk, en sér-
stakan sess skipa verk Tóns
«vTu ><( lií-vii go
iiti ibi
Margrét Bóasdóttir.
Leifs
og ber þar hæst „Faðir
vor“, en þessi stórbrotna tón-
smíð heyrist sjaldan. Josef
Ognibene, hornleikari, leikur
einnig með Margréti og Birni á
þessum tónleikum.
Þess ber að geta, að þetta
verða fyrstu einsöngstónleik-
arnir sem hljóma með nýja org-
elinu í Langholtskirkju.
Sjöunda starfsárið
Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands heldur fyrstu tónleika
vetrarins sunnudagin 24. októ-
ber í Glerárkirkju á Akureyri kl.
njifaQiurnin-intHtn jjo ant. i .<i.
Guðmundur Úli Gunnarsson.
16.00. Einsöngvari er Signý
Sæmundsdóttir, sópran, stjórn-
andi er Guðmundur Óli Gunn-
arsson.
Hljómsveitin hefur haldið
fimm stóra tónleika á hverjum
vetri síðan hún tók til starfa
fyrir sex árum.
Á efnisskránni fyrir hlé eru
verk eftir: J. Strauss, Fanz
Lehár, R. Stolz, E. Waldteufel,
E. Kálmán og J. Strauss, yngri,
en eftir hlé verða fluttir sex
kaflar úr Divertissement eftir
Jaeques Ibert. — W
im PillUíJuqqoi<>
<«> iii v< nntifj óa im fritniv óiV
UM HELGINA
Dagskrá um Giinter Grass
Starfsemi Lista-
klúbbs Leikhús-
kjallarans í vetur
hefst mánudags-
kvöldið 25. októ-
ber með dagskrá
um rithöfundinn
Gúnter Grass
sem fyrir GunterGrass.
skemmstu hlaut
bókmenntaverðlaun Nóbels.
Rithöfundar og fræðimenn
Ijalla um höfundinn og verk
hans, m.a. Bjarni Jónsson,
þýðandi „Blikktrommunnar“,
sem Vaka-Helgafell gefur út.
Aðrir eru: Ami Bergmann,
Einar Már Guðmundsson, Jór-
unn Sigurðardóttir, Peter
Weiss, lektor við Háskóla Is-
lands, Hjálmar Sveinsson og
Jón Proppé, sem beinir sjón-
um að myndlistarmanninum
Gúnther Grass. Einnig kemur
fram tónlistarfólkið Margrét
Bóasdóttir og Pétur Jónasson.
Dagskráin hefst kl. 20.30 en
húsið verður opnað kl. 19.30.
Jass og blús með Aiidreu
Andrea Gylfadóttir mun ásamt
okkar betri gítarleikurum, Eð-
varði Lárussyni og Guðmundi
Péturssyni, halda tónleika í
Kaffileikhúsinu föstudaginn
22. október.
Tónleikamir verða blanda af
jass, blús og íslenskum dægur-
lögum úr öllum áttum. Einnig
megum við búast við að tríóið
taki nokkur lög af Blúsmanna-
diskinum sem kom út um síð-
ustu jól. Þeir Eðvarð og Guð-
mundur munu spila fýrri part
tónleikanna á klassíska gítara
en seinni hlutinn verður flutt-
ur á rafmagnsgítara.
Kvöldverður verður borinn
fram ld. 21 en tónleikarnir
heljast kl. 23. Hægt er að
panta miða allan sólarhringinn
í sfma 551 9055.
Skyggnusýnmg Nan Goldin
Skyggnusýning
með um 800
myndum eftir
listaljósmyndar-
ann Nan Goldin
verður í Há-
skólabíói í kvöld
og á morgun.
Myndirnar
renna saman í
eitt, mynda eins
konar sjálfsævisögulega dag-
bók um líf listakonunnar
meðal eiturlyfjaneytenda,
kynskiptinga, ldæðskiptinga
og eyðnisjúklinga. Myndir
Nan Goldin hafa farið sigur-
för um heiminn á undanföm-
um árum. Þær lýsa viðfangs-
efninu oft af miskunnarlausu
raunsæi, en jafnframt af
djúpri samkennd og innlifun
sem er um leið hlaðin erótík.
Eftir sýningamar kemur Nan
Goldin sjálf fram og ræðir við
áhorfendúr.
Sýningin í kvöld hefst kl.
21.15 og á morgun kl. 15.00.
Ljósmyndasýningu Nan
Goldin í Listasafni Islands
lýkur nú á sunnudag, 24.10.
og er því hver að verða síðast-
ur að sjá hana.
Nan Goldin
•ul8* Hl jjðti iilifci im á«* Autj nnþpth/I Hig-jtJ mtufiiotl ii uqqiU 6u iit Au