Dagur - 22.10.1999, Síða 2
18-FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
D^ht
9 í LANDJNU
■ ÞAB ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlarþúað
gera?
„Á laugardaginn setj-
um við upp Las I/eg-
as-veisiu í Egilsbúð t
Neskaupstað, “ segir
Jón Björn Hákonarson.
í Las Vegas veislu
„Eg ætla að vera í Egilsbúð á föstudagskvöldið,
þar verður generalprufa hjá blúsldúbbnum út
af Las Vegas veislu á föstudagskvöldið. A laug-
ardagskvöldið ætlum við svo að frumsýna. Það
kallar á gleði frameftir nóttu. Þetta er heilmikil
veisla, það taka um þrjátíu manns þátt í henni
bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar. Þetta er í
10. skiptið sem við gerum þetta,“ segir Jón
Bjöm Hákonarsson, gjaldkeri Blús-rokk og jass-
klúbbsins á Nesi í Neskaupstað.
„Á sunnudaginn tekur maður því svo bara ró-
lega og reynir jafnvel að njóta einhverjar útivist-
ar. Þá fer ég kannski á hestbak, síðan tekur
maður valið kvikmyndakvöld."
„Starf framkvæmda-
stjóra sinfóníunnar fel-
ur í sér mörg störf,
þannig að þetta verður
mikil vinnuheigi, “ segir
Sigurbjörg í. Kristínar-
dóttir.
Stússast í kringum
hljóðfæraleikara
„Ég ætla að vinna um helgina. Sinfóníuhljóm-
sveitin verður með tónleika í Glerárkirkju á
sunnudaginn og það verður í mörg horn að
líta,“ segir Sigurbjörg I. Kristínardóttir, IVam-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands.
„I gærkvöldi var smíðaður pallur undir hljóm-
sveitina svo heíjast æfingar í kvöld og ég verð í
því að snúast í kringum hljóðfæraleikarana.
Það má segja að ég verði til taks ef eitthvað
vantar og eitthvað kemur uppá. Svo sé ég um
kaffi fyrir hljóðfæraleikarana svo að þeir fái ein-
hveija næringu. Starf íramkvæmdastjóra sin-
fóníunar felur í sig mörg störf, þannig verður
þetta mikil vinnuhelgi. Eftir tónleikana þarf að
taka saman eftir þá, því við verðum að skila
kirkjunni í því ástandi sem við tökum við
henni.“
„Við hjónin verðum að
gera eitthvað
skemmtilegt með
stráknum okkar, “ segir
Andri Snær Magnason.
Heimilsleg fjölskyldu-
stemmning
„Eg er ckkcrt búinn að ákveða hvað ég ætla að
gera um helgina. Eg fer út að borða með vinum
mínum þremur en það er ekki ákveðið hvert við
förum. Ætli það verði ekki í heimilislegri Ijöl-
skyldustemmningu. Við hjónin verðum að gera
eitthvað skemmtilegt með stráknum okkar,“
segir Andri Snær Magnason, rithöfundur.
Hann segist vera að stfga upp úr vinnutörn og
því hafi hann ekki mátt vera að því að skipu-
leggja helgarnar. Andri lauk nýlega við tvær
bækur, barnabók og bók um verk Isaks Harðar-
sonar. Auk þcss sem hann er að vinna að marg-
miðlunardiski fyrir Hafrannsóknastofnunina.
Ungur vakti Ástþór Magnússon athygii - ekki fyrir hárvöxtinn eða köflótta jakk-
ann - heldur fyrir störf sín sem ijósmyndari á Vísi. Og síðarsetti hann á fót
framköllunarþjónustu, sem reyndar gekk upp og ofan. Þegar Ástþór hætti í
myndasmíðinni kaus hann að helga sig baráttunni fyrir friði í heiminum og hefur
ekki legið á liði sínu, meira að segja svo hraustiega að stundum hefur þótt
tiiefni tii að ætia hið gagnstæða.
■ LÍF OG LIST
Stór stafli
á náttborðinu
„Ég er að klára að þýða bók
þessa dagana, Djöflana eftir
Dostojevskí. Þá má maður
ekkert vera að því að lesa
neitt annað," segir Ingibjörg
Haraldsdóttir, rithöfundur.
„Það er dálítið stór stafli af
bókum á náttborðinu hjá mér.
Eg hef verið að glugga í
skáldaævisögu Guðbergs, ég er enn-
þá með fyrsta bindið, Faðir, móðir og dulmagn
bernskunnar. Ég Ies í henni svona sfðustu
fimm eða tíu mínúturnar áður en ég sofna.“
þá er maður ekki að hlusta eftir textunum.
Þetta er svona tónlist við vinnuna."
Hvorki farið né leigt spólu
„Ég hef hvorki fari í bíó né leikhús í marga
mánuði og þaðan af síður leigt mér mynd-
bandsspólu. Ég hef einstaka sinnum kveikt á
sjónvarpinu ef það hefur verið eitthvað þar
sem mig hefur Iangað til þess að sjá. Ég var
síðast að horfa á sænska þætti sem hétu
Skerjagarðslæknirinn. Annars fer ég að skila
bókinni af mér og þá fer ég að lifa eðlilegu
lífi.“
Píanókonsertar
„Þegar maður er að vinna
svona vinnu má maður ekki
vera að því að hlusta á mik-
ið af tónlist. Það eru tveir diskar sem ég hlusta
á til skiptis. Það er rússneskur pfanóleikari
sem spiiar píanókonsert eftir Rachmaninov,
sem ég held mikið uppá. Hinn diskurinn er
með mjög góðum kúbönskum píanóleikara
sem heitir Frank Fernandes. Hann spilar þar
píanóverk eftir kúbönsk tónskáld. Þau eru
flest eftir Ernesto Lecuona, sem var mjög
frægur fyrir allöngu. Svona verk hljóma best
þear að maður er að vinna. Þau trufla minnst,
■ fra degi
Imyndið ykkur skaparann sem lélegan
grínista, og samstundis verður heimur-
inn skiljanlegur.
H. L. Menckcn
Þau fæddust 22. október
• 1769 fæddist Jón Espólín sýslumaður.
• 1811 fæddist ungverski pfanósnilling-
urinn og tónskáldið Franz Liszt.
• 1844 fæddist franska leikkonan
Sarah Bernhardt.
• 1919 fæddist breska skáldkonan Dor-
is Lessing.
• 1920 fæddist bandanski sálfræðingur-
inn, rithöfundurinn og dópistinn
Timothy Leary.
• 1925 fæddist bandaríski Iistmálarinn
Robert Rauschenberg.
Þetta gerðist 22. október
• 4004 fyrir Krist átti Guð að hafa
skapað heiminn samkvæmt útreikn-
ingum írska biskupsins James Ussher,
sem UBBhOT öld. Nánar
TIL DAGS
tiltekið átti sköpunin að hafa átt sér
stað klukkan átta að morgni.
• 1253 brenndu Sturlungar bæinn að
Flugumýri í Skagafirði og fórust þar
25 manns.
• 1844 biðu sjöunda dags aðventistar
árangurslaust eftir endurkomu Jesú
Krists.
• 1859 lýsti Spánn yfir stríði á hendur
Marokkó.
• 1875 tók Jóhann Karl við konung-
dæmi á Spáni eftir að Francisco
Franco hershöfðingi lést.
• 1954 gengu Þjóðverjar í Atlantshafs-
bandalagið.
• 1978 tók Jóhann Páll II. við páfa-
dómi.
Vísa dagsins
Það er súrt að sofnafrá
söngum minna fljóða,
enga mjúka arma fá
eða vtnið góða.
Þorstcinn Erlingsson
i incjq3>Iaiu.b h^uihójcjlb i Hucj uucj óifilcr
Afmælisbam dagsins
Bergþór Pálsson, óperusöngvari,
fæddist 22. október árið 1957. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um við Sund árið 1978 og fór þá í
söngnám til Bandaríkanna og tók
meistarapróf í tónlist fra Indíanahá-
skóla í Bloomington árið 1987 og tíu
árum seinna fékk hann diplómu í
Ieiklist firá Roy Samuelsson Drama
Studio í London. Hann hefur tekið
þátt í ótal óperuuppfærslum og hald-
ið fjölda einsöngstónleika hér heima
og erlendis.
tz rrrrr mrTEsnnb rrn? nrcj gu nuuu r
Flóttinn úr fangelsinu
Nokkrir fangar höfðu gert tilraun til að
flýja úr fangelsinu, !;en voru gripnir á
hlaupum rétt fyrir utan fangelsislóðina.
Fangelsisstjórinn kallaði þá á sinn fund og
vildi fá að vita tvennt: Hvers vegna þeir
hefðu reynt að flýja og hvernig þeim hefði
tekist að komast út. „Þessu er einfalt að
svara,“ sagði einn fanganna. „Það er ekki
nema ein ástæða fyrir því að við reyndum
að flýja, og það er maturinn. Hann er svo
hræðilegur að það er engin leið að Iifa við
það.“ Og hin spurningin, sagði fangelsis-
stjórinn: „Hvernig tókst ykkur eigínlega að
höggva rimlana í sundur? Það er mjög
mikilvægt fyrir okkur að vita það, því þeir
eru sérstaklega styrktir með splunkunýrri
aðferð.“ Og þar áttu fangarnir líka einfalt
svar: „Við notuðum bara ristabrauðið sem
við fengum í morgunmat!-“
Veffang dagsins
Grænar umhverfisfréttir vikulega frá Dan-